Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 69
Í kvöld kemur dúettinn Lady& Bird fram á tónleikum íÍslensku óperunni á vegum
Listahátíðar í Reykjavík.
Lady & Bird er skipaður
þeim Barða Jóhannssyni og
Keren Ann en samnefnd plata
þeirra kom út árið 2003 og
vakti mikla athygli, bæði hér á
landi og á meginlandi Evrópu
þar sem Keren Ann er mjög
virt á tónlistarsviðinu.
Þau Keren Ann og Barði hafa
brallað margt fleira saman en
Lady & Bird – hann hefur til að
mynda aðstoðað hana við upp-
tökur á sólóplötu hennar og
hún kom að gerð síðustu plötu
Bang Gang. Þar að auki hafa
þau sett saman tónlist við heim-
ildamyndir.
Barði og Keren voru svo
kurteis að hitta mig að máli og
svara nokkrum spurningum um
Lady & Bird og tónleikana sem
verða annað kvöld. Keren
mætti með stór, dökk sól-
gleraugu eins og franskri
stjörnu er einni lagið en Barði
var órakaður og … við skulum
bara segja að hann hafi verið
að skemmta gestum kvöldið áð-
ur.
Hvernig kynntust þið?„Við kynntumst á bar í
París fyrir sex árum. Barði var
að skemmta sér með einhverri
hljómsveit og ég var að fagna
eftir tónleika á sama bar.“
Vissuð þið hvort af öðru?
„Ég hafði heyrt af Barða en
við þekktumst ekki neitt.“
Og var það ákveðið á staðn-
um að þið mynduð vinna sam-
an?
„Já. Við ákváðum að búa til
tónlist saman. Þetta var hvorki
formlegt né skipulagt en við
ákváðum að vinna saman og áð-
ur en við vissum af höfðu tvær
verur króað okkur af úti í
horni.“
Hvaða tvær verur voru það?
„Lady og Bird!“ svarar Barði.
Hvernig spyr ég! Þú Keren
værir þá „Lady“ ekki satt?
„Stundum. Stundum er ég
„Lady“ og stundum er ég
„Bird“, það veltur á ýmsu.“
Hvernig kom nafnið til?
„Það kom til okkar. Þetta er
heiti á frægu lagi frá áttunda
áratugnum og við viljum trúa
því að lagið hafi komið til okk-
ar með þessar tvær verur í far-
teskinu.“
Kemur ykkur vel saman í
hljóðverinu eða rífist þið mikið?
„Við rífumst mikið við aðra
en okkur tveimur kemur mjög
vel saman.“
Og hvort ykkar stýrir ferð-inni?
„Við stýrum okkur sjálf og
styðjum hvort annað. Þegar
annað okkar verður úrvinda
tekur hitt við. Það er það góða
við að vera í hljómsveit, við
getum unnið miklu lengur en
alla jafna þegar maður er
einn.“
Platan ykkar var bæði tekin
upp hér og í París, ekki satt?
„Hún er tekin upp í Reykja-
vík, París, Brussel, Súðavík,
Kópavogi og á Hellu.“
Af hverju Súðavík?
„Af hverju ekki?“ spyr Barði
eðlilega á móti og Keren heldur
svo áfram: „Vegna þess að það
eru bara sjö hús á Súðavík og
svo er hægt að kaupa kaffi á
bensínstöðinni sem rann út árið
1989.“
Við á Íslandi stöndum í þeirri
trú að Barði sé vinsæll í Frakk-
landi. Er það rétt?
„Hann er líklega frægari í
Frakklandi en hér. Hann er
samt ekki frægur á þann hátt
að fólk þekki hann úti á götu
en þannig er það líka með mig.
Fólk veit af okkur og tónlist
okkar þó að það viti ekki
hvernig við lítum út. Barði er
ótrúlega hæfileikaríkur tónlist-
armaður og hann nýtur virð-
ingar í Frakklandi fyrir hæfi-
leika sína.“
Hversu langt viljið þið farameð Lady & Bird?
„Við skipuleggjum ekki neitt
fram í tímann. Okkur finnst
gaman að búa til tónlist og það
er það eina sem skiptir máli.
Við komum saman þegar við
erum í fríi og búum til tónlist.
Hvað gerist í framtíðinni varð-
ar okkur lítið um.“
Hvað getið þið sagt mér um
tónleikana á morgun í Óp-
erunni?
