Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 43
UMRÆÐAN
EINS og fjallað hefur verið um í
fjölmiðlum að undanförnu greindi
Davíð Oddsson, utanríkisráðherra,
frá því á Alþingi 13. maí sl. að á
þeim rétt rúma áratug, sem Ísland
hefur verið aðili að Evrópska efna-
hagssvæðinu (EES), höfum við tek-
ið upp um 6,5% af heildarreglu-
verki Evrópusambandsins í
gegnum EES-samninginn. Var út-
tekt þess efnis unnin fyrir utanrík-
isráðuneytið af skrifstofu EFTA í
Brussel. Óhætt er að ætla að þessar
upplýsingar hafi komið eins og köld
vatnsgusa framan í íslenzka Evr-
ópusambandssinna sem hafa um
árabil haldið því fram að við Íslend-
ingar værum að taka upp 70–80%
og jafnvel 90% af löggjöf Evrópu-
sambandsins í gegnum EES-
samninginn.
Þetta hefur lengi verið eitt af
lykilatriðunum í áróðri Evrópusam-
bandssinna fyrir því að Ísland ætti
að ganga í Evrópusambandið. Hafa
þeir sagt að fyrst við værum hvort
eð er að taka upp mikinn meirihluta
löggjafar sambandsins munaði okk-
ur ekkert um það að ganga í það.
En nú hefur sem sagt verið sýnt
fram á að þessi málflutningur hefur
verið algerlega úr lausu lofti grip-
inn og tilefnislaus með öllu. Þeir
Evrópusambandssinnar, sem hald-
ið hafa þessari staðleysu fram, hafa
verið teknir í bólinu svo um munar.
14. maí sl. ritaði Eiríkur Berg-
mann Einarsson, stjórnmálafræð-
ingur, grein í Morgunblaðið þar
sem hann gerði þetta mál að um-
fjöllunarefni sínu. Eins og kunnugt
er er Eiríkur varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, fyrrverandi stjórn-
armaður í Evrópusamtökunum
(sem hafa það að markmiði sínu að
Ísland gangi í Evrópusambandið),
og „einn ötulasti talsmaður Evr-
ópu[sambands]sinna“ á Íslandi ef
marka má heimasíðu samtakanna.
Grein Eiríks getur vart talizt upp
á marga fiska og gengur út á það í
aðalatriðum að reyna að tína hitt og
þetta til í því skyni að reyna að
grafa undan úttekt skrifstofu
EFTA. Talar hann í því sambandi
m.a. um að ekki megi rugla saman
tilskipunum, reglugerðum og
ákvörðunum Evrópusambandsins.
Þessu verði að halda aðskildu ef
meta eigi hversu mikið magn reglu-
verks sambandsins rati inn í íslenzk
lög í gegnum EES-samninginn.
Þetta er auðvitað afar einkennileg
nálgun á málinu enda segir það sig
væntanlega sjálft að ef leggja á mat
á það verður að horfa á hlutfallið í
heild en ekki búta það niður. Til-
gangurinn með þessari nálgun Ei-
ríks getur að mínu mati ekki verið
annar en að reyna að drepa málinu
á dreif og gera það flóknara en efni
standa til.
Eiríkur nefnir síðan til sögunnar
250 blaðsíður af reglugerðum frá
árinu 1998 sem hann segir að
gleymst hafi að taka inn í úttekt
skrifstofu EFTA. Hann er m.ö.o. að
efast um fagleg vinnubrögð skrif-
stofunnar og gefa í skyn að kastað
hafi verið til höndunum við gerð út-
tektarinnar. Hér er auðvitað um að
ræða alvarlegar ásakanir. Hefur
hann einhvern ónafngreindan lög-
fræðing á skrifstofunni fyrir þess-
um upplýsingum. Sömuleiðis segir
hann í greininni að gleymst hafi að
taka inn í úttektina 1.500 gerðir
sem fylgt hafi EES-samningnum í
upphafi og toppar síðan vand-
aræðaganginn og fálmið með því að
furða sig á því að Schengen- og
Dyflinnar-samkomulagið skuli ekki
hafa verið tekin inn í úttektina.
