Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 47 UMRÆÐAN ÞAÐ hefur vart farið framhjá áhugafólki um rokktónlist að Iron Maiden spilar í Egilshöll 7. júní næstkomandi. Það er mikill fengur fyrir unnendur melódísks þunga- rokks, ekki sízt fyrir þá sök að Bruce Dickinson og félagar eru í afar góðu formi um þessar mundir og hafa sjaldan ef nokkurn tíma þótt jafn góðir á sviði. Sveitin fékk nafn sitt af aldagömlu pyndingatæki og hefur fyrir löngu skipað sér sess sem ein frægasta og langlífasta rokksveit heims. Á þremur áratugum hefur hún selt yfir 50 milljónir skífna. Hljómsveitin sem stofnuð var af bassaleikaranum Steve Harris árið 1976 hefur tekið miklum manna- breytingum. Hún hóf að leika á litlum börum í London við góðar undirtektir, en fyrsta plata hljóm- sveitarinnar kom ekki út fyrr en fjórum árum síðar, árið 1980. Platan var samnefnd hljómsveitinni, Iron Maiden, og var vel tekið. Lögin Iron Maiden og Running Free nutu mik- illa vinsælda. Sveitin var flokkuð sem „New Wave Of British Heavy Metal“, með Black Sabbath og fleir- um. Með skífunni Killers, sem seldist vel, fjölgaði aðdáendum og vinsældir jukust. Þá gekk nýr söngvari til liðs við Iron Maiden, Bruce Dickinson, sem nýlokið hafði sagnfræðinámi sem hann nýtir óspart við textasmíð. Vinsældir jukust enn, rödd hans og sviðsframkoma var einstök, hann er góður sviðsmaður og foringi. Frum- raun Bruce, The Number Of The Beast, 1982, þykir eitt hið bezta frá sveitinni og skipaði Iron Maiden í fremstu röð. Enn urðu mannabreyt- ingar. Árið 1984 kom fimmta skífan, Powerslave. Ekki var miklar breyt- ingar að merkja í lagasmíð. Power- slave sló í gegn eins og fyrri plötur, en að loknu tónleikaferðalagi sem fylgdi í kjölfarið tók sveitin sér ársfrí frá lagasmíð. Árið 1986 kom svo Somewhere In Time út. Þar mátti mátti greina nýj- an og melódískari tón og hún seldist í nokkrum milljónum eintaka. Í stuttu máli verður sagan ekki rakin öll, en eftir útkomu Seventh Son Of A Seventh Son, tveimur árum síðar spruttu upp sögur um endalok Iron Maiden með útgáfu sólóplötu Bruce, Tattooed Millionaire. Árið 1990 kom áttunda hljóðversskífan, No Prayer For The Dying. Gamli stíllinn virk- aði og lagið Bring Your Doughter … To The Slaughter náði fyrsta sæti brezka vinsældalistans en var kosið lélegasta lag ársins af breskri sjón- varpsstöð. Árið 1992, kom Fear Of The Dark út og varð vinsæl. Lagið Be Quick Or Be Dead náði öðru sæti breska listans. Titillagið, Fear Of The Dark, er eitt af þeirra beztu lögum og ein- stök upplifun að heyra það á tón- leikum. Að lokinni samnefndri hljómleikaferð yfirgaf Bruce Dick- inson Iron Maiden. Arftaki Bruce var Blaze Bayley, sem reyndist góð- ur söngvari á tveimur skífum, sem ekki náðu vinsældum. Bruce gekk til liðs við sveitina á ný í febrúar 1999, ásamt Adrian Smith, og gítarleik- arar urðu þrír í sveitinni, Dave Murray, Janick Gers og Adrian Smith. Brave New World kom út árið 2000 og reyndist góð, en ekki frá- brugðin fyrri tveimur plötunum, nema nú heyrðist samleikur þriggja gítara og hin eina sanna rödd Iron Maiden. Samnefnd hljómleikaferð var umsvifamikil og lék sveitin fyrir 250.000 áheyrendur á tónleikum í Rio í Brasilíu Rock in Rio sem gefnir voru út á bæði disk og DVD. Iron Maiden leggur sig ávallt fram um að halda glæsilega tónleika með góðri sviðsumgjörð og ljósadýrð, sem minnir á Rolling Stones, að ógleymdri skemmtilegri sviðs- framkomu þeirra félaga, sem þykja í fremstu röð hljóðfæraleikara. Dance Of Death, nýjasta hljóð- versskífan leit dagsins ljós fyrir tveimur árum og þykir hrárri en Brave New World en góð. Ekki er að sjá nein þreytumerki á félögunum og góðs að vænta í Egilshöll 7. júní. Við sem erum komin á fertugs- og fimmtugsaldurinn ættum ekki að missa af þessu tækifæri að sjá þá á sviði á Íslandi. Góða skemmtun með Iron Maiden! ÓLAFUR HELGI KJARTANSSON, áhugamaður um rokktónlist. Iron Maiden á Íslandi Frá Ólafi Helga Kjartanssyni Góðs er að vænta af hljómsveitinni Iron Maiden í Egilshöll 7. júni, segir greinarhöfundur. Í DAG stendur undirbúningsnefnd á vegum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands fyrir Stafgöngudegi víðs- vegar um landið. Eins og nafnið bendir til er stafganga ganga með sérhannaða stafi og hentar hún fólki á öllum aldri og óháð líkamlegu ástandi. Markmiðið með staf- göngudegi er að kynna íþróttina fyrir almenningi og hvetja til aukinnar hreyfingar og útiveru, sem um leið eykur vellíðan líkama og sálar. Stafganga (Nordic Walking) er upprunnin í Finnlandi en um miðja síðustu öld var byrjað að nota staf- göngu sem þjálfunaraðferð fyrir gönguskíðamenn þar í landi. Fólst þjálfunin í því að ganga sumarlangt með stafi til að halda sér í góðu lík- amlegu formi á milli keppnistímabila. Það var svo ekki fyrr en árið 1997 sem farið var að sérhanna staf- göngustafi og kynna og markaðs- setja stafgöngu í Finnlandi. Upp frá því hefur hún farið sem eldur í sinu um Norðurlöndin og norðanverða Evrópu, auk þess sem hún hefur ver- ið að ná fótfestu í Ameríku og Asíu. Hér á landi er íþróttin ung en það eru einungis rúm tvö ár frá því að staf- ganga var fyrst kynnt hér og var það gert í tengslum við kvennahlaupið í Garðabæ. En eins og við var að búast hafa Íslendingar tekið þessari skemmtilegu íþrótt afar vel og hefur hún átt síauknum vinsældum að fagna hér á landi, enda áhrifarík að- ferð til líkamsþjálfunar og brennslu. Umfram venjulega göngu má lýsa áhrifum stafgöngu á eftirfarandi hátt.  Virkjar og styrkir vöðva efri hluta líkamans 40%  Eykur brennslu um 20%  Þjálfun mikilvægasta vöðva líkamans, hjartans, eykur hjartslátt um 16%  Súrefnisupptaka eykst um 46%  Stafganga er notuð í end urhæfingu fyrir fólk sem er að ná sér eftir meiðsl og eins þykir hún góð fyrir gigtar-, hjarta- og lungnasjúklinga sem meðferð arúrræði  Góð fyrir einstaklinga yfir kjörþyngd, stafirnir taka álagið af stoðkerfi líkamans, s.s mjöðmum, hnjám og ökklum Af þessari upptalningu minni á ágæti stafgöngu ætti að vera ljóst að þessi íþrótt ætti að geta hentað vel flestu fólki. Það er fjöldinn allur af fólki sem ekki getur hugsað sér að fara og stunda líkamsrækt innan dyra. Stafganga er svarið fyrir það fólk. Það er vísindalega sannað að dag- leg hreyfing í u.þ.b. fjörutíu mínútur er fólki nauðsynleg til að halda sér í formi og forðast offitu. Það er von mín að næsta átak á vegum Íslands á iði verði „gengið í vinnuna“. Það er gleðilegt að Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands skuli veita þessari skemmtilegu íþrótt þá at- hygli að halda stafgöngudag og bjóða almenningi upp á ókeypis kynningu á íþróttinni. Hvet ég alla sem eiga þess kost að koma í Laugardalinn og kynna sér stafgöngu í dag, laug- ardaginn 28. maí. Höfum gaman og göngum saman. GUÐNÝ ARADÓTTIR, stafgönguþjálfari og situr í stafgöngunefnd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Stafgöngudagurinn er í dag Frá Guðnýju Aradóttur BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is mbl.issmáauglýsingar www.lyfja.is - Lifið heil arfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Taktu eitt skref í einu, hvert á eftir öðru, og finndu muninn sem verður þegar þú hefur ákveðið að breyta um lífsstíl. Hver dagur býður upp á ótal tækifæri til að auka hreyfinguna – og þar með vellíðan. Að hlaupa upp og niður stiga í stað þess að taka lyftuna, ganga meira í stað þess að aka, hjóla, taka hálftíma sundsprett. Það snýst ekki um kostnað að breyta lífi sínu til hins betra, heldur fyrst og fremst að nýta tækifærin sem gefast á hverjum degi, og fylgja þeim eftir. Að ganga í vinnuna er kannski bara spurning um að leggja aðeins fyrr af stað – og lifa heil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.