Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 32

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ið til fyrstu verðlauna í þremur virt- ustu kammertónlistarkeppnunum fyrir unga kammerhópa; Coleman Chamber Music keppninni árið 1996, Concert Artists Guild keppninni árið 1997 og Naumburg kammermús- íkkeppninni árið 1998. Árið 2002 fékk kvartettinn auk þess hin virtu Cleveland kvartettverðlaun, sem samtökin Chamber Music America veita. Í kjölfarið héldu þau tónleika í átta af virtustu tónleikasölum Bandaríkjanna, auk þess sem kvart- ettinn fékk inngöngu í kammermús- íksamtökin í Lincoln Center sem standa fyrir tónleikum fyrir hæfi- leikaríka, unga tónlistarmenn. Kvartettinn hefur nýlega bætt Evr- ópu inn á tónleikakortið og hélt fyrir skömmu tónleika í Þýskalandi, á Spáni og í Skotlandi, auk þess sem þau hafa ferðast um öll Bandaríkin, allt frá Los Angeles og San Franc- isco að Lincoln Center og Millerleik- húsinu í New York. Pacifica-kvartettinn kennirsig við Kyrrahafið semvesturströnd Bandaríkj-anna liggur að, en þar var kvartettinn stofnaður fyrir tíu árum. Á þessum áratug hefur kvartettinn spilað sig upp í að vera talinn einn besti strengjakvartett Bandaríkj- anna, hljótandi óspart lof gagnrýn- enda í fjölmiðlum fyrir bæði tónleika sína og geisladiska. Fjórmenningarnir í kvartettinum hafa heldur ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Því til marks er til dæmis geisladiskur með öllum kvartettum Mendelssohns sem kom út í byrjun árs hjá Cedille-útgáfunni. Áður hafði kvartettinn hljóðritað kammerverk eftir Dvorák fyrir sömu útgáfu, þar á meðal lágfiðlukv- intett hans ásamt Michael Tree, og alla kvartetta Easley Blackwood, en þessar hljóðritanir fengu afar góða dóma. Kvartettinn hefur ennfremur unn- Nú eru þau mætt til Íslands í fyrsta sinn sem heild, en einn hljóð- færaleikaranna hefur komið hingað nokkrum sinnum áður og vel það. Það er Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari, sem kemur með Simin Ganatra fiðluleikara, Brandon Va- mos sellóleikara og Masumi Rostad víóluleikara hingað á heimaslóðir sínar til þess að koma fram á Listahátíð í Reykjavík. Þó kemur í ljós að þau hafa haft einhver kynni af Íslandi fyrr, ekki síst Brandon Vamos, sem er sonur hljóðfæraleik- aranna og Íslandsvinanna Almitu og Rolands Vamos. „Við erum sérlega glöð að vera komin hingað – en við höfum verið að heyra af þessu landi síðastliðin tólf eða fimmtán ár,“ segja þau glað- beitt þegar blaðamaður hittir þau skömmu eftir komu þeirra til Ís- lands. Hér á landi ætla þau að halda þrenna opinbera tónleika; í Íslensku óperunni í dag kl. 15, annað kvöld á sama stað kl. 20 og í Hömrum á Ísa- firði laugardaginn 4. júní kl. 17. Æfingin skapar meistarann Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvernig nálgun þeirra að tónlist er – ekki síst í ljósi þeirra glæsilegu dóma sem kvartettinn virðist hljóta hvarvetna. En það kemur á daginn að ég þarf varla að spyrja að því, vegna þess að það segir sig sjálft: Strax eftir hádegi daginn sem þau lenda í Keflavík er æfing fyrir tón- leikana hafin. Eins og flestir tónlist- armenn þekkja, skapar æfingin meistarann á því sviði. „Við reynum að undirbúa hverja tónleika eins og það séu mikilvæg- ustu tónleikar sem við höfum leikið,“ segja þau, en benda einnig á að stór hluti af velgengninni felist í hollustu þeirra við starf kvartettsins. „Við ákváðum þegar við stofnuðum kvartettinn að hann yrði að vera meginatriðið í starfi okkar allra. Við höfum haldið okkur við það.“ Kvartettinn er sem sagt aðalstarfi hljóðfæraleikaranna fjögurra, sem auk þess kenna á hljóðfæri við há- skólann í Illinois. Þau segja mik- ilvægt að hátta vinnufyrirkomulag- inu þannig. „Það þarf mikla vinnu til að koma saman góðum kvartett, og það er ekki nóg að hljóðfæraleik- ararnir séu góðir. Þeir þurfa líka að vera samstilltir og það getur verið strembið að koma einingu á hugsun fjögurra ólíkra manneskja, auk praktískra hluta eins og að ákveða að búa í sömu borg,“ segja þau. Kvartett er eitt erfiðasta tónlist- arformið sem strengjaleikarar tak- ast á við að þeirra mati, en þau segj- ast telja að hin mikla og nána samvinna þeirra geri gæfumuninn í starfi þeirra. „Æfingaplan okkar er mjög strangt. Við æfum að meðaltali fimm klukkustundir á dag saman, fyrir utan okkar eigin æfingar og síðan kennsluna,“ segja þau. „En Allir tón- leikarnir eru þeir mikil- vægustu Morgunblaðið/Sigurður Jökull Pacifica-kvartettinn leikur á tónleikum í Íslensku óperunni í dag og annað kvöld. Pacifica-kvartettinn er kominn til landsins til að leika á þrennum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík. Inga María Leifsdóttir komst að því að þau spila margs konar tónlist fyrir margs konar fólk, og líta á hverja einustu tón- leika sem sína mikilvægustu. ÞAÐ ER til marks um efnahagslega yfirburði hins vestræna heims að listsköpun módernismans á 20. öld varð jafn útbreidd og raun ber vitni, vestræn listframleiðsla sem aðeins var brot af listrænni framleiðslu heimsins var álitin sú eina sanna list. Hugmyndir um ósnortna list, hreina, algilda og óháða ófullkomnum raun- veruleikanum voru við lýði áratug- um saman, fram á síðari hluta ald- arinnar. Í umræðum síðastliðinn vetur lagði Halldór Björn Runólfsson list- fræðingur áherslu á mikilvægi eins listræns atburðar fyrir samtíma- listina og fjölbreytni hennar í dag, en það var sýningin les Magiciens de la Terre sem haldin var í París 1989. List austursins, Afríku, Ástralíu og fleiri landa var sýnd í samhengi við vestræna samtímalist og útkoman var byltingarkennd. Á sama tíma höfðu hugmyndir pólitísks rétttrún- aðar haslað sér völl og áhersla var lögð á list minnihlutahópa og list þjóða utan Evrópu og Norður- Ameríku, algild list módernismans átti ekki lengur upp á pallborðið. „Frumstæð list eins og list ann- arra en vestrænna þjóða var kölluð hafði þó áður verið mörgum lista- mönnum innblástur þó ekki væri á þeim jafnréttisgrundvelli sem síðar var vonast eftir. Á fyrri hluta 20. ald- ar sóttu flestir helstu listamenn Evr- ópu hugmyndir til listar annarra þjóða, til austursins, til Afríku og fleiri staða. List barna og geðsjúkra var einnig vinsæl til innblásturs. Hugmyndin var að hluta til sú að önnur menning byggi hugsanlega yf- ir einhverju hreinu og ómenguðu, þar væri að finna hið hreina, sanna sjálf mannsins. Eftir bæði fyrri og síðari heimsstyrjöld var skipbrot evrópskrar menningar líka öllum ljóst og kannski ástæða til að leita annað.