Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
! "#$%
! & '
() *'* + !,
! ' -
#
,.* (
+
() !+-
- !
/
*
'+,
()
-
,
0 * !
1 '
2 3 4 ,
4 & ,
'
' *
56 '
!
"#$ $
%&
'
( )
*
+
* "
( ,
( )
$- * *
*
(
". ( /
0 "
$
* "
$
1
#
"# "
112
$
#
*$
$
$
$
3# %4*%56
7.$
6858&55
&955%+955$
$
Við höfum haft áhuga á hjól-reiðum alla ævina og alltafhreyft okkur mikið. Það má
segja að við höfum byrjað að stunda
hjólreiðar almennilega þegar við
keyptum okkur hjól árið 1986, það
voru þriggja gíra háklassa hjól af
bestu gerð. Við höfum nú endurnýj-
að hjólin síðan þá.“
Hinn 26. júní næstkomandi eru
Eggert og Hulda að fara í tíu daga
hjólaferð til Austurríkis með Ferða-
þjónustu bænda. „Við erum að
þjálfa okkur fyrir ferðina og höfum
því verið mjög dugleg að hjóla að
undanförnu. En við hjólum ekki
mikið yfir vetrartímann, við erum
löt í hálkunni.“
„Við fórum í okkar fyrstu hjóla-
ferð með Ferðaþjónustu bænda í
fyrra. Þá fórum við til München og
hjóluðum upp í Alpana, það var
vikuferð. Við hjóluðum 60 til 80
kílómetra á dag og það var eig-
inlega allt upp í móti. Svo var stopp-
að reglulega á ýmsum ferða-
mannastöðum og skoðað. Ferðin
sem við förum í núna til Austurríkis
er meira niður í móti. Við fljúgum til
München og keyrum þaðan að upp-
tökum árinnar Mur sem er hátt í
fjöllum Austurríkis, þar hefst hjóla-
ferðin og endar niðri á sléttum aust-
urhlutans. Það verða hjólaðir um 60
kílómetrar á dag í þessari ferð og
meðal annars farið í dagsferð yfir til
Slóveníu.“
Gefur lífinu gildi
„Okkur finnst ekkert mál að hjóla
svona og erum við góða heilsu.
Ég verð nú að viðurkenna að
þetta var
svolítið erf-
itt í fyrra
enda allt
upp í móti,
en það er
kannski það
sem gefur
þessu gildi,“
segir Hulda og Eggert bætir við að
hópurinn sem þau ferðuðust með
hafi verið alveg yndislegur. „Meiri-
hlutinn af hópnum sem fór í fyrra
fer aftur í ferðina í ár. Við vorum
elst í þeim hópi en sá yngsti var fjór-
tán ára.“
Eggert og Hulda eru nú að æfa
fyrir ferðina, um daginn fóru þau í
tveggja tíma hjólatúr í kringum Úlf-
arsfellið og um hvítasunnuhelgina
hjóluðu þau svokallaðan Árborg-
arhring. „Hraðinn fer mikið eftir
fjölda kaffistoppa og því hvort það
er vindur eða ekki, vindurinn og
kuldinn eru erfiðastir. Árborg-
arhringurinn tók okkur um þrjá
klukkutíma, hann er 55 kílómetrar
og liggur frá Selfossi, til Hvera-
gerðis, gegnum Ölfusið, niður
Þrengslaveg og svo aftur á Selfoss.“
Þau hjóla yfirleitt tvö saman en
Guðrún dóttir þeirra æfir núna fyrir
ferðina með þeim. Það var einmitt
Guðrún sem kom þeim á sporið með
hjólaferðirnar erlendis. „Dóttir
okkar sá ferðina auglýsta í fyrra og
heillaðist alveg, ákvað að fara og
vildi okkur með. Við gátum ekki
sleppt því þegar við kynntum okkur
ferðina. Þetta var svo óskaplega
skemmtilegt að við urðum að fara
öll saman aftur í ár.“ Hulda varð sjö-
tug á seinasta ári og Eggert gaf
henni ferðina í afmælisgjöf.
Búin að hjóla hringinn
Hjólreiðar eru eitt af mörgum
áhugamálum Eggerts og Huldu.
Þau ganga líka á fjöll.
„Við fengum okkur fellihýsi fyrir
nokkrum árum og nú keyrum við
með það þangað sem er gott veður
og klífum svo fjöllin sem þar eru eða
hjólum um.“
Þau hjóluðu hringinn í kringum
landið í tveimur áföngum fyrir um
fimmtán árum. „Við fórum í öðrum
áfanganum austur til Hornafjarðar
og árið á eftir keyrðum við með
hjólin þangað og lukum hringnum,“
segja þessi spræku hjón sem hafa
alla sína tíð búið á Selfossi. „Það
vantar reyndar brekkurnar hérna í
Flóanum til að ná almennilegri æf-
ingu á hjólinu.“
Hulda og Eggert segja að það sé
aldrei að vita nema þau eigi eftir að
fara í fleiri svona ferðir en þau taki
bara eitt sumar fyrir í einu. „Við
höfum óskaplega gaman af því að
hjóla svona erlendis, loftið er svo
hlýtt, vegirnir eru góðir og það er
sjaldan rok. Við hvetjum flesta sem
hafa getu til að fara í svona ferðir
og stunda hreyfingu, þetta gefur
manni voðalega mikið. Þótt þetta sé
erfitt og þó maður sé þreyttur þá er
það alveg yndisleg, áunnin þreyta,
sigur og ánægja.“
ÁHUGAMÁL | Hjólakappar á áttræðisaldri
Hjólatíminn fer
eftir kaffistopp-
um og veðri
Eggert og Hulda segja erfiðið við langar hjólreiðaferðir vel vera áreynslunnar virði.
„Við höfum hjólað um allt hérna innanlands,“
segja hjónin Eggert Vigfússon og Hulda
Vilhjálmsdóttir sem stunda hjólreiðar af
kappi. Það væri kannski ekki í frásögur fær-
andi nema að þau eru bæði komin yfir sjötugt.
ingveldur@mbl.is
Við hjóluðum
60 til 80 kíló-
metra á dag og
það var eig-
inlega allt upp
í móti.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
NÚ telja vísindamenn sig hafa
sannað að kvenlegt innsæi sé
ekki til. Þvert á móti hafi karlar
meira innsæi en konur. Þetta
kemur m.a. fram á vef BBC.
Hópur vísindamanna við háskól-
ann í Hertfordshire í Englandi
lét 15 þúsund manns skoða tvær
myndir af brosandi manneskju
og bað alla um að giska hvor
myndin sýndi ekta bros.
Munurinn á ágiskunum
kynjanna var ekki ýkja mikill en
karlar reyndust þó oftar hafa
rétt fyrir sér eða í 72% tilvika en
konur í 71% tilvika. Munurinn
var meiri þegar þátttakendurnir
áttu að skoða myndir af gagn-
stæðu kyni. Karlarnir reyndust
eiga auðveldara með að sjá í
gegnum falskt bros konu en
karls og gátu í 76% tilfella séð í
gegnum konurnar. Áttu kon-
urnar líka auðveldara með að sjá
í gegnum kynsystur sínar, en
gátu í 67% tilvika séð í gegnum
karlana.
Augun koma upp um þá sem
brosa falskt og hægt er að sjá á
hláturhrukkunum hvort brosið er
ekta eða ekki. Ef það er falskt
nær það ekki til augnanna.
Það eru augun sem segja til um hvort brosið sé ekta.
KÖNNUN
Hafa karlar meira
innsæi en konur?
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn