Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 29
NÝR vefur, nordurland.is, var opn- aður á sýningunni Norðurland 2005, fyrr í maímánuði. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, opnaði vefinn formlega, en hann er í umsjá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Á vefnum er að finna helstu upplýsingar um ferðamöguleika, afþreyingu og ann- að sem þarf til að skipuleggja ferð um Norðurland. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi er í eigu ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Norðurlands vestra og starfar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á Norðurlandi. Helsta hlutverk hennar er að sam- ræma og sjá um almenna kynningu á Norðurlandi sem ferðamannasvæði í samvinnu við ferðaþjónustufyr- irtækin. Framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofunnar er Kjartan Lár- usson.  NETIÐ Nýr vefur um Norð- urland MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 29 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com SKÍTUGIR klósettburstar, dauðar flugur og fleira miður snyrtilegt kom í ljós þegar tíu hótel í Blackpool og tíu hótel í London voru könnuð á vegum tímaritsins Holiday Which? að því er fram kemur á vef BBC. Fjórtán hót- elanna féllu á bakteríuprófi en ekkert þeirra náði því að fullu. Gestir hefðu getað orðið veikir vegna bakteríusmits á sumum hót- elherbergjunum, að því er könn- unin leiddi í ljós. Hár, afklipptar táneglur og önn- ur óhreinindi fundust í dýnum og í einu herberginu gekk maurahers- ing fram fyrir fæturna á skoð- unarfólkinu, að því er fram kemur á vef BBC. Saurgerlar fundust á krönum og vöskum og níu af hverjum tíu vöskum á hótelunum í Blackpool stóðust ekki hreinlætiskröfur. „Að okkar mati ætti að gefa hótelum einkunn fyrir hreinlæti og kann- anir ættu að fara fram með leynd svo hótelunum sé haldið hreinum allan ársins hring en ekki bara á könnunardeginum,“ segir Neil Fazakerley hjá tímaritinu Holiday Which?  KÖNNUN Bresku hót- elin reynd- ust óhrein Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn Nýr vefur fyrir Palma Nýjum vef tileinkuðum Palma á Mall- orca hefur verið hleypt af stokkunum. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um loftslag á ferðamannaeyjunni, sögu, mat, listir og menningu. Ferðamannapassi fyrir Bretland Þeir sem duglegir eru að heimsækja söfn og aðra ferðamannastaði á ferð sinni um Bretland ættu að hugleiða að fjárfesta í sérstökum ferðamanna- passa sem gildir víðsvegar um Bret- land jafnt í lysti- og grasagarða, að kastölum, höllum, minnismerkjum og fleiru. Hægt er að fá passa sem gilda allt frá fjórum dögum og upp í heilan mánuð og er verðið á bilinu 3.300 til 8.200 kr. Veffang: www.palma-virtual.com Veffang: www.visitbritain.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.