Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 51
hjá þeim í sveit, þar til ég var orðin 16 ára. Eftir að systir mín flutti heim frá Danmörku varð hún ekki í rónni fyrr en hún fékk að fara í sömu sveit og stóra systir, en Guð- rún og Jósef tóku henni opnum örm- um eins og bræðrum okkar síðar. Það var myndarheimili hjá Guð- rúnu og Jósef á Þingeyrum og oft líf og fjör þar á sumrin. Þar var fólk á öllum aldri; frændfólk, vinafólk, kaupakonur, kaupamenn og eldra fólk sem dvaldi þar tímabundið og hjálpaði til við heyskap og inniverk. Minnist ég þar m.a. Steinu Valdi- marsdóttur og Guðmundar gamla Magnússonar. Þá kom Ólafía Björnsdóttir móðir Guðrúnar í langa heimsókn á hverju sumri, okkur krökkunum til mikillar ánægju. Stundum bættust við óvæntir gestir, eins og Göngu-Geiri, sem gekk um landið og stoppaði á bæjum og fékk sér hressingu. Iðulega voru 20 manns í mat að sumri til. Ekki var í kot vísað hjá Guðrúnu. Hún var góður gestgjafi og lista- kokkur, lagði mikla alúð í matseld- ina. Það var hafragrautur og slátur á morgnana, smurt brauð og kökur með kaffinu, heitur matur kvölds og morgna auk morgun- og kvöldkaffis. Þá voru ekki tilbúnir réttir í frystin- um í kaupfélaginu, heldur frystir lambaskrokkar; frystur silungur í kistunni; svartbaksegg og slátur- tunnur í útigeymslunni og heima- tilbúin súrmjólk í búrinu. Guðrún bjó til ljúffenga rétti af ýmsum gerð- um úr hráefninu. Aðstæður á Þing- eyrum voru ekki alltaf þær þægileg- ustu fyrir húsmóður, þó þær hafi mikinn sjarma í barnsminninu. Það var kolaeldavél í eldhúsinu og í henni var allt heita vatnið hitað á heimilinu, nema ef farið var í bað, þá þurfti að sjóða vatn í þvottakatli. Ekki var síður rómantík yfir því í minningunni þegar kveikt var á olíu- lömpum á kvöldin eftir að slökkt var á heimarafstöðinni, sem var á Þing- eyrum á bernskuárum mínum. Sama má segja um sveitasímann. Okkur þætti hann ekki þægilegur nú, þó hann hefði verið hin mesta skemmtun fyrir börn og unglinga á sínum tíma. Guðrún var ekki dæmigerð hús- móðir í sveit að því leyti að hún skipti sér lítið af útiverkunum en lét heimilið sig mestu varða. Hún var alltaf vel til höfð og hafði betri stofu, sem ekki mátti fara inn í nema í hreinum fötum. Guðrún var gestris- in, glaðleg og hreinskiptin, skemmti- leg heim að sækja. Hún var að mínu mati einstaklega skapgóð. Aldrei man ég eftir að hún hafi hreytt ónot- um í fólk, þó hún léti vita ef henni mislíkaði eitthvað. Einstakt var að hún passaði ávallt að kaupakonurn- ar slyppu við erfiðustu verkin, þau gerði hún sjálf. Í minningunni sé ég hana fyrir mér raula: „Komd’ í Kos- tervals. . .“ eða „Daisy Daisy . .“ í eldhúsinu; spyrja okkur krakkana útúr í spurningakeppni; eða sitja inni í stofu með handavinnu og hlusta með okkur stelpunum á Guð- rúnu frá Lundi, fyrir tíma sjón- varpsins. Ég man okkur vinkonurn- ar stoltar í eins peysum sem Guðrún hafði prjónað og eftir myndatökum úti í garðinum á Þingeyrum, sem var eins og ævintýraland fyrir yngri kynslóðina. Eins og ég minntist á í byrjun bjó afi minn Jón Pálmason líka á Þing- eyrum, en hann og Jósef leigðu jörð- ina saman til að byrja með. Smám saman minnkuðu umsvif afa, en hann bjó áfram hjá Jósef og Guð- rúnu þar til hann dó. Það var því mikill samgangur milli fjölskyldn- anna, líka að vetri til. Einhverju sinni vorum við amma á Þingeyrum yfir jól og áramót. Mér eru þessi jól mjög minnisstæð, svo heimilisleg, eins og Guðrúnu var lagið! Skreyttir pappastrimlar meðfram öllum loft- um, flugeldar, stjörnuljós og fleira fólk en ég átti að venjast á þessum árstíma. Með þessum minningabrotum vil ég fyrir hönd okkar systkinanna Önnu Sölku, Stefáns Jóns og Páls Jakobs þakka fyrir þær góðu stund- ir sem við áttum á Þingeyrum og síðar í Steinnesi hjá Jósef og Guð- rúnu og fyrir það veganesti sem við fengum þaðan með okkur út í lífið. Hulda S. Jeppesen. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 51 MINNINGAR ✝ GuðmundurGuðleifsson, fyrrverandi bóndi á Langsstöðum í Hraungerðishreppi, fæddist á Oddgeirs- hólahöfða í sömu sveit 22. ágúst 1907. Hann andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi laugardaginn 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðleifur Hannesson frá Stétt- um í Hraunshverfi, f. 15. sept. 1869, d. 13. nóv. 1947, bóndi á Oddgeirshólahöfða, og kona hans, Sigríður Eiríksdóttir frá Sólheimum í Hrunamanna- hreppi, f. 25. des. 1874, d. 14. des. 1957. Þau Guðleifur og Sigríður fluttu að Langsstöðum í Hraun- gerðishreppi árið 1927. Þau eign- uðust tíu börn. Tvö þeirra létust í frumbernsku. Systkini Guðmund- ar eru nú öll látin, nema tvö þau yngstu, tvíburarnir Guðríður, sem lengi bjó í Ólafsvík, átti Guðmund Ársælsson; og Sigurður, sem á heima í Reykjavík, átti Herdísi Jónsdóttur, sem er látin. Þessi af Önnu Kristínu Kjartansdóttur frá Hellu, og með henni tvær dætur, Írisi Erlu og Magný Rós, þau skildu, átti síðar Hrönn Sverris- dóttur, og eiga þau saman einn son, Gunnar Bjarna. Sigurður lést 52 ára, 18. desember 2000. 2) Ingi- björg Helena Werner Guðmunds- dóttir, f. 1953, húsfreyja á Sel- fossi, átti Guðmund Ólafsson frá Vatnskoti í Þykkvabæ, starfsmann í Búrfellsvirkjun, f. 2. október 1942, d. 6. febrúar 1998. Þau eign- uðust saman fjögur börn: Sigrúnu Hildi Werner, Ástrós Werner, Guðleif Werner og Elínborgu Werner. 3) Sonja Werner Guð- mundsdóttir, f. 1956, á heima á Selfossi, bjó með Magnúsi Þór Gissurarsyni og eignuðust þau tvö börn: Guðmund Þór Magnússon og Steinunni Þóru Magnúsdóttur; Steinunni misstu þau 1. október 1996. Guðmundur var iðjumaður og hagur, bæði á tré og járn. Hann söng lengi í Kirkjukór Hraungerð- iskirkju og tók þátt í uppfærslu sjónleikja á vegum Ungmenna- félagsins Baldurs. Þau Guðmund- ur og Hildegaard brugðu búi á Langsstöðum og fluttu til Selfoss 1975. Síðustu 17 árin bjó hann ekkjumaður í Lyngheiði 15, fékkst við smíðar og ók bifreið til hinsta dags. Útför Guðmundar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. systkinunum frá Odd- geirshólahöfða eru látin: Eiríkur og Hannes, sem bjuggu í Reykjavík; Kristófer í Reykjavík, átti Guð- rúnu Guðmundsdótt- ur, sem lifir mann sinn; Helga í Hafnar- firði, átti Jón Sveins- son, hann er látinn; Steinunn í Reykjavík, átti fyrr Guðmund Einarsson, en síðar Ólaf Þorvaldsson, hann er