Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 39
UMRÆÐAN
Poulan
4.75 Hö
Safnpoki
Sláttutraktor
Poulan Pro 15,5 Hö
Mótor B&S
NÝ VERSLUN
FELLSMÚLA Sími 5172010
Tilboð
199.000.-
Tilboð
29.900.-
Tilboð
34.900.-
Partner
4.0 Hö
með drifi
Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677
www.steinsmidjan.is
SÍÐASTLIÐIÐ sumar varð einn
af mörgum skrúðgörðum Ísfirðinga,
Austurvöllur, 50 ára.
Ísafjarðarbær er lík-
lega það bæjarfélag
sem á flesta af elstu
og merkilegustu
skrúðgörðum landsins.
Þar er fyrstan að
nefna Skrúð á Núpi í
Dýrafirði frá 1909,
Jónsgarð á Ísafirði frá
1923, Simsonsgarð frá
árunum 1920–1930 og
svo Austurvöll frá
1954. Þetta eru menn-
ingarverðmæti sem Ís-
firðingar verða að
gæta vel og ómet-
anlegt bæði fyrir heimafólk og
ferðamenn að geta notið slíkra un-
aðsreita sem vel hirtir skrúðgarðar
eru. Það má geta þess að mikil
ferðamennska er tengd garða- og
náttúruskoðun t.d. í Englandi og
mætti vel gera út á þann markað
hérlendis.
Í fyrra á 50 ára afmæli Aust-
urvallar þegar ég heimsótti garðinn
var fátt sem minnti á þessi tímamót
í sögu garðsins og þótti mér sárt að
sjá þennan miðbæjargarð Ísfirðinga
meira og minna í niðurníðslu.
Efalaust kann mörgum að þykja
fátt um þennan garð, en ég vil
benda á að Austurvöllur á Ísafirði
ásamt Hallargarðinum í Reykjavík
eru tveir heildstæðustu og upp-
runalegustu nútíma- (módernísku)
skrúðgarðar sem við Íslendingar
eigum. Það var fyrsti faglærði ís-
lenski landslagsarkitekt okkar Ís-
lendinga sem hannaði þessa garða,
Jón H. Björnsson. Hallargarðinn í
Reykjavík hannaði hann 1953 og
Austurvöll 1954 og eru þeir ein-
kennandi fyrir þann
ameríska módernisma
sem Jón var fulltrúi
fyrir, enda menntaður
í Bandaríkjunum. Ein-
kenni þessa garðstíls
eru einmitt m.a. bog-
myndaðir stígar sem
flæða eðlilega í gegn
um garðinn og af-
marka á einfaldan hátt
gróðurbeð og gras-
flatir eins og einkennir
Austurvöll.
Því miður hefur
Austurvöllur verið rú-
inn mörgu því sem
gerir garð áhugaverðan, fyrir utan
slæma umgengni hefur eitt aðal-
aðdráttarafl garðsins, tjörnin, verið
fjarlægt.
Í stað hefur myndastyttu verið
komið fyrir þar sem tjörnin var áð-
ur og stendur nú þar skökk á sínum
stalli. Áður var þessi fallega stytta
Ásmundar Sveinssonar innst í garð-
inum, þar sem hún naut sín mun
betur með sundhöllina og grósku-
mikinn gróður í bakgrunni.
Það er engu líkara en að garð-
urinn sé gleymdur, gróðurinn víða
illa farin, grasflötin slitin og hálf-
karað grindverk sem virðist hafa
verið hætt við að setja um garðinn í
miðjum klíðum var ekki til að auka
reisn garðsins.
Það er athyglisvert í ljósi sög-
unnar að þegar Austurvöllur var
hannaður var áætlað að reisa ráð-
hús Ísafjarðar á lóðinni þar sem
Faktorshúsið í Hæstakaupstað
stendur. Það verður að teljast mikið
lán fyrir þau miklu menningar-
verðmæti og bæjarprýði sem
Hæstikaupstaður er að ekki varð úr
þeim áformum.
Ég geri það að tillögu minni að
rykið verði dustað af uppdrætti
garðsins og hann endurgerður,
jafnframt að tengja garðinn yfir að
Fjarðarstræti svo að þar myndist
áhugaverð gönguleið. Með tengingu
við lóð Hæstakaupstaðar myndu
auk þess starfsemin þar og garð-
urinn upphefja hvort annað.
Það væri mikið menningarslys ef
þessi einn best varðveitti módern-
íski almenningsgarður landsins
eyðilegðist og hvet ég Ísfirðinga
eindregið til að hefja Austurvöll til
vegs og virðingar sem aðlaðandi
miðbæjargarð fyrir gesti og gang-
andi.
Skrúðgarðar eru
menningarverðmæti
Samson Bjarnar Harðarson
fjallar um Austurvöll, skrúð-
garð Ísfirðinga ’Það væri mikið menn-ingarslys ef þessi best
varðveitti móderníski
almenningsgarður
landsins eyðilegðist og
hvet ég Ísfirðinga
eindregið til að hefja
Austurvöll til vegs og
virðingar.‘
Samson Bjarnar
Harðarson
Höfundur er landslagsarkitekt
FÍLA. samson@landmotun.is
Austurvöllur á Ísafirði – einn best varðveitti móderníski almenningsgarður landsins.
SÝSLUMAÐURINN á Selfossi
gerir í grein í Morgunblaðinu 23. maí
sl. tilraun til að klóra
yfir mistök sem áttu
sér stað við rekstur
sakamáls á hendur
þremur Lettum nýver-
ið, sem hann og hann
einn ber ábyrgð á.
