Morgunblaðið - 29.05.2005, Side 47

Morgunblaðið - 29.05.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 47 HUGVEKJA Allt frá því að RÚV tókað sýna frá Evró-visjón-söngkeppninni,sem mun hafa veriðupp úr 1966, hef ég verið mikill aðdáandi alls sem henni viðkemur. Og sat í íslensku dómnefndinni 1988, þegar Céline Dion fór með sigur af hólmi. Í seinni tíð hefur áhuginn þó far- ið dvínandi. Ástæðan er sú, vil ég meina, að keppnin stendur ekki lengur undir nafni. Laglínan er orðin aukaatriði, sjóið allt um kring tekið við aðalhlutverkinu. Ekki er mér kunnugt um hve- nær lestin fór út af sporinu, e.t.v. vegna þess, að umferðarslysinu er ekki lokið, atburðurinn ekki orðinn að fullu. Það gæti útskýrt neista- flugið sem fylgt hefur ákveðnum söngatriðum undanfarin ár. Flug- eldasýninguna. Rússneska glæsi- kvendið Marija Naumova, sem var fulltrúi Lettlands árið 2002, er ágætt dæmi um þetta. Þar sigraði kabarett, en ekki melódía þótt hún væri raunar með betra móti. Svip- að var upp á teningnum ári síðar, 2003, þegar Sertab Erener og dansflokkur hennar færði Tyrk- landi 1. verðlaunin. Það var teater. Að ekki sé minnst á framlag Úkra- ínu 2004, þar sem Ruslana Lyzh- ichko og félagar slógu í gegn. Að hlýða á þá tónsmíð í útvarpi, án hins sjónræna þáttar, er í einu orði sagt ömurlegt. Þá fyrst áttar mað- ur sig. Og gott ef einhverjir þátttak- enda árið 2005 voru ekki gangandi auglýsingar um brjóstastækkanir og annað því tengt. Ekki bætir úr skák eftiröpunin, þar sem iðulega er leitað á sömu mið og gáfu vel af sér árið áður. Moldavía féll í gryfjuna núna, sem og Rúmenar, berjandi trumbur af öllum stærðum og gerðum. Enn aftar í sögunni varð ekki þverfótað fyrir unglingsstúlkum, jafnvel börnum, eftir að Sandra Kim hreppti gullið; þetta mun hafa ver- ið 1986. Og þannig mætti lengi áfram telja. Að þessu sögðu var ánægjulegt hvað maltnesku söngkonunni gekk vel í ár, einni, þéttri á velli og óstuddri á sviðinu. Í því leyndist vonarneisti, um að einhvers staðar væri enn hlustað á lagið eingöngu, eins og forðum. Það sem er í gangi þessa stund- ina í hinni gamalgrónu Evróvisjón er það, að verið er að fela lélega söngva með því að vefja þá inn í glæsiumbúðir, litfagran pappír. Þetta er vel þekkt úr hinu daglega lífi mannskepnunnar, og yfirleitt kallað að slá ryki í augu fólks, í þessu tilviki að vísu glimmeri. Tak- markið er eitt og hið sama, að blekkja, leiða athyglina frá kjarna málsins, hinu raunverulega inni- haldi. Þetta er húmbúkk, ef eitt- hvað verðskuldar að heita svo. Við sjáum þetta alls staðar, ekki bara á skjánum í maí. Litað, kol- sýrt sykurvatn er auglýst, eins og þar sé um ómissandi veigar að ræða. Markhópurinn er líttmót- aðar og áhrifagjarnar sálir. Aðrar vörur flestar eru matreiddar á lík- an hátt, þar sem gefið er í skyn að ekki eða tæpast sé hægt að komast af án þeirra. Og við tökum hugs- unar- og möglunarlaust þátt í dansinum um gullkálfinn, enda- lausri dýrkun mammons. En í raun og veru ætti þetta ekki að skipta okkur neinu máli. Jörðin mun ekki nema staðar í himin- geimnum eða farast, þótt ein- hverjar gostegundir lognist út af, eða rifnar gallabuxur