Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁHÖFN TF-SYN, flugvélar Land- helgisgæslunnar, sá sjö svokallaða sjóræningjatogara að karfaveiðum við 200 sjómílna lögsögumörkin suð- vestur af Reykjanesi, og náði á mynd þegar flutningaskip tók við fiski úr einum togaranna. Varðskip verður sent á vettvang til að elta flutningaskipið til að sjá hvar það landar. Sjóræningjatogararnir, sem ekki hafa leyfi til veiða á fiskveiðistjórn- unarsvæði Norðaustur-Atlantshafs- fiskveiðiráðsins, voru þar að veiðum í hópi 60 erlendra úthafskarfatogara þegar vél Landhelgisgæslunnar flaug yfir. Skipin eru skráð á eyj- unni Dómíníku eða öðrum eyjum í Karíbahafinu, en þar sem þau voru utan við íslenska lögsögu er Land- helgisgæslunni ekki heimilt að taka skipin, segir Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Evrópusambandið, Noregur, Pól- land, Rússland, Eistland, Grænland og Færeyjar eru aðilar að Norð- austur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu auk Íslands. Samkvæmt samþykkt- um ráðsins eru viðbrögð við því þeg- ar veitt er án heimildar þær að skip- um sem uppvís verða að því er neitað um alla fyrirgreiðslu í aðild- arlöndunum að neyðaraðstoð und- anskilinni. Georg segir að sjóræningjaveiðar af þessu tagi hafi tíðkast undanfarin ár, og hafi þær hafist í apríl í ár eins og undanfarin ár. Nú sé leyfislausu skipunum hinsvegar farið að fjölga hratt, snemma í apríl voru þau þrjú, en eru sjö núna. Flugvél Landhelg- isgæslunnar hefur flogið nokkrum sinnum í viku yfir skipaflotann, en nú hefur í fyrsta skipti sést til þegar fiskur er fluttur milli skipa í flutn- ingaskip. Verður því varðskip sent á vett- vang til að fylgja flutningaskipinu eftir til þar til ljóst er hvar það mun reyna að landa, og verður Landhelg- isgæslan í samvinnu við eftirlitsskip annarra þjóða sem aðild eiga að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- ráðinu. Þegar ljóst er hvar skipið ætlar að landa verður haft samband við yfirvöld í því landi og óskað eftir því að gripið verði til aðgerða, svo sem að selja skipinu ekki olíu, leyfa því ekki að landa, og neita þeim al- mennt um alla þjónustu aðra en neyðarþjónustu. Sjóræningjaveiðar halda áfram á karfamiðum við landhelgismörkin Varðskip sent til að fylgja flutningaskipi eftir Flutningaskipið Sunny Jane frá Belís náðist á mynd í gær þar sem það tók við fiski frá togaranum Okhotino, sem skráð er á eyjunni Dómíníku. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is MENNTASKÓLANUM í Reykja- vík var slitið í gær í 159. sinn. Alls voru brautskráðir 160 stúdentar, m.a. einn sem hlaut hæstu einkunn í sögu skólans, Höskuldur Pétur Halldórsson, sem fékk 9,90. Í skólaslitaræðu sinni vék Yngvi Pétursson, rektor MR, m.a. að hug- myndum um styttingu náms til stúdentsprófs, eins og þær voru kynntar í skýrslu menntamálaráðu- neytisins. Yngvi sagði að innan MR væri mikil andstaða við þessar hug- myndir. „Ég óttast að þessar hugmyndir leiði til mikillar miðstýringar í skólakerfinu með því að steypa flesta skóla í svipað mót og afmá þar með sérkenni þeirra. Skólar hafa í vaxandi mæli aukið sérhæfingu sína til að höfða til breiðs hóps nemenda. Ég hef sérstakar áhyggjur af því hvað verði um þá sérhæfingu náms, sem hefur þróast í hinum ýmsu framhaldsskólum eins og er t.d. í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég tel að undirbúningur nemenda undir háskólanám verði verri nái tillög- urnar fram að ganga,“ sagði Yngvi. Hann fjallaði einnig um húsnæð- ismál MR og sagði þau hafa komist á hreyfingu eftir að hann lýsti ófremdarástandi við skólaslitin í fyrra. Menntamálaráðherra hefði í kjölfarið lýst vilja til að standa við samkomulag um uppbyggingu skól- ans. „Það eru vissulega gleðileg tímamót að nú loksins skuli hilla undir lausn á húsnæðismálum skól- ans. Það er einlæg von mín að rík- isvaldið tryggi að nægilegt fjármagn verði ætlað til verksins og að reynt verði að stytta framkvæmdatímann eins og kostur er,“ sagði Yngvi enn- fremur. Yngvi Pétursson rektor sleit Menntaskólanum í Reykjavík í 159. sinn í gær Lýsti andstöðu við styttingu náms til stúdentsprófs Morgunblaðið/Þorkell 160 útskriftarnemendur við Menntaskólann í Reykjavík settu upp hvítu húfurnar í gær. