Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 36
36 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Samþykkt hefur verið að stofna tilfimm ára verkefnis innan ECAD,sem byggt verður á íslensku nálg-uninni og hefur stýrihópur verið
stofnaður í þeim tilgangi og formaður hans er
Dagur B. Eggertsson, læknir og borgar-
fulltrúi. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís-
lands, verður verndari verkefnisins sem ber
heitið Youth in Europe. Forsetinn var við-
staddur ráðstefnuna og ávarpaði hana á
fimmtudag. Auk Reykjavíkur taka þátt í
verkefninu Osló, Stokkhólmur, Helsinki,
Düsseldorf, St. Pétursborg, Vilnius, Riga og
e.t.v. fleiri borgir innan ECAD.
Dagur hélt erindi á ráðstefnunni þar sem
hann kom inn á niðurstöður úttektar á for-
varnastarfi Reykjavíkurborgar sem sýna að
verulega dró úr vímuefnaneyslu unglinga í
Reykjavík frá 1998 til 2004, m.a. í tengslum
við verkefnið Ísland án eiturlyfja 1997–2002.
Af niðurstöðunum voru m.a. dregnar þær
ályktanir að samverustundir með foreldrum
væru afar mikilvægar til að draga úr hættu á
neyslu. Þar koma einnig til skipulagðar frí-
stundir eins og íþróttaiðkun og tónlistarnám.
Dagur útskýrði hugmyndina á bak við
Youth in Europe og fjallaði um mikilvægi for-
varnastarfs sem þessa. Hann sagði að í fyrstu
hefði ekki verið talið að verkefnið gæti borið
árangur nema í litlum samfélögum eins og Ís-
landi en fleiri hefðu þó verið áhugasamir og
því yrði verkefnið sett á laggirnar. Herferðir
þar sem talað hefur verið til foreldra um að
standa saman, setja börnum og unglingum
mörk, virða útivistartíma o.s.frv. geta átt er-
indi utan Íslands. Kristín A. Árnadóttir,
skrifstofustjóri borgarstjóra, segir þessa að-
ferðafræði vissulega eiga erindi víðar, það sé
sveitarfélaganna að nýta hana í samræmi við
hvert samfélag og menningu.
Grasrótarstarf mikilvægt
Dagur sagði að verkefnið myndi gefa skýr
skilaboð í baráttunni við fíkniefni og styrkja
forvarnastarf í þátttökulöndunum. Í verkefn-
inu myndi felast samstarf við frístundastarf,
foreldrafélög, skólayfirvöld og lögreglu.
Hann lagði einnig áherslu á áframhaldandi
rannsóknir til að auka þekkingu sem hægt er
að beita í forvarnarstarfi. Samanburðarrann-
sóknir verða gerðar við upphaf og lok verk-
efnisins, beint að 15 og 16 ára unglingum í
þátttökulöndunum. Stýrihópurinn mun bera
ábyrgð á að rannsóknirnar verði gerðar,
safna fé, kynna verkefnið og meta. „Verk-
efnið felur í sér áhrifamikil skilaboð um
hvernig skýr sýn, alþjóðleg samvinna, vís-
indalegur grunnur og grasrótarstarf getur
skilað árangri og skapað betra samfélag,“
sagði Dagur m.a.
Í samtali við Morgunblaðið segir hann
gaman að Íslendingum sé treyst til að axla
þessa ábyrgð og greinilegt að aðrar þjóðir
horfi til þess árangurs sem náðst hefur á Ís-
landi. „Það er frábært að aðrir geti nýtt sér
það sem við höfum verið að gera og út á þetta
gengur árangursríkt alþjóðlegt samstarf.“
Stóriðnaður og stríð
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sagði í ávarpi sínu að skuggi nýrrar ógnar
yrði stöðugt stærri og banvænni með hverju
árinu. Fíkniefnaiðnaðurinn hefði vaxið gífur-
lega, fyrst hægt og án þess að vekja alvarlega
athygli, og með aðstoð nútímatækni hefði
orðið til yfirþyrmandi bákn.
Forsetinn líkti baráttunni við fíkniefnin við
stríð þar sem vopnin eru nútímatækni, landa-
mæri óljós og fórnarlömbin yfirleitt ung að
árum og æ fleiri. Hann lagði áherslu á mik-
ilvægi samvinnu og samræðu þar sem óvin-
urinn færi stöðugt stækkandi að afli. „Við
stöndum saman í þessari baráttu. Enginn er
stefnun
borgar
arsdótt
Að h
starf R
1995 e
„Þetta
áhrif og
ég fann
stefnu
annars
lands s
alvarle
ari af r
að tala
Norður
við höl
þurfa a
þurfa a
Grei
stefnun
ilvægt,
og ref
barna
barna o
barnas
um; að
berg v
að fore
gæfu s
fyrirby
Ennfre
milli fa
ustu og
Eva
lag sit
heim.
