Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 49 MENNING SÝNINGIN „Skrímsl – óvættir og afskræmingar“ var opnuð um síð- ustu helgi í Listasafninu á Akureyri. Um er að ræða úrval listaverka sem Úlfhildur Dagsdóttir, bókmennta- fræðingur og kennari við Listahá- skóla Íslands, hefur valið úr eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og nokkurra lista- manna á Íslandi. Alls 49 verk eftir 23 listamenn. Spannar sýningin tæpa öld, þ.e. íslenska nútímalistasögu, en þorri verka er þó nær okkar tíma. Verk frá fyrri hluta 20. aldarinnar eru undantekningarlaust byggð á ís- lenskum þjóðsögum, s.s. eftir Ás- grím Jónsson og Ásmund Sveinsson. Þau virka einlæg í sinni þjóðlegu mynd og nokkuð jarðbundin. Tröll Ásmundar eru t.d. kúbísk hvað formfræðina varðar en ef við sjáum fyrir okkur birtingarmyndir trölla í náttúrunni, þ.e. steina sem hafa formast til í klettum og fjöllum, hef- ur formfræði Ásmundar hvort tveggja tengingu í þessar náttúru- legu tröllamyndir og formrænar rannsóknir snemm-módernismans. Álíka jarðbundnar eru skrímsla- myndir Huldu Hákon frá árunum 2000–2005, unnar eftir Íslandskorti Abrahams Ortelíus frá árinu 1590. Munurinn felst aftur á móti í nálgun listamannanna og forsendum þar sem plattar Huldu snúast ekki um þjóðareinkenni heldur ímynd og vísa til einhvers konar þjóðlegs kitsch. Í raun er fátt ógnvekjandi á sýning- unni þrátt fyrir gróteskleika. En gróteskleikinn á sér athyglisverð mörk þar sem tilfinning manns kann að snúast frá ógn eða viðbjóði yfir í samúð og verður þar með fag- urfræðileg upplifun. Undirritaður hefur áður fjallað um þessi umskipti í verkum Gabríelu Friðriksdóttur og Ólafar Nordal, sem einmitt eiga verk á sýningunni, og þá vísað til bókar bandaríska fagurfræðingsins Elaine Scarri, „On beauty and being just“. Í stuttu snýst þetta um rétt- lætiskennd. Þ.e. að réttlætiskennd okkar breytir viðbjóðinum eða hræðslunni í samúð og þá í fagur- fræðilega upplifun. Sem dæmi má nefna vélmennin í kvikmyndinni I robot frá því í fyrra þar sem Will Smith berst við ógurlega róbóta. Einn þeirra sýnir mannlega eigin- leika. Af þeim sökum er manni sama um öll vélmennin nema hann og þeg- ar á að farga honum segir réttlætis- kenndin til sín og manni er misboðið. Hið sama á við um afskræmd og dýrsleg skrímsli. Um leið og þau sýna mannlega eiginleika eða eru á einhvern hátt aumkunarverð finnum við til mannlegrar réttlætiskenndar. Skrímslin hætta að vera viðbjóðsleg og öðlast fegurð samúðarinnar. Þannig þykir mér einmitt flest skrímsli íslensku listamannanna vera. Nokkur skrímsli á sýningunni vekja þó óhug hjá mér en ekkert eins mikið og skúlptúr Jóns Gunnars Árnasonar, „Homo technicus – að hverjum beinast broddarnir“ frá árinu 1969. Hnífarnir á örmum skúlptúrsins gefa manni strax til- finningu fyrir áþreifanlegri hættu en forminu svipar furðumikið til litlu dýranna í Alien-kvikmyndunum sem læsa sig í andlit geimfara og verpa inn í þá eggjum. Svo er það auðvitað þetta ahrimanska eða vélræna sem skúlptúr Jóns Gunnars hefur í sér sem er líka óspart notað í hryllings- sögum nútímans. Tækniskrímsli og slepjulegar geimverur eru óvætt- irnar sem virðast snerta viðkvæmni nútímamannsins mun frekar en goð- söguleg og þjóðsöguleg kvikindi. Verst eru þau sem vilja þurrka út menningu okkar og nota kannski mannfólkið eins og það sjálft notar dýr. Rækta fólk eins og við ræktum svín eða kjúklinga. Slík eru jú örlög manna í Alien-seríunni, The Matrix- þríleiknum og nú síðast í túlkun Stevens Spielbergs á bók HG Wells, War of the worlds. Slíkar eru trölla- sögur nútímans. Hvað sýninguna varðar þá varpar hún áhugaverðu sögulegu ljósi á nálgun og notkun listamanna