Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AKUREYRINGAR eru nokkuð ánægðir með bæinn sinn, ef marka má könnun IMG Gallup á lífskjörum íbúa á Akureyri annars vegar og höfuð- borgarsvæðinu hins vegar sem kynnt var í gær. Íbúar á Akureyri eru ánægð- ari með veðurfar og vegasamgöngur innanbæjar en höfuðborgarbúar og telja hættu vegna glæpa og ofbeldis mun minni en á höfuðborgarsvæðinu. Akureyringar telja auðvelt að fá pláss fyrir börn á leikskólum og nokkuð auð- velt að komast að hjá dagmæðrum. Þeir eru sífellt ánægðari með gæði grunn- og framhaldsskóla bæjarins og meta stöðuna á húsnæðismarkaðnum betri en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þá eru Akureyringar ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins með þjón- ustu við aldraða og þjónustu heilsu- gæslunnar. Þá hefur orðið jákvæð þró- un varðandi aðstöðu til tómstunda- og íþróttaiðkunar. Það er helst að höfuð- borgin hafi vinninginn þegar kemur að launakjörum, atvinnuöryggi, starfi við hæfi, fjölbreytni í atvinnulífinu og hvað varðar úrval menningarviðburða og vöru og þjónustu. Úrtakið í könnunni, sem unnin var fyrir Akureyrarbæ, var handahófsvalið úr þjóðskrá, 750 manns á Akureyri og 800 manns á höfuðborgarsvæðinu. Svarhlutfall var 53,7% og sagði Sigríð- ur Ólafsdóttir hjá IMG Gallup að það svarhlutfall væri í lægri kantinum. Ár- ið 2000 var gerð sambærileg könnun á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu og árið 2002 voru sömu spurningar lagðar fyrir íbúa á Akureyri. Könnunin nú var gerð í mars sl. Höfuðborgarsvæðið aðalsam- keppnissvæði Akureyrar Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að könnunin sýndi að Akureyri væri vænt bæjarfélag og að viðhorf íbúa almennt til samfélagsins væri já- kvætt. „Að mínu mati er mikil ánægja meðal Akureyringa með það að búa hérna en þessi niðurstaða þýðir þó ekki að við höfum ekki einhver verk að vinna til að bæta þetta samfélag enn frekar. Ég tel að þessi könnun nýtist okkur sem erum ráðin til að vinna fyrir bæjarbúa og eða kjörin til að fara með mál þeirra.“ Kristján Þór sagði að höfuðborgar- svæðið væri aðal samkeppnissvæði Akureyrar og því væri nauðsynlegt að nýta grunn þessarar könnunar til að styrkja samkeppnisstöðu bæjarins. Í könnuninni nú kemur þó fram að mun færri íbúar á Akureyri myndu flytja á höfuðborgarsvæðið en fyrir 3 og 5 ár- um. Áhugi á útlöndum og Austurlandi hefur að sama skapi aukist. Sigríður Stefánsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri bæjarins, sagði að nið- urstöður könnunarinnar yrðu notaðar í kynningarstarfi út á við og kynntar í einstökum stofnunum og deildum bæj- arins. Þær verði jafnframt nýttar til að bæta enn þjónustu og ímynd bæjarins, m.a. með það að markmiði að fjölga íbúum. Bæjarstjóri gat þess að sam- kvæmt tölum frá manntali bæjarins hefði íbúum fjölgað um 180 manns það sem af er ári og hann áætlar að bæjar- búum fjölgi allavega um 250 manns á árinu. Um 10% Akureyringa ánægðir með launakjör sín Hlutfallsleg hækkun meðallauna á Akureyri samkvæmt könnunum IMG Gallup á tímabilinu mars 2000 til sama mánaðar í ár er 47% en á sama tímabili hefur launavísitalan hækkað um 38%. Rúmlega 46% íbúa höfuðborgarsvæð- isins sögðu launakjör sín vera góð en aðeins 10,6% íbúa Akureyrar. Það er þó hækkun um 7% í bænum frá mæl- ingunni 2000. Í mars sl. voru meðallaun á höfuðborgarsvæðinu 273 þúsund krónur samkvæmt könnuninni en 236 þúsund á Akureyri. Í könnuninni kemur fram að hlutfall íbúa á Akureyri sem eru ánægðir með veðurfarið er um 95% á móti um 70% íbúa höfuðborgarsvæðisins. Akureyr- ingar meta möguleika sína á að eignast hentugt húsnæði meiri en íbúar höfuð- borgarsvæðisins, eða rúmlega 81% á móti um 44% íbúa höfuðborgarsvæð- isins. Kynntar niðurstöður könnunar á lífskjörum á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu Akureyringar eru ánægðari með veðrið og samgöngur innanbæjar Bæjarstjórinn gerir ráð fyrir að íbúum bæjarins fjölgi um 250 manns á árinu Eftir Kristján Kristjánsson krkr@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Lífskjarakönnun kynnt Sigríður Ólafsdóttir frá IMG Gallup, Sigríður Stef- ánsdóttir markaðs- og kynningarstjóri Akureyrarbæjar, og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri kynntu niðurstöður lífskjarakönnunarinnar. AKUREYRI SUÐURNES Gatnagerð | Þrír aðilar buðu í umfangsmiklar framkvæmdir í Naustahverfi III, gatnagerð og lagnir, en tilboðin voru opn- uð í vikunni. G. Hjálmarsson hf. bauðst til að vinna verkið fyrir rúma 121 milljón króna, eða 99% af kostnaðaráætlun. GV Gröfur ehf. buðu tæpar 125 milljónir króna, um 102%, og Icefox ehf. bauð 187 milljónir króna, eða tæplega 153%. GV Gröfur sendu einnig inn frá- vikstilboð og var það jafnframt lægsta tilboðið, hljóðaði upp á um 117,5 milljónir króna, eða um 96% af kostnaðaráætlun, sem hljóðaði upp á um 122,5 milljónir króna. Frávikstil- boðið felst í því að Akureyrar- bær leggi til fyllingarefni og neðraburðarlagsefni úr nám- um bæjarins, í innan við 6 km fjarlægð frá verkstað, mælt aðra leiðina. Tónleikar | Funk-hljóm- sveitin Mimoun frá Hollandi verður með hádegistónleika í Ketilhúsinu í dag kl. 12. Mimo- un flytur litríka tónlistar- blöndu sem samanstendur af austurlenskri og lýrískri balkantónlist og arabískum sambarythma. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Saskja Meijs, fiðla, Mark Tuinstra, gítar, loops, cavaquinho, Mar- cel Krömker, bassi og Sjahin Düring, ýmis afríkönsk áslátt- arhljóðfæri. Tónleikarnir taka um 50 mínútur og er aðgangs- eyrir kr. 1.000. Útihraðskákmót | Skák- félag Akureyrar heldur hrað- skákmót í göngugötunni í dag, föstudag, og hefst það kl. 15 við Bókabúð Jónasar, sem veitir verðlaun til keppninnar, en keppt er um farandbikar.       Reykjanesbraut | Skilti sem á stendur „820 íbúðir í bygg- ingu“ hefur verið sett upp við Reykjanesbrautina til móts við Tjarnahverfi í Innri Njarðvík þar sem mikil uppbygg- ing fer nú fram. „Við viljum vekja athygli þeirra sem eiga leið hjá á að þarna er fimmta stærsta sveitarfélag landsins í stórsókn í byggingum,“ segir Viðar Már Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar, um ástæður auglýsingarinnar. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Vekja athygli á uppbyggingunni Reykjanesbær | Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögur arkitekta að deili- skipulagi nýs 500 íbúða hverfis í framhaldi af Tjarnahverfi í Innri- Njarðvík. Þar verður lögð áhersla á að bjóða einbýlishúsalóðir enda er fjöldi fólks á biðlista eftir slíkum lóð- um. Í Tjarnahverfi eru rúmlega 500 íbúðir í byggingu og runnu allar lóð- irnar fljótt út þegar þær voru aug- lýstar. Framkvæmdir standa nú yfir og er reiknað með að fyrstu íbúarnir flytji inn í næstu viku. Í haust tekur þar til starfa nýr grunnskóli, Akur- skóli, og fyrir er leikskóli. Tveir áfangar Eftir að lóðunum í Tjarnahverfi var úthlutað hélt eftirspurnin áfram, sérstaklega eftir einbýlishúsalóðum, að sögn Viðars Más Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, og því var farið að huga að næsta hverfi. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að byggðin færist smám saman að Vogastapa, milli sjávar og Reykja- nesbrautar. Hverfið sem nú hefur verið skipulagt og sent til auglýsing- ar gengur undir vinnuheitinu Dals- hverfi vegna þess að hluti þess er í Leirdal. Að sögn Viðars er hverfinu skipt í tvennt. Í fyrri hlutanum, sem er nær Reykjanesbrautinni, verða um 300 íbúðir, mest í einbýlishúsum. Í seinni hlutanum eru um 200 íbúðir til við- bótar. Viðar Már segir að allt bendi til að unnt verði að hefja úthlutun lóða í lok ágúst. Deiliskipulag Dalshverfis með 500 íbúðum samþykkt Keflavík | Mikill áhugi virðist vera á því að taka þátt í gerð kvikmyndarinnar Flags of our Fathers en atriði í hana verða tekin upp í Krýsuvík og Sand- víkum á Suðurnesjum. Þörf er á um 500 ungum karlmönnum til að leika bandaríska hermenn í myndinni og segir Andrea Brabin hjá Eskimo, sem undir- býr val á leikurunum fyrir bandaríska kvikmyndaframleið- andann, að aðsóknin sé svo mikil að líkur séu á að fjöldinn náist auðveldlega. Tökur hefjast fyrir miðjan næsta mánuð og standa viku af september. Um 200 manna hóp- ur þarf að vera allan þann tíma við tökurnar og fær hann sér- staka þjálfun en 300 til við- bótar verða skemur. Áheyrnarprufur hafa verið í Keflavík og á Keflavíkur- flugvelli og stöðugur straumur er til Eskimo í Reykjavík. Þeg- ar rætt var við Andreu voru komin yfir 800 nöfn á blað. Andrea segir að þörf sé á ákveðnum hópi manna sem þekki til hermennsku og vonast hún til að fá 150 atvinnuher- menn úr varnarliðinu til að taka þátt. Þá þurfa að vera að minnsta kosti 25 menn sem geti leikið japanska hermenn. Er því leitað sérstaklega að mönn- um af asískum uppruna, bæði hjá varnarliðinu og hér á landi. Um fimmtán aukaleikarar þurfa að segja eina eða fleiri línur og hefur verið leitað til íslenskra leikara í því sam- bandi. Leitað að japönskum leikurum á Íslandi Keflavík | Sjúklingum af Suður- nesjum sem lagðir eru inn á Land- spítala – háskólasjúkrahús í Reykjavík hefur stöðugt fækkað undanfarin ár. Á árinu 2002 voru að meðaltali 46 sjúklingar á Land- spítalanum á degi hverjum, árið eftir voru þeir 30 og á síðasta ári voru aðeins 18 sjúklingar af Suðurnesjum inniliggjandi þar. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vekur í frétt á heimasíðu sinni at- hygli á þessum upplýsingum. Þar kemur fram að til skamms tíma hafi verið fjölmennur hópur sjúk- linga af Suðurnesjum á Landspít- ala – háskólasjúkrahúsi á hverjum degi. Í framtíðarsýn HSS hafi ver- ið sett það markmið að breyta þessu og auka nærþjónustu við íbúa í heimabyggð. Góður árangur hafi náðst í því eins og tölurnar sýni. „Það er jákvæð þróun og hag- kvæm fyrir samfélagið að geta veitt íbúum svæðisins almenna sjúkrahúsþjónustu í heimabyggð, í öruggum höndum starfsfólks Heil- brigðisstofnun Suðurnesja,“ segir á heimasíðunni. Færri Suðurnesja- menn á Landspítala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.