Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Helguvík | Hlutfall endurvinnslu og endurnýt- ingar er yfir 80% í nýrri flokkunar- og brennslu- stöð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja, Kölku, í Helguvík. Stöðin var kynnt og formlega opnuð í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráð- herra sagði við þetta tækifæri að með opnun stöðvarinnar væri tekið mikið framfaraskref. Sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum eiga og reka Sorpeyðingarstöð Suðurnesja í samein- ingu. Leysir hún af hólmi brennslustöðina við Hafnaveg sem þjónaði svæðinu í 25 ár. Þar er tekið á móti sorpi af öllum Suðurnesjum, meðal annars af Keflavíkurflugvelli. Stenst allar kröfur Kalka hefur verið í uppbyggingu frá því á árinu 2001 og hóf starfsemi í byrjun síðasta árs. Þá tók við tímafrek vinna við að samstilla brennslukerfið og ná upp fullum afköstum. Lokaprófanir á hæfni og brennslugetu kerfisins fóru fram í mars síðastliðnum og stóðst stöðin allar hönnunarkröfur, að því er fram kom í ávarpi Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmda- stjóra Sorpeyðingarstöðva Suðurnesja. Stöðin er sú fullkomnasta sem starfrækt er hér á landi og er byggð samkvæmt stöðlum Evrópusam- bands Evrópu. Framkvæmdirnar kosta rúmar 800 milljónir kr. og er það í samræmi við upp- haflega kostnaðaráætlun, að sögn Guðjóns. Um leið og móttaka sorps var hafin á nýjum stað voru sorpmál Suðurnesja endurskoðuð frá grunni. Sorphirðukerfinu var breytt og flokkun aukin. Reynt er að koma sem mestu í endur- vinnslu. Varminn frá stöðinni er notaður til að knýja gufurafal sem framleiðir álíka mikið raf- magn og stöðin notar. Hlutfall endurvinnslu og endurnýtinga í stöðinni er nú yfir 80% og segir Guðjón að áhugi sé á því að auka það enn frekar. Sveitarfélög landsins vinna nú að gerð áætl- ana sem miðað að því að draga úr úrgangi sem fer til brennslu eða förgunar. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fagnaði því sérstaklega í ávarpi sínu að unnið væri að einni sameiginlegri svæðisáætlun fyrir Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og Vesturland. Á svæðinu eru 46 sveitarfélög. Sveitarstjórnir á þessu svæði sýndu með því framtaki mikla framsýni og sagði ráðherra ljóst að þessi sam- vinna yki möguleika á því að taka á úrgangs- málum á markvissari og hagkvæmari hátt. Yfir 80% endurnýting Víkurfréttir/Þorgils Kalka Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingarstöðvarinnar, tekur við platta frá fulltrúa Vélsmiðjunnar Héðins sem sá um uppsetningu verksmiðjunnar. Nýja móttöku- og sorpbrennslustöðin Kalka kynnt og formlega opnuð Njarðvík | Erla Dögg Haraldsdóttir sundkona hefur verið útnefnd Íþrótta- maður Ungmennafélags Njarðvíkur fyrir árið 2004. Tilkynnt var um valið á aðal- fundi UMFN á dögunum. Er þetta annað árið í röð sem Erla Dögg hlýtur sæmd- arheitið. Góð mæting var á fundinn, að því er fram kemur á vef UMFN. Kristbjörn Al- bertsson lét af formennsku eftir ellefu ár í forystu félagsins. Kristján Pálsson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn í hans stað. Erla Dögg stakk sér varla til sunds á síðasta ári án þess að vinna til verðlauna, yfirleitt gullverðlauna. Meðal afreka hennar má nefna að Erla Dögg varð meistari í 14 einstaklingsgreinum á Ís- landsmótum SSÍ. Sigurvegari Erla Dögg með verðlaun sín. Erla Dögg íþrótta- maður UMFN AKUREYRI VIÐBRÖGÐ við nýrri almennri bók- námsbraut við Menntaskólann á Ak- ureyri fyrir nemendur sem lokið hafa 9. bekk grunnskóla eru meiri og jákvæðari en forsvarsmenn skól- ans gerðu ráð fyrir. Menntamála- ráðuneytið hefur veitt MA heimild til fjögurra ára tilraunaverkefnis, að hafa fljótandi skil milli grunn- og framhaldsskóla, en kennsla á braut- inni hefst þegar næsta haust. Náms- brautin er fyrir nemendur sem hlot- ið hafa 8 eða meira í einkunn í 9. bekk grunnskóla. Um er að ræða nýja leið fyrir framhaldsskóla með bekkjakerfi til að koma til móts við þá sem vilja flýta námi sínu um eitt ár. Um 100 manns, bæði frá Akur- eyri, Eyjafjarðarsvæðinu og víðar að af landinu, komu á kynningar- fund á dögunum þar sem náms- brautin var kynnt. „Mætingin var langt umfram okkar væntingar,“ sagði Jón Már Héðinsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akureyri. „Þetta var afskaplega ánægjulegt og við höfum fengið fjölda fyrirspurna um þessa nýjung frá öllum lands- hornum og einnig útlöndum, en Ís- lendingum búsettum víða um lönd þykir þetta upplagt tækifæri fyrir börn sín, þannig komast þau fyrr en ella inn í framhaldskóla og ljúka námi 19 ára gömul.“ Jón Már kvaðst afar ánægður með að ráðuneytið skyldi fallast á þessa byltingarkenndu nýjung varð- andi nám við framhaldsskóla og sagði þetta einnig mikla viðurkenn- ingu fyrir grunnskólann. Alma Oddgeirsdóttir námsráð- gjafi hefur verið ráðin verkefna- stjóri en hennar hlutverk er að halda utan um allt skipulag, sjá um námskeið fyrir kennara og leita leiða til að bjóða upp á nýjungar í námi. Hún sagði að vandað yrði sérstak- lega til vals á nemendum inn á þessa nýju braut. Miðað er við að kennt verði í 15 manna bekk og verður kennsla mun einstaklingsmiðaðri en unnt er að bjóða upp á í stærri bekkjum. „Við gerum ráð fyrir að fara af stað með einn bekk í haust, en vonandi verða þeir fleiri þegar reynsla er komin á verkefnið,“ sagði Alma. Við val á nemendum inn á brautina verður auk einkunna horft til greinargerðar sem nemandinn skrifar sjálfur um hvers vegna hann langar að spreyta sig á framhalds- skólanámi ári á undan skólafélögum sínum, einnig umsagnar umsjónar- kennara sem og viðtala sem tekin verða við umsækjendur og forráða- menn þeirra. „Þessi atriði munum við hafa til hliðsjónar við val á nemendum, en það skiptir að okkar mati afar miklu máli að vanda vel til valsins á þess- um fyrsta hóp,“ sagði Alma. Stjórnendum MA telst til að um 30 ungmenni á Eyjafjarðarsvæðinu nái tilskilinni lágmarkseinkunn, en námið er að sjálfsögðu einnig opið fyrir nemendur annars staðar af á landinu og stendur pláss á nýrri heimavist þeim nemendum til boða. „Við vitum að það er ekki einföld ákvörðun að yfirgefa grunnskólann ári á undan félögum sínum, þetta er mikil ákvörðun og ungmennin þurfa að vega og meta ýmsa kosti og galla áður en þeir taka slíka ákvörðun,“ sagði Jón Már. Haustið 2006 mun MA bjóða upp á kennslu á annarri almennri braut fyrir nemendur sem lokið hafa 10. bekk grunnskóla en uppfylla ekki kröfur menntamálaráðuneytis um inngöngu á bóknámsbraut fram- haldsskóla Markmið þeirrar brautar er að auka áhuga nemenda á námi og búa þá undir að tryggja árangur sinn í bóklegu námi á framhalds- skólastigi. „Það er jákvætt að nemendur og foreldrar þeirra hafi meira val. Það er svo afskaplega misjafnt hvaða námsleið hentar hverjum og einum og því fleiri leiðir sem í boði eru þeim mun meiri líkur eru á að ung- mennin finni eitthvað við sitt hæfi,“ sagði Alma. Ný almenn bóknámsbraut við MA fyrir nemendur 9. bekkjar Viðbrögð fram úr björtustu vonum Morgunblaðið/Kristján Menntastofnun Húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is TÓNLISTARSKÓLINN á Ak- ureyri stendur fyrir Blásara- sveitamóti á Akureyri nú um helgina. Frumkvæði að mótinu kemur frá Lúðrasveit Akureyrar en aðalstjórnandi hennar er Kaldo Kiis, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans. Um nýjung er að ræða í tónlistarlífi bæjarins þar sem blásarasveitamót með þessu sniði hefur ekki áður verið haldið þar sem völdum hljóm- sveitum hefur verið boðin þátt- taka. Gestahljómsveitir koma frá Dalvík, Blönduósi og S-Þingeyj- arsýslu. Sérstakir gestir helg- arinnar eru meðlimir í Big Band hljómsveit FÍH undir stjórn Edwards Frederiksen. Á milli kl. 14.00 og 16.30 í dag verður brugðið á leik og hljómsveitirnar heimsækja Sundlaug Akureyrar, Bónus, Hagkaup, Glerártorg og Blómaval og spila fyrir fólk sem á þar leið um. Í kvöld verða tón- leikar Big Band hljómsveitar FÍH kl. 21.00 í Ketilhúsinu. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Mótinu lýkur á morgun með tón- leikum í nýju byggingu Brekku- skóla kl. 10.30 þar sem allar hljómsveitirnar koma fram. Bæj- arbúar eru hvattir til að fjöl- menna bæði á tónleikana í Ketil- húsinu og í Brekkuskóla. Tónleikar og uppá- komur um allan bæ Í VETUR hefur Heilsueflingarráð Akureyrar staðið fyrir heilsuefl- ingarátakinu „Einn, tveir og nú“ þar sem fyrst og fremst hefur ver- ið lögð áhersla á að virkja börn á grunnskólaaldri og foreldra þeirra til reglulegrar hreyfingar. Átakinu lýkur á morgun, sunnudaginn 29. maí, kl. 13–16, með Göngudegi fjöl- skyldunnar. Miðstöð Göngudagsins verður á tjaldsvæðinu að Hömrum og verður þar fjölbreytt dagskrá. Boðið verður upp á gönguferðir með leiðsögn um Kjarnaskóg þar sem áhersla verður lögð á sögu skógarins, vistkerfið og gróðurinn sem fyrir augu ber, einnig verður gönguferð um skóginn þar sem fornminjar á svæðinu verða skoð- aðar og saga Kjarnabæjarins rak- in, Ferðafélag Akureyrar mun kynna gönguleiðir og nýjum kort- um af gönguleiðum á Akureyri og nágrenni verður dreift. Boðið verð- ur upp á kynningu á stafgöngu og frisbígolfi, enn fremur verða rat- leikir og útileikir. Þá verður boðið upp á ókeypis veitingar og tónlistaratriði, en öll áðurnefnd dagskráratriði eru öll- um opin án endurgjalds. Einnig verða afhent verðlaun fyrir þátt- töku í „Einn, tveir og nú“ í apríl og maí. Heilsueflingarátakið hefur staðið yfir frá því í september 2004. Fjöl- skyldur hafa skráð hvers kyns hreyfingu á fjölskyldukort sem síð- an hefur verið skilað inn og í hverjum mánuði hafa síðan verið dregin út tíu kort og eigendur þeirra verið verðlaunaðir fyrir þátttökuna. Alls hafa liðlega fjögur þúsund manns tekið þátt í átakinu og um 200 fjölskyldumeðlimir fengið verðlaun fyrir að skila inn fjölskyldukorti. Göngudag- ur fjöl- skyldunnar að Hömrum Heilsueflingarátakinu „Einn, tveir og nú“ lýkur á morgun Sýning | María Jónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum á veit- ingastaðnum Friðriki V. á Akureyri á morgun, sunnudaginn 29. maí kl. 14. Þar gefur að líta olíu- málverk, unnin á þessu ári og í fyrra. Sýningin verður opin í sumar. María, sem er Akureyr- ingur, stundaði nám við Acca- demia di Belle Arti í Flórens á Ítalíu. Hún sýndi fyrir fáum ár- um á Kaffi Karólínu og einnig hefur hún tekið þátt í samsýn- ingu á Ítalíu þar sem hún býr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.