Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 44
Dagbók
Í dag er föstudagur 8. júlí, 189. dagur ársins 2005
Víkverji var á dög-unum staddur á
Shellmóti í Eyjum þar
sem níu og tíu ára gutt-
ar öttu kappi í knatt-
spyrnu. Mótið hefur
fyrir löngu skapað sér
fastan sess í huga 6.
flokksdrengja og var
nú haldið í 22. skiptið.
Þetta er sannkölluð
fótboltaveisla frá
morgni til kvölds, í
heila fimm daga, og
fátt til sparað í móts-
haldinu hjá Eyjamönn-
um.
Víkverji gladdist yfir
góðu gengi sinna manna, sem var
reyndar langt umfram væntingar,
auk þess sem veðrið var bara ágætt.
Að vísu smávindur og smárigning en
ekkert miðað við síðasta ár þegar
rokið, rigningin og kuldinn voru í
öndvegi. Hið eina sem skyggði á
gleði Víkverji þessa daga var að upp-
götva hvað metnaður og kappsemi
getur byrgt harðfullorðnu fólki sýn.
Mót af þessu tagi eru í raun orðin
keppni foreldra miklu frekar en leik-
ur milli ungra og efnilegra knatt-
spyrnukappa, enda viðurkenndu
mótshaldarar að þeir hefðu aldrei
upplifað jafn erfitt mót þar sem
klögumálin gengu á víxl og óánægja
með keppnisfyrir-
komulagið blossaði
upp.
Víkverji man þá
daga er hann stundaði
fótbolta í yngri flokk-
unum að foreldrar
voru varla sjáanlegir.
Ef einhverjir mættu á
æfingu eða leik voru
hinir sömu litnir horn-
auga og guttarnir hálf-
partinn skömmuðust
sín fyrir nærveru
pabba gamla eða
mömmu, hvað þá afa
eða ömmu. Nú fylgja
foreldrar börnum sín-
um undantekningalítið í alla leiki og
standa hrópandi á hliðarlínunni. Allt
er þetta gott og blessað en fólk verð-
ur að kunna sér takmörk þegar kem-
ur að kröfum um árangur og háttvísi
utan vallar. Víkverji varð vitni að
ótrúlegri hegðun harðfullorðins
fólks á þessu Shellmóti og er Eyja-
mönnum vorkunn að þurfa að kljást
við þetta fólk. Að standa í karpi og
rífast yfir styrkleika og úrslitum í
leikjum tíu ára gutta er auðvitað
með ólíkindum. Eyjamenn ætla að
endurskoða mótshaldið og vonandi
verður foreldrum haldið sem mest
frá. Shellmótsmenn mættu einnig
íhuga að stytta þessa ágætu keppni.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Reykjavík | Síðasta föstudagsflipp skapandi sumarstarfa verður í dag milli
kl. 13 og 15. Flippað verður á ýmsum stöðum í miðbæ höfuðborgarinnar. Það
er um að gera að skella sér í bæinn og upplifa kraft og sköpunargleði unga
fólksins. Tónleikar verða víðs vegar um bæinn, til dæmis í Apótekinum, Iðnó,
á Lækjartorgi, í verslun Sævars Kars. Einnig verður Götuleikhúsið á ferð-
inni og hægt verður að skoða ljósmyndir og myndlist. Nánari upplýsingar um
dagskrána er að finna á www.hitthusid.is.
Föstudagsflipp
í miðbænum
Ljósmynd/Jorri
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Gleð þú sál þjóns þíns, því að til þín, Drottin, hef ég sál mína.
(Sálm. 86, 4.)
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Í DAG FESTI ÉG HÖFUÐIÐ
Í RUSLADALLI
ÉG SKIL
SVO FESTI ÉG RUS-
LADALLINN Í RUSLATUNNU
JÁ, JÁ
TUNNAN FESTIST SVO Í RUSLAGÁMI
VINDUM
OKKUR BARA
STRAX AÐ ÞVÍ
ÞEGAR RUSLIÐ
VAR URÐAÐ
ÉG ER
ORÐIN ÞREYTT
Á AÐ VERA
HUNSUÐ!
SVONA FÆRÐU ÞIG FRÁ
PÍANÓINU ÞVÍ ÉG ÆTLA AÐ
SPARKA Í ÞAÐ
HVÍ?
MÉR LÍÐUR STRAX BETUR
ÉG TRÚI EKKI AÐ
MAMMA HAFI SENT MIG Í
SUNDKENNSLU
HÉR STEND ÉG KLUKKAN
NÍU AÐ MORGNI OG
FRÝS Í HEL.
ÞAÐ EINA SEM GÆTI VERIÐ
VERRA VÆRI AÐ ILLKVITTNA
BARNFÓSTRAN MÍN...
STJÓRNAÐI
ÞESSUM
SUNDTÍMA
HÆ
KALVIN
HJÓNABÖND ERU BARA
FYRIR TURTILDÚFUR!
PSSST... ÉG VISSI
EKKI EINU SINNI AÐ
FUGLAR FÆRU Á
STEFNUMÓT
ÉG ELTI BARA JEPPA,
ÞEIR VERÐA FYRR
BENSÍNLAUSIR
EF ÉG ÆTLA MÉR AÐ SKRIFA BÓK ÞÁ
ÞARF ÉG AÐ GEFA MÉR TÍMA TIL ÞESS
ÉG ÞYRFTI
AÐ FÁ ÞIG TIL
AÐ HJÁLPA
MÉR
JÁ, ENDILEGA
ABBY, BARA
NEFNDU ÞAÐ
GÆTIRÐU
SVÆFT
KRAKKANA Á
ÞRIÐJUDAGINN?
EN ÞÁ
MISSI ÉG AF
BRÁÐA-
VAKTINNI
EF ÉG SÉ
KÓNGULÓARMANNINN...
ÞÁ GENG ÉG
FRÁ STJÓRANUM
BÍDDU, ÞÚ
HEYRÐIR
HVAÐ HANN
SAGÐI
VERTU
RÓLEGUR,
HANN SÉR
MIG EKKI
ÞVÍ ÉG
VERÐ Í
GERFI PETER
PARKER