á gróteskleika sem með öðrum hætti varpar ljósi á breytingar á við- horfum landans til hryllings og ógn- ar frá upphafi síðustu aldar til þess- arar. Sýningin er í heild frekar saklaus og sæt, eins og áður sagði. Samúðin sigrar viðbjóðinn. Þá fannst mér slæmt að sjá ekki verk eftir yngri listamenn sem ekki eru komnir inn á höfuðsöfnin tvö. Gróteskleikinn hefur nefnilega verið „inni“ síðustu árin á Íslandi og þó- nokkrir listamenn stigið fram á sjón- arsviðið með spennandi skrímsla- myndir í farteskinu. Morgunblaðið/Kristján Tröllamóðir Ásmundar Sveinssonar er þjóðlegt skrímsli. Morgunblaðið/Kristján Homo technicus er nútímalegt og hroðalegt skrímsli. Samúðin sigrar viðbjóðinn MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið alla daga nema mánudaga frá 12– 17. Sýningu lýkur 21. ágúst. Verk eftir 23 listamenn Jón B.K. Ransu NÝR kammerhópur, Razumovsky Ensemble, hefur vakið mikla at- hygli í London að undanförnu. Stofnandi hópsins er úkraínski sellóleikarinn Oleg Kogan, og þyk- ir hugmyndafræði hans bæði ný- stárleg, spennandi og afar vel heppnuð. Fyrir hverja tónleika velur Kog- an nýja hljóðfæraleikara úr röðum þeirra allra bestu sem völ er á, og því er Razumovsky Ensemble aldr- ei eins frá einum tónleikum til ann- arra. Hljóðfæraleikararnir koma bæði úr röðum þekktra einleikara, kammertónlistarmanna og úr röð- um færustu hljómsveitarspilara, sem allajafna fá fá tækifæri til að láta til sín taka í kammertónlist. Í samtali við breska blaðið Inde- pendent í tilefni af tónleikum hóps- ins í Wigmore Hall á morgun, seg- ir Kogan að hann ætlist alls ekki til þess að hljóðfæraleikararnir, sem hann velur hverju sinni, beygi sig undir hans eigin hugmyndir um tónlistina. „Ég vil að þeir reyni að vinna á forsendum þess sem þeir gera best. Þess vegna er samspilið í hópnum ferskt í hvert sinn. Á hverjum tónleikum gerist eitthvað nýtt, vegna þess að við sitjum ekki uppi með hvert annað! Það sem við eigum hins vegar sameiginlegt er að hver manneskja hefur mikið að gefa – og við gefum það allt.“ Á tónleikunum í Wigmore Hall í dag leika með Kogan þrír hljóð- færaleikarar sem hann segir al- gjörlega undursamlega. Það eru franski fiðluleikarinn Philippe Graffin, Ásdís Valdimarsdóttir víóluleikari og breski píanistinn Ronan O’Hora. Á efnisskránni verður meðal annars Tríó opus 9 nr. 1 eftir Beethoven, sónata Rav- els fyrir fiðlu og selló, og Píanó- kvartett nr. 1 eftir Gabriel Fauré. Ásdís Valdimarsdóttir hefur starfað erlendis um árabil, lengst af með Chilingirian kvartettinum í London, sem þykir einn besti strengjakvartett í heiminum. Ásdís kemur hingað til lands innan skamms og leikur á Reykholtshá- tíðinni helgina 22.–24. júlí. Tónlist | Nýr kammerhópur vekur mikla athygli í London Ásdís Valdimarsdóttir meðal „undursamlegra“ hljóðfæraleikara Morgunblaðið/Ásdís Ásdís Valdimarsdóttir á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Íslands, en hún lék einleik með hljómsveitinni í Víólukon- sert eftir Hindemith árið 2002. Ásdís verður næst á ferðinni hérlendis á Reykholtshátíðinni síðar í mánuðinum. BRESK sýningarstúlka sýnir hér hermannajakka sem Bít- illinn John Lennon klæddist í myndatöku fyrir tímaritið Life árið 1966. Talið er að flíkin hafi haft áhrif á um- slagið á plötunni frægu, Sgt Pepper’s Lonely Hearts Club Band. Einnig getur að líta á myndinni rúmteppið sem hlaut heimsathygli meðan á rúmlegu Lennons og konu hans, Yoko Ono, stóð í Mont- real árið 1969 og málverk sem Lennon málaði meðan hann var námsmaður í Liverpool. Munirnir verða allir boðnir upp í Lundúnum 28. dag þessa mánaðar. Reuters Úr fórum Lennons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.