landi u
ráðgjaf
hennar
urlyfju
inum h
þrátt f
indi he
rekur
skipti n
ekki að
öruggur. Næsta fórnarlamb gæti verið fjöl-
skyldumeðlimur okkar, vinur, dóttir okkar
eða sonur.“
Í samtali við Morgunblaðið segir forsetinn
ánægjulegt að sú mikla vinna sem íslenskir
fræðimenn, borgaryfirvöld, skólayfirvöld og
aðrir hafa lagt af mörkum skili svo miklum
árangri. „Það er athyglisvert hvað vinna
Reykjavíkurborgar og rannsóknirnar á Ís-
landi vekja mikla athygli hér.“
Forsetinn verður verndari verkefnisins og
segist hafa samþykkt það af tveimur ástæð-
um. „Fyrst og fremst eru þetta merkar rann-
sóknir íslenskra félagsvísindamanna, ég er
nú upprunninn á þeim vettvangi og gamall
prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands, og mér finnst ánægjulegt að sjá hvað
rannsóknir íslensks félagsvísindafólks skipta
miklu máli á evrópska vísu. Í öðru lagi vegna
þess að árangur okkar á þessu sviði, sérstak-
lega Reykjavíkurborgar, er greinilega ein-
stakur og getur orðið öðrum fyrirmynd.“
Ólafur Ragnar fylgdist með ráðstefnunni
og fannst einna athyglisverðast það sem fram
kom í máli fyrrverandi forstjóra Europol,
Jürgen Storbeck, að vaxandi hluti fíkniefna
sem neytt er í Evrópu er framleiddur í álf-
unni en Storbeck dró upp mynd af umfangs-
miklum iðnaði sem erfitt væri að ráða við.
„Ég verð að játa að ég eins og flestir taldi að
þorrinn af þeim eiturlyfjum sem hér væri á
markaði kæmi frá öðrum heimshlutum,“ seg-
ir Ólafur Ragnar.
„Ekki að í okkar eigin álfu væri orðinn til
umfangsmikill eiturlyfjaiðnaður hjá bæði
stórum og smáum fyrirtækjum. Þetta finnst
mér kalla á nýja umræðu og að við viðurkenn-
um að vandinn stendur kannski miklu nær
okkur sjálfum. Það þýðir ekki að horfa alltaf
til fátækra þjóða í Mið-Ameríku eða Asíu og
segja að ef þær hætti nú bara að framleiða
fíkniefni þá verði þetta allt í lagi. Það er
greinilega röng sýn.“
Forvarnir og refsing
Um 200 manns frá 19 löndum sóttu ráð-
stefnuna og var Sonja Noregsdrottning við-
stödd setninguna á fimmtudagsmorguninn.
Um tíu manna hópur frá Íslandi sótti ráð-
Árangur Íslendinga í baráttu gegn fíkniefn
Stöndum sama
baráttu – engin
Árangur Íslendinga í
baráttu gegn fíkniefnaneyslu
unglinga vakti athygli á
ráðstefnu Evrópskra borga
gegn fíkniefnum, sem nú
stendur yfir í Ósló.
Steingerður Ólafsdóttir
fylgdist með ráðstefnunni.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Mou
ÞINGIÐ OG BREYTT
ÞJÓÐFÉLAG
Alþingi Íslendinga á að end-urspegla og þarf að endur-spegla íslenzkt þjóðfélag
eins og það er hverju sinni. Þetta
hefur gengið misjafnlega vel eða
illa eftir því, hvernig á það er litið.
Seinni hluta 20. aldarinnar vantaði
töluvert upp á að þingið endur-
speglaði þjóðfélagið með eðlilegum
hætti. Ástæðan var sú, að fámenn-
ari kjördæmi á landsbyggðinni
höfðu á að skipa hlutfallslega fleiri
þingmönnum en eðlilegt gat talizt
ef miða átti við jafnan kosningarétt
ekki bara í orði heldur líka á borði.
Þetta hefur breytzt til batnaðar,
þótt fullum jöfnuði sé ekki náð. En
jafnframt er rétt að hafa í huga, að
lengi vel var nokkuð víðtæk sam-
staða um að svona skyldi þetta
vera. Markmiðið með því fyrir-
komulagi var að rétta hlut lands-
byggðar gagnvart þéttbýli á suð-
vesturhorninu.
Á síðustu áratugum en þó alveg
sérstaklega á síðasta áratug og
þessum áratug hafa orðið miklar
breytingar á íslenzku þjóðfélagi.
Nú er það vegna þess, að töluvert
stór hópur af fólki hefur flutzt bú-
ferlum til Íslands, setzt hér að og
gerzt íslenzkir ríkisborgarar.
Þetta er fólk frá öðrum Norður-
löndum, öðrum Evrópulöndum en
einnig frá fjarlægari slóðum, ekki
sízt Asíu.
Það hefur tekið okkur nokkurn
tíma að laga okkur að þessum
breytingum og það tekur það fólk,
sem hingað hefur flutt, lengri tíma
að laga sig að okkar lífsháttum en í
stórum dráttum hefur þetta gengið
nokkuð vel, þótt mörgu sé vissu-
lega ábótavant.