„Við komum fram með fimm-
tán stúlkna kór, Monika Abend-
roth leikur undir á hörpu og
sérstakur gestur, Þorgeir Guð-
mundsson, öðru nafni Toggi,
lítur inn og syngur með okk-
ur.“
Kynntust á bar í París
AF LISTUM
Höskuldur Ólafsson
Morgunblaðið/Þorkell
Barði og Keren Ann, öðru nafni Lady & Bird: Hún segist stundum vera
Lady, stundum Bird og sama gildir væntanlega um hann.
hoskuldur@mbl.is
Tónleikar Lady & Bird í Íslensku
óperunni hefjast í kvöld klukkan
20.00. Miðaverð er 2.500 krón-
ur.
’Vegna þess að þaðeru bara sjö hús á
Súðavík og svo er
hægt að kaupa kaffi
á bensínstöðinni sem
rann út árið 1989.‘
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 69
EIN umtal-
aðasta og
rómaðasta
mynd sem
komið hefur
frá Bretlandi
í háa herrans
tíð er fanta-
krimminn
Layer Cake.
Hér er um ekta breskan glæpamynd
að ræða; mynd sem sögð er sverja sig
í ætt við myndir Guy Ritches; Lock,
Stock and Two Smoking Barrels og
Snatch.
Í myndinni leikur aðalhlutverkið
Daniel nokkur Craig, sem flestir
þekkja úr myndum eins og Road To
Perdition og Löru Croft. Í Layers
Cake, sem byggist á skáldsögu J.J.
Connolly, leikur hann sigldan eitur-
lyfjasala sem hyggst láta af þeirri
ólöglegu iðju sinni. Það reynist hins-
vegar þrautinni þyngra eftir að hann
fellur fyrir rangri konu og flækist inn í
alþjóðlegan eiturlyfjahring.
Craig hefur slegið í gegn með
frammistöðu sinni í myndinni og fyrir
vikið er hann nú einn af þeim nefndur
hefur verið sem næsti James Bond.
Layer Cake er fyrsta mynd hins
bandaríska Matthew Vaughn, fyrrum
samstarfsmanns Ritchies. Þótti hann
sýna svo góð tilþrif í leikstjórastólnum
að hann var fenginn til að leysa af
Bryan Singer við gerð þriðju X-Men-
myndarinnar.
Frumsýning | Layer
Cake
Breskur
krimmi
ERLENDIR DÓMAR
Roger Ebert The Times BBC Metacritic.com 73/100
New York Times 80/100
Variety 80/100
Daniel Craig þykir hörku-
fínn í Layer Cake.
AKUREYRI KEFLAVÍKKRINGLANÁLFABAKKI
ELISHA
CUTHBERT
CHAD MICHAEL
MURRAY
BRIAN
VAN HOLT
PARIS
HILTON
JARED
PADALECKI
Sýningatímar 28. maí
HOUSE OF WAX kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
HOUSE OF WAX VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
CRASH kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 1.30 - 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
THE WEDDING DATE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
HOUSE OF WAX kl. 3.30 -5.45 - 8 - 9.15 - 10.20 - 11.30 B.i. 16
THE WEDDING DATE kl. 5 - 7 - 8
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 10
THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6
THE JACKET kl. 10.30 B.i. 16
SAHARA kl. 6 - 8.15
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2 - 4
THE PACIFIER kl. 2 - 4
House of Wax
kl. 5.50 - 8 - 10.10
Star Wars - Episode III
kl. 2- 5 - 8 - 10.45
The Pacifier kl. 2 - 4
HOUSE OF WAX kl. 8 - 10
THE WEDDING DATE kl. 8 - 10
HITCHHIKER´S GUIDE... kl. 6
THE ICE PRINCESS kl. 4 - 6
SVAMPUR SVEINSSON kl. 4
Sjóðheit og sláandi góð hrollvekja með hinni umdeildu djammstelpu, Paris Hilton, Elisha Cuthert úr Girl Next Door og 24 þáttunum
og Chad Michael Murray úr One Tree Hill Þáttunum. Stranglega bönnuð innan 16 ára.
Hetja. Þjóðsögn. Svampur Byggð á metsölubókClive CusslerByggð á metsölubókClive Cussler
Kvikmyndir.is
Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann!
Kvikmyndir.is
H Á D E G I S B Í Ó 400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL.12 Á SUNNUDAGINN Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI