Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 63
MENNING
Varnarmistök.
Norður
♠32
♥ÁK3 N/Allir
♦Á852
♣ÁD54
Vestur Austur
♠84 ♠ÁK9765
♥D10874 ♥52
♦G10 ♦K62
♣10963 ♣87
Suður
♠DG10
♥G96
♦D975
♣KG2
Vestur Norður Austur Suður
-- 1 tígull 1 spaði 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Keppnin um Bermúdaskálina fer
fram í Portúgal í haust og eiga Banda-
ríkjamenn rétt á tveimur sveitum.
Sveit Nicks Nickells vann sér rétt á
mótið á síðasta ári (Nickell, Freeman,
Hamman, Soloway, Meckstroth og
Rodwell), en nú er nýlokið í Houston í
Texas sérstakri landsliðskeppni þar
sem hin sveit Bandaríkjamanna var
valin. Sveit Ekeblad vann þar sigurorð
af Welland í úrslitaleik og verður því
önnur sveit Bandaríkjanna. Í sveitinni
spila: Russ Ekeblad, Ron Rubin, Geoff
Hampson, Eric Greco, Fred Gitelman
og Brad Moss.
Spil dagsins er frá úrslitaleiknum. Á
báðum borðum voru spiluð þrjú grönd í
suður eftir sömu sagnir. Útspil vesturs
var spaðaátta.
Zia Mahmood og Ron Rubin voru
með spil austurs og báðir dúkkuðu
fyrsta slaginn. Þar með var geimið létt-
unnið með því að taka slagina á lauf,
ÁK í hjarta, og senda austur síðan inn
á spaða til að spila tígli frá kóngum í
lokastöðunni.
Eina vörin sem bítur er að taka ÁK í
spaða og spila þriðja spaðanum. Þá er
innkastið ekki lengur inni í myndinni.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 Rf6 2. e5 Rd5 3. d4 d6 4. Rf3 Bg4
5. Be2 e6 6. 0-0 Be7 7. c4 Rb6 8. h3 Bh5
9. Rc3 0-0 10. Be3 d5 11. c5 Bxf3 12.
gxf3 Rc8 13. f4 Rc6 14. b4 Bh4 15. b5
R6e7 16. Bd3 f5 17. Kh2 Rg6 18. Hg1
De8 19. Df3 Kh8 20. a4 Bd8 21. a5 Rce7
22. Dg3 Rg8 23. Be2 Bh4 24. Dg2 R8e7
25. Rb1 Hg8 26. Rd2 Rf8 27. Rf3 Reg6
28. Hgc1 Be7 29. c6 b6 30. Dg3 Dd8 31.
Kh1 Hc8 32. Bd2 h6 33. Hg1 Rh4 34.
Rh2 g6 35. Db3 Hg7 36. axb6 axb6 37.
Ha7 Kh7 38. Rf1 Kh8 39. Rg3 Rh7 40.
Hga1 Hg8 41. Da4 g5 42. Db3 gxf4 43.
Bxf4 Bg5 44. Rh5 Bxf4 45. Rxf4 Rg5
46. De3 De7 47. f3 Rg6 48. Rh5 Rh7 49.
Rf6 Rxf6 50. exf6 f4 51. De5 Rxe5 52.
fxe7 Rg6 53. Bd3 Rh4 54. Hg1 Hge8
55. Hg4 Rxf3 56. Hxf4 Rg5
Staðan kom upp á armenska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Erevan. Beniamin Galstian (2448)
hafði hvítt gegn Ara Minasjan (2510).
57. Hxc7! Hxc7 58. Hf8+ Kg7 59. Hxe8
Kf7 60. Bg6+! áhrifaríkasta leiðin til
sigurs. 60. ...Kf6 61. h4 Re4 62. Hf8+
Kxe7 63. Hf7+ Kd6 64. Hxc7 Kxc7 65.
Bxe4 og svartur gafst upp. Aðalfundur
Skáksambands Íslands fer fram í dag.
Nánari upplýsingar er að finna á vef-
síðunni www.skak.is.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Í dag frá kl. 13 list-
munasýning, klassískur gítarleikur,
Ásgeir Ásgeirsson. Söngvarar frá
Söngskólanum Hjartansmál syngja
um kl. 15. Kaffi og hátíðarmeðlæti, all-
ir velkomnir.
Breiðfirðingabúð | Farið verður í
hinna árlegu vorferð laugardaginn 4.
júní frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.
Farið verður á Blönduós. Gestir vel-
komnir með. Tilkynnið þáttöku hjá
Gunnhildi í síma 564 5365 eða hjá
Ellu í síma 566 6447.
Félagsstarf Gerðubergs | Gerðu-
bergskórinn er á söngferðalagi um
Norðurland, m.a. á laugard. sungið í
Íþróttahúsinu á Húsavík, umsjón Ás-
mundur Bjarnason, kl. 20.30 í gamla
Alþýðuhúsinu á Akureyri, á sunnud.
kl. 14.30 í Blönduóskirkju, ásamt fleir-
um.
Furugerði 1 | Handavinnu og list-
munasýning félagsstarfsins og leir-
listahóps Blindrafélagsins verður á
sunnudag 29. og mánudag 30. maí
frá kl. 13.30 til kl. 17. Kaffiveitingar.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Gönguhópur kl. 10 árdeg-
is. Vatn og teygjuæfingar eftir göngu.
Kirkjustarf
Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíu-
fræðsla fyrir börn og fullorðna. Sér-
stök unglingadeild. Samkoma hefst á
eftir biblufræðslunni kl. 11.
Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum |
Biblíufræðsla fyrir börn og fullorðna
kl. 10–11.
Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði |
Guðþjónusta/biblíufræðsla kl. 11. Sér-
stakar barnadeildir og unglingadeild.
Safnaðarheimili aðventista Keflavík
| Kl. 10.45 Biblíufræðsla fyrir börn og
fullorðna. Guðþjónusta á eftir biblíu-
fræðslunni.
Safnaðarheimili aðventista Selfossi
| Kl. 10 Biblíufræðsla fyrir börn og
fullorðna. Guðþjónusta á eftir biblíu-
fræðslunni.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Listahátíð í Reykjavík
Dagskráin í dag
Íslenska óperan kl. 15.00
Kvartettinn Pacifica leikur. Einn Íslend-
ingur er í kvartettinum, Sigurbjörn Bern-
harðsson fiðluleikari. Hinir meðlimirnir
eru: Masumi Per Rostad, lágfiðla, Simin
Ganatra, fiðla og Brandon Vamos, selló.
Þau leika verk eftir Mendelsohn, Beet-
hoven, Ruth Crawford Seeger og Þorkel
Sigurbjörnsson.
Íslenska óperan kl. 20.00
Barði Jóhannsson og Keren Ann. Tónlist-
armaðurinn Barði Jóhannsson, sem við
þekkjum úr Bang Gang, og söngkonan
Keren Ann mynda dúettinn Lady and Bird.
Þau hafa gefið út einn geisladisk, Ecoutez
l’histoire de Lady & Bird - Hlustið á sögu
Lady & Bird. Á tónleikunum í Íslensku óp-
erunni munu þau flytja tónlist sína með
íslenskum kór og hörpuleikara.
Broadway kl. 21.00
Mariza ásamt hljómsveit Portúgalska
fado-söngkonan Mariza kemur með fjöl-
menna hljómsveit með sér. Hún hefur
lagt áherslu á að fado sé ekki safngripur,
heldur lifandi tónlistarform og hefur
þannig leyft sér að bregða útaf hefðinni á
síðustu plötum sínum.
Listasafn Reykjavíkur
– Hafnarhús kl. 11
Dieter Roth listsmiðja Listsmiðja fyrir 10–
12 ára börn, þátttökugjald kr. 3.300. Há-
degisverður innifalinn.
SÝNINGUM á einleiknum „Alveg
BRILLJANT skilnaður“ fer að
ljúka en þrjár sýningarhelgar eru
eftir.
Í fréttatilkynningu segir: „List
og fræðsla ehf. vekur athygli á
bráðskemmtilegum einleik Eddu
Björgvinsdóttur sem sýndur er í
Borgarleikhúsinu um þessar mund-
ir. Edda hefur fengið frábæra dóma
gagnrýnenda og áhorfenda fyrir
frammistöðu sína og uppselt hefur
verið á allar sýningar.“
Á laugardaginn er 50. sýning en
leikritið hefur verið fært á Litla
svið Borgarleikhússins.
Einleik Eddu fer að ljúka
FRUMSÝNING á einleiknum „Alveg brilljant
skilnaður”.
LJÓSMYNDASÝNINGU Frank
Ponzi á myndum sem Englending-
urinn Howell tók á ferðum sínum um
Ísland 1890–1901 lýkur um helgina.
Sýningin er í Bókasafni Mosfells-
bæjar og opið er frá kl. 10 til 18 á
laugardag og sunnudag.
Sýningu
lýkurRANGT var farið með í blaðinu í
gær þegar Jón Sigurpálsson var
sagður formaður menningarmála-
nefndar Ísafjarðarbæjar. Rétt er að
Jón er einn af aðstandendum
Slunkaríkis á Ísafirði sem tók að
sér gæslu á sýningu verks Elínar
Hansdóttur í Edinborgarhúsinu. Er
beðist velvirðingar á þessu.
Leiðrétt
Í DAG opnar herra Ólafur Ragnar
Grímsson nýja Kristjánsstofu í
Byggðasafninu Hvoli, Dalvík-
urbyggð. Einnig mun Margrét Hall-
grímsdóttir þjóðminjavörður af-
hjúpa eftirgerð af Upsakristi á
nýrri sýningu safnsins sem heitir
Mannlíf og munir í Dalvíkurbyggð.
„Í vetur hefur safnið í Hvoli verið
lokað vegna mikilla breytinga sem
hafa verið gerðar á safninu. Mið-
hæð safnsins hefur verið tekin í
gegn og gólf dúkalögð og veggir
málaðir. Þar með voru allir munir
safnsins teknir niður og í dag mun
afrakstur mikillar vinnu líta dags-
ins ljós með opnun tveggja nýrra
sýninga“ segir í tilkynningu.
Byggðasafnið Hvoll er fjölbreytt
safn en helstu hlutar þess eru Jó-
hannsstofa Svarfdælings, Krist-
jánsstofa, sýningin Mannlíf og mun-
ir í Dalvíkurbyggð, náttúrugripir
og Jarðskjálftasýning. Í frétta-
tilkynningu segir enn frekar: „Í
húsinu eru hin og þessi skúmaskot
og í hverju rými eru litlar sýningar
sem vert er að skoða.“
Forseti Íslands opnar
nýja Kristjánsstofu
Opnunin hefst kl. 14 í Byggðasafn-
inu Hvoli, Dalvíkurbyggð.
ÚT ER komin ljósmynda- og ljóðabókin
Íslensk eyðibýli með myndum
Nökkva Elíassonar og ljóðum Að-
alsteins Ásbergs Sigurðssonar, bók-
in er einnig komin út á ensku undir
heitinu Abandoned Farms.
„Eyðibýli á Íslandi eru viðfangsefnið
í þessum einstæðu myndum Nökkva
Elíassonar. Sú fegurð sem býr í hús-
um á fallandi fæti er hér fönguð og
þannig kölluð fram hughrif frá horfn-
um tíma, heimildir um líf sem var.
Eyðibýli hafa verið viðfangsefni
Nökkva Elíassonar í hartnær tvo ára-
tugi. Hann hefur leitað fanga um allt
land og fest á filmu eyðibýli, sem
mörg eru nú horfin ofan í svörðinn.
Þessar óvenjulegu og sérstæðu
myndir hafa verið sýndar víða um
heim og hvarvetna hlotið verðskuld-
aða athygli,“ segir í kynningu um bók-
ina
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson hef-
ur meðal annars gefið út ljóð, ljóða-
þýðingar og barnabækur. Að auki hef-
ur hann samið fjölda söngljóða sem
komið hafa út á hljómplötum og tón-
list fyrir börn og fullorðna. Hér yrkir
hann ljóð sem kallast á við myndir
Nökkva.
Bókin er 121 blaðsíða. Útgefandi
er Mál og menning. Verð 2.990 kr.
Ljósmynda- og
ljóðabók
Í DAG opnar Ljósmyndasafn
Reykjavíkur sýninguna Rótleysi.
Átta suður-afrískir ljósmyndarar
sýna verk sín en í ár eru tíu ár liðin
frá stofnun lýðræðis í Suður-Afríku.
Að sögn Jóhönnu Guðrúnar Árna-
dóttur, verkefnisstjóra á safninu, er
útgangspunktur sýningarinnar að
kanna þær miklu breytingar sem
Suður-Afríka hefur gengið í gegnum
frá kosningunum 1994. „Sýningin
gefur innsýn í einstaka ljósmynda-
hefð þar sem ljóðrænn kraftur og
gæði heimildaljósmyndunar eru í
sérflokki. Samruni félagslegrar
heimildaljósmyndunar og listar er
eitt af kennimerkjum suður-
afrískrar ljósmyndunar,“ segir Jó-
hanna Guðrún.
Á fimmta áratugnum varð ljós-
myndun mikilvægur þáttur í þróun
félagslegrar meðvitundar í Suður-
Afríku. Ólíkt erlendum starfssystk-
inum sínum þurftu suður-afrískir
ljósmyndarar að gæta varúðar í
gagnrýni sinni á hinn pólitíska raun-
veruleika. Jóhanna segir að út frá
þessum aðstæðum hafi ný þjóðleg
listgrein sprottið sem náði að fela
gagnrýninn áróður í formi mjúkra
og ljóðrænna mynda.
Nokkur viðfangsefni eru áberandi
í myndunum á sýningunni: Efna-
hagslíf, innflytjendur, landslag, trú-
mál og ríkisborgararéttindi. „Rík-
isborgararétturinn hefur mikil áhrif
á sýninguna sem hugleiðing um af-
leiðingar aðskilnaðarstefnunnar.
Hvað þýðir það að vera ríkisborgari
og hvaða réttindi felur það í sér?“
segir í tilkynningu um sýninguna.
Þessar spurningar eru enn í dag
mikilvægar í Suður-Afríku.
Jóhanna segir að lokum um
ástandið í Suður-Aftíku í dag: „Það
að læra að búa í nágrenni hver við
annan hefur reynst vera örðugasta
viðfangsefnið eftir að aðskiln-
aðarstefnan leið undir lok og á þess-
ari reynslu byggja þýðingarmestu
sögurnar á sýningunni.“
Rótleysi var upprunalega sett upp
í Þjóðarljósmyndasafninu í Kaup-
mannahöfn í sýningarstjórn Mads
Damsbo og Davids Brodie.
„Rótleysi“ í
Ljósmyndasafni
Reykjavíkur
Ljósmynd Guy Tillim, Eldur á
bóndabýli í nágrenni Kroonstad
sem tekin var í Suður-Afríku árið
2003, verður á sýningunni sem
verður opnuð í dag.