Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 72

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. DAVÍÐ Oddsson utanríkis- ráðherra opnaði með formlegum hætti í gær nýja verksmiðju Lýsis hf. í Örfirisey í Reykjavík. Verk- smiðjan þykir tæknilega mjög full- komin og sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Hún uppfyllir meðal annars kröfur um lyfjafram- leiðslu sem að sögn Katrínar Pét- ursdóttur, framkvæmdastjóra Lýs- is, færir framleiðslu fyrirtækisins nær lyfjageiranum og skapi enn frekari tækifæri til markaðs- setningar á vörum Lýsis. Með verksmiðjunni tvöfaldast fram- leiðslugeta fyrirtækisins. | 12 Morgunblaðið/Golli Stærsta verksmiðja sinnar tegundar BJÖRN Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur falið Ragnheiði Bragadóttur, pró- fessor við lagadeild Háskóla Íslands, að semja drög að lagafrumvarpi á þeim ákvæðum sem eru um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Þetta tilkynnti Björn á morgunverðarfundi með fulltrúum félagasamtaka og stjórnvalda sem aðgerðarhópur gegn kynbundnu ofbeldi efndi til í gær. Fjöldi fólks sótti fundinn og mátti merkja ánægju í salnum með yfirlýsingu Björns. Ekki víst að allir verði sammála Aðgerðahópurinn lagði nýverið fram drög að aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi en dómsmálaráðherra hefur nú þegar látið alls- herjarnefnd Alþingis vita að ráðuneytið hafi hug á að vinna úr þessum tillögum. Björn árétt- aði þó að endurskoðun á kynferðisbrotakaflan- um þyrfti að byggja á traustum refsiréttarleg- um grunni og taka mið af alþjóðlegri þróun auk íslenskrar lagahefðar. Hann sagði framtak að- gerðahópsins mikilsvert og sagðist fús til frek- ara samstarfs þótt ekki væri víst að allir verði sammála um breytingar á hegningarlögum. Björn benti á að víða hafi komið fram ábend- ingar um nauðsynlegar breytingar og að tekið sé mið af þeim. Þannig hafi hann m.a. falið refsi- réttarnefnd að fjalla um hvort nauðsynlegt sé að setja sérstaka löggjöf um heimilisofbeldi. Löggjöf um kynferðisof- beldi verður endurskoðuð Morgunblaðið/Eyþór Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneyti, flutti erindi á fundinum. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is VERKEFNIÐ „Karlar til ábyrgðar“ verður endurvakið en það var lagt niður vegna fjár- skorts fyrir nokkrum árum. Þetta kom fram í máli Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneyt- isstjóra í félagsmálaráðuneytinu, á fundi um aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi í gær. Tveir sálfræðingar höfðu umsjón með verk- efninu á sínum tíma en tugir heimilisofbeld- ismanna leituðu sér aðstoðar og gaf það góða raun. Verkefnið stóð aðeins yfir til tilraunar í tvö ár. Á fundinum í gær kynnti aðgerðahópur til- lögur sínar um hvernig megi bæta umhverfi þolenda kynferðis- og heimilisofbeldis. Í að- gerðaáætluninni er m.a. bent á að úrræði fyrir ofbeldismenn verði að vera virk til að mögu- legt sé að dæma menn til meðferðar eða virða þeim það til refsilækkkunar. Ragnhildur sagði að félagsmálaráðuneytið hefði ákveðið að veita sex og hálfa milljón til verkefnisins og að undirbúningur væri þegar hafinn. „Karlar til ábyrgð- ar“ endurvakið ÍSLENSKIR æðaskurðlæknar æða- skurðlækningadeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi kenna nú kollegum sínum víðs vegar að úr Evr- ópu. Alþjóðlegt námskeið í æðaskurð- lækningum hófst í gær og lýkur í dag. Stjórnandi námskeiðsins er Stefán E. Matthíasson, yfirlæknir deildarinnar. Íslensku æðaskurðlæknarnir sýna beitingu nýrrar aðferðafræði við teng- ingar á gerviæðum sem hannaðar eru til að minnka viðnám æða og æðateng- inga. Tæknimenn á heilbrigðistækni- sviði LSH voru með gagnvirka