Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 19 ERLENT Íbúaþing í Mosfellsbæ laugardaginn 28. maí 2005 Gerum gott samfélag betra Kl. 9:30 Morgunkaffi, skráning í hópa Kl. 9:50 Karlakórinn Stefnir syngur Kl. 10:00 Setningarávarp, Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar Kl. 10:15 Jóhann Ingi Gunnarsson, íbúaþingsstjóri flytur inngangsorð Kl. 10:30 Skipt í hópa – framsöguerindi sérfræðinga Kl. 11:00 Hópavinna hefst Kl. 12:00 Hádegisverður í boði Mosfellsbæjar – Mosfellskórinn syngur Kl. 13:00 Hópavinna heldur áfram Kl. 14:45 Kaffihlé Kl. 15:00 Greint frá niðurstöðum hópavinnu í Íþróttamiðstöðinni Kl. 15:55 Samantekt – lokaorð og þingi slitið Kl. 16:00 Sveitaball fyrir utan Íþróttamiðstöðina Skólahljómsveit Mosfellsbæjar leikur og félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar bregða á leik Dagskrá: Þingstaðir: Dagskrá íbúaþings: FJÖLSKYLDAN Fyrirlesarar: Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ Umræðuefni í hópum: Lýðræði unga fólksins – Barnafjölskyldur – Heldri borgarar FRÆÐSLA, MENNING, TÓMSTUNDIR OG FRÍTÍMI Fyrirlesarar: Signý Pálsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála Reykjavíkurborgar Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands Umræðuefni í hópum: Fræðslumál – Menningarmál – Íþróttir, tómstundir og frítími SKIPULAGS- OG UMHVERFISMÁL Fyrirlesarar: Gylfi Guðjónsson, arkitekt og skipulagsráðgjafi Bjarni Reynarsson, land- og skipulagsfræðingur Reynir Vilhjálmsson landslagsarkitekt Umræðuefni í hópum: Skipulagsmál – Umhverfismál og náttúra ATVINNU- OG FERÐAMÁL Fyrirlesari: Sævar Kristinsson ráðgjafi Umræðuefni í hópum: Atvinnu- og ferðamál Sjá einnig á www.mos.is • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar við Varmá: setning og morgunkaffi • Varmárskóli, yngri deild, gagnfræðadeild og Íþróttamiðstöð: fyrirlestrar • Varmárskóli gagnfræðadeild: hópavinna, hádegisverður og kaffi • Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: niðurstöður kynntar • Utan við Íþróttamiðstöð Mosfellsbæjar: sveitaball MOSFELLSBÆR Sérstök dagskrá fyrir börn og unglinga meðan á íbúaþinginu stendur Tókýó. AFP. | Japanskir karlmenn eru mjög vandir að virðingu sinni og jakkaföt og bindi eru búning- urinn, sem þeir klæðast við næstum öll tækifæri svo fremi þeir stundi ekki einhverja erfiðisvinnu. Í kæf- andi sumarhitanum er þessi klæðn- aður að sjálfsögðu hin mesta pína og þess vegna er það venjan að hafa loftkælinguna á fullu. Það á hins vegar sinn þátt í vaxandi gróður- húsaáhrifum og með það í huga hef- ur nú japanska umhverfisráðu- neytið beðið alla bindisþræla að mæta léttklæddir í vinnuna. Yuriko Koike umhverfisráð- herra, sem er kona, varð auðvitað fyrst til að létta aðeins á sér og mætir nú í ráðuneytið í stutterma skyrtu með blóma- og fuglamynd- um. Þá vakti það ekki litla athygli þegar Hiroyuki Hosada, talsmaður stjórnarinnar og hægri hönd Jun- ichiro Koizumis forsætisráðherra, mætti á reglulegan fréttamanna- fund í ljósblárri, stutterma skyrtu og fráhneppt í hálsinn. Tók hann þó skýrt fram, að ef þetta mæltist ekki vel fyrir, myndi hann umsvifalaust fara í jakkafötin aftur en Hosada er kunnur fyrir íhaldssaman klæða- burð. Hitinn ekki niður fyrir 28 gráður Umhverfisráðuneytið vill, að eng- in loftkæling verði