Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 37 Joly nefnir nokkrar ástæður: T.d. að glæpa- starfsemin er orðin alþjóðleg en lögreglu- rannsóknir ekki í nógu miklum mæli. Hún segir að lögreglan beiti of hefðbundnum að- ferðum en skorti þekkingu á nýjum aðferð- um. Joly kynnti aðgerðaáætlun norsku ríkis- stjórnarinnar um að berjast gegn spillingu og fíkniefnaiðnaði sem hefst í júlí nk. og stendur í þrjú ár. Um er að ræða þverfaglega nálgun þar sem áhersla er lögð á að bæta þekkingu innan löggæslunnar í samstarfi við lögreglu- skóla og háskóla. Joly leggur áherslu á stranga löggjöf í sambandi við uppgjör fyrir- tækja og mikilvægi þess að bókhald sé gegn- sætt. Rússnesk leið Ræðumönnum á ráðstefnunni varð tíðrætt um mikilvægi þess að deila reynslu og þekk- ingu og vinna saman yfir landamæri gegn þessum mikla alþjóðlega vanda. Nálgunin var þó ólík eftir því úr hvaða geira fólk kom og skoðanir mismunandi. Frásögn Rússans Evgenís V. Royzman, sem situr í rússnesku dúmunni en lagði áherslu á að á ráðstefnunni talaði hann sem manneskja og faðir þriggja barna, vakti athygli en mismunandi viðbrögð. Hann lýsti hrikalegu ástandi í heimaborg sinni í Rússlandi fyrir nokkrum árum: Ung- lingar ánetjuðust fíkniefnum og margir dóu. Fíkniefnaneytendur lágu í bakgörðum og nál- ar voru eins og hráviði út um allt. Royzman og félagar hans ákváðu að veita mótspyrnu til að vernda sín eigin börn. Þeir stofnuðu samtök sem mótmæltu, birtu nöfn eiturlyfjasala opinberlega og hröktu þá af götunum. Almenningur gat t.d. lagt sitt af mörkum með því að senda upplýsingar um eiturlyfjasala með sms í ákveðið númer. Þess- ar aðgerðir voru meðal þess sem hafði áhrif og fíkniefnaneytendum fækkaði í borginni. Royzman lýsti svo þeirri skoðun sinni að ekki væri hægt að sýna umburðarlyndi þegar kæmi að fíkniefnaneytendum, þeim þyrfti að sýna hörku og vel væri hægt að þvinga þá til að hætta í fíkniefnum. na, starfsmenn félagsþjónustunnar og rfulltrúar, þ.á m. Steinunn Valdís Ósk- tir borgarstjóri. hennar mati stendur upp úr hvernig Reykjavíkurborgar frá árunum 1994– er að skila sér inn á alþjóðavettvang. sýnir okkur að við getum auðvitað haft g miðlað okkar reynslu og þekkingu og n fyrir miklum áhuga. Á þessari ráð- skiptist fólk svolítið í tvo hópa. Það eru s vegar fulltrúar landa eins og Rúss- sem glímir auðvitað við miklu stærri og egri vanda en við og þeir eru upptekn- refsiþættinum á meðan við erum meira a um forvarnir, eins og á við um öll rlöndin. Það segir okkur kannski að ef ldum rétt á spilunum munum við ekki að horfa upp á ástand eins og Rússarnir að horfa upp á.“ inilegt var að flestir fulltrúar á ráð- nni töldu forvarnarstarf þó afar mik- , þótt talsvert væri fjallað um meðferð fsingu. Lena Nyberg, umboðsmaður í Svíþjóð, sagði mikilvægast að ná til og tryggja þeim þau mannréttindi sem sáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á ð búa í fíkniefnalausu samfélagi. Ny- varð einnig tíðrætt um mikilvægi þess eldrar settu börnum sínum skýr mörk, kýr skilaboð og sýndu umhyggju til að yggja að börnin leiddust á ranga braut. emur kom fram að aukin samvinna á agfólks í