“ „Je suis un autre,“ sagði skáldið Rimbaud, „Ég er annar“ og út frá þeim orðum hafa spunnist ýmsar hugmyndir um eðli sjálfsins. „Ik en de ander“ var titillinn á stórri al- þjóðlegri sýningu í Amsterdam á 10. áratugnum þar sem þessi spurning var í brennidepli. Okkar menningu er töm tvíhyggjuhugsunin um yf- irborð og undirmeðvitund, ytri mann og innra sjálf. Hugmyndir Freuds um undirmeðvitundina og virkni hennar eru hluti af þessari hugsun og að hluta grundvöllur hennar. Innra sjálf Þessar hugmyndir um leit lista- manna að hinu sanna sjálfi eru áleitnar þegar innsetning Gabríelu Friðriksdóttur er skoðuð en Gabrí- ela hefur áður fjallað um þessa leit í verkum sínum. Á sýningunni í Lista- safninu á Akureyri er það hringrás sem minnir á meltingarkerfi sem er í sviðsljósinu, að nokkru leyti klædd í búning þessara títtnefndu „ann- arra“. Gabríela sýnir verk sín í sam- hengi við ný listaverk eftir banda- ríska listamanninn Matthew Barney, en hann er frægur fyrir íburð- armiklar kvik- myndir og afar persónulega sýn. Verk Matthews var hluti af kjöt- kveðjuhátíð í borginni Salvador í Brasilíu og er unnið í samræmi við það. Þessi brasilíska tenging verður Gabríelu að yrkisefni í verki sínu en hún skapar m.a. skúlptúr sem minnir á líkneski í kandomble trúar- brögðum Brasilíu, en þau einkennast af fjölda guða sem eru sambland af kaþólskum dýr- lingum og bras- ilískum guðum. Myndband hennar sýnir m.a. konu (hana sjálfa), úða í sig einhverju sem minnir á bráðið súkkulaði. Brasilía leiðir hugann að kaffi og súkkulaði, sömuleiðis strigapokarnir sem gætu verið utan af kaffibaunum. Þema Gabríelu er hringrás og melting- arkerfið. Gabríela vinnur hrátt og verk hennar er laust við fágun, teikningar hennar einkennast ekki af öruggum dráttum heldur leitandi línum. Þessi innsetning Gabríelu virkar fyrst og fremst expressíonísk á mig og viðhorf Gabríelu til list- sköpunar sinnar einnig. Tjástefnu, expressíonisma hefur m.a. verið lýst á eftirfarandi máta: „Tjástefnan er tákn fyrir hið óþekkta í okkur sjálf- um, við treystum á það í von um að það verði okkur til bjargar. Hún er tákn andans sem hefur verið fang- elsaður og leitast við að brjótast út úr dýflissunni – (...).“ Þetta skrifaði Hermann Bahr 1914. Það er fyrst og fremst þessi trú á að sannleika sé að finna í undirmeðvitund okkar, í þeim innra manni sem siðmenningin hefur e.t.v. meinað okkur aðgang að sem einkennir list og listviðhorf Gabríelu. De Lama, Lamina Matthew Barney sýnir tvö mynd- bandsverk auk ljósmynda og mynd- verka. Barney hefur mikla reynslu af kvikmyndagerð eftir áratug- arvinnu við Cremaster myndir sínar sem sýndar voru hér á landi fyrir ekki löngu, á sama tíma sló sýning hans í Nýlistasafninu vægast sagt öll aðsóknarmet. Kvikmyndir og mynd- bönd eru þó aðeins hluti af list- sköpun hans en hann gerir stórar innsetningar, skúlptúra og ýmiss konar myndverk og gjörninga sem síðan verða e.t.v. hluti af kvikmynd- unum. Allt þetta er gjarnan á afar stórum skala, mikið umfangs, dýrt og tilkomumikið. Í Listasafninu á Akureyri nú sýnir Barney tvö myndbandsverk auk nokkurra myndverka. Myndböndin eru unnin út frá listaverki sem nefn- ist De Lama Lamina en bókstafleg þýðing væri „Úr moldu, hnífsblað“. Listaverkið gerði Barney í samvinnu við amerísk-brasilíska tónlistar- manninn Arto Lindsay. Þeir tóku þátt í kjötkveðjuhátíð í borginni Salvador í Brasilíu, útbjuggu sinn eigin vagn en eins og kunnugt er er De Lama Lâmina eftir Matthew Barney. Verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur. Sjálfið og sannleikurinn MYNDLIST Listahátíð í Reykjavík Listasafnið á Akureyri Til 26. júní. Listasafnið á Akureyri er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Operazione Oseophagus, blönduð tækni, Gabríela Friðriksdóttir Hoist, blönduð tækni, Matthew Barney

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.