Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 67
Nýr og betriMiðasala opnar kl. 13.00
kl. 1.30, 4.30, 7.30 og 10.30 B.I 10 ÁRA kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.I 16 ÁRA
HL mbl
EINSTÖK UPPLIFUN
ÍSLENSK TÓNLIST Í 1000 ÁR
Sýnd kl. 2, 4 og 9
SK.dv
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 3, 6 og 9
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
MORGUNBLAÐIÐ
Fréttablaðið
20.000 gestir
20.000 gestirá aðeins 7 dögum
Frá framleiðendum
Lock Stock & Snatch
r fr l i
t t
Breskur glæpatryllir eins og þeir gerast bestir.
Svartur húmor, ofbeldi og cool tónlist með
Cult, Starsailor, FC Kahuna og Duran Duran.
20.000 gestir
- BARA LÚXUS
JENNIFER LOPEZ JANE FONDA
KOMIN Í BÍÓ
553 2075☎
Fréttablaðið
MORGUNBLAÐIÐ
SJ. blaðið
Kvikmyndir.com
Sýnd í kl. 2, 5, 8 og 10.40 B.I 10 ÁRA
20.000 gestirá aðeins 7 dögum
Sýnd kl. 2 m. ísl. talikl. 10.15 B.I 16 ÁRA
T H E INTERPRETER
Sýnd kl. 8
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR.
ATH - sýningar merktar með rauðu
FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRA
LEGALLY BLONDE
JENNIFER
LOPEZ
JANE
FONDA
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA I I Í
Sýnd í kl. 2, 4, 6, 8 og 10
DIARY OF A
MAD
BLACK
WOMAN
DOWNFALL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 67
NEMENDASÝNING
Ljósmyndaskóla Sissu
verður opnuð í dag
klukkan 14 á Hólmaslóð
6. Að þessu sinni sýna
nítján nemendur tæplega
200 myndir og „má þar
finna mikla fjölbreytni
enda kynnast þeir flest-
um hliðum ljósmyndunar
í náminu, s.s. portrett-,
frétta-, tísku-, landslags-
og auglýsingaljós-
myndun,“ að því er segir í
tilkynningu.
Ljósmyndaskólinn hef-
ur verið starfræktur frá
árinu 1997 og er því að
ljúka sínu áttunda starfs-
ári. Alls sækja skólann um tuttugu
nemendur ár hvert og stendur nám-
ið frá september til loka maí.
Mikil áhersla er lögð á að virkja
sköpunarkraft nemenda um leið og
þeim eru kennd fagleg vinnubrögð
og undirstöðuatriði í ljósmyndun.
Margir af helstu ljósmyndurum
landsins koma að kennslu við skól-
ann.
Hingað til hefur ljósmyndaskól-
inn haft aðsetur á Laugavegi 25 en
flytur nú í stærra og betra húsnæði
á Hólmaslóð.
Sýningin stendur yfir frá 28. maí
til 5. júní og er opin kl. 14–20 um
helgar og 16–20 virka daga.
Ljósmyndun | Nemendasýning
Ljósmyndaskóla Sissu opnuð í dag
Ljósmynd/Harpa Másdóttir
Ein myndanna á nemendasýningunni, sem
verður opnuð í dag. Ljósmyndaskóli Sissu er
fluttur á nýjan stað við Hólmaslóð.
Hægt er að skoða verk nemenda á
www.ljosmyndaskolinn.is/
nemendur05/
Sköpun og fagmennska
Smekkleysubúðin, sem er hjáKjörgarði, Laugavegi 59,hefur undanfarna mánuðirekið metnaðarfulla tón-
leikadagskrá um helgar. Sumardag-
skráin hefst í dag klukkan 15.00 og
óhætt að segja að blásið sé í herlúðra
en þá munu Nina Nastasia, söngva-
skáld frá Bandaríkjunum og tuv-
anska sveitin Huun Huur Tu koma
fram. Meðlimir Huun Huur Tu hafa
nú dvalið hér á landi síðan um miðj-
an maí en sveitin lék á upphafs-
dögum Listahátíðar eins og kunnugt
er. Tímann hér hafa þeir notað til
frístunda en einnig sóttu þeir Sigur
Rósar pilta heim í hljóðver þeirra í
Mosfellsbæ auk þess að hitta á Ninu
Nastasiu en hún hefur unnið með
sveitinni áður og munu meðlimir hennar aðstoða hana í
dag með hljóðfæraslátt.
