Morgunblaðið - 28.05.2005, Qupperneq 68
68 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
LAG Sigur Rósar, „Ónefnt númer
3“, er lokalag nýjustu myndar
leikstjórans Greggs Arakis, Myst-
erious Skin, sem frumsýnd var á
Sundance-kvikmyndahátíðinni og
verið er að taka til sýninga vest-
anhafs um þessar mundir. Myndin
hefur fengið afar góða dóma, en
hún fjallar um tvo karlmenn frá
Kansas sem þurfa að horfast í augu
við kynferðislega misnotkun í
æsku. Robin Guthrie úr Cocteau
Twins og Harold Budd sjá um tón-
listina í myndinni að öðru leyti, en í
henni er einnig að finna lag með
hljómsveitinni Slowdive.
Ljósmynd/Bernadette Stallmeyer
Lagið hljómar á meðan þátttak-
endalisti myndarinnar birtist.
Sigur Rós
með lag í
Myster-
ious Skin
HVAÐ á fullorðið fólk að gera? Taka ábyrgð – það
er að vera fullorðinn. Og það besta sem hægt er að
gera er að taka ábyrgð á eigin hamingju. Það gerir
Daníel án þess að vita það. Dómararnir tveir eiga
erfiðara með það, en tekst það kannski að lokum.
Daníel nennir ekki að fylgja neinum reglum
nema sínum eigin. Hann vinnur við að spreyja
veggmyndir fyrir ástfangna menn á veggi Kaup-
mannahafnar, og forðast yfirvöld samfélagsins af
öllu tagi og megni, en er svo reyndar dæmdur fyrir
veggjakrot. Dag einn verður hann ástfanginn af
Franc bakarísafgreiðsludömu, og fyrr en seinna
verður hann að taka „alvöru“ fullorðinsákvörðun.
Margir hafa beðið spenntir eftir þessari nýju
mynd Dags Kára, enda eignaðist hann marga aðdá-
endur eftir fyrri bíómynd sína um Nóa albínóa.
Fullorðið fólk er bæði lík henni og ólík, og fólk hrif-
ið og miður hrifið eftir því. Formlega er hún vissu-
lega öðruvísi. Fyrst og fremst hefur Dagur Kári
ákveðið að taka myndina í svart/hvítu, og það sem
hyllingu við kvikmyndir sjöunda áratugarins.
Vissulega minnir utangarðsháttur Daníels örlítið á
Michel/Laszlo í A bout de souffle eftir Godard, þótt
formfestan í tökustílnum sé meira í ætt við það sem
Godard gerði seinna meir. Frásagnaraðferðin er
einnig öðruvísi, miklu lausari í rásinni og þannig
ekki jafnauðmeltanleg og hjá Nóa. Dagur segir þá
Rune Schjött hafa unnið handritið í brotum, og
þannig tengt saman skemmtileg atvik og stemn-
ingu og þannig hafi sagan myndast af sjálfu sér.
Satt er að sagan og framvindan er ekki svo sterk,
heldur er stemningin það sem kemur sterkast í
gegn og situr eftir. Það þarf síður en svo að vera
galli, enda fjallar myndin um fólk í leit að réttu leið-
inni líkt og við flest, og gengur algerlega upp sem
slík. Þegar ég sá Nóa á sínum tíma hafði ég þó
sterkt á tilfinningunni að hún væri skrifuð úr slík-
um brotum þó vissulega sé sagan sterkari.
Til að mynda andstöðu við Daníel hinn ábyrgð-
arlausa/ábyrgðarfulla, er sögð saga af dómaranum
sem dæmir hann fyrir veggjakrotið. Hann er einn
af þeim sem fylgir lögum samfélagsins en hefur
ekki tekið ábyrgð á eigin hamingju. Um sama leyti
og Daníel stimplar sig inn í samfélagið með bros á
vör, stimplar dómarinn sig út. Mér fannst undir
lokin að sagan af dómaranum væri farin að taka of
mikið pláss. Degi er umhugað um að fara óhefð-
bundnar leiðir í frásögn – sem er svo sannarlega
hressandi og fleiri mættu reyna – og hluti af því er
þá kannski að púsla ekki inn á „réttum“ stöðum
vissum há- og lágpunktum í handritinu. Kannski
það sé ástæðan fyrir yfirtöku dómarans undir lok
myndarinnar. En ég verð að segja að ég hreinlega
saknaði aðalpersónanna, sem voru svo sjarmerandi
og skemmtilegar, full af húmor og krúsílegheitum.
