Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Grímur Atlason hefur verið mikilvirkur íað færa okkur erlenda tónlistarmenn ásíðustu árum. Hann átti þátt í að flytja Robert Plant til landsins og meðal skjólstæðinga hans sem koma á næstunni eru Kim Larsen, Sonic Youth og Antony and the Johnsons. Ferillinn hófst þegar hann var í Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1989. „Ég var í listafélagi í MH, þar sem eitt af kosningalof- orðum okkar var að standa að innflutningi á er- lendu tónlistaratriði. Fyrst stóð til að flytja House of Love til landsins, en bandið hætti þremur dögum áður en það átti að koma hingað. Í kjölfarið fluttum við svo hljómsveitina Happy Mondays inn og það ævintýri varð eiginlega hálfskrautlegt. Mér var bolað úr skólanum og ég sem sagt hætti í MH upp úr þessu,“ segir Grím- ur. Þarna fékk Grímur nasaþefinn af bransanum og mörgum árum seinna stofnaði hann einmiðl- unarfyrirtækið Austur Þýskaland. „Þetta var árið 2000, þegar margmiðlunarfyrirtækin voru að ryðja sér til rúms. Þetta ár flutti ég inn Marc Almond og gaf út barnabók. Síðan hefur þetta rúllað áfram, en krafturinn verið meiri upp á síð- kastið. Ég hef staðið ásamt fleirum fyrir hátíð- um eins og Innipúkanum, sem er innihátíð í bænum um verslunarmannahelgina og tón- leikum innlendra og erlendra tónlistarmanna.“ Grímur segir sinn helsta kost og um leið galla vera að hann sé kraftmikill maður sem komi hlutum í verk. „Það hefur hentað vel að fá mig til að sinna ýmsum verkefnum. Ég hef fengist við alls konar hluti, til dæmis verið „road manager“ úti í heimi og hér á landi.“ Hvernig er þessi bransi í kringum tónleika- hald með erlendum listamönnum? Er mikil harka í honum? „Ég hef nú reynt að halda mig utan við þessi slagsmál, en mér finnst vera hálfgerður gull- graftarþefur af þessu öllu saman. Það eru alveg óteljandi aðilar sem hafa búið til hljómleika hérna, með misjöfnum árangri og misjafnlega faglegum vinnubrögðum. Ég hef fundið að það ríkir öfund og menn hafa tilhneigingu til að reyna að skemma fyrir hver öðrum. Mig langar ekki mikið til að taka þátt í því. Reyndar er frekar sjaldgæft að ferskir tón- listarmenn séu fluttir hingað inn. Jú, jú, það ger- ist, en þetta eru oft listamenn á síðari stigum ferils síns. Það er ekkert að því að hingað séu fluttir „gamlir“ listamenn sem enn eru starfandi og eru að senda frá sér nýjar plötur. En þetta þarf ekki allt að vera svona stórt í sniðum. Ég get ekki séð að Ísland beri 6–8 tónleika á ári fyr- ir 5–15 þúsund manns í hvert skipti. Að mínu viti vantar miklu meira af minni tónleikum, þótt það séu ekki nógu margir hentugir staðir fyrir þá hér á landi. Kannski einna helst Nasa, sem ég hef verið að nota undir mína tónleika. Austur- bæjarbíó væri fullkomið, ef hægt væri að stækka það þannig að 1.500 manns kæmust fyr- ir.“ Hafa sumir innflytjendanna kannski skemmt fyrir hinum, með frammistöðu sinni gagnvart útlendingum? „Ég veit það ekki. Auðvitað skemmir það þeg- ar menn eru í óábyrgu rugli. Þetta er atvinnu- grein og það er nauðsynlegt að viðhafa fagleg vinnubrögð. En ég held að orðspor íslenskra „prómótera“ sé engu að síður mjög gott, að svo miklu leyti sem ég þekki til. Sem dæmi má nefna Kára Sturluson. Menn eru ánægðir með hans störf ytra. En það mun skemma að hafa svona marga stóra tónleika á sama árinu. Ég sé ekki fyrir mér að það verði jafn mikið að gerast á næsta ári. Eftir svona bylgju er viðbúið að menn fari unn- vörpum á hausinn.