látinn. Eftir lát Guðleifs, föður þeirra, árið 1947, bjó Guð- mundur á Langsstöðum í Hraun- gerðishreppi, ásamt móður sinni. Hinn 25. desember 1949 gékk hann að eiga Hildegaard Werner, hjúkrunarkonu frá Travemünde í Þýskalandi, dóttur hjónanna Hel- ene Leonhardt og Fredericks Werner, skipstjóra. Hildegaard fæddist 2. júlí 1927. Hún andaðist hinn 18. ágúst 1988. Guðmundi og Hildegaard varð þriggja barna auðið; þau eru þessi, í aldursröð: 1) Sigurður Guðmundsson, trésmiður, hann átti heima á Selfossi, átti fyrr Daprast hugir dauðinn kallar, drjúpa tár og væta kinn. Faðir minn þú höfði hallar, heim þig leiðir frelsarinn. Þökkum liðnu löngu árin, er leiddir okkur sérhvert sinn. Ljúft hjá mömmu trega tárin hún tekur þig í faðminn sinn. (Guðrún Guðjónsdóttir.) Elsku pabbi, af mörgu er að taka á langri ævi, en árin voru orðin ansi mörg eða það fannst þér að minnsta kosti. Þér fannst tími til kominn að mamma, sem kvaddi fyrir 17 árum, færi nú að koma að ná í þig eins og þú orðaðir það og loks fékkstu ósk þína uppfyllta 21. maí sl. Þú kvaddir þenn- an heim á fallegu vorkvöldi, sæll og sáttur við allt og alla. Hagleiksmaður varst þú mikill, úti í bílskúr varstu öllum stundum og smíðaðir fullt af lömpum með út- skornum fótum nú og innskotsborðin voru orðin ansi mörg og allt var þetta útskorið. Þú hafðir gaman af að gefa okkur börnum þínum og afabörnum, sem voru að byrja að búa. Leiðis- krossarnir voru líka orðnir ansi marg- ir sem þú smíðaðir. Þegar Siggi bróð- ir okkar dó smíðaðir þú t.d krossinn á leiðið hans og sagðir ennfremur að nú ætlaðir þú ekki að smíða fleiri því nú værir þú næstur og sú varð raunin. Það er svo margt sem hægt er að rifja upp en okkur langar bara aðeins með fáeinum orðum að tína úr eitt- hvað af því sem stendur upp úr. T.d. á sumrin þegar verið var að heyja úti á engjum, þá var nesti tekið með; heitt kakó á hitabrúsa og brauðsamlokur, kleinur, flatkökur og annað góðgæti sem átti að duga yfir daginn. Þetta þótti okkur krökkunum afar spenn- andi og skemmtilegt. Nú ekki má gleyma þegar verið var að heyja og heyvagninn orðinn fullur af heyi og þú gekkst auðvitað úr skugga um að allt væri í lagi áður en lagt væri af stað heim. Við krakkarnir og sumar- börnin fengum að vera uppi á vagni og bjuggum við um okkur í heyinu. Síðan var haldið af stað heim. Gömul Farmal cub-dráttarvél dró heyvagn- inn hægt og rólega og svo var nátt- úrulega sungið af hjartans lyst allt hvað af tók á leiðinni heim. Þetta voru yndislegir tímar sem aldrei gleymast. Ágústkvöldin, þegar aðeins var farið að rökkva, þóttu róm- antískust og alveg rjómablíða. Þetta eru alveg ógleymanlegar stundir. Já lengi gætum við haldið áfram elsku pabbi en nú er komið að leiðarlokum og kveðjum við þig með virðingu og þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá okkur og við góða heilsu öll árin. Heilsan þín var mikil og góð guðsgjöf sem við þökkum fyrir nú á kveðjustund. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu’ og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir.) Hinsta kveðja elsku pabbi, Guð geymi þig og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þínar dætur Sonja og Ingibjörg. Elsku afi og langafi, okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum og minningum sem við munum ávallt geyma í hjörtum okkur. Alltaf var gaman að koma til þín í Lyngheiðina, svo hljótt en samt fullt hús af gleði, þær voru nú ófáar næturnar sem ég gisti hjá þér og þá var farið inn í skúr að smíða, sem þú varst mjög lunkinn við, eða horft á sjónvarpið, við tveir. Þú varst alltaf með á nótunum í öllu, fréttirnar af heiminum, íþróttir og margt fleira, sást eins og köttur og keyrðir eins og sannur herramaður öll þessi 98 ár og megum við nú þakka guði fyrir þessa heilsu sem þú hafðir. Það er margt sem er að minnast og tárin geta auðveldlega fallið niður á kinn, en sú verður ekki raunin, ekki nema þá gleðitár. Í lokin varstu svo sáttur við það fá að fara og hitta alla þá sem bíða handan við hornið, sem ekki eru fáir. Það gleður mig mest að ég hitti þig nokkrum sinnum á sjúkra- húsinu á Selfossi og þá varstu svo glaður og hress og bara beiðst eftir að hitta gamla kunningja og að sjálf- sögðu hana Hildi (ömmu). Þú sofnað hefur síðsta blund í sælli von um endurfund, nú englar Drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Elsku afi, nú ertu kominn á staðinn sem þig dreymdi um þar sem sólin skín og fuglar syngja gleðisöngva. Sofðu vel og megi drottinn lýsa þinn fallega veg og umlykja þig í faðmi sín- um, við sjáumst síðar. Guðleifur W. Guðmundsson, Georgína Björg Jónsdóttir og dætur. Ég á því láni að fagna að hafa verið nágranni Guðmundar nánast alla mína ævi, fyrst á bernskuheimili mínu Bollastöðum og svo þrjátíu ár í Lyngheiðinni. Hjá okkur Bollastaða- systkinum var eitt víst: sólin kom upp í austri og fyrir sunnan okkur voru Guðmundur og Sigríður á Langstöð- um. Við spjölluðum oft saman og hann sagði mér margt frá sinni löngu ævi.Sigríður móðir hans hefur haft nóg um að hugsa, því fór hann fljótt að passa yngri systkini sín. Það kom fljótt í ljós hvaða mann hann hafði að geyma, glaður og trúr öllu sem hann gekk að, góður verkmaður og um- fram allt frábær félagi og samferða- maður allra, á hvaða aldri sem þeir voru. Guðmundur var í farskóla að þess tíma hætti og lauk fullnaðarprófi 13 ára. Þá gat hann verið við gegningar heima svo eldri bræður hans og faðir gætu farið á vertíð eða í aðra vinnu sem bauðst. Liðlega fermdur fór hann gegningamaður upp í Grímsnes og 16 ára til Vestmannaeyja á sína fyrstu vertíð. Árið 1927, þá tvítugur að aldri, fluttu Guðmundur og fjöl- skylda hans að Langstöðum í Flóa. Hann tók alla vinnu sem bauðst utan vertíðar. Eitt var það sem honum var gefið og það var að vita ekki hvað loft- hræðsla var. Það var gaman að heyra hann segja frá því þegar þeir voru að steypa upp strompinn á Mjólkurbúi Flóamanna, Sigurður Bjargmundar- son og hann, báðum sama hve hátt þeir fóru upp. Til sveita var mikill framfarahugur í mönnum. Flóaáveit- an komin og Mjólkurbúið fylgdi í kjöl- farið. Hann studdi þessar framfarir, svo og annað sem til heilla horfði. Fé- lagshyggjumaður var Guðmundur, gekk í Ungmennafélagið Baldur og var þar dyggur félagi, hann lék og söng í leikritum og á skemmtunum eftir þeim kröfum sem þá tíðkuðust. 