Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 2
Bændur bíða vætunnar
úrkoma og vindur verði undir eða yfir til-
teknum mörkum.“
Að sögn Einars er sú aðferð sem beitt er í
stórum dráttum sú, að gerðar eru um 50
keyrslur á veðurlíkani þar sem upphafs-
gildum er hnikað lítillega. Í einni keyrslunni
er spáð lítilsháttar úrkomu norðanlands til-
tekinn dag en í annarri er ekkert minnst á
það o.s.frv. Samanlagt gefa þessar 50 tölvu-
keyrslur á einni öflugustu tölvu heims lík-
indadreifingu á ýmsum veðurþáttum.
„Þessar spár hafa sömu annmarka og aðrar
tölvureiknaðar veðurspár, mikið dregur úr
áreiðanleika þeirra eftir sex til átta daga, en
þessi nálgun í framsetningu á veðurspám er
önnur en landsmenn eiga að venjast,“ segir
Einar. „Óvissuþáttunum fjölgar eftir því
sem lengra dregur, en engu að síður er spá
til sex til átta daga á þessum árstíma nokk-
uð ábyggileg.
Spáin sem nú liggur fyrir sýnir líkur á
samanlagðri úrkomu 3 mm eða meira yfir
þriggja daga tímabil í næstu viku. Sam-
kvæmt spánni eru líkur á úrkomu 3 mm eða
meira þessa daga innan við 35%. Grænu
svæðin á kortinu sýna þau svæði þar sem
verulega líklegt er að vætusamt verði þessa
daga.
Úrkoma innan við 3 mm á þremur dögum
er tiltölulega lítil úrkoma og gerir lítið
gagn. Til glöggvunar er meðalúrkoma í maí
í Reykjavík 44 mm, á Akureyri 19 mm, á
Dalatanga (austast á landinu) 93 mm og á
Kirkjubæjarklaustri 118 mm.
Ekki munaði miklu að heiðskírt væri yfir landinu þegar þessi
gervitunglamynd var tekin á hádegi. Einhver ský læddust þó
yfir hluta landsins, sérstaklega á Suðausturlandi. Blíðan ent-
ist langt fram eftir degi, þótt ekki væri heiðskírt svo víða
nema í stuttan tíma þegar myndin var tekin.
ÞEIR Íslendingar sem hyggja á útiveru
næstu dagana geta að öllum líkindum
glaðst, en bændur og garðyrkjufólk verða
að bíða úrkomunnar a.m.k. í eina viku í við-
bót ef marka má veðurspá Evrópsku reikni-
miðstöðvarinnar fyrir veðurspár
(ECMWF). Samkvæmt henni mega Íslend-
ingar eiga von á áframhaldandi nokkuð
þurru veðri fram yfir helgi og jafnvel eitt-
hvað lengur.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands, segir veðrið undanfarið
hafa verið nokkuð þurrt og norðanátt
ríkjandi. „Nú erum við komin inn í hæg-
viðrasamt veður og háþrýstingur yfir land-
inu. Það sem þarf er að þessi veðurstaða
sem uppi hefur verið brotni upp og við fáum
lægð sem brýst í gegn með vænum skammti
af rigningu,“ segir Einar og bætir við að
þessar sömu tölvuspár geri ráð fyrir að það
geti gerst um næstu helgi.
Spágildi sem líkindi
„Í ECMWF eru daglega reiknaðar veð-
urspár til næstu tíu daga sem settar eru
fram myndrænt með ýmsum hætti,“ segir
Einar. „Til að mynda er hægt að sjá spá-
gildi sem líkindi á því að þættir eins og hiti,
Von á áframhaldandi
nokkuð þurru veðri
fram yfir helgina
2 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MET Í MR
Höskuldur Pétur Halldórsson hef-
ur lokið stúdentsprófi með hæstu ein-
kunn í sögu Menntaskólans í Reykja-
vík, en hann hlaut einkunnina 9,90.
Hæsta einkunnin áður var 9,89 og
var sú einkunn gefin fyrir tveimur ár-
um.
Löggjöf endurskoðuð
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra hefur falið Ragnheiði Braga-
dóttur, prófessor við lagadeild HÍ, að
semja drög að lagafrumvarpi hvað
snertir þau ákvæði sem eru um
nauðgun og önnur brot gegn kyn-
frelsi fólks, kynferðisbrot gegn börn-
um og vændi.
Sjóræningjatogarar á karfa
Flugvél Landhelgisgæslunnar sá
sjö svokallaða sjóræningjatogara að
karfaveiðum við 200 sjómílna lög-
sögumörkin suðvestur af Reykjanesi,
og náði á mynd þegar flutningaskip
tók við fiski úr einum togaranna.
Varðskip verður sent á vettvang til
að elta flutningaskipið til að sjá hvar
það landar.
Biðlað til Frakka
Stuðningsmenn stjórnarskrársátt-
mála Evrópusambandsins reyndu í
gær að vinna óákveðna kjósendur í
Frakklandi á sitt band fyrir þjóð-
aratkvæðagreiðsluna um hann á
morgun. Kanslari Þýskalands og for-
sætisráðherra Spánar fóru til Frakk-
lands til að taka þátt í síðustu fundum
stuðningsmanna stjórnarskrárinnar.
Viðurkenna vanhelgun
Bandarískir embættismenn sögðu
í gær að vitað væri með vissu um
fimm tilfelli þess að Kóraninn, hin
helga bók múslíma, hefði verið óvirt-
ur í fangabúðum Bandaríkjahers í
Guantanamo á Kúbu. Engin áreið-
anleg sönnun væri þó fyrir því að
honum hefði verið sturtað niður um
salerni.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Umræðan 35/48
Sigmund 8 Bréf 47
Úr verinu 12 Kirkjustarf 48
Viðskipti 16 Messur 49
Erlent 18/19 Minningar 49/54
Minn staður 22 Dagbók 60/63
Akureyri 24 Myndasögur 60
Suðurnes 24 Víkverji 60
Landið 26 Velvakandi 61
Árborg 26 Staður og stund 62
Daglegt líf 28 Af listum 69
Ferðalög 29/31 Leikhús 64
Menning 32/33, 63/69 Ljósvakamiðlar 70
Úr vesturheimi 34 Staksteinar 71
Forystugrein 36 Veður 71
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
edda.is
KOMIN Í
VERSLANIR!
Fáanleg á íslensku og ensku.
Eyðibýli á Íslandi
Í þessari sérlega fallegu
ljósmyndabók er að finna
einstakar myndir af
eyðibýlum á Íslandi. Þær
eru teknar á um 15 ára
tímabili en flestar eru þó
frá árunum 1997-2002.
Falleg bók sem vekur upp
ljúfsárar tilfinningar um
það sem eitt sinn var.
eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Nökkva Elíasson
KARLMAÐUR beið bana er fólksbif-
reið og vöruflutningabíll skullu saman
á þjóðveginum um Hvalfjörð, rétt við
afleggjarann að Miðdal í Kjós.
Að sögn lögreglunnar í Reykjavík
varð óhappið um klukkan hálfníu í
gærmorgun. Flutningabíll með tengi-
vagn var á leið í austurátt. Á móti
honum kom fólksbíll sem lenti framan
á vöruflutningabílnum. Bílstjóri flutn-
ingabílsins gerði hvað hann gat til að
afstýra árekstri en allt kom fyrir ekki.
Hann sakaði ekki en ökumaður fólks-
bílsins, sem var einn í bílnum, lést.
Hann var 24 ára gamall.
Veginum um Hvalfjörð var lokað
vegna slyssins en opnaður aftur um
klukkan 11. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar síðdegis í gær var enn
unnið að rannsókn málsins.
