Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 61
DAGBÓK
MBA in Technology, Market and Organization
AN EXECUTIVE PROGRAMME
Copenhagen Business School, Denmark
MBA Technology and Market
When transforming technology into business is of prime
importance to your organization
When working in technology-based business is your plan
for the future
When you want to combine your interest in technology
with your interest in economic and commercial matters
MBA-TMO is what you need. To improve your personal competen-
ces, to kick your career, and to be an influential player in both tech-
nological, commercial and general management circles.
Next class takes off August 2005. MBA-TMO is an interna-
tional education, taught in English, based in Copenhagen.
www.mba-tmo.dk
Það var vorið 1885 sem nokkrir frammá-menn í þjóðfélaginu, undir forystuGeorgs Schierbecks, þáverandi land-læknis, komu saman til að stofna „Hið
íslenska garðyrkjufélag“ eins og Garðyrkju-
félag Íslands hét í öndverðu.
Jóhanna B. Magnúsdóttir, núverandi fram-
kvæmdastjóri félagsins, segir markmiðið með
stofnun garðyrkjufélagsins hafa verið þá að
auka og efla garðyrkju í landinu til þess að Ís-
lendingar ættu hægara með að afla sér heil-
næmrar jurtafæðu. Með því sáu stofnendurnir
leið til að afstýra ýmsum sjúkdómum á borð
við skyrbjúg .
„Félagið var stofnað með það markmið fyrir
augum að kenna almenningi að rækta, útvega
fræ, áburð og verkfæri sem þá var brýn þörf á
enda fátækt og fábreytni í matarúrvali mikil.
Fræ voru keypt frá útlöndum og þeim dreift til
félagsmanna.“ Í fyrstu var megináherslan lögð
á ræktun matjurta en smám saman breyttust
áherslurnar og skrautjurtum ýmiss konar var
gert hærra undir höfði.
Í byrjun síðustu aldar styrkti Garðyrkju-
félagið Einar Helgason til garðyrkjunáms í
Danmörku. Hann átti síðar eftir að verða for-
sprakki félagsins og bar hann uppi starfsemi
félagsins til æviloka 1935. Hann ferðaðist um
landið, gerði tilraunir, veitti leiðsögn í garð-
yrkju og hjálpaði til við að útvega fræ, garð-
yrkjuáhöld og tilbúinn áburð. Þá var grunn-
skólabörnum í Reykjavík einnig veitt tilsögn í
garðyrkju. Á fjórða áratugnum tók Garðyrkju-
félagið þátt í Garðyrkjusýningu Norðurlanda
og var veitt heiðursverðlaun sýningarinnar.
Jóhanna segir starf Garðyrkjufélags Íslands
vera blómlegt. „Það má meðal annars nefna að
innan félagsins eru starfræktir þrír klúbbar
um einstök ræktunaráhugamál; rósaklúbbur;
sumarhúsaklúbbur og matjurtaklúbbur. Svo
eru fræðslufundir haldnir reglulega og í vetur
hafa 40–110 félagsmenn setið hvern fund. Um
1700 félagsmenn eru nú skráðir í félagið.“
Garðyrkjufélag Íslands, þessi blómlegi öld-
ungur, býður öllum sem áhuga hafa til afmæl-
isveislu í Grasagarði Reykjavíkur í dag, laug-
ardaginn 28. maí kl. 13–17.
Dagskráin er fjölbreytt, fræðsla, blómaball
og plöntuskiptamarkaður. Klúbbarnir eru
kynntir sérstaklega og farið verður í fræðslu-
göngu um Grasagarðinn. Jóhanna segir þetta
frábært tækifæri fyrir fjölskylduna til að
koma, upplifa afmælisstemningu í fallegu um-
hverfi og sækja sér fræðslu. Ef veðrið verður
gott er upplagt að koma með nesti og breyta
ferðinni í lautartúr eða þá að rölta á Café
Flóru.
Afmæli | Garðyrkjufélag Íslands er eitt hundrað og tuttugu ára um þessar mundir
Mikið og blómlegt starf
Jóhanna B. Magn-
úsdóttir er fram-
kvæmdastjóri Garð-
yrkjufélags Íslands.
