Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 12

Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 12
12 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÝSI hf. tók í notkun nýja verk- smiðju við Fiskislóð í Örfirisey, þá stærstu sinnar tegundar í heimin- um. Framleiðslugeta fyrirtækisins tvöfaldast í nýju verksmiðjunni. Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók verksmiðjuna formlega í notkun með táknrænum hætti í gær þegar hann klippti á borða að viðstöddu fjölmenni til marks um að starfsemi sé formlega hafin í þessum nýju höf- uðstöðvum fyrirtækisins. Þar verða undir einu þaki öll rannsóknar- og framleiðslustarfsemi, sem og aðal- skrifstofur. „Loksins er langþráður draumur okkar að rætast,“ segir Katrín Pét- ursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. „Aðstaðan við Grandaveg, þar sem fyrirtækið hefur verið til húsa frá stofnun árið 1938, var fyrir löngu orðin allt of lítil. Það eru því mikil umskipti fyrir okkur að flytja í þetta glæsilega 4.400 fermetra hús, sem búið er fullkomnasta tæknibúnaði sem völ er á.“ Nýja verksmiðjan er sú stærsta í heiminum á sínu sviði og fram- leiðslugetan tvöföld á við gömlu verksmiðjuna, eða 6.000 tonn á ári. „Við höfum þurft að vísa frá við- skiptum þar sem ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn þótt unnið hafi verið dag og nótt, nær alla daga ársins,“ segir Katrín. „Nú getum við sinnt þessum viðskiptavinum og fleirum, því þessi framleiðslugeta á að duga okkur næstu 2–3 árin, þó slíkt sé auðvitað aldrei hægt að full- yrða með vissu.“ Með lyfjaframleiðsluleyfi Nýja verksmiðjan uppfyllir svo- kallað GMP lyfjaframleiðsluleyfi. „Þannig færumst við nær og nær lyfjageiranum,“ segir Katrín. „Það er mikil eftirspurn eftir Omega-3 heilsuvörum og öðrum afurðum okkar, enda sýna fjölmargar rann- sóknir jákvæða virkni þeirra á lík- amann, s.s. heila, hjarta, liði, geð, húð, augu og sæðisfrumur. Einnig hafa þær reynst vel í baráttu við minnisleysi og athyglisbrest. Þessi gæðastaðall er því mjög mikilvægur fyrir okkur og skapar enn frekari tækifæri til markaðssetningar á vörum okkar.“ Langstærstur hluti framleiðsl- unnar hjá Lýsi hf., eða 90%, fer á markað erlendis. Vörur frá fyrir- tækinu eru fluttar út til 30 landa. Helstu markaðir eru í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. 65 starfsmenn vinna hjá Lýsi hf. Samkvæmt markaðsrannsóknarfyr- irtækinu AC Nielsen er Lýsi hf. stærsta heilsuvörufyrirtæki lands- ins og byggist niðurstaðan á sölutöl- um verslana. Með því að skoða fjölda skráðra strikamerkja í kassa- kerfum fæst yfirlit yfir seldar ein- ingar og söluverðmæti. Er Lýsi hf. í fyrsta sæti í hópi heilsufyrirtækja í báðum þessum flokkum. Framkvæmdir hófust í ársbyrjun 2004. Íslenskir aðalverktakar og Héðinn verksmiðja önnuðust verkið og Landsbanki Íslands sá um fjár- mögnun. Lýsi opnar nýja og fullkomna verksmiðju í Örfirisey „Langþráður draum- ur okkar að rætast“ Morgunblaðið/Eyþór Lýsi Katrín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis, sýndi gestum nýju verksmiðjuna í gær en hún tvöfaldar framleiðslugetu fyrirtækisins. AÐGENGI að Geysi í Haukadal er til fyrirmyndar en Gullfosssvæðið er illa búið fyrir fólk sem er fatlað eða á erfitt með gang. Þetta er meðal niðurstaðna Þórunnar Eddu Bjarnadóttur í BS ritgerð hennar í umhverfisskipulagi við Landbún- aðarháskóla Íslands. Í ritgerðinni skoðaði Þórunn níu náttúruverndarsvæði á Íslandi og gaf þeim einkunn eftir því hvernig aðgengismálum er háttað. Að henn- ar sögn er aðgengi misjafnt og víða óviðunandi. Þórunn skoðaði svæðin með tilliti til aðgengis fyrir hjólastóla og fyrir fólk sem á erfitt með gang, t.d. fatl- aðra, eldri borgara eða fólks sem á við tímabundna erfiðleika að stríða, t.d. vegna fótbrots. Staðirnir sem Þórunn skoðaði voru Skaftafell, Djúpalónssandur, Ásbyrgi, Þing- vellir, Gullfoss, Geysir, Dimmuborg- ir, Hraunfossar og Barnafoss. „Ég ákvað að skoða þjóðgarðana því þeir eru þjóðareign og eiga að vera aðgengilegir fyrir alla. Hinir stað- irnir eru fjölsóttir ferðamanna- staðir,“ segir Þórunn og bætir við að aðgengið hafi að mörgu leyti ver- ið slæmt „Þetta eru oft lítil atriði sem eru í ólagi en skipta fatlaða einstaklinga rosalega miklu máli. Stundum hefði mátt koma í veg fyr- ir að hlutirnir færu svona ef við- haldi og eftirliti væri sinnt með skipulögðum hætti.“ Halli þarf að vera minni en 5% Við athugunina skoðaði Þórunn einkum halla göngustíganna, þétt- leika yfirborðsins og breidd göngu- stígsins. Þá fékk persónuleg upp- lifun hennar á staðnum ákveðið vægi. „Ég tók þá meðal annars mið af því hversu vel maður sér í kring- um sig frá göngustígnum. Við Gull- foss sér maður t.d. allt í kringum sig og fossinn blasir auðvitað við.“ Þórunn segir að halli á göngustíg- um megi ekki vera meiri en 5% því þá eigi fólk erfitt með að ganga upp. „Það eiga að vera bekkir með hundrað metra millibili við svona göngustíga en það vantar mjög oft,“ segir Þórunn og bætir við að á nán- ast öllum stöðunum hafi vantað upp á að nægilega vel væri hugað að handriðum sem fólk gæti stutt sig við. Þórunn segir að aðkoman í Skaftafelli, við Hraunfossa og við Geysi hafi verið einna best en Djúpalónssandur og Gullfoss fá lægsta einkunn. „Göngustígarnir á Geysissvæðinu eru í ágætu ástandi, breiðir og hellulagðir. Hins vegar er ekki salerni fyrir fatlaða í Geysis- stofu en það er verið að vinna í því.“ 3 stjörnur fyrir gott aðgengi Aðgengi að Gullfossi er hins veg- ar slæmt og að sögn Þórunnar er ekki merkt bílastæði fyrir fatlaða við Sigríðarstofu eða Gullfosskaffi. Þá er göngustígurinn frá Sigríð- arstofu að útsýnispallinum illa far- inn og misbreiður. Þórunn leggur til að göngustígar á náttúrusvæðum verði merktir sér- staklega eftir því hvernig þeir eru yfirferðar fyrir fatlaða. T.d. gefur hún Hraunfossum þrjár stjörnur en Gullfoss fær aðeins eina. Fyr- irmyndina sækir hún til Bandaríkj- anna og til Bretlands en bætir við merki um hvort sérstakt bílastæði sé fyrir fatlaða á svæðinu og hvort salernisaðstaða sé fyrir hendi. „Í Bretlandi eru stígar merktir með stjörnugjöf eftir því hversu auðveld- ir þeir eru yfirferðar. Ég held við ættum að taka upp svona stjörnu- gjöf. Það myndi auka útivist- aráhuga hjá þeim sem þurfa á þessu að halda,“ segir Þórunn og bætir við að um stóran hóp fólks sé að ræða. Gott aðgengi að Geysi en slæmt við Gullfoss Lagt til að göngustígar fái stjörnur eftir aðgengi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Göngustígurinn að Gullfossi er víða illa farinn. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Þórunn Edda skoðaði aðgengi að níu náttúruverndarsvæðum. Þórunn Edda leggur til að göngu- stígar verði merktir stjörnum eftir því hversu aðgengilegir þeir eru. ÚR VERINU Jón Páll fer beint að kjarnanum á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.