Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 142. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hjólahjón æfa af kappi Eggert Vigfússon og Hulda Vilhjálms- dóttir hjóluðu hringinn | Daglegt líf Lesbók, Börn, Íþróttir, Lifun Lesbók | Um ævintýri  Kaupmannahöfn brennur Minniskompa  Biblíuþýðing og fordómar Börn | Langstökkvarar Verðlaunaleikur Íþróttir | Fram vann  Collina kveður  Mario Mijatovic til Grindavíkur FRÍSTUNDAMIÐSTÖÐIN Frostaskjól blés í gær til kassabílaralls fyrir öll börnin í frí- stundaheimilunum í Vesturbænum. Rallið, sem fór fram á Ingólfstorgi, var vel sótt og skemmtu börnin sér konunglega í kappakstrinum. Allir fengu ís og borðuðu nestið sitt á torginu á með- an þeir fylgdust með félögum sínum í ralli. Ólafur B. Bjarkason, umsjónarmaður frí- stundaheimilisins Draumalands í Austurbæj- arskóla, segir starfsmenn hafa viljað gera eitt- hvað sérstakt og skemmtilegt síðustu dagana og loka vetrarstarfinu. „Við ákváðum því að hafa hátíð, þar sem allir sameinuðust í kassa- bílaralli,“ segir Ólafur. „Það gekk allt upp eins og best verður á kosið og veðrið lék við okkur.“ Morgunblaðið /RAX Rallað í sólinni á Ingólfstorgi DÚX Menntaskólans í Reykjavík lauk stúd- entsprófi með hæstu meðaleinkunn í 159 ára sögu skólans, frá árinu 1846, eða 9,90. Fyrir tveimur árum útskrif- aðist piltur með 9,89 í meðaleinkunn og þá töldu ýmsir að hærra yrði ekki farið. Höskuldur Pétur Hall- dórsson afsannaði það og hlaut verðlaun fyrir árangur sinn á útskrift MR í gær. Höskuldur segist hafa undirbúið sig vel fyrir stúdentsprófin í vor sem og síðustu vor. Hann fékk tíu í flestum fögum en lægsta ein- kunnin hans var níu. Íþróttir, stjörnufræði og íslenskur stíll drógu hann aðeins niður en hann segist ekki geta nefnt neitt sérstakt fag sem veikleika. „Ég var í sjálfu sér ekkert að hugsa um þetta met en það voru allir aðr- ir að tala um það,“ sagði Höskuldur þegar Morgunblaðið hafði samband við hann rétt fyrir útskriftarveisluna í gær. „Það er auð- vitað mikil vinna að vera í eðlisfræðideild eitt í MR. Við erum með marga stærðfræði- og eðlisfræðitíma á viku og förum yfir mikið efni,“ sagði Höskuldur og bætti við að það hefði verið skyndipróf í stærðfræði í hverri viku. „Það er ágætt og heldur manni við efn- ið. Við erum bara níu í þessum hópi og þetta er mjög sterkur og góður hópur sem hefur staðið þétt saman í gegnum námið.“ Höskuldur stefnir á stærðfræði í Háskóla Íslands á næsta ári og getur vel séð fyrir sér að hann fari síðar í framhaldsnám í Banda- ríkjunum. „Ég veit ekkert hvernig þetta endar hjá mér. Ég byrja bara í stærðfræði og svo kemur þetta í ljós.“ Þótt námið hafi tekið mikinn tíma gaf Höskuldur sér einnig tíma fyrir áhugamál og afslöppun. „Ég spila reglulega fótbolta með félögunum og svo reynir maður nátt- úrlega að hafa tíma fyrir kærustuna.