Hún útskrifaðist af um-
hverfisbraut Garð-
yrkjuskóla ríkisins árið
1990. Hún er nú verk-
efnisstjóri Staðardag-
skrár 21 í Mosfellsbæ,
sem er áætlun um sjálf-
bæra þróun fyrir sveit-
arfélögin. Jóhanna hefur einnig verið ferða-
málfulltrúi á Kirkjubæjarklaustri og starfar
mikið við náttúruvernd.
Auk þess er hún áhugasamur ræktandi með
sérstakan áhuga á matjurtarækt.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. 31. maí nk. verðurBirgir Kristinsson 50 ára. Af
því tilefni býður hann vinum, vanda-
mönnum og starfsmönnum Ný-Fisks
ehf. í opið hús á afmælisdaginn í sam-
komuhúsinu í Sandgerði kl. 19–22.
50 ÁRA afmæli. Í dag, 28. maí, erfimmtug Svanfríður Jóns-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og hót-
elstjóri. Hún og eiginmaður hennar,
Kristófer Oliversson, eru stödd er-
lendis. Í tilefni afmælisins eru vinir og
vandamenn velkomnir í Logafold 72 kl.
18 á afmælisdegi þess síðarnefnda 30.
júní næstkomandi.
Gullbrúðkaup | Í dag, 28. maí, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Þóra Þor-
steinsdóttir og Sigurþór Hallgrímsson
pípulagningameistari, Kirkjubraut
18, Seltjarnarnesi. Þau verða að heim-
an í dag.
Hlutavelta | Þessir krakkar söfnuðu nýlega flöskum og dósum á Akureyri til
styrktar Rauða krossi Íslands og höfðu 3.500 krónur upp úr krafsinu. Þau heita
Almar Kristmarsson, Daníel Ingi Kristinsson, Fanney Lind Pétursdóttir og Heiða
Hlín Björnsdóttir.
Morgunblaðið/Kristján
Hverjum skal strætó þjóna?
HVERJUM skal strætó þjóna?
Maður bara spyr. Heilt ár er nú lið-
ið frá því ég benti stjórn Strætó b.s.
á þau hræðilegu mistök sem sjá
mátti við skipulag nýs leiðakerfis.
En þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar
til þeirra og til þáverandi borg-
arstjóra situr flest við það sama.
Stóra málið er að slitið verður á
greiðar og góðar almennings-
samgöngur við Laugardalinn þar
sem borgin hefur og er að byggja
upp stórar íþróttahallir, stærsta
sundlaug landsins er og eini útivist-
arskemmtigarður borgarinnar.
Tvær strætóleiðir verða um Suður-
landsbraut, önnur í Mosfellsbæ sem
sinna skal öllum efri hverfum borg-
arinnar, hin í bæjarfélögin sunnan
borgar og ein um Sundlaugaveg
sem hefur ekki góðar tengingar við
fjarlægari svæði.
Þau hundruð og oft þúsundir
barna og unglinga sem æfa íþróttir
auk allra þeirra hópa sem heim-
sækja Fjölskyldu- og húsdýragarð-
inn, tónleika og sýningar geta átt á
hættu að þurfa að bíða langtímum
saman eftir næsta eða þarnæsta
vagni.
Þetta nýja kerfi miðar að því að
margar leiðir aki um hraðbrautir og
eru biðstöðvar settar þar út í kant,
þeir sem þetta skipuleggja hafa
greinilega ekki ferðast um bæinn
með börn, hvað þá barnahópa sem
hér eftir verða víða að skipta og
bíða við mestu og hraðeknustu
brautir höfuðborgarsvæðisins. Þarf
slys eða dauða til að menn sjái að
sér? Til að auka enn á hættuna
verða margar hraðahindranir í íbúð-
arhverfum fjarlægðar. Er þessum
ráðamönnum algjörlega sama um
börn og eldri borgara?
78 bílar um Hverfisgötu á klukku-
stund er kannski það sem við þurf-
um, svona verður þetta í hinu nýja
kerfi. Einfalt sporvagnakerfi gæti
vel þjónað þessum þrönga bæj-
arhluta ásamt þeim fáu há-
skólanemum sem ekki eru á bílum.
Í staðinn gæti aðalendastöð Strætó
verið í Laugardalnum eða þar sem
betra væri, á Geirsnefinu sem núna
þjónar aðallega hundum og eig-
endum þeirra. Þarna eru og verða
enn frekar mót mestu hraðbrauta til
allra átta á höfuðborgarsvæðinu.
Huga ætti að skýlum sem skýla fyr-
ir aurslettum bifreiða yfir bíðandi
farþega. Hættulausum skiptingum
og þar með skipulagi stæða skipti-
stöðva svo farþegar séu ekki í hættu
þegar hlaupa þarf milli leiða, vagnar
mættu bíða ögn lengur á skipti-
stöðvum svo farþegar hafi tíma til
að skipta.
Þá er einnig nauðsynlegt að end-
urhanna forgangsröðun þrifa og
snjómoksturs gönguleiða sem lengj-
ast mjög með þessu kerfi.
Björn Finnsson,
Krummahólum 13, Rvík.
Telpuúr í óskilum
TELPUÚR fannst í Kringlunni.
Upplýsingar í síma 553 5972.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Í DAG opna Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir ljósmyndasýn-
ingu í turni Hallgrímskirkju. Í
kynningu um sýninguna segir:
„Ljósmyndirnar hafa þau tekið af
Hallgrímskirkju frá sama sjón-
arhorni, eldhúsglugganum sínum,
yfir 15 ára tímabil. Þau hjón eru
leikmenn í ljósmyndun og hafa haft
þetta sem fjölskyldutómstund.
Myndirnar hafa fangað marg-
breytileg blæbrigði birtu, veðurs og
árstíða en með kirkjuna ávallt í for-
grunni.“ Við hæfi þótti að hafa sýn-
inguna í turni kirkjunnar enda
kemur þar við fjöldi ferðamanna.
Sýningin stendur til 15. ágúst og
verður opin frá kl. 9–5 á daginn,
eða á opnunartíma turnsins.
Ljósmyndasýning í
Hallgrímskirkjuturni
80 ÁRA afmæli. Á morgun, 29.maí, verður áttræður Andrés
Þ. Guðmundsson, Hrauntungu 11,
Kópvogi. Eiginkona hans er Sigríður
Williamsdóttir.
VORTÓNLEIKAR Karlakórs Dal-
víkur verða í Dalvíkurkirkju kl.
16:00.
Stjórnandi kórsins er Guð-
mundur Óli Gunnarsson. Um tón-
leikana og dagskrá kórsins á næst-
unni segir í tilkynningu: „Dagskrá
er fjölbreytt að vanda og er við
lagaval er hugsað til þess að kór-
inn er að fara í söngferðalag til
Norðurlanda. Í þeirri ferð verðu
sungið í Tivoli í Kaupmannahöfn.
Einnig verður sungið við setningu
á vinarbæjarmóti í Lundi í Svíþjóð
og það sama kvöld tónleikar í
Lomma Kirkja í samstarfi við þar-
lendan kór Svanholm Singers. Ef
farið er á heimasíðu Íslendinga-
félagsins í Kaupmannahöfn sést að
við tökum einnig þátt í hátíðahöld-
um þjóðhátíðardagsins með lönd-
um okkar í Kaupmannahöfn Ferð-
inni lýkur svo með tónleikum í
Hönefos í Noregi einnig í sam-
starfi við þarlendan kór Ringerike
Mannskör.“
Einsöngvarar á tónleikunum hér
og einnig í söngferðinni verða
Davíð Ólafsson, bassi og Björn
Björnsson. Píanóleikari verður
Daníel Þorsteinsson á öllum tón-
leikum kórsins. Á tónleikunum í
dag leikur Júlíus Baldursson undir
á skeiðar í tveimur lögum.
Karlakór Dalvíkur
Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 í Dal-
víkurkirkju