Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 43 UMRÆÐAN EINS og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum að undanförnu greindi Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, frá því á Alþingi 13. maí sl. að á þeim rétt rúma áratug, sem Ísland hefur verið aðili að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES), höfum við tek- ið upp um 6,5% af heildarreglu- verki Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Var út- tekt þess efnis unnin fyrir utanrík- isráðuneytið af skrifstofu EFTA í Brussel. Óhætt er að ætla að þessar upplýsingar hafi komið eins og köld vatnsgusa framan í íslenzka Evr- ópusambandssinna sem hafa um árabil haldið því fram að við Íslend- ingar værum að taka upp 70–80% og jafnvel 90% af löggjöf Evrópu- sambandsins í gegnum EES- samninginn. Þetta hefur lengi verið eitt af lykilatriðunum í áróðri Evrópusam- bandssinna fyrir því að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið. Hafa þeir sagt að fyrst við værum hvort eð er að taka upp mikinn meirihluta löggjafar sambandsins munaði okk- ur ekkert um það að ganga í það. En nú hefur sem sagt verið sýnt fram á að þessi málflutningur hefur verið algerlega úr lausu lofti grip- inn og tilefnislaus með öllu. Þeir Evrópusambandssinnar, sem hald- ið hafa þessari staðleysu fram, hafa verið teknir í bólinu svo um munar. 14. maí sl. ritaði Eiríkur Berg- mann Einarsson, stjórnmálafræð- ingur, grein í Morgunblaðið þar sem hann gerði þetta mál að um- fjöllunarefni sínu. Eins og kunnugt er er Eiríkur varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, fyrrverandi stjórn- armaður í Evrópusamtökunum (sem hafa það að markmiði sínu að Ísland gangi í Evrópusambandið), og „einn ötulasti talsmaður Evr- ópu[sambands]sinna“ á Íslandi ef marka má heimasíðu samtakanna. Grein Eiríks getur vart talizt upp á marga fiska og gengur út á það í aðalatriðum að reyna að tína hitt og þetta til í því skyni að reyna að grafa undan úttekt skrifstofu EFTA. Talar hann í því sambandi m.a. um að ekki megi rugla saman tilskipunum, reglugerðum og ákvörðunum Evrópusambandsins. Þessu verði að halda aðskildu ef meta eigi hversu mikið magn reglu- verks sambandsins rati inn í íslenzk lög í gegnum EES-samninginn. Þetta er auðvitað afar einkennileg nálgun á málinu enda segir það sig væntanlega sjálft að ef leggja á mat á það verður að horfa á hlutfallið í heild en ekki búta það niður. Til- gangurinn með þessari nálgun Ei- ríks getur að mínu mati ekki verið annar en að reyna að drepa málinu á dreif og gera það flóknara en efni standa til. Eiríkur nefnir síðan til sögunnar 250 blaðsíður af reglugerðum frá árinu 1998 sem hann segir að gleymst hafi að taka inn í úttekt skrifstofu EFTA. Hann er m.ö.o. að efast um fagleg vinnubrögð skrif- stofunnar og gefa í skyn að kastað hafi verið til höndunum við gerð út- tektarinnar. Hér er auðvitað um að ræða alvarlegar ásakanir. Hefur hann einhvern ónafngreindan lög- fræðing á skrifstofunni fyrir þess- um upplýsingum. Sömuleiðis segir hann í greininni að gleymst hafi að taka inn í úttektina 1.500 gerðir sem fylgt hafi EES-samningnum í upphafi og toppar síðan vand- aræðaganginn og fálmið með því að furða sig á því að Schengen- og Dyflinnar-samkomulagið skuli ekki hafa verið tekin inn í úttektina. Það er alveg rétt hjá Eiríki að samkomulögin tvö eru ekki inni í úttekt skrifstofu EFTA enda sneri hún, sem og fyrirspurn Sigurðar Kára Kristjánssonar, alþingis- manns, á Alþingi sem hún byggði á, aðeins að EES-samningnum og þeim gerðum Evrópusambandsins sem við værum að taka upp í gegn- um hann. Og sama er að segja um málflutning íslenzkra Evrópusam- bandssinna á undanförnum árum í þeim efnum, þ.m.t. Eiríks sjálfs. Þeir hafa sjálfir aðeins skírskotað til EES-samningsins í þessum efn- um. Þannig sagði Eiríkur t.d. í Fréttablaðinu 15. febrúar 2004: „EES-samningurinn neyðir okkur Íslendinga til að mynda til að taka yfir alla löggjöf Evrópusambands- ins sem gildir á innri markaðinum eða um 70 til 80 prósent af öllum lagagerðum ESB sem er töluvert umfram það sem menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Þarna minnist Eiríkur sjálfur ekkert á Schengen- eða Dyflinnar- samkomulagið en fullyrðir samt að við Íslendingar séum að taka upp 70–80% af öllum lagagerðum Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Hitt er svo annað mál að það mætti alveg taka Schengen- og Dyflinnar-sam- komulagið inn í mynd- ina, sem og þær gerðir sem Eiríkur vill meina að hafi vantað í úttekt skrifstofu EFTA eigi það við rök að styðjast. Engar líkur eru þó á því að það myndi breyta neinu sem máli skipti varðandi nið- urstöðu málsins. Eftir sem áður liggur fyrir að allt tal um við séum að taka upp 70–80% og jafnvel 90% af reglu- verki Evrópusambandsins í gegn- um EES-samninginn er algerlega úr lausu lofti gripið og svo óralangt frá sannleikanum. Niðurstaðan er einfaldlega sú að með EES-samningnum höfum við Íslendingar gengizt undir um 6,5% af heildarregluverki Evrópusambandsins, með aðild að sam- bandinu yrði þetta hlutfall 100%. Varla þarf að fara mörgum orðum um það hvort hlutskiptið sé skárra þó bezt væri auðvitað að vera laus við þetta allt saman. Evrópusambandssinnar í vanda Hjörtur J. Guðmundsson svarar Eiríki Bergmann Einarssyni ’Grein Eiríks geturvart talizt upp á marga fiska og gengur út á það í aðalatriðum að reyna að tína hitt og þetta til í því skyni að reyna að grafa undan úttekt skrifstofu EFTA.‘ Hjörtur J. Guðmundsson Höfundur er stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum. h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 201 KÓPAVOGUR -20% Marlboro sett bekkur, borð og tveir stólar án sessu Verð :105.000.- Verð nú á öllu settinu: 31.200.- Stakur bekkur: 84.000.- -20% Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm) og sex staflanlegir stólar án sessu Verð : 83.400.- Verð nú: 66.720.- -20% Átthyrnt borð (120cm x 120cm) og fjórir klappstólar án sessu Verð : 43.500.- Verð nú: 34.800.- Falleg garðhúsgögn úr gegnheilu tekki Allar sessur eru með rennilás (auðvelt er að taka áklæðið af og má þvo á 50°)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.