hverfi af markaðnum. Eða einhver standist þá freistingu að kaupa nýjan bíl, sem kostar „aðeins“ nokkrar millj- ónir. Okkur er þörf á að staldra að- eins við og rétta kúrsinn. Þessi til- vera á nefnilega ekki bara að snú- ast um veraldlega hluti. Okkur er stefnt annað og lengra og hærra. Væri ekki hyggilegt, í ljósi þess, að velta aðeins fyrir sér þeim málum, í staðinn fyrir að gefa hinu bröltinu allan tíma og orku? Um hyrningarsteininn í þeirri byggingu, um leiðsögumanninn og skipstjórann í þeirra andans för, orti Aurelíus Ambósíus biskup í Mílanó (4. öld) á eftirfarandi veg, í þýðingu Sigurbjörns Einarssonar: Skaparinn stjarna, Herra hreinn, sem hverri sálu lýsir einn, Kristur, sem allan leystir lýð, líknsamur vorum bænum hlýð. Mæddi þinn hug vor mikla neyð, með oss þín heilög elska leið, þú vildir frelsa veröld þá, er villt og sek í myrkri lá. Þú komst með dögun, Drottinn hár. Sem dimman flýr við morgunsár, eins breiddist ljós þitt bjart um heim, brosir allt líf í geisla þeim. Þú ert það orð, sem allt er frá og öllu ráða og stjórna má, það föður orð, sem flutt þá var, er fæddist ljós og stjörnurnar. Eins muntu síðast, Drottinn dýr, dæma það allt, sem með oss býr, og skapa nýjan, hreinan heim. Hjálpa þú oss á degi þeim. Himnar og jörðin hneigi þér, helja og allt, sem skapað er. Viljinn þinn góði, valdið þitt, veki og lífgi hjartað mitt. Þarf að segja eitthvað meira? Glimmer Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða öllu heldur Dans- og kjólasýningin mikla, eins og hún ætti fremur að kallast, er nýafstaðin. Sigurður Ægisson ger- ir í pistli dagsins að umtalsefni eitt og annað sem læra má af téðu fyrirbæri, ef grannt er skoðað. sigurdur.aegisson@kirkjan.is Scierra fluguveiðipakki - einhenda Stöng í 3 hlutum fyrir línu 6, 7 eða 8. Large arbour diskabremsuhjól frá Scierra. Scierra Avalanche flotlína fylgir ásamt baklínu, taumi og taumatengi. Einnig kastkennsla á DVD með Henrik Mortensen. Frábært tilboðsverð aðeins 19.900 Scierra fluguveiðipakki - tvíhenda Stöng í 4 hlutum. Val á milli 12.6 og 14 feta. Scierra large arbour diskabremsuhjól, Scierra skothaus og rennilína frá Henrik Mortensen, baklína og sökktaumur. Kastkennsla á DVD með Henrik Mortensen fylgir. Frábært tilboðsverð aðeins 29.900 Simms Guide Gore- tex vöðlur ásamt Simms L2 skóm. Belti fylgir. Verð aðeins 39.900 Simms Lightweight Gore-tex vöðlur. Simms L2 skór og belti. Verð aðeins 31.900 Simms Freestone öndunarvöðlur. Simms Freestone skór og belti. Verð aðeins 23.900 Scierra Blackwater vöðlur, Scierra Ipac skór með nöglum. Belti og taska Verð aðeins 31.900 VÖÐLUPAKKAR Á TILBOÐI Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin Scierra Aquatex öndunarvöðlur og regnstakkur ásamt Scierra Greyhound skóm. Verð aðeins 24.990 Scierra MBQ öndunarvöðlur ásamt Scierra Greyhound skóm. Verð aðeins 16.995 Ron Thompson Aqusafe öndunarvöðlur ásamt Scierra Greyhound skóm Verð aðeins 17.995 Ron Thompson Classic Pro neoprenvöðlur með filtsóla og styrkingu á hnjám. Góð vöðlutaska fylgir. Verð aðeins 9.995 Opið í dag Sjá nánar á veidihornid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.