sjón- varpssendingu í æfingabúðir í Blásölum á sjúkrahúsinu í Fossvogi í gær. Þar var sýnt í háskerpusjónvarpi frá aðgerð sem byrjaði kl. 10.00 í gærmorgun og stóð í tvær klukkustundir. Kennararnir voru þannig í beinu sambandi við alla sem sátu námskeiðið. Í framhaldi af út- sendingunni fóru síðan fram æfingar í saum og öðrum þáttum sem tengdust þessu. Æðaskurðlækningar í beinni Morgunblaðið/Sigurður Jökull Gagnvirk sjónvarpssending var frá æðaskurðlækningadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss á námskeið læknanna sem fram fór í æfingabúðum í Blásölum. LATIBÆR hefur gert samning við Disney fjöl- miðlafyrirtækið um dreif- ingu á sjónvarpsþáttaröð- inni í Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Var samningurinn undirritaður á Hótel Loft- leiðum af þeim Ágústi Frey Ingasyni, fyrir hönd Lata- bæjar, og Olivier Brémond, fyrir hönd Disney. Vinsælast í Kanada „Disney er einn þekktasti framleiðandi skemmtiefnis í heiminum, og er þetta því mikil viðurkenning fyrir Latabæ,“ sagði Kjartan Már Kjartansson við þetta tæki- færi. Sagði hann aðstand- endur Latabæjar vinna nú að því að koma þáttaröðinni í sýningu í sem flestum löndum, en nú þegar sýna sjónvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum, Kanada og Suð- ur-Ameríku þættina. „Latibær hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur,“ sagði Kjartan. „Til dæmis náði þátturinn að verða þriðja vinsælasta barna- efnið í Argentínsku sjón- varpi á átta dögum, og ein- um mánuði eftir að sýningar hófust í Kanada var þátturinn í fyrsta sæti yfir vinsælustu barna- þætti.“ Skapari og þekktasti íbúi Latabæjar, heilsufrömuður- inn Magnús Scheving, gat ekki verið viðstaddur und- irritunina, en hann er nú staddur í Finnlandi þar sem unnið er að sölu þáttanna til finnskrar sjónvarps- stöðvar. | 16 Semur við Disney GREININGARDEILD Landsbanka Ís- lands reiknar með því að fasteignaverð muni hækka um 10% út þetta ár. Þá spáir deildin mun minni hækkun fasteignaverðs á næsta ári en verið hefur, eða 5% yfir árið í heild. Í síðustu viku spáði Greining Íslandsbanka að fasteignaverð myndi hækka um 15% fram á næsta ár en verðið muni staðna árið 2007. Greiningardeild Landsbankans segir að þeir sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð standi augljóslega höllum fæti við þær að- stæður sem verið hafa á fasteignamarkaði. Svo virðist sem verðhækkanir á fasteigna- markaði hafi „étið upp allan ávinning stórs hluta ungs fólks af lækkun vaxta og leng- ingu lánstíma“. Væntingar um minni hækkanir  Spá 10% | 16 STJÓRNIR Samvinnulífeyrissjóðsins og lífeyrisjóðsins Lífiðnar hafa undir- ritað viljayfirlýsingu um sameiningu sjóðanna frá og með næstu áramótum. Eignir sameinaðs sjóðs verða um 52 milljarðar króna og félagar eru um tíu þúsund. Ársfundir beggja sjóðanna voru haldnir í gær á sama tíma og kom þar fram að stefnt er að sameiningu sjóðanna um áramótin. Er gert ráð fyrir aukaársfundi í hvorum sjóði um sig í nóvembermánuði. Stefna að sameiningu um áramót ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti slasað- an vélsleðamann upp á Langjökul á tíunda tímanum í gærkvöldi, og lenti með hann við Landspítala – háskólasjúkrahús á tólfta tímanum. Að sögn læknis var líðan hans góð við komuna og hann ekki mikið slasaður. Óhappið varð ekki fjarri jökulrótunum, við skálann Jaka, og að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er talið að maðurinn hafi farið fram af brún og lent harkalega. Félagar mannsins tilkynntu Neyðarlínunni um slys- ið, og var þegar tekin ákvörðun um að senda þyrlu eftir manninum, auk þess sem björg- unarsveitir og lögregla voru kvödd til. Vélsleðaslys á Langjökli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.