Íslenskur faðir
Þetta er í fjórða skipti sem Nina kemur hingað til
lands en unnusti hennar og nánasti samstarfsmaður,
Kennan Gudjonsson, á íslenskan föður. Kennan hefur
haldið góðu sambandi við fjölskylduna hérlendis og má
m.a. heyra það á lýtalausum framburði hans á íslenskum
orðum, þó að málið tali hann ekki. Hér eru þau í fríi og
hitti blaðamaður á þau hjú síðastliðið fimmtudagskvöld á
efri hæð Sirkus og saup með þeim á öli. Í ljós kom að hér
var sannkallað sómafólk á ferðinni, yfirmáta kurteist og
meira en til í óformlegt og afslappað spjall en þannig
þróaðist þessi hittingur sem betur fer. Nastasia var
mjög indæl, dálítið feimin á meðan Kennan átti til að
koma með grallaraleg innskot. Návist þeirra beggja var
einkar þægileg.
Nina segir að tónleikarnir sem fram fara í dag hafi
verið ákveðnir með stuttum fyrirvara. Þau Kennan séu
hér á landi til að slaka á eftir mánaðartúr um Evrópu
sem er nýlokið en þau og Huun Huur Tu-limir tóku
nokkrar æfingar í Klink og Bank fyrir settið í dag.
Nastasia og Kennan búa á Manhattan en Nastasia
vakti verðskuldaða athygli fyrir fyrstu plötu sína, Dogs,
sem út kom árið 1999. Tónlistin þar er myrk, lágstemmd
og naumhyggjuleg en hún
og Kennan gáfu plötuna út á
eigin merki, Socialist Re-
cords, í 1.000 til 1.500 ein-
tökum (ekki 500 eins og víða
er staðhæft). Þau límdu um-
slögin saman sjálf og seldist
platan fljótlega upp, en
Nastasia hafði verið að geta
sér gott orð í New York árin
á undan með hljómleika-
haldi. Hún innsiglaði svo
gott orðspor með meist-
arastykkinu The Blackened
Air (2002). Auk fallegrar,
lágværrar raddar Ninu og
meðfylgjandi gítarplokki má
þar heyra strengi, sög og
mandólín. Ári síðar kom
Run to Ruin, sem er ekki
síðri og ef eitthvað er meira
„inn í sig“ en forverinn.
Dogs var svo endurútgefin á
síðasta ári af Touch & Go,
sem gefið hafði út hinar
tvær.
Ljúflingurinn Albini
Allar plöturnar hafa verið
unnar með hinum fræga
undirgrundarupptökustjóra Steve Albini. Nastasia og
Kennan lýsa honum sem einstökum ljúflingi og getur
blaðamaður staðfest þessa lýsingu á manninum. Engu að
síður er hann ávallt málaður upp sem hinn versti óþokki í
pressunni – hinni bresku þá einkanlega.
„Hann borðar ekki,“ segir Nastasia. „Þegar hann er
að taka upp vinnur hann og vinnur og vinnur og maður
þarf að stoppa hann af. Hann lifir á kaffi og hnetusmjör-
skexkökum.“
Einn af þeim sem hampaði Nastasiu mikið var John
heitinn Peel, útvarpsmaðurinn frægi. Nastasia segist
hafa spilað fjórum sinnum í þætti hans, og tvisvar sinn-
um haldið tónleika í Peel Acres, sem var heimili Peel ut-
an við London.
„Síðustu tónleikarnir voru einmitt með Huun Huur,“
rifjar Kennan upp. „Það var mjög sorglegt er hann lést.
Við hittum hann degi áður en hann fór til Perú í fríið sitt
örlagaríka. Drukkum með honum rauðvín heima hjá
honum og spjölluðum. Hann var alveg einstakur maður.“
Kennan segir að þau hafi einnig hitt Sigur Rósar
strákana og þeir hafi verið einkar viðkunnanlegir. Talið
berst nú um velli víða en svo fer að þau þurfa að drífa sig
aftur á æfingu. Auðsótt var hjá fótbrotnum blaðamann-
inum að fá skutl aftur á Sólvallagötuna, en þau hafa verið
á þeysingi um landið í litlum og huggulegum sendibíl.
Sómafólk.
Tónleikar | Nina Nastasia í Smekkleysubúðinni í dag
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Hjartað
hamast
Nina Nastasia og Huun Huur Tu leika í
Smekkleysubúðinni í dag.