heilbrigðiskerfi, félagsþjón- g löggæslu gæti haft afar jákvæð áhrif. Alþjóðleg glæpastarfsemi Joly er þekkt víða um heim fyrir fram- tt til rannsókna á spillingu víða um Hún var rannsóknardómari í Frakk- um margra ára skeið og er nú sérlegur fi norska dómsmálaráðuneytisins. Að r mati má segja að stríðið gegn eit- unum sé tapað, þar sem fíklum í heim- hefur fjölgað gríðarlega en ekki fækkað fyrir ýmsar aðgerðir stjórnvalda. Í er- ennar kom fram að gróðinn er það sem fíkniefnasala áfram og fíkniefnavið- nútímans eru stórviðskipti. Glæpir eiga ð borga sig en gera það samt og Eva num vekur athygli á ráðstefnu í Osló an í þessari n er öruggur Morgunblaðið/Steingerður ussaieff, eiginkona hans, á tali við Sonju Noregsdrottningu. steingerdur@mbl.is FYRIR nokkrum dögum birtist á innsíðu í Fréttablaðinu mynd af brosleitum klerki sem virtist þá nýlega hafa gengið frá páfanum og Vatíkaninu í heyranda hljóði. Maður gat ímyndað sér að hann hefði nýsleppt út úr sér orðunum: „Heyrðuð þið hvernig ég tók þá, páfann, kardínálana og allt geng- ið? Þeir eiga sér varla viðreisnar von úr þessu.“ Ennfremur frétti ég að til liðs við þennan prúða her- mann hefðu gengið Jónas Kristjánsson og einhverjir fleiri með vel völdum orð- um. Um Jónas vitum við að honum er mest í mun að auka sölu á blaði sínu enda hefur hann oft ekki sparað stóru orðin sem hann veit að draga að sér athygli. En hver voru svo fallstykki þessara vígamanna? Eitthvað kannaðist fólk við þau, af þeim hafði verið skotið annað veifið fyrr, en merkilegt nokk: páfinn hafði alltaf hrist af sér þessa hríð úr baunabyssunum og staðið jafn- réttur eftir. Kaþólsku kirkjunni er oft borið á brýn að hún sé fjandsamleg kvenfólki og vilji loka það inni í eldhúsinu. Það er ekki rétt, henni er fullkomlega ljóst að konur og karlar eiga að vera jafn rétthá og hafa jafnan rétt til starfa og eiga heimtingu á sömu launum og karlar fyrir sömu vinnu, og sama rétti til frama. Á það hefur veru- lega skort alla tíð, jafnvel hér á landi og skortir enn, þótt páfinn hafi ekkert komið þar við sögu. Hinsvegar varar kirkjan við því að börn séu látin sjá um sig sjálf meðan þau eru enn á ungum aldri. Einhver fullorðinn verður að líta eftir þeim. Annars geta þau lent í vandræðum. Og gatan er ekki góður leikskóli. Það er ekki rétt að kaþólska kirkjan sé á móti jafnræði kynjanna, hún veit bara og við- urkennir að hlutverk karla og kvenna geta verið nokkuð mis- munandi, en hún ætlast til þess að þau standi saman hvað snertir þau störf sem heimilið og þjóðfé- lagið byggjast á. Og það er sem betur fer orðið sífellt almennara að hjónin hjálpist að. En í göml- um heimildum sjáum við að konur höfðu engin réttindi í fornöld. Ekki var það kirkjunni að kenna því að hún var ekki til þá, heldur var það arfleifð frá fyrri öldum. Ég hef hvergi séð því haldið fram í kaþólskum ritum, sem ég hef þó lesið allmörg, að það sé andstætt sannri kristni að konur séu jafn réttháar körlum. Þá er kvartað undan því að kaþólska kirkjan túlki ekki trúar- hefð og ritningar út frá reynslu- heimi kvenna. Ritningar þær sem kirkjan byggir starf sitt og kenn- ingar á eru kringum tvö þúsund ára gamlar, sé átt við Nýja testa- mentið eitt, og helgum textum geta menn ekki breytt að vild. Slíkt væri ritfölsun. Hinsvegar geta menn túlkað þessa texta eftir því sem þeim sýnist réttast og það gera sumir þannig að maður skyldi ætla að þeir gætu haldið því fram að tveir plús tveir séu sex. Við það get- ur kirkjan ekki ráðið í frjálsum löndum. En engin kirkja eða trúarstofnun getur látið það óátalið að hringlað sé ýmist í hina áttina eða þessa með kenningar hennar. Ef menn krefjast þess er þeim best að leita sér félagsskapar í ein- hverjum hópi áhugamanna sem ekki bindur sig við neitt. Með auknum umsvifum fjöl- skyldunnar hefur það farið í vöxt að fólk reki Guð út í horn, eða vísi honum alveg á dyr. Flestum okk- ar var kennt í æsku að við ættum að leita eftir vilja hans og fara eftir honum. Það kom í veg fyrir að við gerðum hitt og þetta sem miður gat farið. En ef enginn Guð er til, eins og sumir virðast halda, er ekki von að fólk sé að gera sér rellu út af honum. Og þá er vand- séð á hverju breytni þeirra á að byggjast. Nú geri ég ráð fyrir að Frí- kirkjupresturinn séra Hjörtur Magni vilji fara eins vel og hann getur eftir vilja Guðs í starfi sínu. Annars væri hann ekki prestur. Ég held að enginn vafi leiki á því að Guð hafi ætlast til þess að ein kirkja starfaði í heiminum. En menn greindi á um hvernig þeir ættu að fara eftir vilja hans og hvernig ætti að skilja fyrirmæli hans og leiðbeiningar og kirkjan klofnaði í sífellt fleiri einingar. Nú hafa kristnir nútímamenn um hríð leitað leiða til sameiningar í einni kirkju eða að minnsta kosti viljað stofna til góðrar samvinnu, en ekki halda uppi skítkasti að þeim mönnum sem eru að reyna að útbreiða Guðs kristni í heim- inum, eins og Meistarinn bauð þeim. Ef ég man rétt bauð hann lærisveinum sínum að elska hver annan, jafnvel óvini sína, ekki auðveldara en það er. En sum fyrirmæli hans voru þannig að nútímamenn vilja helst ekkert af þeim vita. Vill t.d. nokkur muna eftir því að hann sagði eitt sinn að menn ættu ekki að safna sér fjár- sjóðum á jörðu? Gamall fésýslu- maður sem meðal annars lánaði peninga og tók hærri vexti af þeim lánum en bankarnir, var eitt sinn spurður í útvarpsviðtali hvort hann hefði ekki hneigst til kristinnar trúar um dagana. Gamli maðurinn hikaði við og sagði svo: „Æ, nei. Það þrengir svo að manni.“ Ég held að margir framkvæmdamenn nútímans geti tekið undir það. Nýi páfinn sagði að eitt það helsta sem hann vildi vinna að væri eining kirkjunnar. Við vitum að henni verður ekki komið á nema skref fyrir skref. En ef við viljum vinna að þeirri einingu, er leiðin ekki sú að úthúða öðrum kristnum mönnum sem líka vilja einingu og bera þá röngum sök- um. Ég veit að kaþólska kirkjan er ekki fullkomin frekar en aðrar kirkjudeildir í hinum kristna heimi, enda mynda hana breyskir menn sem oft getur orðið á og varð oft á í sögunni. En ég er sannfærður um að í henni er sterkur vilji til að ráða bót á því sem ekki er í nógu góðu lagi. En vilji menn heldur gera hróp að öðrum kristnum mönnum, og þá sérstaklega kaþólsku kirkjunni og æðsta yfirmanni hennar, eins og fyrrnefndur Fríkirkjuprestur hef- ur gert, eru þeir auðvitað frjálsir að því í frjálsu landi. Eins sárnar góðu fólki mikið þegar því berast fregnir af að amast sé við erlendu fólki hér, sem mjög margt er kaþólskt, og það sé látið gjalda þess að það getur ekki varið sig málsins vegna, fólki sem áður hefur verið boðið velkomið hingað. Þó á það einkum við um börnin sem standa enn verr að vígi vegna æsku sinn- ar svo og vanþekkingar á ís- lenskri tungu. En þeir sem hæstum rómi tala gegn kirkjunni ættu að hafa hug- fast að þeir tala fyrir eyrum fárra manna. Um derringslegt tal þeirra veit enginn utan Íslands og því hafa þeir engin efni á að stilla sér upp með breiðu brosi þess sem þykist vera langt kominn með að leggja páfann að velli og setjast að í Vatíkaninu. Miklir menn erum við, Hrólfur minn! Páfinn lagður að velli Eftir Torfa Ólafsson ’…ég er sannfærðurum að í henni er sterk- ur vilji til að ráða bót á því sem ekki er í nógu góðu lagi.‘ Torfi Ólafsson Höfundur er fyrrverandi formaður Félags kaþólskra leikmanna. ÞAÐ er rétt að gera örstutta at- hugasemd við skrif Björns Bjarna- sonar á miðopnu Morgunblaðsins 26. maí þó að óneitan- lega líði þeim sem ræðir um málefni Reykjavíkurborgar við Björn stundum eins og hann sé að tala í lófann á sér. Þessi seinni grein Björns bætti efnislega engu við. Fram hefur komið að hann hefur áhyggj- ur af því svæði sem nú hefur verið ákveðið að verði byggingarland Háskólans í Reykja- vík. Eins og margoft hefur komið fram deili ég þeim áhyggjum hans og hefur umhverf- isráð Reykjavíkur einsett sér að fylgjast vel með þeim fram- kvæmdum. Eins og hefur komið fram skil ég vel áhyggjur hans af svæði sem honum er kært, eins og áhyggjur Reykvíkinga almennt af nánasta umhverfi sínu. Og eins og margoft hefur komið fram hefur lengi staðið til að byggt yrði á stórum hluta þessa lands og um leið og mikilvægt er að gætt sé ítrustu varkárni hefur það aldrei verið stefna Vinstri grænna að ekki megi byggja á óbyggðum svæðum í Reykjavík, séu um- hverfisskilyrði upp- fyllt að öðru leyti. Annars snýst þessi grein Björns ekki um þetta heldur meint svik mín og flokksins við umhverfisstefnu sína. Hann hefur ákveðið upp á sitt einsdæmi að afstaða manna til skipulags þessa reits ráði úrslitum um hvort þeir eru góðir eða slæmir umhverfissinnar – en það er afstaða hans eins, og gæti sumum þótt hún hjákátleg í ljósi þess að þar talar maður sem hefur tekið virkan og fullan þátt í þeim umhverfisspjöllum sem nú eru framin á hálendinu á hverjum degi. Ég hef því jafn miklar áhyggjur af því að fá falleinkunn í umhverfis- málum hjá Birni Bjarnasyni og hann hefur væntanlega af því að fá falleinkunn hjá mér fyrir lélegan stuðning við Bandaríkjastjórn, NATO og herinn. En það væri nú meiri hræsnin í mér ef ég færi að gagnrýna hann fyrir það. Talað í lófann á sér Eftir Katrínu Jakobsdóttur ’Hann hefur ákveðiðupp á sitt einsdæmi að afstaða manna til skipulags þessa reits ráði úrslitum um hvort þeir eru góðir eða slæmir umhverfis- sinnar …‘ Katrín Jakobsdóttir Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna og borgarfulltrúi í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.