Nú er tímabært að rödd hinna
nýju Íslendinga fái að heyrast
beint á Alþingi Íslendinga. Nú er
tímabært að stjórnmálaflokkarnir
leggi áherzlu á að laða nýbúa til
starfa á vettvangi flokkanna, svo
að rödd þeirra heyrist og þeir eign-
ist málsvara á Alþingi og í sveit-
arstjórnum, sem geti talað máli
þeirra, og stjórnvöld fái sterkari
tilfinningu fyrir hagsmunum þeirra
og sjónarmiðum. Þetta snýst um
lýðræði.
Ganga má út frá því sem vísu, að
þetta gerist ekki af sjálfu sér nema
á löngum tíma. En það þarf að
byrja. Þess vegna eiga stjórnmála-
flokkarnir að gera sérstakar ráð-
stafanir til þess að fá fulltrúa
þeirra, sem hingað hafa flutt, til
starfa innan vébanda sinna. Og
þess vegna eiga flokkarnir að hafa
frumkvæði að því að nýbúarnir fái
tækifæri til að láta að sér kveða í
íslenzkum þjóðmálum ekki síður en
aðrir, sem búa í þessu landi.
Þetta snýst bæði um lýðræði og
jafnrétti. Jafnréttisbaráttan er
ekki bara spurning um jafnan rétt
karla og kvenna. Hún er líka
spurning um jafnrétti fyrir þá, sem
hingað hafa flutt og tekið sér var-
anlega búsetu hér.
En hér geta komið upp mörg
álitamál. Sumir þeirra, sem hafa
helgað líf sitt baráttu fyrir jöfnum
rétti kynjanna, hafa smátt og
smátt komizt á þá skoðun, að það
dugi ekki til að tryggja jafnan rétt
karla og kvenna í löggjöf heldur
verði að gera virkar ráðstafanir til
þess að jafna stöðu karla og kvenna
t.d. með kynjakvótum. Og athygl-
isvert er að konur, sem hafa ungar
hafið þátttöku í jafnréttisbarátt-
unni, hallast meir og meir að því að
grípa þurfi til virkari aðgerða en
gert hefur verið vegna þess, hvað
baráttu kvenna miði hægt.
Það er augljóslega ekki hægt að
vera þeirrar skoðunar að slíkar að-
gerðir eigi ekki að koma til í sam-
bandi við jafnréttisbaráttu kvenna
en hins vegar eigi að beita þeim til
að tryggja pólitíska stöðu nýbúa. Í
þessum efnum verður eitt yfir alla
að ganga.
Það er hins vegar tímabært að
hefja þessar umræður.
Vafalaust mun mörgum þykja
þetta óþægileg umræða og spyrja
spurninga í þessu sambandi. Þeim
hinum sömu er ráðlagt að lesa
bækur Böðvars Guðmundssonar
um Vesturfarana og sjá Híbýli
vindanna, sem Leikfélag Reykja-
víkur hefur sýnt í vetur og byggist
á leikgerð hluta sögunnar.
Áttu Íslendingarnir, sem fluttu
vestur um haf fyrir hundrað árum,
ekki að eiga neinn rétt í Kanada?
Áttu þeir ekki að hafa möguleika á
að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri, að berjast fyrir sínum
hagsmunum, að eignast sína full-
trúa í sveitarstjórnum, fylkisþing-
um og þjóðþingi?
Auðvitað finnst okkur að þeir
hafi átt að fá þann rétt, sem þeir og
fengu.
Hið sama á við um það fólk af er-
lendu bergi brotið, sem hefur flutt
hingað til lands. Að sumu leyti er
þetta fólk í sömu sporum og Vest-
urfararnir, nema þeir hafa það
betra. Lífskjör þeirra eru strax í
upphafi betri og lífsbaráttan er
ekki jafn hörð. En það er alltaf erf-
itt að flytja til annars lands.
Við lítum svo á, að landar okkar,
sem hafa t.d. flutt til Norður-
landanna og setzt þar að, eigi þann
sjálfsagða rétt að taka þátt í þjóð-
félagsumræðum og starfi á hinum
pólitíska vettvangi. Nákvæmlega
sömu rök eiga við um þá útlend-
inga, sem hingað hafa flutt.
Auðvitað fá þeir þennan rétt lög-
um samkvæmt. En það eitt dugar
ekki til. Þeir þurfa að fá hvatningu
til þess að beita þeim rétti, sem
þeir hafa lögum samkvæmt. Og
stjórnmálaflokkarnir þurfa að átta
sig á því, að nýbúar með kosninga-
rétt eru að verða það margir að
þeir geta haft áhrif á úrslit kosn-
inga, ef þeir beita sér sérstaklega í
þágu eins flokks umfram aðra.
Þjóðfélagið er breytt. Við þurf-
um að laga okkur að þeim breyt-
ingum á öllum sviðum – ekki bara
sumum.