Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 50
50 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KVIKMYNDIN Hrafninn flýgur
eftir Hrafn Gunnlaugsson hefur
lengi verið ófáanleg áhugasömum.
Nú hyggst Hrafn sjálfur bæta úr því
og í næstu viku kemur myndin út á
mynddiski, prýdd aukaefni og ýms-
um möguleikum í tungumálavali.
Hrafn segist hafa fundið fyrir
mikilli eftirspurn eftir myndinni
undanfarin ár.
„Hún hefur verið sýnd og seld í
sjóræningjaútgáfum um allan heim
og hef ég verið að fá fyrirspurnir frá
fólki sem vill gjarnan fá eintak af
myndinni,“ segir hann.
„Ég var hættur að hugsa um
myndina og var búinn að segja svo-
lítið skilið við hana. Það tók svo mik-
ið á að gera hana að þegar ég horfi á
hana hugsa ég hvaða maður þetta
var sem gerði hana,“ segir Hrafn.
„Ég var þó tilbúinn núna að koma
henni frá mér eins og ég vildi.“
Á mynddiskinum verður í boði að
horfa á myndina á íslensku, ensku,
spænsku og frönsku auk þess að
hægt verður að velja á milli texta á
íslensku, arabísku, kínversku,
sænsku, þýsku og ensku.
Að sögn Hrafns eru talsetning-
arnar og textarnir komnir frá þeim
löndum og sjónvarpsstöðvum sem
tekið hafa myndina til sýningar
gegnum árin. Af nógu var að taka,
myndin hefur alls verið sýnd í um 30
löndum.
„Talsetningin er mjög vönduð og í
ensku útgáfunni segja mér fróðir
menn að valdir séu leikarar með
sérstakan hreim fyrir hvert hlut-
verk svo hægt sé að vita hvaðan þeir
eru,“ segir Hrafn.
Auk möguleika í tungumálum
býður diskurinn upp á tónlistina úr
myndinni óklippta og hægt er að
hlusta á leikstjórann, nokkra leik-
arana og búningahönnuðinn ræða
saman í gegnum myndina og segja
sögu hennar jafnóðum. Einnig er
hægt að sjá myndbrot úr hinum
kvikmyndum Hrafns í vík-
ingaþrenningunni svokölluðu, Í
skugga hrafnsins og Hvíti víking-
urinn, en Hrafn segir það standa til
að gefa þær út á mynddiski í fram-
tíðinni.
Hrafninn flýgur kemur í verslanir
í næstu viku og segir Hrafn hana til-
valda tækifærisgjöf fyrir alla unn-
endur kvikmynda sem og vini og
kunningja á erlendri grund.
Hrafninn flýgur
á mynddisk
Helgi Skúlason vígalegur í myndinni Hrafninn flýgur.
Eftir Birtu Björnsdóttur
birta@mbl.is
SAMBÍÓIN frumsýna í
dag bandarísku ung-
lingagrínmyndina
Who’s Your Daddy?
Sagan segir frá
Chris, sem er ákveðinn
í að halda heljarinnar
partí til að vinna sig í
álit sjá skólafélög-
unum. Hans heitasti
draumur er að verða
vinsæll meðal kven-
fólks og er hann bæn-
heyrður þegar hann
kemst á snoðir um að
raunverulegir for-
eldrar hans eru eigendur vinsæls klámtímarits og klámveldis í Los Angel-
es. Stráksi erfir nefnilega allt veldið eftir að foreldrarnir látast í bílslysi.
Myndinni hefur verið líkt við þrenninguna um Bandarísku bökuna (Am-
erican Pie).
Með aðalhlutverk fara þau Colleen Camp, Brandon Davis og Kadeem
Hardison en leikstjóri myndarinnar er Andy Fickman.
Frumsýning | Who’s Your Daddy?
Ameríski draumurinn
BÚIÐ er að ráða leikara í nokkur
helstu hlutverk í myndinni Flags of
Our Fathers, sem Clint Eastwood
ætlar að gera síðar í sumar, en hluti
myndarinnar verður tekinn á
Reykjanesi. Leikararnir Ryan Phil-
ippe, Adam Beach og Jesse Brad-
ford eru nú að búa sig undir kvik-
myndatökurnar.
Kvikmyndin er gerð eftir bók sem
fjallar um innrásina á Ivo Jima í síð-
ari heimsstyrjöld. Paul Haggis skrif-
ar handritið en hann gerði einnig
handrit myndarinnar Million Dollar
Baby, sem Eastwood leikstýrði.
Steven Spielberg er framleiðandi
myndarinnar.
Myndin segir sögu innrásarinnar
frá sjónarhóli James Bradleys, sem
Ryan Philippe leikur. Philippe er
þekktastur af aðalleikurunum þrem-
ur. Hann lék m.a. í myndinni I Know
What You Did Last Summer árið
1997, myndinni Cruel Intentions ár-
ið 1999 og í myndinni Crash á síð-
asta ári ásamt Söndru Bullock. Phil-
ippe er kvæntur leikkonunni Reese
Witherspoon og þau eiga tvö börn.
Ráðið í
helstu
hlutverk
Ryan Phillippe mun leika aðal-
hlutverkið í Flags of our Fathers.
