Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 27

Morgunblaðið - 08.07.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 27 MENNING Í ÁR eru liðin 36 ár frá því að stjórnarráðslögin voru sett og miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélagi og atvinnuháttum án þess að heildstæð endurskoðun á lögunum hafi farið fram. Í þeim er m.a. kveðið á um að ráðuneyti megi hvorki stofna né leggja niður nema með lögum og að þau skuli leggjast óskipt til eins og sama ráðherrans. Verkefni ráðuneyta eru aftur ákveðin með reglu- gerð. Íslensk stjórnsýslu- og lagahefð byggist á danskri hefð. Á hinn bóginn höfum við Ís- lendingar farið allt aðra leið en Danir í skipulagi stjórnar- ráðsins. Þeir hafa ekki fest skipulagið í lög og það er því sveigjan- legra en það íslenska. Grundvallarmunurinn liggur í valdi danska forsætisráðherrans en hann er hvorki bund- inn af lögum né reglu- gerðum við skiptingu málefna milli ráðu- neyta og ákvörðun um fjölda þeirra, né held- ur af þrýstingi frá öðrum aðilum. Ákvörðun hans byggir á pólitískum sjónar- miðum við myndun ríkisstjórna, s.s. sam- ræmingu sjónarmiða í fjölflokka ríkisstjórn, jöfnun væg- is stjórnarflokkanna, stefnu- yfirlýsingum þeirra, kröfum frá hagsmunaaðilum og kröfum frá stjórnsýslunni sjálfri. Með mál- efnaskiptingunni eru þannig póli- tískar áherslur á hverjum tíma lagðar og hún ákvarðar bæði verkaskiptinguna innan stjórn- sýslunnar sjálfrar og pólitíska og lagalega ábyrgð ráðherra. Þróun stjórnsýslunnar á Íslandi fram að setningu stjórnarráðslag- anna einkenndist að mörgu leyti af sömu forsendum og þróun dönsku stjórnsýslunnar og byggð- ist ekki á ákveðinni stefnumótun. Það breyttist hins vegar nokkuð með tilkomu laganna. Þau sköp- uðu festu innan Stjórnarráðsins enda þótt þau hafi nú leitt til stöðnunar og ósveigjanleika og nauðsynlegt sé að ráðast í endur- skoðun þeirra sem fyrst. Það er því fagnaðarefni að forsætisráð- herra boðaði breytingar á stjórn- sýslu ríkisins í þjóðhátíðarræðu sinni 17. júní sl. Stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur miðað að aukinni fag- legri stjórnun, einfaldari og skýr- ari stjórnsýslu og eflingu ráðu- neyta svo þau geti betur sinnt því stefnumótunar- og eftirlitshlut- verki sem þeim er falið sam- kvæmt lögum. Sameining atvinnuvegaráðuneytanna hefur verið lengi í umræðunni, háværar kröfur eru uppi um sameiningu úti í atvinnulífinu og nú hefur hugmyndin aftur fengið byr undir báða vængi í íslenskum stjórn- málum með yfirlýsingu forsætis- ráðherra og þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar haustið 2004. Ætla má að ef að ráðuneytin sameinuðust myndi það vinna gegn einum stærsta galla ís- lenskrar stjórnsýslu, smæðinni, sem aftur leiðir til þess að stofn- anir og ráðuneyti standa veikar að vígi gagnvart utanaðkomandi áhrifum. Í nýju ráðuneyti fengju og nýjar og ört vaxandi atvinnu- greinar sinn fasta samastað í stjórnkerfinu til jafns við aðrar atvinnugreinar. Auk þess væri ráðuneytið betur í stakk búið til að sinna því stefnumótunar- og eftirlitshlutverki sem því er ætl- að. Smæð íslenskra ráðuneyta gerir það að verkum að þau standa á stundum máttvana gagnvart sterkum hagsmuna- samtökum t.d. innan landbúnaðar og sjávarútvegs, en hagsmunasamtök í þeim geirum hafa lengi verið svo öflug hér á landi að þau hafa nánast getað sagt stjórnvöldum fyrir verkum. Sú var t.d. raunin þegar kvótakerfinu var komið á árið 1983, en færð hafa verið rök fyrir því að það hafi verið valið á grund- velli þess að hags- munaaðilar í sjávar- útvegi gátu sætt sig við það en ekki sem valkostur ríkisvalds- ins. Áður en ákvörð- un var tekin hafði ekki farið fram ítar- leg rannsókn á kost- um eða göllum kvóta- kerfisins, stjórnmála- flokkar höfðu enga stefnu í málinu og Al- þingi því sem næst engin áhrif á þá stefnu sem tekin var. Þegar kerfinu var komið á var sjávarútvegsráðuneytið fá- mennt, þegar þannig háttar er oft erfitt fyrir ráðuneyti að bregðast við óvæntum atburðum eða sinna stefnumótunarhlutverki sínu og þurfa þau þá að leita út fyrir veggi sína eftir sérfræðiráðgjöf. Þetta virðist geta haft það í för með sér að eiginlegt vald og stefnumótun færist úr höndum löggjafar- og framkvæmdavalds til hagsmunaaðila. Hin langa töf sem orðin er á sameiningu atvinnuvegaráðuneyta skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta lagi eru ráðuneyti hér mörg og smá. Sterkir hagsmunaaðilar hafa viljað halda í sérráðuneyti. Þetta veikir ráðuneytin og fámennið leiðir til vandkvæða sem stafa af því að hlutföll milli þess sem stjórnar og þeirra sem stjórnað er eru skekkt og ráðuneyti því