Banaslys í Hvalfirði
Morgunblaðið/Júlíus
Slökkviliðsmenn að störfum á vettvangi slyssins í Hvalfirði í gær.
ALMENN prestskosning fer fram í
Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi
í dag. Fjórir umsækjendur eru í kjöri
en þetta er fyrsta kosningin af þessu
tagi síðan árið 1997 í Garðabæ. Yf-
irleitt eru það valnefndir viðkomandi
prestakalls sem koma sér saman um
nýjan prest en meira en þriðjungur
sóknarbarna í Hofsprestakalli fór
fram á kosningu, líkt og lög heimila.
Í kjöri eru sr. Brynhildur Óladótt-
ir, prestur á Skeggjastöðum, og guð-
fræðingarnir Klara Hilmarsdóttir,
Stefán Már Gunnlaugsson og Þóra
Ragnheiður Björnsdóttir.
Óánægja vegna kjörskrár
Skv. upplýsingum Morgunblaðs-
ins gætir óánægju meðal nokkurra
sóknarbarna á Vopnafirði sem ekki
hafa komist á kjörskrá þjóðkirkjunn-
ar. Er þetta á annan tug manna, m.a.
fólk sem hefur verið í kirkjukór
Vopnafjarðarkirkju og átt sæti í
sóknarnefnd.
Fjórir í
kjöri í Hofs-
prestakalli
VORIÐ er loks farið minna á sig og miðað við veðurblíðuna í
gær geta landsmenn smám saman farið að pakka vetrarföt-
unum niður. Í gærdag var mjög víða léttskýjað og hiti fór
mest upp í 16 gráður á Húsafelli og í Hjarðarlandi. Reykvík-
ingar nutu 12 stiga hita og glampandi sólar og á Norðurlandi
voru 5–10 gráður en 12 á Akureyri.
Gert er ráð fyrir svipuðu veðri í dag þótt það gætu verið
meiri skúrir sunnan- og vestanlands.
Hitinn ætti að fara að aukast á Vopnafirði en þar hafa
bændur verið í stökustu vandræðum með sauðfé vegna kulda
og ryðja þurfti Hellisheiði eystri í gær. Næstu daga verður
hægur vindur og sól og landsmenn geta krosslagt fingur og
vonast til þess að nú sé sumarið komið til að vera.
Sumarið komið til að vera?
HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra hefur rætt
við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, borgarstjóra
Reykjavíkur, um að ríki og borg vinni saman að því
að auka öryggi gönguleiðarinnar á Þverfellshorn. Í
gær kynnti hann sér göngustíg sem Ferðafélag Ís-
lands hefur lagt í Laufskörðum sem gerir gönguleið-
ina þar færa flestum.
Halldór stundar talsvert fjallgöngur og var ferðin
í gær þriðja ferð hans á Esjufjallgarðinn í þessum
mánuði. Hann segist talsvert hafa orðið var við það
að fólk hafi lent í vandræðum efst í Þverfellshorni,
sumir villst og aðrir slasast. „Það er til mikillar fyr-
irmyndar sem Ferðafélag Íslands er að gera í Lauf-
skörðunum og það þarf að gera það sama efst í
Þverfellinu. Þeir segja mér að þeir ætli að gera það
og mér finnst að það þurfi að ganga í það sem fyrst.
En auðvitað þurfa Reykjavíkurborg og ríkið að
hjálpa til við þetta því þetta er vinsælasta leið Reyk-
víkinga þegar þeir fara í fjallgöngur. Þetta er nú
ekki mikið mál, það þarf bara að koma þessu í
gang,“ sagði Halldór Ásgrímsson í fjallgöngunni í
gærmorgun. | 11
Morgunblaðið/Rúnar
Í þriðja skipti í þessum mánuði fór Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra upp á Esjufjallgarðinn.
Forsætisráðherra vill auka öryggi göngumanna á Esjunni
Gönguleiðin upp á Þver-
fellshorn verði lagfærð