1944 stofnaði Sigurður Birkis kirkju- kór Hraungerðiskirkju. Guðmundur gekk strax í hann og þá kom tenór- rödd hans sér vel. Sigríður móðir hans kunni má segja allar raddir í sálmalögum, þurfti ekki að heyra þær nema einu sinni, svo næmt söngeyra og góða söngrödd hafði hún. Þetta kom sér vel því ekki var hljóðfæri á hverju strái. Móðir mín lagði þessum raddæfingum lið, hún var líka í kórn- um og eru það góðar bernskuminn- ingar þegar æft var saman á Bolla- stöðum. Árið 1949 kom að Langstöðum frá hinu stríðshrjáða Þýskalandi ung stúlka, Hildegard Werner. Hún fann fljótt hvern mann Guðmundur hafði að geyma. Erfitt hlýtur að hafa verið að koma mállaus til framandi lands og vera ætlað að taka strax þátt í lífi og störfum fólksins á bænum. Hún vann traust og vináttu samferðafólks og leiðir þeirra Guðmundar lágu fljótt saman, því um jólin 1949 giftu þau sig og tóku við búinu á Langstöðum 1950. Þau voru samstiga lífsförunautar. Það sést best á því að Hildegard kveið því að Guðmundur dæi á undan sér því þá yrði hún svo einmana. Hún dó langt um aldur fram 18. ágúst 1988, nákvæmlega 39 árum eftir að hún kom til landsins. Árið 1975 fluttu þau í Lyngheiði 15 á Selfossi. Ég spurði Guðmund: „Var ekki erfitt að flytja?“ Þá svaraði hann: „Ég hef aðeins flutt einu sinni“ og átti þá við frá Oddgeirshólahöfða að Langstöðum. Eftir að Guðmundur fluttist að Selfossi fór hann strax að vinna hjá Einari Elíassyni í Steypu- iðjunni og vann þar til 1984. Eftir að Hildegard lést var hann áfram einn í Lyngheiðinni en fór fljótlega að leigja út herbergi ungu fólki í Fjölbrauta- skóla Suðurlands. Þar brást hann ekki frekar en fyrri daginn. Allt þetta unga fólk dáði hann og virti, munur- inn var mikill á aldri en skoðanir Guð- mundar voru í samræmi við nú- tímann, allt hafði breyst og var á réttri leið að hans dómi. Nokkru áður en Guðmundur veikt- ist og var fluttur á sjúkrahúsið, skrapp ég til hans eins og oft áður. Þegar ég kvaddi hann sagðist ég koma fljótt aftur sem ég og gerði en greip þá í tómt. Við Bollastaðafólk kveðjum þenn- an góða nágranna og samferðamann með þökk fyrir allt gott okkur til handa. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Helga Guðjónsdóttir frá Bollastöðum. GUÐMUNDUR GUÐLEIFSSON Er kveð ég þig afi, í hinsta sinn, svo þakklát er fyrir tímann þinn. Tár ég felli niður kinn. Tómarúm í hjartanu finn. Tárast mín augu, tárast mín sál, af saknaðar tárum er tilveran hál. Far þú í friði, far þú í sátt, far þú þar sem þrautir ei átt. (K.M.) Minning þín er ljós í lífi okkar, sofðu rótt elsku afi og langafi, þín afabörn og langafabörn. HINSTA KVEÐJA Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, JÓN R.M. SIGURÐSSON, Lönguhlíð 17, Akureyri, lést mánudaginn 23. maí. Hann verður jarðsunginn frá Glerárkirkju fimmtudaginn 2. júní kl.13:00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á heimahlynningu Akureyri. Kristín Sigurðardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Helgi Friðfinnsson, Unnur Jónsdóttir, Katrín Jónsdóttir, Valtýr Hreiðarsson, Heiðrún Jónsdóttir, Jón Kr. Kristjánsson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.