ekki í stakk búin til þess að sinna yfirstjórnunarhlutverki sínu á fullnægjandi hátt. Þessi veika staða stjórnsýslunnar hefur svo leitt til þess að hún stendur ekki eins traustum fótum gagnvart áhrifum hagsmunaaðila. Í öðru lagi er stjórnsýslan einnig veik gagnvart þinginu sem stafar af því að þingið var búið að koma sér tryggilega fyrir innan valda- kerfisins áður en regluveldi þró- aðist í opinberri stjórnsýslu hér á landi. Er sameining atvinnuvegaráðu- neytanna þá möguleg? Já, því nú fer saman vilji löggjafa, fram- kvæmdavalds og aðila atvinnulífs- ins, auk þess sem stefna stjórn- valda hefur miðað að því að auka faglega stjórnun og gagnsæi inn- an stjórnsýslunnar sem og að efl- ingu ráðuneytanna sjálfra. Eitt atvinnuvega- ráðuneyti: Hindranir sem ryðja þarf úr vegi Ingibjörg Jónsdóttir fjallar um stjórnarráðslögin Ingibjörg Jónsdóttir ’Íslensk stjórn-sýslu- og laga- hefð byggist á danskri hefð. Á hinn bóginn höfum við Íslendingar far- ið allt aðra leið en Danir í skipulagi stjórnar- ráðsins.‘ Höfundur er stjórnsýslufræðingur (MPA). UMRÆÐAN Lübben í Spree-skógi, suður afBerlín í Þýskalandi, mættikalla Feneyjar Þýskalands. Í borginni, sem er í gamla Austur- Þýskalandi, eru nefnilega mikil vatna- og grasasvæði þar sem bátar sigla um á ánni Spree. Þessu lýsir myndlistarmað- urinn Einar Þor- steinn fyrir mér en hann er einn þeirra tíu lista- manna sem taka þátt í Aquame- diale 2005 sam- sýningu í Lübb- enborg. Sýningin er haldin fyrir tilstilli Herberts Schirmers, síðasta menntamála- ráðherra Austur- Þýskalands og er „sýningin tilraun til að ná til fólks í þessum landshluta með nútímalist“. Markmiðið er því að reyna að afmá gamla hugsun sem enn er að vissu leyti við lýði.    Sýningin var opnuð 17. júní ogkoma listamennirnir frá átta löndum, þar á meðal frá Kína, Rúss- landi og Ísrael. Tákn sýningarinnar er verk frá Frakklandi, fljótandi augu í ánni, en öll verkin eru ofan á, ofan í eða við ána. Verk Einars heitir „Mæling ljós- hraðans í vötnum Lübbenborgar“ og tengist það mikilli umræðu sem farið hefur fram í Berlín og Pots- dam vegna Einsteinsársins svokall- aða. „Ég mæli ljóshraðann í vatninu og reyni að svara spurningunni hvort það skipti okkur einhverju máli að vita hver hann er,“ útskýrir Einar. Verkið er sett þannig fram að rauðum hljóðgjafa hefur verið komið fyrir á göngubrú yfir ána Spree og sendir hann hljóð bæði undir brúna og í gegnum rör upp á brúna. Hljóðgjafinn tengist síðan málmtæki sem liggur þvert yfir botn árinnar en þar ná endarnir til sólarljóssins tvisvar á dag og þá fer mælingin fram. Á meðan flytur hljóðgjafinn 30 mínútna upplestur Einars á vísindakenningum sem tengjast því er fram fer í vatninu. Þar kynnir listamaðurinn meðal annars til leiks nýja kenningu, LKA-kenninguna eða „Lübben- borgar kraftajafnvægiskenningu alheimsins“.    Hann segir ummerki gamla kerf- isins enn áberandi í Austur-Þýska- landi og að það hafi komið sér mjög á óvart hvað fólk er fjarri nútíman- um í hugsun. „Fólkið á þessu svæði hugsar öðru vísi en sunnar í landinu. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu máli en það er töluverður munur. Að mínu mati er markmið sýning- arinnar að benda mönnum á nýjar hugsanir og nýjar leiðir. Ekki síst þess vegna valdi ég þetta þema, til að útvíkka hugmyndir fólks,“ út- skýrir Einar.    Sýningin stendur fram í miðjanseptember en stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. Áhugi fólks hefur verið afar mik- ill og er sýningin góð viðbót við blómstrandi ferðamannaiðnað Lübbenborgar. Einar hefur þegar farið í þrjú útvarpsviðtöl og segir aðra listamenn einnig mikið í fjöl- miðlum. „Það er mjög skemmtilegt að taka þátt í svona tilraun. Þarna er verið að takast á við gamla heila- þvott Austur-Þýskalands og það tekur eflaust ákveðinn tíma,“ segir Einar og líkir listalífinu við ástand- ið á Íslandi á fjórða og fimmta ára- tugnum þegar íhaldssamar hug- myndir Jónasar frá Hriflu voru áberandi. Vísindaleg nútímalist ’Ég mæli ljóshraðann ívatninu og reyni að svara spurningunni hvort það skipti okkur einhverju máli að vita hver hann er.‘ AF LISTUM Vala Ósk Bergsveinsdóttir Verk Einars Þorsteins „Mæling ljóshraðans í vötnum Lübbenborgar“. valaosk@mbl.is Einar Þorsteinn HANN sparaði ekki kraftana listdansarinn og danshöf- undurinn Jordi Gali, liðsmaður belgíska dansflokksins Victoria, á mikilli danshátíð í katalónsku borginni Barce- lona í vikunni. Dagskráin var liður í dansveislu sem hald- in var í fjölmörgum borgum víðsvegar um heim á sama tíma. Reuters Dansað af lífs og sálar kröftum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.