Var hin skemmtilega persóna, Afi, ekki líka næg
andstaða við Daníel? Vinurinn sem svo mikið elskar
lög og reglur að hans æðsti draumur er að gerast
fótboltadómari? Kannski að hann hefði bara nægt
sem andstaða? Eða áttu dómarinn og frú að tákna
mögulegan „hamingjustatus“ Daníels og Francs
framtíðarinnar ef þau væru löghlýðnu týpurnar?
Líkt og í Nóa eru persónur myndarinnar bæði
skemmtilega skringilegar, en um leið sérlega
mannlegar og heillandi. Daníel og Franc eru gerð
fyrir hvort annað, og örlögin sjá til þess að þau geta
lifað áfram saman í værukærri hamingju. Afi er
einstaklega skemmtileg persóna, þótt hann sé
kannski ekki jafn andlega aðlaðandi og unga parið.
Leikararnir standa sig allir frábærlega og ekki síst
fannst mér gaman að sjá þá fínu leikkonu Bodil
Jörgensen í hlutverki móður Francs, konunnar
sem elskar unga menn í búningum og áfenga gosið
sitt.
Sem fyrr segir er stemningin það sem einna
helst stendur upp úr. Hún er ekki síst sköpuð með
skemmtilegum og létt absúrd húmor Dags Kára,
sem hefur sérlega naumt auga og ríkt hugmynda-
flug fyrir skondnum uppákomum. Þessi húmor er
undirstrikaður með værukærri tónlist Slowblows,
og ekki síst skemmtilegri kvikmyndatöku Manuel
Alberto Claro. Hún er skemmtilega hrá, en um leið
úthugsuð og áhrifarík. Bæði úr og í stíl við kvik-
myndatökulega uppreisn byrjunar sjöunda áratug-
arins, þegar hafna átti allri formfestu.
Mér finnst Fullorðið fólk skemmtileg mynd. Það
er gott þegar fólk gerir myndir sem það sjálft lang-
ar að sjá í bíó, það smitar út frá sér, auk þess sem
það ætti að vera útgangspunktur kvikmyndagerð-
armanna, frekar en önnur óæðri og algengari
markmið. Það er líka gaman að vera glaður að sjá
íslenska bíómynd, það gerist því miður of sjaldan.
En það verður bara að segjast að Dagur Kári er að
gera bíó sem er alvöru og virkar.
Lífið spilað eftir eyranu
KVIKMYNDIR
Háskólabíó og Sambíóin
Leikstjórn: Dagur Kári. Handrit: Dagur Kári og Rune
Schjött. Kvikmyndataka: Manuel Alberto Claro.
Aðalhlutverk: Jakob Cedergren, Tilly Scott Pedersen,
Nicolas Bro, Nicolaj Kopernikus, Bodil Jörgensen og
Morten Suurballe.
Fullorðið fólk (Voksne mennesker)
„Líkt og í Nóa eru persónur myndarinnar bæði skemmtilega skringilegar, en um leið sérlega mann-
legar og heillandi,“ segir í dómi um Voksne mennesker.
Hildur Loftsdóttir
Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með
Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira
Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.
Voksne Mennesker kl. 6 - 8.10 og 10.10
Crash kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16
The Hitchhiker´s Guide... kl. 5.45 - 8 og 10.20
The Jacket kl. 5.45 - 8 og 10.20 b.i. 16
The Motorcycle Diaries kl. 10
Maria Full og Grace kl. 8 b.i. 14
Vera Drake kl. 5,40
Í hraða lífsins kemur að því að
við rekumst á hvert annað
lí i í
i
Kvikmynd eftir
Óskarsverðlaunahafann, Paul
Haggis (“Million Dollar Baby”).
Sláandi og ögrandi mynd sem
hefur fengið einvala dóma.
ROGER EBERT
ROLLING STONE
S.K. DV.
FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI
ALHEIMSINS HEFST
ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR
Fyrsta stórmynd sumarsins
DV MBL
DV
Frábær og léttleikandi
rómantískgamanmynd með Debra
Messing úr „Will &Grace“ þáttunum
Debra Messing Dermot Mulroney i t l
MBL
FURÐULEGASTA ÆVINTÝRI
ALHEIMSINS HEFST
ÞEGAR JÖRÐIN ENDAR
Fyrsta stórmynd sumarsins
ROGER EBERT
S.K. DV.
Í hraða lífsins kemur að því að við rekumst á hvert annað
ROLLING STONE
Capone XFM
Capone XFM