Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 22
Í einkasölu 3 stórglæsileg raðhús mið- svæðis í Þorlákshöfn á Selvogsbraut 3–3b. Húsin afhendast fullbúin og eru tilbúin til afhendingar mjög fljótlega. Húsin eru með blágrýti að utan og eru því nánast við- haldsfrí. Í húsunum eru 2 mjög rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpshol, rúmgott baðherbergi, glæsileg stofa með bogaglugga og eldhús, þvottahús og góð forstofa þaðan sem inn- angengt er í bílskúrinn. Í enda bílskúrs er góð geymsla. Stórt og gott milliloft er yfir bílskúrnum. Húsið afhendist með vönduðum innréttingum, fataskápum og innihurð- um úr eik. Heimilistæki verða mjög vönduð. Á gólfum í stofu, eldhúsi, sjónvarpsholi og svefnherbergjum verður eikarparket. Í forstofu, þvottahúsi og á baðherbergi verða flísar. Hiti er í gólfum að hluta. Halogen-lýsing er í loftum. Öll loft eru upp tekin. Sól- bekkir verða uppsettir. Í bílskúrnum og í geymslu verður Eposi Terrazo efni á gólfi. Endahúsið er 106 fm ásamt 25,6 fm bílskúr. Verð kr. 22,3 m. Miðhúsin eru 103,6 fm ásamt 26,9 fm bílskúr. Verð kr. 20,9 m. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Fasteignasölu Suðurlands í síma 483 3424 og á www.eignin.is LÚXUS ÍBÚÐIR Í ÞORLÁKSHÖFN – 3O MÍN. FRÁ REYKJAVÍK Unubakka 3b • Þorlákshöfn • Guðbjörg Heimisdóttir, lögg. fasteignasali Flúðir | Sólardagarnir sem verið hafa að und- anförnu eru vel þegnir hjá garðyrkjubændum sem ekki stunda útirækt. Heitt er í húsunum þótt loft- hiti sé ekki mikill utandyra. Uppskera hjá tóm- ataræktendum er ágæt og sala á afurðunum góð. Fjórar tegundir af tómötum eru ræktaðar á Flúðum. Eru það auk venjulegra, konfekttómatar, plómutómatar og kirsuberjatómatar. Þeir síðast- nefndu eru ræktaðir í garðyrkjustöðinni Brún en þaðan eru sendar um 1.000 öskjur að jafnaði á dag. Þar var Eva Dís Thorsteinson að tína kirsu- berjatómata. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Tómatarnir vaxa vel í sólinni Garðyrkja Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Trúlega eru flestir bæjarbúar sammála um að úrbóta sé þörf í atvinnumálum svæðisins. Hins vegar eru menn ekki sammála um leiðir, margir vilja stóriðju og þá er álver oftast nefnt til sögunnar en svo eru aðrir sem vilja styrkja þann atvinnurekstur sem fyrir er, eða byggja upp minni fyrirtæki. Heldur hefur farið lítið fyrir þingmönnum okkar í þessari umræðu að mínu mati. Það mun vafa- laust breytast ef sérstakur Akureyr- arlisti verður boðinn fram í næstu al- þingiskosningum eins og flest bendir til. Á Akureyri búa líka langflestir kjós- endur Norðausturkjördæmis og þeir ættu því að geta haft töluverð áhrif á gang mála.    En það er líka við okkur heimamenn að sakast, við höfum ekki unnið okkar heimavinnu í atvinnumálunum. Hér hafa aðeins verið stofnuð félög og haldin málþing og er því nema von að árang- urinn sé ekki betri? Nýlega var félagið Nýtt afl á Norðurlandi stofnað, sem ætlar að beita sér fyrir uppbyggingu stóriðju í Eyjafirði og nýtingu orkunn- ar. Í dag er svo verið að stofna annað félag, samtök um fjölbreytta atvinnu- uppbyggingu. Munurinn á þessum tveimur er að félagið sem stofnað verð- ur í dag vill ekki álver, heldur leggja áherslu á nýsköpun, þekkingariðnað og hátækniiðnað, hvað sem það svo þýðir nákvæmlega.    Um daginn var verið að ræða þessi stóriðjumál í útvarpinu og þá hringdi kona, úr Skagafirði að ég held, og hún lagði það til að Akureyringar sneru sér að ullariðnaðinum á ný. Já, af hverju setjum við ekki verksmiðjurnar á Gler- áreyrum í gang á ný? Við höfum reynsl- una. Ef ég man rétt var hún þó ekkert sérstök, alla vega ekki undir það síð- asta. Hins vegar er Iðnaðarsafnið hans Jóns Arnþórssonar mjög skemmtilegt og fróðlegt og ástæða fyrir ferðalanga sem og bæjarbúa að heimsækja það. Úr bæjarlífinu AKUREYRI Eftir Kristján Kristjánsson blaðamann ursson yfirlæknir sagði tækið notað til endurlífgunar eftir hjartastopp. Hann sagði tækið veita mikið öryggi en von- aðist jafnframt til þess að aldrei þyrfti að nota það. Á myndinni eru fulltrúar Hjarta- og æðaverndarfélags Akureyrar og nágrennis og Heilsugæslustöðv- arinnar, f.v. Sigríður Jónsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Bragi Sigurðsson, Gunn- laugur Fr. Jóhannsson, Skúli Flosason, Margrét Guðjónsdóttir og Pétur Pét- ursson. Hjarta- og æðaverndarfélag Ak-ureyrar og nágrennis afhentinýlega Heilsugæslustöðinni á Akureyri hjartastuðtæki að gjöf. Gunn- laugur Fr. Jóhannsson, formaður félags- ins, afhenti Margréti Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðv- arinnar tækið. Tækinu verður komið fyrir í vaktbíl stöðvarinnar og sagði Margrét að tækið kæmi að góðum not- um. Það er mjög fullkomið og auðvelt í notkun fyrir hvern sem er. Pétur Pét- Morgunblaðið/Kristján Afhentu hjartastuðtæki Jón Ingvar Jónssonfór út að hjóla: Stjórnin hefur höfuð tvö, hún er völt á stóli. Þetta ljóð frá A til Ö orti ég á hjóli. Honum varð litið til fjalla: Fagnar degi foldar skart og fer á stjá í einum rykk. Æðislega er Esjan smart en Akrafjallið dáldið sikk. Nýstárleg notkun orða minnir á Blús eftir skáld- ið Elías Mar, sem ortur var til minningar um Sig- fús Daðason: Lukt eru ljóðhús, liggur nár Sigfús; fékk smáa félús fyrir sitt bardús. Litterert létt-djús lepur úr plastkrús heimsk þjóð sem hrjáð mús. Hjálpi mér Jesús. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd hlýddi á há- degisfréttir á laugardag: Gefur skell og skell og skell skrítið valdaprikið. Össur féll og féll og féll, fall hans þótti mikið! Af bardúsi pebl@mbl.is ÞRJÚ gömul sam- göngumannvirki eru myndefni á frímerkj- um sem Íslandspóst- ur gefur út 26. maí. Sama dag koma út tvö Evrópufrímerki með óvenjulegu sniði, en þau eru að þessu sinni tileinkuð matargerðarlist. Þrjú íslensk samgöngumannvirki eiga aldarafmæli á þessu ári. Þetta eru Lag- arfljótsbrú, Sogsbrú og Jökulsárbrú í Öx- arfirði sem allar koma nú út á frímerkjum. Verðgildi frímerkjanna er 50 kr., 95 kr. og 165 kr. Hlynur Ólafsson, grafískur hönn- uður, hannaði frímerkin. Ljósmyndir tóku: Sigfús Eymundsson, Eyjólfur Jónsson og Bárður Sigurðsson. Evrópufrímerkin Efni Evrópufrímerkjanna að þessu sinni er matargerðarlist. PostEurop, samtök póstrekenda í Evrópu, ákveður myndefni Evrópufrímerkjanna hverju sinni. Verð- gildi frímerkjanna er 70 kr. og 90 kr. Frímerkin eru með óvenjulegu sniði sem hæfir myndefninu vel en gengið er út frá matardiski sem forsendu hönnunarinnar. Hany Hadaya hjá H2 hönnun hannaði frí- merkin. Ljósmyndir tók Thorsten Henn. Gamlar brýr og matar- gerðarlist á frímerkjum Húsavík | Fjögur tilboð bárust í byggingu sorpbrennslustöðvar á Húsavík, og var eitt af þeim frávikstilboð. Frávikstilboð frá Rein ehf. var kr. 147.409.488, eða 12% yfir kostnaðaráætlun. Norðurvík bauð kr. 150.333.000, eða 14,2% yfir áætlun. Grímur ehf. bauð kr. 153.282.283, eða 16,4% yfir áætlun. Og Rein ehf. var svo með tilboð upp á kr. 166.458,359, eða 26,5% yfir kostn- aðaráætlun. Gróf kostnaðaráætlun hljóðar upp á kr. 131.632.000. Fjögur tilboð ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.