Sýslumaðurinn seg-
ir ranglega að undirrit-
aður hafi látið að því
liggja að sýslumaður
bæði ákæri og dæmi.
Bendir hann á í grein
sinni að héraðsdómari
dæmi og hann sjálfur
sem lögreglustjóri
sinni ekki rannsókn
persónulega, heldur
lögreglumenn. Sýslu-
maður stjórnar rann-
sóknum lögreglu og
ber ábyrgð á því að hún sé lögum
samkvæmt; mál séu upplýst og rann-
sókn hlutlaus. Sýslumaður ákærir í
málum og skal við höfðun opinbers
máls gæta þess að hagsmunir
ákærðu séu tryggðir og að mál sé
þannig á borð borið fyrir dómara að
hann sé upplýstur um alla málavexti
og átti sig á öllum lagaatriðum sem
sakfelling og sýkna geti byggst á.
Ábyrgð sýslumanna er mikil en
menn standa greinilega misvel undir
henni.
Sýslumaður fullyrðir í grein sinni
að ekki hafi verið um neinn þjónustu-
samning að ræða í tilviki Lettanna
þriggja; hann hafi ekki fundist (!) Til
upprifjunar skal bent á að samn-
ingur er gildur þótt munnlegur sé.
Slíka samninga er því ekki alltaf að
finna. Fyrir lá í málinu að Lettarnir
voru sendir hingað á vegum lettn-
eska fyrirtækisins Vislande og ítrek-
að var við sýslumanninn að til staðar
væri þjónustusamningur. Sá þjón-
ustusamningur uppfyllir skilyrði
1.tl.1.mgr. 2.gr. Eftir þessum samn-
ingi hefur lögreglan aldrei borið sig
og aldrei var tekin skýrsla af vinnu-
veitanda Lettanna eða reynt að afla
upplýsinga þaðan. Það er stórkost-
lega ámælisvert og fer í bága við lög
um meðferð opinberra mála að hand-
hafi lögreglu- og ákæruvalds skuli
fullyrða að eitthvað sé staðreynd,
þegar fyrir liggur að málsatvik hafa
ekki verið rannsökuð.
Sýslumaður fullyrðir að Lettarnir
hafi átt að fá 90.000 kr. fyrir 3 mán-
uði og því ekki verið farið að ákvæð-
um 3. gr. laga 54/2001 um starfskjör.
Í fyrsta lagi þá er það ekki skilyrði
þess að ráðningarsamband falli und-
ir lög 54/2001 að laun og kjör séu í
samræmi við lögbundin lágmarks-
kjör hér á landi, heldur er einfald-
lega kveðið á um það í lögunum að
starfsmenn erlends vinnuveitanda
sem ráðast tímabundið til starfa hér
á landi við framkvæmd
þjónustu, skuli njóta
lágmarkskjara eins og
Íslendingar. Í öðru lagi
hefði lögreglan komist
að því, hefði málið verið
rannsakað að launa-
greiðslur (greiddar inn
á bankareikninga Lett-
anna) voru í samræmi
við íslenska kjarasamn-
inga og af þessum laun-
um voru greiddir skatt-
ar í Lettlandi.
Sýslumaðurinn segir
Lettana hafa afþakkað
boð um skipun verj-
anda. Hvers vegna
skyldi það hafa verið? Í
samtölum við vinnuveit-
anda sinn sögðu hinir
ákærðu að þeim hefði verið tjáð að
þeir þyrftu sjálfir að greiða lög-
mannskostnað. Það veit sýslumað-
urinn að er ekki rétt. Aldrei er gerð
tilraun til þess að innheimta útlend-
inga sem dæmdir eru hér og heim-
vísaðir í kjölfarið, nema svo ólíklega
vilji til að þeir séu með mikla fjár-
muni á sér. Aldrei var þeim tjáð að
vinnuveitandi þeirra í Lettlandi hefði
ráðið verjanda fyrir þá; þá vitneskju
hafði sýslumaðurinn og aðeins hann,
en hvorki undirmenn hans né hér-
aðsdómarinn. Hlýtur hann að hafa
skráð þetta hjá sér eins og allt ann-
að.
Sýslumaðurinn segir samanburð
við mál Lettanna sem sýknaðir voru í
Héraðsdómi Austurlands úr lausu
lofti gripinn. Þeir hafi verið í vinnu
hjá fyrirtæki en enginn Íslendingur
kannast við að hafa hina í vinnu.
Þessi ummæli eru óskiljanleg með
öllu. Það liggur fyrir í málinu að
Lettarnir þrír voru að vinna við til-
tekið verk. Varla hefur það því verið
málum blandið hver naut góðs af
vinnu þeirra. Einnig var og er ljóst
að lettneska fyrirtækið Vislande
sendi þá til landsins. Það hentar síð-
an sýslumanninum að sneiða hjá því
að sýknan fyrir austan byggði einnig
á lagaatriði, þ.e.a.s. að skv. lögum 97/
2002 um útlendinga þurftu ákærðu
yfirhöfuð ekkert atvinnuleyfi. Lögin
breytast ekki frá einu máli til annars.
Í niðurlagi greinar sinnar segir
sýslumaðurinn að Lettarnir hafi ver-
ið fórnalömb. Rétt er það – þeir voru
fórnarlömb Sýslumannsins á Sel-
fossi.
Fórnarlömb
sýslumannsins
Sveinn Andri Sveinsson
svarar grein Ólafs Helga
Kjartanssonar
Sveinn Andri Sveinsson
’Lögin breytastekki frá einu
máli til annars.‘
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.