stillt á minni hita en 28 gráður á celsíus, sem er auð- vitað fullmikill hiti fyrir menn í jakkafötum og með bindið reyrt að hálsinum. Af þessum sökum hefur verið boðað til „léttklædds“ rík- isstjórnarfundar 3. júní næstkom- andi. Þetta er raunar ekki í fyrsta sinn, sem Japanir fitja upp á herferð af þessu tagi. Það gerðu þeir líka í ol- íukreppunni 1979, í kjölfar íslömsku byltingarinnar í Íran. Þá var ráð- herrum sagt að mæta í heldur létt- ari klæðnaði en venjulega og máttu vera með bindið lausreyrt og dálítið opið í hálsinn. Þótt þetta gengi fljótt yfir hafa sumir gamlir stjórn- málamenn enn þennan háttinn á enda miklu þægilegra. Kýótó-sáttmálinn um umhverf- ismál var undirritaður í Japan eins og nafnið bendir til og Japanir vilja því ekki vera eftirbátar annarra í þeim efnum. Hefur umhverfisráðu- neytið hafið mikla auglýsinga- herferð í samvinnu við stórverslanir og aðaláherslan lögð á myndir af „flottum“ og léttklæddum karl- mönnum á öllum aldri. Með þeim fylgja síðan nokkur góð ráð. „Ekkert að óttast“ Það fyrsta er að kaupa skyrtur með stífum flibba. „Ef skyrturnar eru pressaðar heima, má halda lögun flibbans með því að nota meiri sterkju en áður,“ segir þar og ráð númer tvö er að vanda vel valið á nærskyrtunni. Lit- urinn á henni skipti miklu máli. Mjög ljósbrún nærskyrta fari best við skjannahvíta skyrtu. Síðan er líka útskýrt hvernig fara eigi með vasaklút við þessa múnderingu. Koike umhverfisráðherra hvetur til byltingar í hugsunarhætti og seg- ir, að rangt sé að áfellast karlmenn fyrir virðingarleysi eða ruddaskap þótt þeir séu léttklæddir. „Það er ekkert að óttast ef allir standa saman,“ segir hún en Jap- anir eru kunnir fyrir margt annað en sundurgerð í klæðaburði. „Flott“ að vera léttklæddur Umhverfisráðuneytið hvetur japanska karlmenn til að skilja jakkafötin og stífa flibbann eftir heima til að draga úr gróðurhúsaáhrifum Reuters Virðulegir menn, japanskir stjórnmálamenn. Nú kemur í ljós hvort satt sé, sem sagt er, að fötin skapi manninn. Kuala Lumpur. AFP. | Innanrík- isráðherra Malasíu, Azmi Kha- lid, sagðist í gær ætla að slaka á reglum varðandi ólöglegt vinnuafl í landinu. Ætlar hann að gefa út atvinnuleyfi til þeirra verkamanna sem þegar eru fyrir í landinu frá Indónesíu og öðrum grannríkjum. Nægir framvegis að hafa ferðamanna- áritun til að geta sótt um vinnu. Gildandi reglur hafa valdið miklum vinnuaflsskorti í Mal- asíu og fögnuðu atvinnurek- endur ákvörðun ráðherrans. Fleiri erlendir verkamenn eru í Malasíu en í flestum öðr- um Asíulöndum og er talið að nú séu löglegir og ólöglegir út- lendingar um 2,6 milljónir af alls um 10,5 milljónum starf- andi manna í landinu. Nokkur hundruð þúsund manns hafa verið rekin úr landi síðustu mánuði en stjórnvöld hafa m.a. borið því við að ólöglegir verka- menn séu hættulegir öryggi þjóðarinnar, glæpatíðni vaxi vegna veru þeirra. Talið er að nú skorti um 200.000 verkamenn til starfa í verksmiðjum, 150.000 í bygg- ingariðnaði, 50.000 í vinnu á plantekrum og 20.000 í þjón- ustustörf. Stjórnvöld í Kuala Lumpur hafa öðru hverju frá 1992 rekið ólöglega verkamenn úr landi, en hafa ávallt dregið í land vegna þarfa atvinnulífsins fyrir ódýrt vinnuafl. Malasía Vilja meira erlent vinnuafl
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.