Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 65 MENNING Nýr og girnilegur uppskriftavefur á mbl.is Hráefni 2 öskjur jarðarber, fersk 2 öskjur hindber, fersk Sabayonsósa 4 stk. eggjarauður 3 dl eplacider 2 msk. sykur 1 dl léttþeyttur rjómi Aðferð: Skolið berin vandlega og snyrtið. Setjið í djúpa diska eða skálar. Hellið sósunni yfir. Sabayonsósa Setjið eggjarauður, sykur og eplacider í pott og pískið saman yfir hita í 2 mínútur. Þegar sósan er orðin vel freyðandi er létt- þeyttum rjóma bætt saman við. Hrærið saman og hellið yfir berin. Finndu uppáhalds uppskriftina þína á mbl.is Jarðarber og hindber sabayon (fyrir 4 ) i i Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar www.geymslusvaedid.is og í síma 565 4599 Útboð á bifreiðum og ýmsu öðru frá Varnarliðinu verður dagana 25.-30. maí. Bifreiðarnar verða til sýnis á plani Bílasölunnar Hrauns við Reykjanesbraut gegnt álverinu. Hægt er að skila inn tilboðum á vefslóðinni www.geymslusvaedid.is Útboð Útboð Útboð UMRÆÐUFUNDUR um tengsl samtímalistar og lýðhyggju, tilhneig- inga í menningar- og stjórnmálum verður haldinn í Norræna húsinu á morgun. Að sögn Hönnu Styrm- isdóttur, upplýsinga- og verkefnafull- trúa Norræna hússins, er fundurinn skipulagður í samstarfi Norræna hússins í Reykjavík og NIFCA, the Nordic Institute for Contemporary Art, í tengslum við sýningu NIFCA, Populism, sem nú stendur yfir í CAC, Contemporary Art Centre í Vilnius, Frankfurter Kunstverein í Frank- furt, Nasjonalmuseet for kunst, arki- tektur og design í Ósló og Stedelijk Museum í Amsterdam. „Yfirskrift sýningarinnar er lýðhyggja og það hafa verið haldnir svona umræðu- fundir víða, til dæmis í Malmö og Kaupmannahöfn. Hugmyndin er að fara út fyrir sýningarstaðina með þessum umræðufundum og vekja þannig athygli á fundarefninu,“ segir Hanna um ástæður þess að fund- urinn er haldinn hér þótt sýning- arnar séu í öðrum borgum. Myndlist sem umræðuvettvangur Útgangspunktur sýningarinnar er sú hugmynd að tilfinningatjáning sú sem einkennir lýðhyggju eigi sér hliðstæðu innan samtímalistar. Fundurinn er, að sögn Hönnu, sér- staklega áhugaverður fyrir þá sem líta á myndlist sem vettvang fyrir umræðu sem vísar út fyrir mynd- listina sjálfa. Einnig ætti umræðu- efnið að höfða til þeirra sem áhuga hafa á þróun stjórnmála í Evrópu síð- ustu ár. Sýningarstjórar Populism eru Lars Bang Larsen, Cristina Ricu- pero og Nicolaus Schafhausen. Á meðal þátttakendanna á um- ræðufundinum í Norræna húsinu á morgun vegna sýningar NIFCA, Populism, eru Jakob Beskov, Van- essa Müller og Cristina Ricupero. Ricupero er sýningarstjóri Popul- ism og hefur starfað sem slíkur við NIFCA í Helsinki frá árinu 2000. Müller er ráðgjafi sýningarinnar og hefur átti sæti í ritstjórn fræðarits sem gefið var út samhliða henni. Tilgangur fundarins er að vekja upp umræðu um lýðhyggjuhreyf- ingar og hvort þær nái til almennings með fagurfræðilegri meðvitund. Sýningin fer fram samtímis í Litháen, Þýskalandi og Noregi og eru verkin af ýmiss konar tagi. Ricupero segir að ekki sé hægt að hnita nákvæmlega hvað lýðhyggja