Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 30
ÞEGAR ferðalag er skipulagt getur orðið höf- uðverkur að finna gistingu á góðu verði þótt flugmið- inn fáist á spottprís. Á vef Aftenposten er gerð úttekt á leitarsíðum á Netinu sem hægt er að nota til að finna hótel víða um heim. Í ljós kemur að ítalska síðan ven- ere.com er talin best að mati þeirra sem gerðu könn- unina. Leitað var að hótelherbergi ákveðna daga fyrir tvo í Barcelona og Þrándheimi. Verðið var mikilvæg- asta breytan en síðan var tekið með í reikninginn hvort leitarsíðurnar væru notendavænar eða auðvelt að komast í samband við fyrirtækið. Í ljós kom að þær leitarvélar sem buðu ódýrustu gistinguna voru ekki mjög neytendavænar og erfitt reyndist að bera saman allar þær 65 leitarsíður sem skoðaðar voru. Leitarsíðurnar hotwire.com og expedia.com, og norsku síðurnar ebookers.no og hotelglobal.no fengu þó einnig góða dóma.  FERÐAVEFUR Ítölsk síða talin best Morgunblaðið/Eggert Samkvæmt norskri könnun eru ódýrustu vefsíð- urnar ekki endilega alltaf þær neytendavænustu. Ólíkum gim- steinategundum er gjarnan blandað saman við hönnun skartgripa. Innkaupaleiðangur til Rajast-han skilar kannski ekki fimmólíkum gerðum af gallabuxum,tíu bómullarbolum og tuttugu geisladiskum í ferðatöskuna, en hér- aðið bíður engu að síður upp á fjöl- margar freistingar, enda má þar finna skartgripi, vefnaðarvöru, textíl og keramík á mun lægra verði en þekkist á Vesturlöndum. Það er held- ur ekki að ástæðulausu að hönnuðir tískuhúsa á borð við Armani, Stella McCartney, Kenzo, Donna Karan og Dolce & Gabbana, koma með teikn- ingar sínar til Rajasthan og láta framleiða hluta söluvarningsins þar. Ull, silki og bómull í öllum mögu- legum og ómögulegum litum og fjöl- breytt munstur bæði prentuð og ofin blasa líka við kaupglöðum ferða- mönnum á alla vegu um leið og þeir óska sér þess sem heitast að hafa mætt með ferðatöskuna tóma! Ekki stenst þó öll vefnaðarvara sama gæðastaðalinn og því borgar sig að hafa augun opin og skoða vandlega bæði frágang og hráefni. Allt sem hugurinn girnist Í höfuðborg Rajasthan, Jaipur, leynist vefnaðarvara og textíll víða, en þeir sem leita munúðarkenndra silki-saríefna ættu að rölta eftir Bapu Bazaar þar sem silki og aðra vefn- aðarvöru er að finna hjá kaupmanni eftir kaupmanni eftir götunni endi- langri. Ódýrari efni og fatnað má síð- an finna á Johari Bazaar, þar sem margir kaupmannanna sérhæfa sig í bómullarefnum og á Kishanpol Baza- ar eru textílefni, m.a. hin sérstæða bandhani lita- og munsturgerð. Kaupmenn við Nehru Bazaar selja einnig vefnaðarvöru, en eru hvað þekkastir fyrir jooties, skrautlega skó með upprúllaðri tá sem eru með- al sérkenna héraðsins. Þeir sem vilja láta sérsauma sam- kvæmt eigin óskum, hvort sem um ræðir fatnað, rúmteppi eða aðra heimilisvöru hafa þá ratað á réttan stað þar sem klæðskerakaup nemur ekki háum upphæðum í Jaipur. Ekki allt gull sem glóir Rajasthan er ekki síður þekkt fyrir gott úrval skartgripa á mun vægara verði en við eigum að venjast og er Jaipur einn besti staðurinn til að kaupa skartgripi. Indverskt gull er til að mynda mun hreinna en þekkist á Vesturlöndum. Sterkgulur liturinn getur líka virkað nokkuð fram- andlegur við fyrstu sýn og skreyti- lega sé ekki úr vegi að kynna sér flutningskostnaðinn áður en út í slík- ar framkvæmdir er farið. Jodphur geymir svo einnig hefð- bundinn Rajasthan-verslunarvarn- ing, t.d. textíl og vefnaðarvöru og er viðkoma í Maharani Art Government Emporium við Tambako Market vel heimsóknarinnar virði. Úrvalið virð- ist nánast ótæmandi enda státa eig- endur Maharani af því að framleiða rúmteppi, púða, gluggatjöld og jakka fyrir ekki ómerkari hönnuði en Arm- ani, Stellu McCartney og Kenzo en gefa sér engu að síður tíma til að sér- sauma dýrindis silkiteppi fyrir ferða- menn á örskammri stundu. Klukkuturninn, sem er einn af miðpunktum bæjarins, geymir svo bása fjölda kryddkaupmanna, m.a. Mohanlai Verhomal þar sem saffran, kardemommur, sinnepsfræ og önnur hefðbundin krydd er að finna í góðu úrvali í bland við sértækari krydd- blöndur á borð við vetrartónik sem ætlað