Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 29

Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 29
NÝR vefur, nordurland.is, var opn- aður á sýningunni Norðurland 2005, fyrr í maímánuði. Valgerður Sverr- isdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, opnaði vefinn formlega, en hann er í umsjá Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi. Á vefnum er að finna helstu upplýsingar um ferðamöguleika, afþreyingu og ann- að sem þarf til að skipuleggja ferð um Norðurland. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi er í eigu ferðamálasamtaka Norðurlands eystra og Norðurlands vestra og starfar fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á Norðurlandi. Helsta hlutverk hennar er að sam- ræma og sjá um almenna kynningu á Norðurlandi sem ferðamannasvæði í samvinnu við ferðaþjónustufyr- irtækin. Framkvæmdastjóri Mark- aðsskrifstofunnar er Kjartan Lár- usson.  NETIÐ Nýr vefur um Norð- urland MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 29 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com SKÍTUGIR klósettburstar, dauðar flugur og fleira miður snyrtilegt kom í ljós þegar tíu hótel í Blackpool og tíu hótel í London voru könnuð á vegum tímaritsins Holiday Which? að því er fram kemur á vef BBC. Fjórtán hót- elanna féllu á bakteríuprófi en ekkert þeirra náði því að fullu. Gestir hefðu getað orðið veikir vegna bakteríusmits á sumum hót- elherbergjunum, að því er könn- unin leiddi í ljós. Hár, afklipptar táneglur og önn- ur óhreinindi fundust í dýnum og í einu herberginu gekk maurahers- ing fram fyrir fæturna á skoð- unarfólkinu, að því er fram kemur á vef BBC. Saurgerlar fundust á krönum og vöskum og níu af hverjum tíu vöskum á hótelunum í Blackpool stóðust ekki hreinlætiskröfur. „Að okkar mati ætti að gefa hótelum einkunn fyrir hreinlæti og kann- anir ættu að fara fram með leynd svo hótelunum sé haldið hreinum allan ársins hring en ekki bara á könnunardeginum,“ segir Neil Fazakerley hjá tímaritinu Holiday Which?  KÖNNUN Bresku hót- elin reynd- ust óhrein Úrslitin í ítalska boltanum beint í símann þinn Nýr vefur fyrir Palma Nýjum vef tileinkuðum Palma á Mall- orca hefur verið hleypt af stokkunum. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um loftslag á ferðamannaeyjunni, sögu, mat, listir og menningu. Ferðamannapassi fyrir Bretland Þeir sem duglegir eru að heimsækja söfn og aðra ferðamannastaði á ferð sinni um Bretland ættu að hugleiða að fjárfesta í sérstökum ferðamanna- passa sem gildir víðsvegar um Bret- land jafnt í lysti- og grasagarða, að kastölum, höllum, minnismerkjum og fleiru. Hægt er að fá passa sem gilda allt frá fjórum dögum og upp í heilan mánuð og er verðið á bilinu 3.300 til 8.200 kr. Veffang: www.palma-virtual.com Veffang: www.visitbritain.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.