Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 26

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | „Ég er svona frekar stemningstónskáld og einfaldleikinn er ríkjandi í mínum verkum. Ég vil miðla til fólks öllum mannlegum til- finningum. Tónlistin hefur þau áhrif á mann að stundum vill maður dansa og syngja eða hugsa og velta hlut- unum fyrir sér,“ segir Elín Gunn- laugsdóttir sem nýlega fékk menn- ingarviðurkenningu Árborgar. Hún starfar sem tónskáld og tónlistar- kennari, kennir við Vallaskóla á Sel- fossi, er þar með barnakór og kennir líka tónfræði við Tónlistarskóla Ár- nesinga þar sem hún er deildarstjóri. „Mín aðalhugsjón er að semja tón- list og það er gott að vera tónskáld,“ segir Elín sem vill vanda mjög tón- verkin sem hún lætur frá sér fara. „Þau verða til með ýmsu móti, ann- aðhvort er ég beðin að semja verk eða verkin verða til að mínu frum- kvæði og þá út frá einhverri hug- mynd eða stemningu. Ég vil skila ákveðinni tilfinningu frá mér í gegn- um tónlistina og þróa hana oft lengi með mér svo hún skýrist og verði öðrum heyranleg eða sýnileg. Mér finnst gott að taka góðan tíma í að skapa verkin og hugsa þau. Að því loknu tekur ekki svo langan tíma að koma þeim á blað. Mér finnst mjög gott að setjast niður og byrja að vinna, oft þarf maður að beita sig ákveðni og kom- ast í vinnugír en það er eins og með aðra vinnu. Mér finnst handverkið í tónverkinu skipta miklu mál, hvern- ig verkið er og hvert hver nóta á að fara og ég vil vera viss um að tónlist- in sé eins og ég hugsaði mér. Mér finnst það skipta mestu að vita hvert maður stefnir og ég gef undirmeðvit- undinni góðan tíma til að vinna úr hugmyndunum sem ég geng með því tónlistin þarf tíma og aðalatriðið er að maður sé sáttur við það sem mað- ur er að gera,“ segir Elín sem er með nokkur járn í eldinum. Hún segir það standa upp úr á síð- asta ári þegar hún var stað- artónskáld í Skálholti. Einnig tón- leikar sem hún hélt í tilefni eigin fertugsafmælis en þá voru flutt kammerverk sem hún hefur samið. Hún segist eiga í sínum fórum 30 til 40 tónverk. Núna vinnur hún að útgáfu geisladisks með hópnum Camerarctica. Upptökum lýkur næsta vor en á diskinum verða kammerverk eftir Elínu. Svo er hún núna að skrifa tónverk fyrir Hlín Pétursdóttur sópransöngkonu og fyrir Dísurnar sem er kammerhópur skipaður óbói og strengjatríói. Text- inn við það verk er á þýsku, Das blaue Wunder eftir Barböru Köhler. „Þetta er frekar íhugult verk,“ segir Elín og getur þess að tónlist hennar beinist nú orðið meira inn á við til íhugunar. Þá vinnur Elín einnig að útsetningum og er með ýmis verk í höndunum af því tagi þessa dagana. Hver og einn þarf að finna sitt tónmál „Já, mér finnst ég vera að breyt- ast sem tónskáld. Það þarf hver og einn að finna sitt tónmál og það tek- ur tíma að fá fram hvað maður vill segja, hvert maður vill fara og hvað maður vill skilja eftir sig,“ segir Elín þegar hún er beðin að lýsa sér sem tónskáldi. Eins og gefur að skilja er henni mikið í mun að aðstaða til tónlistar- uppeldis og flutnings sé sem best og bendir á að það eigi að vera sjálfsagt að í stærsta þéttbýlisstaðnum á Suð- urlandi sé tónlistarsalur eins og er í Kópavogi. „Við þyrftum að fá tónlist- arsal sem er sniðinn fyrir flutning á tónlist og auðvitað líka sérsniðið hús- næði fyrir tónlistarkennsluna. Það þýðir ekki að kasta til höndunum varðandi þessi atriði. Salurinn í Kópavogi hefur breytt mjög miklu þar og slíkur salur myndi gera það líka hér,“ segir Elín og minnir á að til sé fokheldur salur á Selfossi sem bíð- ur eftir að verða kláraður. Vil miðla mannlegum tilfinningum til fólks Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðurkenning Elín Gunnlaugsdóttir, tónskáld á Selfossi, við píanóið á vinnustofu sinni á Sólbakka á Selfossi. Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | Við deilum ekki nema í stærðfræði. Reiknaðu með sigri. Þessar fyrirsagnir eru einkennisorð fyrir stærðfræðikeppni grunnskól- ans í Hveragerði, á miðstigi og elsta stigi, sem haldin var fyrir skemmstu. Í undanfara keppninnar var efnt til samkeppni meðal nemenda um slagorð fyrir keppnina og var „Reiknaðu með sigri“ valið ein- kennisorð keppninnar og „Við deil- um ekki nema í stærðfræði“ valið sem undirslagorð. Höfundar þeirra eru Tinna Björk Kristinsdóttir og Bylgja Sif Jónsdóttir, nemendur við skólann. Nær 60% þátttaka var í stærð- fræðikeppninni nemenda 10–16 ára. Nemendum var frjáls þátttaka, en voru óspart hvattir til að vera með undir kjörorðinu að „Það er töff að taka þátt“, sem efldi marga til þátt- töku því þeir voru ekki alveg vissir í fyrstu hvort það væri yfirleitt nokk- uð töff að vera með í svona keppni. Hugmynd að þessari keppni á Sig- urður Blöndal, kennari skólans, sem langaði með þessu framtaki að glæða áhuga nemenda skólans á stærðfræðinni, því hún er að margra mati ein skemmtilegasta námsgrein- in. Leitað var til fyrirtækja í bænum og víðar. Fjöldi fyrirtækja og félaga lagði þessu framtaki lið og sýndi sem oft áður skólanum hlýhug þegar eitt- hvað stendur til. Var heildarverð- mæti vinninga um 250.000 krónur. Úrslit hafa ekki verið tilkynnt, en verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum árgangi og að auki verður einn heppinn nemandi í hverjum bekk leystur út með vinn- ingi, sem einungis er í þakklætis- skyni fyrir þátttökuna í keppninni. Í grunnskólanum í Hveragerði er því reiknað með sigri í vor. Efnt til mikillar stærðfræðikeppni í grunnskólanum í Hveragerði Reiknaðu með sigri Eftir Margréti Ísaksdóttur Stokkseyri | Árleg vorsýning Elfars Guðna, bæjarlistamanns Stokkseyrar og handhafa menningarverðlauna Árborgar árið 2003, stendur nú yfir í vinnustofu listamannsins, Svartakletti í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri. Þetta er 43. einkasýning listamannsins, sem er borinn og barnfæddur Stokkseyringur og sækir myndefni sitt til síns nánasta umhverfis, fjör- unnar, brimsins, Flóans og hinnar dulmögnuðu birtu, sem bæði bregður fyrir á lognkyrrum sumarkvöldum og í útsynningi vetrarstormanna. Sýn- ingin er opin frá 14–22 um helgar og 17–22 virka daga. Hún stendur til 5. júní. Bæjarlistamaður sýnir Morgunblaðið/Jóhann Óli Elfar Guðni, listmálari á Stokkseyri, við eitt verka sinna. LANDIÐ Hrunamannahreppur | Sauðburði er að ljúka í Hrunamannahreppi og hefur gengið vel. Frjósemi stofns- ins er orðin mikil. Að þessu sinni hefur sauðburð- urinn útheimt meiri vinnu og kostnað en endranær enda þurft að gefa lambfé að mestu fram að þessu. Þó kalt hafi verið hefur ver- ið hægt að setja lambær út og gefa úti en alls staðar eru næg hey enda afburðaheyskaparsumar í fyrra. Nokkrir sauðfjárbændur rækta enn forystufé, oft eina til þrjár kindur sér til gamans. Þetta er af- ar sérstakur sauðfjárstofn sem hvergi er til í heiminum nema hér á landi. Allar hreinræktaðar for- ystukindur eru hyrndar og mislitar. Forystuærin Blesa í eigu Eiríks Kristóferssonar á Grafarbakka bar nýlega þremur arnhöfðóttum, ble- sóttum hrútum með hvíta leista eða sokka. Eiríkur ætlar að vana einn þeirra og koma sér upp van- inhyrndum forystusauð. Þá eru hornin látin vaxa sérstaklega. Góðir forystusauðir þóttu gersemi á fyrri tíð þegar halda þurfti sauðfé til beitar svo sem var gert um aldir og spara þurfti hvert strá. Efni í vaninhyrndan forystusauð Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Eftir Sigurð Sigmundsson Grímsnes | Steinar Árna- son, athafnamaður á Syðri Brú í Grímsnesi, hefur keypt Ljósafosslaug af Grímsnes- og Grafningshreppi. Laugin er ein meginstoð í afþrey- ingu fyrir frístundabyggðina sem skipulögð hefur verið í landi Syðri Brúar. Sveitarfélagið er að byggja upp þjónustuaðstöðu á Borg í Grímsnesi, grunn- skóla, sundlaug og stjórn- sýslumiðstöð sveitarfé- lagsins. „Sundlaugin er í mjög góðu standi og alveg lykilatr- iði að fá hana með í okkar uppbyggingu. Við munum opna laugina fyrir almenning núna um helgina og það eru allir velkomnir,“ sagði Stein- ar Árnason. Sundlaugin er á skjólgóðum stað steinsnar frá Syðri Brú og þar verð- ur heitt og þægilegt andrúmsloft þegar sólin skín. Laugin hefur verið vinsæl á undanförnum árum og heil- mikið sótt af sumarhúsafólki, gest- um og gangandi sem fara um Gríms- nesið. Einstaklingur kaupir Ljósafosslaug Lykill að frekari uppbyggingu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Lyklavöldin Margrét Sigurðardóttir sveit- arstjóri afhendir Steinari Árnasyni og Daða Má Sigurðssyni sundlaugarstjóra lyklavöld- in að Ljósafosslaug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.