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness framlengdi í gær um eina viku gæsluvarðhald fylgdarmanns fjög- urra kínverskra ungmenna sem voru stöðvuð með ólögleg vegabréf á Keflavíkurflugvelli 17. maí sl. Málið er enn í rannsókn og ung- mennin fjögur eru enn á Íslandi en löggæsluyfirvöld verjast frétta af málinu. Maðurinn, sem er á fimmtugs- aldri, var handtekinn, grunaður um að hafa átt að koma ungmennunum fjórum ólöglega til Bandaríkjanna. Ungmennin eru þrjár stúlkur á aldrinum 15–17 ára og einn 21 árs piltur. Þau voru öll með vegabréf frá Singapúr sem ekki voru talin þeirra eigin. Fram hefur komið að sterkur grunur leiki á að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Þau komu hingað frá London og voru á leið til Orlando. Varðhald fylgdarmannsins framlengt um eina viku GUÐRÚN Jóna Jónsdóttir er öryrki eftir líkamsárás sem hún varð fyrir 15 ára gömul. Hún var að útskrifaðist sem stúdent og af því tilefni fal- aðist Morgunblaðið eftir við- tali við hana sem birtist í blaðinu í gær. Þar sagði Guð- rún Jóna m.a. að sig langaði að læra spænsku við Háskóla Íslands. Hún sagði og að sér þættu skólagjöld upp á 45 þús- und krónur nokkuð erfiður hjalli. Í gærmorgun hafði lesandi blaðsins samband og sagði sig og fjölskyldu sína langa til að styrkja Guðrúnu Jónu sem næmi skólagjöldunum. Vel- gjörðarmaðurinn vildi ekki láta nafns síns getið og sagði: „Það er ekki ætlun okkar að hefja okkur upp, heldur ein- ungis að gera lítilræði til að hjálpa henni til að láta drauma sína verða að veruleika.“ Guðrún Jóna varð að vonum glöð að fá þennan höfðinglega stuðning og þakkaði kærlega fyrir liðveisluna. Morgunblaðið/Árni Torfason Guðrún Jóna Jónsdóttir. Fékk óvænt styrk til há- skólanáms UTANRÍKISRÁÐHERRA hefur skipað Helga Gíslason og Svein Á. Björnsson sendiherra í utanríkis- þjónustunni frá og með 1. júní nk. Helgi var fyrst ráðinn til starfa fyrir utanríkisþjónustuna árið 1970 og hefur síðan þá m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmanna- höfn, Moskvu og París og setið í fastaefndum gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Atlantshafsbandalag- inu. Þá hefur hann starfað sem skrif- stofustjóri upplýsinga- og menning- arskrifstou í ráðuneytinu og sinnt embætti aðalræðismanns í New York. Sveinn réðst til starfa í viðskipta- ráðuneytinu árið 1970 og hefur m.a. starfað sem viðskiptafulltrúi í París. Þegar forsvar í utanríkisviðskiptum var fært til utanríkisráðuneytisins fluttist Sveinn til starfa þar og hefur síðan starfað í fastanefnd Íslands gagnvart Evrópuráðinu og í sendi- ráðum Íslands í Washington og Par- ís. Nýir sendiherr- ar í utanrík- isþjónustunni „SVONEFND launaleynd er ekki heppileg starfsmannastefna og þjón- ar hvorki hagsmunum eigenda, stjórnenda né starfsmanna fyrir- tækja.“ Þetta segir í ályktun sem þátttakendur á ráðstefnunni Tengsl- anet II samþykktu en henni lauk í gær. Hátt í tvö hundruð konur voru á ráðstefnunni og í ályktun sinni skora þær á atvinnurekendur að endur- skoða launaleynd. „Upplýsingar um laun og kjör á vinnumarkaði auka gagnsæi mark- aðarins og eru um leið forsenda þess að unnt sé að vinna að sameiginlegu hagsmunamáli allra á vinnumarkaði – að útrýma kynbundnum launa- mun,“ segir í ályktuninni þar sem það er áréttað að launaleynd gangi gegn markmiðum jafnréttislaga. Atvinnurek- endur end- urskoði launaleynd ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.