“ | 6 MR-ingur fékk 9,90 Höskuldur Pétur Halldórsson Höskuldur Pétur Halldórsson með hæstu einkunn á stúdentsprófi í 159 ára sögu skólans MAGNÚS Þorsteinsson hefur ákveðið að selja eignarhluti sína í Samson eignarhaldsfélagi ehf. og Samson Holding. Félögin, sem fram til þessa hafa verið í eigu Magnúsar, Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, eiga hluti í Lands- banka Íslands og Burðarási. Magnús hyggst með þessari ákvörð- un einbeita sér að fjárfestingum í al- mennri flutningastarfsemi og flug- rekstri. Magnús er aðaleigandi Avion Group sem á og rekur flugfélögin Air Atlanta og Excel Airways. Samson-fé- lögin verða eftir viðskiptin í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björg- ólfs Thors Björgólfssonar. Magnús selur í Samson STUÐNINGSMENN stjórnar- skrársáttmála Evrópusambands- ins reyndu til þrautar að vinna óákveðna kjósendur í Frakklandi á sitt band í gær, á síðasta degi bar- áttunnar fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu á morgun. Skoðanakannanir bentu enn til þess að stjórnarskráin yrði felld og að stuðningsmenn hennar þyrftu að reiða sig á snögg umskipti. Frönsk stjórnvöld fengu til liðs við sig leiðtoga vinstristjórnanna í Þýskalandi og á Spáni til að skora á franska sósíalista að greiða at- kvæði með stjórnarskránni. Mikil andstaða er við hana meðal sósíal- ista í Frakklandi og talið er að at- kvæði þeirra geti ráðið úrslitum. Tveimur skoðanakönnunum, sem birtar voru í gær, bar ekki saman. Samkvæmt annarri þeirra ætla 56% þeirra, sem tóku afstöðu, að greiða atkvæði gegn stjórnar- skránni. Hin könnunin bendir hins vegar til þess að andstaðan við stjórnarskrána hafi minnkað á síð- ustu dögum og 52% þeirra, sem tóku afstöðu, sögðust vera á móti henni. Um 20% kjósenda hafa ekki gert upp hug sinn. Pascal Perrineau, forstöðumað- ur stofnunar sem stundar rann- sóknir á frönskum stjórnmálum, tók svo djúpt í árinni að „krafta- verk“ þyrfti til að stjórnarskráin yrði samþykkt. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Jose Luis Rodrigu- ez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, fóru til Frakklands og tóku þátt í fundum stuðnings- manna stjórnarskrárinnar í gær- kvöldi. „Evrópa getur ekki haldið áfram án Frakklands,“ sagði Zapatero á fundi í borginni Lille. Biðlað til sósíalista og óákveðinna kjósenda Schröder og Zapatero taka þátt í baráttunni í Frakklandi Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands (t.h.), með leiðtoga franska sósíalistaflokksins, Dominique Strauss-Kahn, á fundi stuðningsmanna stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins í Toulouse í gærkvöldi. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is  Ákall Chiracs | 18 London. AFP. | Gæludýr eru orðin arðvænlegur markhópur og breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur því ákveðið að reyna að laða þau til sín með gjöfum og vildarpunktum. Flugfélagið tók upp vildar- punktakerfi fyrir gæludýr fyrr í mánuðinum. Fjórir hundar og köttur hafa þegar verið skráðir í það, að sögn talsmanns flug- félagsins í gær. Virgin Atlantic flutti um 1.250 dýr í fyrra, um það bil helmingi fleiri en árið áður, þótt far- gjöldin fyrir þau séu há, til að mynda um 48.000 krónur aðra leiðina milli London og New York. Hundar sem ferðast með Virg- in Atlantic í fyrsta skipti fá nú bol og einkennismerki, en kettir leikfangamús. Þegar dýrin hafa fengið fimm punkta í vildarpunktabókina sína eiga þau rétt á öðrum varningi, svo sem handunnum mat- arskálum. Fyrir fleiri vild- arpunkta geta þau fengið snyrt- ingu eða hátískufatnað frá Burberry, Prada og Gucci. Eigendur gæludýranna geta einnig notað vildarpunktana til að fá ókeypis ferðir. Gæludýr fá vildar- punkta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.