er til að hressa upp á kynlífið. Prútta, prútta og prútta Í Rajasthan, eins og annars stað- ar á Indlandi, gildir þó að prútta, prútta og prútta og því er ekki úr vegi áður en haldið er í versl- unarleiðangur fyrir alvöru að kynna sér fyrst almennt verðlag í rík- isreknum verslunum á borð við Rajasthali Emporium í Jaipur til að hafa til viðmiðunar áður en ermar eru brettar upp fyrir prúttslaginn. Kaupmenn í þessum hluta Indlands eru nefnilega fyrir löngu orðnir van- ir ferðamönnum með takmarkaðan tíma en fullar hendur fjár og hika því ekki við að leggja duglega á varning sinn áður en haldið er að samningaborðinu.  INDLAND | Silfur, silki, eðalsteina og skart er að finna í Rajasthan Öðruvísi verslunarferð Morgunblaðið/Anna Sigríður Á götumörkuðum má finna krydd, klæði og ýmsan annan varning í bland við litskrúðugt mannlíf. Enamel-lagður silfurfíll, unn- inn með svo nefndri mee- nakari-tækni. huga að ef verðið er lygilega lágt, er kannski ekki allt sem sýnist. Silfrið t.d. mengað eða steinarnir aðrir en fullyrt er. Við síðastnefndu göturnar má líka finna mörg skemmtileg dæmi um enamel-lagða silfurgripi, svo nefnda meenakari-gripi, sem eru meðal margra litríkra sérkenna Rajasthan. Í Pahar Ganj, einu hverfa múslima í Jaipur og jafnframt einu helsta svæði gimsteinakaupa í borginni, má svo fylgjast með er steinar eru slíp- aðir til í illa lýstum vinnustofum í þröngum bakstrætum. Forngripir og góðar eftirlíkingar Jaipur er þó langt í frá eini stað- urinn í Rajasthan þar sem hægt er að gera góð kaup, þó að nálægðin við höfuðborgina Delhi og Agra, heim- Glasgow, Dublin, London og Minneapolis eru vin- sælir staðir til verslunarferða. Héraðið Rajasthan á Indlandi býður þó upp á ekki síðri freistingar og á öllu lægra verði en við eigum að venjast. kynni hins víðfræga Taj Mahal, geri hana að einum vinsælasta við- komustaðnum. Bærinn Jodphur, sem stendur í út- jaðri Thar-eyðimerkurinnar, er til að mynda sérlega vinsæll meðal forn- gripakaupmanna. Þangað streyma vestrænir forngripakaupmenn árið um kring með veskin vel úttroðin og skanna vandlega forngripaversl- anirnar á svæðinu. Í slíku umhverfi kann að vera borin von að gera góð kaup á indverskum forngripum, enda tollar og innflutningsgjöld áður en til Íslands væri komið líklega svo him- inhá að kaupin reyndust á færi fæstra. Flestar forngripaversl- anirnar taka hins vegar líka að sér að láta framleiða eftirlíkingar, hvort sem um ræðir smámuni eða stærri húsgögn, á mun hóflegra verði þó lík- 30 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG annaei@mbl.is Morgunbl aðið/Eyþó r gleði Indverja er kemur að gullinu fellur ef til vill ekki fyllilega að nor- rænum naumhyggjusmekk. Svo gott sem ótakmarkað úrval af silfur- munum og skrautlegum steinum, sem eru einkar einkennandi fyrir hönnun rajasthanskra skartgripa, ætti hins vegar að falla í góðan jarð- veg. Í Jaipur má finna steina á borð við ametyst, túrkis, jaði, bláan og gulan tópas, akvamarín, granat, rósakvarts og peridot hjá vel flestum skart- gripasölum sem margir hverjir blanda ólíkum steinategundum sam- an við smíðina. Rúbínsteina, demanta og safíra má vissulega líka finna hjá gullsmiðum borgarinnar á lægra verði en þekkist hér heima, en þar sem auðvelt er að láta plata sig borg- ar sig við slík kaup að vera annað- hvort góður steinaþekkjari eða halda sig hjá virtum kaupmönnum sem ekki stunda prúttkaupmennsku. Því þótt litlu skipti er 200–500 kr. túrkis- eyrnalokkar reynast ekki sú gæða- vara sem talið var, er skaðinn öllu meiri þegar rúbínarmbandið reynist úr granati. Fjölmarga skartgripasala er að finna við Siredeori og Johari Bazaar, þar sem finna má hlið við hlið virta sem skuggalega skartgripasala sem sumir bjóða gripina á lygilega lágu verði. Þá er kannski vert að hafa í www.indiabecons.com Vika íDanmörku hertzerlendis@hertz.is 19.350 kr. - ótakmarkaður akstur,kaskó, þjófavörn, flugvallargjaldog skattar.*Verð á viku miðað við 14 daga leigu.* Opel Corsa eða sambærilegur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 27 70 7 03 /2 00 5 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.