Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 48
Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878
Geirmundur Valtýsson
og hljómsveit
í kvöld
Í TILEFNI af 75 ára afmæli Sól-
heima ætlar Leikfélag Sólheima að
bjóða landsmönnum að sjá leikþátt-
inn um baráttu Sesselju Hreindísar
Sigmundsdóttur, stofnanda Sól-
heima, á morgun kl. 15.00 í Íþrótta-
leikhúsinu.
Ein af feluhetjum Íslands
Sesselja var einungis 28 ára
gömul þegar hún stofnaði Sólheima
en það var árið 1930. Hún kom vel
menntuð til Íslands eftir að hafa
stundað nám í uppeldisfræðum er-
lendis. Edda Björgvinsdóttir leik-
kona hefur verið með annan fótinn
í Sólheimum undanfarin ár. Hún
segir að Sesselja sé ein af felu-
hetjum Íslands og frumkvöðull á
sínu sviði á Norðurlöndum. „Fyrstu
börnin komu til hennar á afmæl-
isdaginn hennar, 5. júlí 1930. Hún
hafði fengið sjálfboðaliða til að að-
stoða sig við að byggja Sólheima-
húsið og kirkjan studdi einnig við
starfið.“ Börnin og Sesselja bjuggu
í tjöldum fram í nóvember sem að
sögn Eddu voru hituð með vatni úr
hver. „Síðan þá hefur ýmislegt
gerst. Mest áberandi er lífræna
ræktunin, listræna starfið og
blöndunin en leiklistarstarfið hefur
verið í öndvegi í 74 ár,“ segir Edda
um starfsemina í Sólheimum fyrr
og nú.
Um helgina verður fluttur leik-
þáttur í Sólheimum sem tileinkaður
er Sesselju: „Dramatískasti hluti
starfsins hennar var baráttan fyrir
því að fá að halda þessu starfi
gangandi,“ segir Edda en leikþátt-
urinn fjallar um þessa baráttu.
Fyrir fimm árum var hann frum-
sýndur á 70 ára afmæli Sólheima.
Leikarar í sýningunni endurspegla
samfélagið í Sólheimum að sögn
Eddu en þar leika saman fatlaðir,
ófatlaðir, börn og fullorðnir. „Sess-
elja reyndi að hafa samfélagið eins
eðlilegt og mögulegt var og hún
lagði mikla áherslu á listsköpun.
Þetta litla samfélag, sem blandað
var fötluðum og ófötluðum, þótti
svo torkennilegt og sérstakt.“
Eins og að labba
inn í Disney-mynd
Eftir viku verður Kaffi-
húsakabarett sumarleikhússins
sýndur í kaffihúsinu Grænu könn-
unni á Sólheimum. Þar verða tekin
nokkur lög úr Hárinu og Latabæ
og hefst sýningin kl. 15. Edda segir
að síðustu dagar hafa farið í und-
irbúning á sýningunum sem fram-
undan eru. Hún hvetur alla þá sem
ekki hafa komið í Sólheima til að
drífa sig að koma og upplifa
galdrana sem þar er að finna. „Að
koma hingað er eins og að labba
inn í Disney-mynd þar sem gleði og
hjartahlýja ræður ríkjum. Það vita
þeir sem áður hafa komið og von-
andi að sem flestir líti við á Sól-
heimum næstu tvær helgar.“
Margt er að skoða á staðnum og
til dæmis er Sólheimakirkja nývígð.
Hún er opin almenningi alla daga
en næsta sunnudag verður leiðsögn
um kirkjuna milli kl. 15.30 og 18.00.
Leiklist | Leikfélag Sólheima heiðrar minningu Sesselju
Stofnandi og frumkvöðull
Morgunblaðið/RAX
Uppsetning Leikfélags Sólheima á Latabæ fékk frábærar viðtökur.
Leikþáttur sem tileinkaður er minningu Sesselju, stofnanda Sólheima, verður sýndur á morgun á Sólheimum.
Eftir Guðrúnu Birnu Kjartansdóttur
gudrunbirna@mbl.is
48 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Í FRÉTTATILKYNNINGU frá
Nýlistasafninu segir m.a. eftirfar-
andi: „Welove er hópur erlendra
og íslenskra listamanna sem kem-
ur saman á Íslandi í nafni vinátt-
unnar til að lifa, skapa og elska.
Sköpunarferlið er jafn mikilvægt
og sjálf útkoman. Við vinnum með
kaótík, hraða, greddu og glimrandi
fjör. Í hópnum eru bæði villtir
náttúruunnendur og tryllt partí-
dýr.“
Hér er um að ræða bæði ís-
lenska og erlenda listamenn, fólk
sem hefur sýnt saman erlendis,
a.m.k. að hluta til en kemur nú
saman hér heima til að vinna í
skemmtilegu samstarfi. Lista-
mennirnir eru Tammo Rist, David
Schumm, Piotr Wolf, Jan Molzber-
ger, Lisa C.B. Lie, Voin de Voin,
Joseph Marzolla, Julie Coutureau,
Berglind Ágústsdóttir og Ásgrím-
ur Már Friðriksson. Að íslensku
listamönnunum undanskildum er
áhorfendum látið það eftir að ráða
í þjóðerni listamannanna, en þeir
virðast allir vera af evrópskum
uppruna af nöfnunum að dæma.
Nú var ég svo heppin að heyra út-
varpsviðtal Jórunnar Sigurð-
ardóttur við Berglindi Ágústs-
dóttur í tilefni sýningarinnar og
það kom mér því ekki á óvart þeg-
ar ég fór að skoða að sýningin er
hugsuð sem ein heild, verkin eru
ómerkt og engin leið að sjá hvað
er eftir hvern. Mikil áhersla var
lögð á flæðishugsun bæði hvað
varðar sköpunarferli og framsetn-
ingu verka og sú hugsun skilar sér
vel á sýningunni.
Undanfarin ár hafa ungir mynd-
listarmenn lagt nokkuð upp úr því
að hafa það gaman saman, lifa og
leika í senn og helst fá áhorfendur
til að taka þátt í fjörinu, a.m.k. að
nafninu til. Hvort það tekst er síð-
an misjafnt en hér hefur tekist
með ágætum að ná fram markmið-
inu um hressilega, lifandi og mátu-
lega hráa og grófa sýningu, sem
snertir marga fleti. Þrátt fyrir
áhersluna á skemmtilegheitin fer
ekki á milli mála að hér eru alvar-
legir listamenn á ferð sem liggur
margt á hjarta, hvort sem um er
að ræða stöðu trúarinnar í sam-
félaginu, tengsl manns og náttúru,
framtíð málverksins, innrás tækn-
innar í mannlegt samfélag eða
áhrif tungumálsins á mannleg sam-
skipti svo eitthvað sé nefnt. Þetta
er sérstaklega kraftmikil sýning
þar sem kæruleysisleg framsetn-
ing sumra verkanna nær ekki að
fela alvöruna að baki. Áhorfandinn
tekur auðveldlega þátt í og finnur
vel fyrir þeim sköpunarkrafti og
eldmóði sem liggur til grundvallar.
Spurningin sem vaknar við skoð-
un sýningarinnar er síðan sú hvort
þessi „gamansami“ hugsunarháttur
listamanna af yngri kynslóðinni
fari ekki bráðum að renna sitt
skeið, eða hvort hér sé um kyn-
slóðabundið fyrirbæri að ræða sem
endurtekur sig jafnan með nýjum
kynslóðum. Það er ekki í tísku að
gera listaverk sem eiga að endast.
„Ég kæri mig ekki um að gera ein-
hver mónument,“ sagði t.a.m. Mar-
grét Blöndal listakona í viðtali en
list hennar er dæmigerð fyrir það
besta sem þessi ónefnda liststefna
kemur fram með, listin sem byggir
á fagurfræði hversdagsins, á að
finna hið ljóðræna, dularfulla,
kraftmikla og ekki síst skemmti-
lega í daglegu umhverfi. Í áð-
urnefndu viðtali sagði Berglind
Ágústsdóttir m.a. að sýningin ætti
að vera dálítið eins og að fara í
kaffi til vina, afslöppuð og allt í
lagi þó ekki sé búið að taka til.
Slík heimsókn heppnast einmitt vel
þegar listamenn af mörgu þjóðerni
koma saman, þá erum við laus við
þá sjálfhverfu sem getur hugs-
anlega myndast þegar listamenn af
sama bakgrunni vinna saman á
svipaðan hátt.
Þetta partí hefur tekist vel og
þó að um mjög ólíka listamenn sé
að ræða nær sýningin sem heild að
skapa eitt lifandi listaverk sem
nær tökum á áhorfandanum og
skemmtir honum um leið.
Morgunblaðið/Eyþór
„Spurningin sem vaknar við skoðun sýningarinnar er síðan sú hvort þessi
„gamansami“ hugsunarháttur listamanna af yngri kynslóðinni fari ekki
bráðum að renna sitt skeið, eða hvort hér sé um kynslóðabundið fyrirbæri
að ræða sem endurtekur sig jafnan með nýjum kynslóðum.“
List með kaffinu
MYNDLIST
Nýlistasafnið
Samsýning tíu listamanna.
Til 24. júlí. Opið frá miðvikudegi til
sunnudags frá kl. 13–17.
WeloveIceland
Ragna Sigurðardóttir
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
9. júlí kl. 12.00:
Bjørn Andor Drage, orgel
10. júlí kl. 20.00:
Norski organistinn Bjørn
Andor Drage leikur norska
og franska orgeltónlist.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
31. starfsár, 2. júlí - 7. ágúst 2005
www.sumartonleikar.is
Laugardagur 9. júlí:
Kl. 14:00 Erindi í Skálholtsskóla:
Hljómeyki í 20 sumur
Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og
Rúnar Einarsson
Kl. 14:55 Tónlistarsmiðja unga fólksins í
Skálholtsskóla
Kl. 15:00 Sönghópurinn Hljómeyki:
Verk eftir Jórunni Viðar, staðartónskáld 2005
Kl. 17:00 Nordic Affect:
Í kjölfar sónötunnar
Tónlist frá frumdögum barokksins
Sunnudagur 10. júlí:
Kl. 15:00 Nordic Affect:
Endurtekin dagskrá frá laugardegi
Kl. 17:00 Guðsþjónusta:
Heyr þú oss himnum á
í úts. Önnu Þorvaldsdóttur frumflutt.
Einnig flutt tónlist af tónleikum helgarinnar.
Fréttir í
tölvupósti