“ Er þetta kannski auðveldara en menn halda, að standa í svona innflutningi? „Það held ég ekki. Þetta er fyrst og fremst mikil vinna, sem tekur tíma. Smám saman skap- ar maður sér velvild, sambönd og orðspor. Mað- ur þarf að liggja yfir hlutunum, nostra við þá og vera á tánum allan daginn. Auðvitað verður þetta rútína með tímanum.“ Hver eru lykilatriðin, sem þarf að huga að? „Ja, ég vil nú að þú takir fram að ég er ekki besserwisser í þessu og vil ekki vera að segja hvernig þetta á að vera. En fyrir mér er þetta fyrst og fremst spurning um að hafa áhuga á því sem maður er að gera. Ef maður hefur sannfær- ingu fyrir því að listamaðurinn sé góður er auð- veldara að selja tónleikana. Mikil vinna og gott skipulag skipta höfuðmáli.“ Hvaða tónleikum ertu stoltastur af? „Í minningunni er afskaplega gaman að því að hafa staðið í því að flytja inn Happy Mondays, þótt ég sé ekkert sérstaklega stoltur af þeim tónleikum sem slíkum. Mér hefur þótt vænst um að flytja inn frábæra listamenn á borð við Blonde Redhead og Lisu Ekdahl. Sömuleiðis verður gaman að flytja inn Sonic Youth, sem kemur í sumar, Antony and the Johnsons og auðvitað danska refinn sjálfan, Kim Larsen.“ Hvað er sem sagt á döfinni hjá þér? „Fyrsta bandið sem kemur er Antony and the Johnsons, 11. júlí. Það finnst mér déskoti gott. Að mínu mati er mikilvægt að hingað komi upp- rennandi listamenn sem eru jafn magnaðir og Antony. Þetta eru ekki stórir tónleikar, enda spilar hann almennt ekki á stórum stöðum. Miðasala er í fullum gangi núna. Svo spilar Sonic Youth 15. og 16. ágúst og miðasala á þá tónleika hefst 27. maí, en þeir sem kaupa sér miða á Antony geta tryggt sér miða um leið. Þá er það Kim Larsen, 26. og 27. ágúst. Þetta verða lokatónleikar á ferðalagi hans. Hann er með hljómsveitina Kjukken með sér og kunn- ugir segja að hann fari í gegnum allt sitt vinsæl- asta efni í gegnum árin. Larsen er miklu flottari en hann var þegar hann kom hingað og spilaði á Broadway á sínum tíma. Bandið er þéttara og öflugra og hann hefur náð til breiðari hóps. Neð- anjarðarliðið í Danmörku hefur tekið hann í sátt og hann er mjög virtur í bransanum. Þetta er „no logos“ kjaftæði. Ekkert „í boði þessa eða hins“ eða „Rás 2 kynnir“. Ekkert svoleiðis. „Ég er bara Kim Larsen og er að fara að spila hérna“. Hann er töffari. Alvörumaður.“ Kim Larsen er töffari Grímur Atlason er eldri en tvævetur í innflutningi tón- listarmanna og hefur ekki látið staðar numið, eins og Ívar Páll Jónsson komst að raun um. Morgunblaðið/Sverrir Grímur Atlason stendur í ströngu við innflutning tónlistarmanna í sumar. ivarpall@mbl.is Skráðu þig á bíó.is kl. 1, 4, 7 og 10 Sýnd kl. 1, 2, 4, 5, 7, 8, 10, 11 og 00.30 B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 2 og 4 m. ísl tali KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM  HL mbl l Sýnd kl. 8 og 11 B.I 16 ÁRA  Fréttablaðið  MORGUNBLAÐIÐ SJ. blaðið  Miðasala opnar kl. 12.30 Kvikmyndir.com  Sýnd kl. 1, 3.30, 5.45, 8 og 10.15     20.000 gestirá aðeins 7 dögum 20.000 gestir FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í KOMIN Í BÍÓ JENNIFER LOPEZ JANE FONDA FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA LEGALLY BLONDE JENNIFER LOPEZ JANE FONDA Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 20.000 gestirá aðeins 7 dögum MORGUNBLAÐIÐ Fréttablaðið  SJ. blaðið  Kvikmyndir.com  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í   20.000 gestir TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH - sýningar merktar með rauðu Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10. 45 (Kraftsýning) B.I 10 ÁRA Sýnd kl. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.