Bandaríska leik-konan Angelina
Jolie kom til Addis
Ababa, höfuðborgar
Eþíópíu, í gær til að
ná í stúlku sem hún
hefur ættleitt. Jolie á
fyrir þriggja ára son, Maddox. Leik-
konan ættleiddi hann frá Kambódíu.
Stúlkan, sem er fimm mánaða, hefur
fengið nafnið Zahara.
Bandaríska hipp-hopp stjarnan og
Grammy-verðlaunahafinn LiĺKim
hefur verið dæmd í árs fangelsi fyrir
að hafa logið fyrir dómstólum til að
vernda vini sína sem lentu í skotbar-
daga í New York árið 2001. Að auki
var LiĺKim sektuð um 50.000 dollara,
sem nemur tæplega 3,3 milljónum ís-
lenskra króna.
Í febrúar árið 2001 var LiĺKim
ásamt félögum sínum í rappsveitinni
Junior MAFIA í þætti útvarps-
stöðvar, sem er með höfuðstöðvar á
Manhattan í New
York. Þegar þau
komu út úr bygg-
ingunni sátu fé-
lagar úr rappsveit-
inni Capone-
N-Noreaga fyrir
þeim og skotbar-
dagi braust út.
Þegar málið kom fyrir rannsókn-
arkviðdóm árið 2003 sagðist LiĺKim
ekki hafa séð Damion Butler, fyrrum
umboðsmann hennar, og Suif Jack-
son, náinn vin hennar, á staðnum.
Þeir hafa síðan báðir játað að hafa
verið þar og beitt skotvopnum. Í rétt-
arhöldum sagðist LiĺKim hafa verið
með sólgleraugu þegar þetta gerðist
og því ekki séð mennina. Hins vegar
mun hún hafa sagt rannsókn-
arkviðdómnum að Butler hefði ekki
verið á staðnum og hún þekkti ekki
Jackson.
Margir frægir rapparar hafa setið í
fangelsi í Bandaríkjunum, en Liĺ Kim
verður fyrsti frægi kvenkyns rapp-
arinn til að sitja bak við lás og slá.
Fólk folk@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8 B.i 10 ÁRA
Sýnd kl. 4 og 6
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
Miðasala opnar kl. 15.00
Sími 564 0000
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
„Svalasta mynd ársins og
besta mynd þessa sumars“
Þ.Þ. FBL
„...í heildina frábær mynd...“
T.V. kvikmyndir.is
„...í heildina frábær mynd...“
„...hrein og tær upplifun...
gjörsamlega geðveik mynd!“
K&F XFM
„...hrein og tær upplifun...
gjörsamlega geðveik mynd!“
DÖJ kvikmyndir.com
DÖJ kvikmyndir.com
DÖJ kvikmyndir.com
„...í heildina frábær mynd...“
T.V. kvikmyndir.is
„...hrein og tær upplifun...
gjörsamlega geðveik mynd!“
K&F XFM
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
kl. 5.20, 8 og 10.40
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i 14 ÁRA
Sýnd kl. 5.20, 8, 9, 10.40 og 11.30 B.i 16 ÁRA
YFIR 30.0
00 GESTIR
Sýnd kl. 6 og 10.20 B.i 10 ÁRA
„Skotheld frá A-Ö
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Frá leikstjóra Bourne Identity
Blaðið
Missið ekki af svölustu mynd
sumarsins með heitasta pari heims!
x-fm
AÐSÓKNARMESTA MYND ÁRSINSyfir 38.000 gestir
BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT!
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
„...hrein og tær upplifun...
gjörsamlega geðveik mynd!“
DÖJ kvikmyndir.com
„Töff, kúl og eiturhörð“
Ó.Ö.H. DV –
„Töff, kúl og eiturhörð“
„. í heildina frábær ynd. “
„. hrein og tær upplifun.
gjörsamlega geðveik mynd!“
DÖJ kvikmyndir.com
, l i
... i t lif ...
j l i !
J kvik yndir.co
„. í eil i a frá r . “
T. . kvik yndir.is
„Töff, kúl og eiturhörð“ff, l it
„. rei t r lif .
j rsa le a e vei !“
D J kvik yndir.co
. .
... i li ...
j l i !
. . i i .i
i i .
„Svalasta mynd ársins og
besta mynd þessa sumars“
Þ.Þ. FBL. .
„Töff, kúl og eiturhörð“
Ó.Ö.H. DV –
, l i
. . .
„ ff, l it r r “
. . .
„Svalasta mynd ársins og
besta mynd þessa sumars“
„Svalasta mynd ársins og
besta mynd þessa sumars“
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i 16 ára
T O M C R U I S E
I N N R Á S I N E R H A F I N
MYND EFTIR
Steven spielberg
„Innrásin er girnileg
Sumarskemmtun,
poppkornsmynd
af bestu gerð!“
-S.V, MBL
„EKTA STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
-KVIKMYNDIR.IS
VINSÆLASTAMYNDIN Á ÍSLANDI -21.000 GESTIR
-Ó.H.T, RÁS 2
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i 14 ára Sýnd kl. 5.40 B.i 14 ára
„Skotheld frá A-Ö ----
Afþreying í hæsta klassa“
K&F - XFM
„Þrælgóð skemmtun“
Ó.Ö.H - DV
Blaðið