Það er alveg rétt hjá Eiríki að
samkomulögin tvö eru ekki inni í
úttekt skrifstofu EFTA enda sneri
hún, sem og fyrirspurn Sigurðar
Kára Kristjánssonar, alþingis-
manns, á Alþingi sem hún byggði á,
aðeins að EES-samningnum og
þeim gerðum Evrópusambandsins
sem við værum að taka upp í gegn-
um hann. Og sama er að segja um
málflutning íslenzkra Evrópusam-
bandssinna á undanförnum árum í
þeim efnum, þ.m.t. Eiríks sjálfs.
Þeir hafa sjálfir aðeins skírskotað
til EES-samningsins í þessum efn-
um. Þannig sagði Eiríkur t.d. í
Fréttablaðinu 15. febrúar 2004:
„EES-samningurinn neyðir okkur
Íslendinga til að mynda til að taka
yfir alla löggjöf Evrópusambands-
ins sem gildir á innri markaðinum
eða um 70 til 80 prósent af öllum
lagagerðum ESB sem er töluvert
umfram það sem menn gerðu ráð
fyrir í upphafi.
Þarna minnist Eiríkur sjálfur
ekkert á Schengen- eða Dyflinnar-
samkomulagið en fullyrðir samt að
við Íslendingar séum að taka upp
70–80% af öllum lagagerðum
Evrópusambandsins í gegnum
EES-samninginn. Hitt er svo
annað mál að það
mætti alveg taka
Schengen- og
Dyflinnar-sam-
komulagið inn í mynd-
ina, sem og þær gerðir
sem Eiríkur vill meina
að hafi vantað í úttekt
skrifstofu EFTA eigi
það við rök að styðjast.
Engar líkur eru þó á
því að það myndi
breyta neinu sem máli
skipti varðandi nið-
urstöðu málsins. Eftir
sem áður liggur fyrir
að allt tal um við séum að taka upp
70–80% og jafnvel 90% af reglu-
verki Evrópusambandsins í gegn-
um EES-samninginn er algerlega
úr lausu lofti gripið og svo óralangt
frá sannleikanum.
Niðurstaðan er
einfaldlega sú að með
EES-samningnum
höfum við Íslendingar
gengizt undir um 6,5%
af heildarregluverki
Evrópusambandsins,
með aðild að sam-
bandinu yrði þetta
hlutfall 100%. Varla
þarf að fara mörgum
orðum um það hvort
hlutskiptið sé skárra
þó bezt væri auðvitað
að vera laus við þetta
allt saman.
Evrópusambandssinnar í vanda
Hjörtur J. Guðmundsson svarar
Eiríki Bergmann Einarssyni ’Grein Eiríks geturvart talizt upp á marga
fiska og gengur út á það
í aðalatriðum að reyna
að tína hitt og þetta til í
því skyni að reyna að
grafa undan úttekt
skrifstofu EFTA.‘
Hjörtur J.
Guðmundsson
Höfundur er stjórnarmaður í
Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðis-
sinna í Evrópumálum.
h ö n n u n : w ww . p i x i l l . i s
Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00
BÆJARL IND 12 - S : 544 4420
201 KÓPAVOGUR
-20%
Marlboro sett
bekkur, borð og tveir stólar án sessu
Verð :105.000.-
Verð nú á öllu settinu:
31.200.-
Stakur bekkur:
84.000.-
-20%
Stækkanlegt borð (120cm x 120cm + 60cm)
og sex staflanlegir stólar án sessu
Verð : 83.400.-
Verð nú:
66.720.-
-20%
Átthyrnt borð (120cm x 120cm)
og fjórir klappstólar án sessu
Verð : 43.500.-
Verð nú:
34.800.-
Falleg garðhúsgögn
úr gegnheilu tekki
Allar sessur eru með rennilás (auðvelt er að taka áklæðið af og má þvo á 50°)