sé, til eru margir undirflokkar svo sem stjórnmál fjölmiðla og ímynd fyrirtækja svo eitthvað sé nefnt. Listamennirnir notist meðal annars við myndlíkingar og tilfinningar í verkum sínum. Þetta er vítt svið stjórnmálalegrar hugmyndafræði og hægt að tengja það við ýmis önnur svið. Müller mun fjalla um hvernig listin eigi að vera aðgengileg öllum og hvort hin nýfrjálslynda afstaða lýð- hyggjunnar sé í raun tilraun til að hagnast á listáhugafólki. Flestir listamannanna koma frá Evrópu og allir túlka þeir viðfangs- efnið á mismunandi hátt. Bæði Ricu- pero og Müller segja skilgreiningu á lýðhyggju ekki vera þá sömu í Evr- ópu og annars staðar í heiminum en þó hafi allir sína eigin mynd af hug- takinu. Umræða skapar nýjan skilning Þær segja einnig að viðfangsefnið sé ekki síður mikilvægt en sýningin því umræða skapi fólki nýjan og betri skilning á viðfangsefninu. „Eftir hvern umræðufund öðlumst við nýja sýn á lýðhyggju og það væri spennandi að vinna einhvers konar verkefni upp úr niðurstöðum fundanna,“ segir Müller. Beskov er listamaður sem býr og starfar í Kaupmannahöfn og eru flest verka hans háðsádeila á nútíma- stjórnarfar. Meðal þeirra er kvikmynd frá því þegar Beskov og danskur blaðamað- ur ferðuðust til Bandaríkjanna fyrir forsetakosningarnar þar 2004. Við- fangsefni myndarinnar var að athuga stöðu Danmerkur í Íraksstríðinu. Félagarnir þóttust vera harðir stuðn- ingsmenn stríðsins og ferðuðust um Bandaríkin á fundi Repúblikana- flokksins. „Það var athyglisvert að sjá hversu glaðir repúblikanarnir voru að hitta stuðningsmenn Bandaríkja- manna því þeim finnst Evrópa yf- irleitt vera á móti þeim,“ segir Bes- kov. „Við ferðuðumst um í mánuð og sóttum samkomur repúblikana. Myndin lýsir eins konar pólitísku ferðalagi um danskan og amerískan stríðsheim.“ Beskov telur gífurlega nauðsyn- legt að fjalla um frelsi, lýðræði og stríð í list. „Kannski eru listaverk um stríð og lýðræði orðin klisja en ég tel þau vera mikilvæg og af nógu að taka,“ segir hún. Frekari upplýsingar um umræðu- fundinn og þátttakendur má fá á vef- síðu Norræna hússins, www.nordice.is og um sýninguna á slóðinni www.populism2005.com. Ný andlit lýðhyggjunnar uppgötvuð Verkið SuperDanish eftir danska listahópinn Superflex. Listamaðurinn Jacob Beskov sem mun taka þátt í umræðum um lýð- hyggju í Norræna húsinu. Eitt af verkunum á sýningunni Populism. HJÁ Vöku-Helgafelli er komin út mat- reiðslubókin Gott af grillinu. Þetta er önnur bókin í nýjum flokki matreiðslu- bóka en fyrsta bókin, Sumarsalöt, kom út fyrra. „Sem fyrr er það matgæð- ingurinn Mar- grét Þóra Þor- láksdóttir sem veitir lesendum aðgang að spennandi uppskriftum af ýmsu tagi – forréttum, fiskréttum, kjötréttum, eft- irréttum, sósum og meðlæti. Fjöl- breytni og frumleiki er í fyrirrúmi, hvort sem stendur til að blása til dýrlegrar veislu eða skella einhverju fljótlegu á grillið fyrir fjölskylduna,“ segir í kynn- ingu um bókina. Bókin er 105 bls. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Verð 2.990 kr. Matreiðslubók
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.