Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 4

Morgunblaðið - 08.07.2005, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HNATTREISAN Ferðaklúbbur Ingólfs HEIMSKRINGLA Upplýsingar og pantanir í síma 861 5602 - Fax: 581 4610 Skógarhlíð 18, sími 595 1000, fax 595 1001 - www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Söluumboð: SKEMMTILEGASTA REYNSLA ÆVINNAR? einstök á heimsvísu fyrir 1/3 verðs 1.-30. okt. 2005 seldist upp 15. apríl NÚ 4 SÆTI LAUS - Gríptu tækifærið! Frægustu/fegurstu staðir norðan miðbaugs: INDLAND-THAILAND-KÍNA-JAPAN-HAWAAI-KALIFORNIA UMSÆKJENDUR um sérleyfi til Vegagerðarinnar áttu þess ekki kost að nýta lögbundna kæruheimild til samgönguráðuneytisins, vegna ákvæðis reglugerðar um fólksflutn- inga, að því er fram kemur í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis. Málið var tekið upp að frumkvæði umboðsmanns í kjölfar þess að kvörtun barst og í álitinu bendir hann á að í 3. mgr. 9. gr. laga 73/ 2001 um fólksflutninga, vöruflutn- inga og efnisflutninga hér á landi sé mælt fyrir um almenna heimild til að kæra ákvarðanir Vegagerðarinn- ar samkvæmt lögunum til sam- gönguráðuneytisins. Í 10. gr. reglu- gerðar nr. 528/2002 segi hins vegar að Vegagerðin skuli leggja fram til- lögu um gildandi sérleyfi hverju sinni til staðfestingar ráðherra. Umboðsmaður rakti þær breyt- ingar sem urðu á skipulagi leyfis- veitinga með lögum 13/1999 um skipulag á fólksflutningum með hóp- ferðabifreiðum og benti á að sam- kvæmt lögskýringargögnum hefði meginmarkmið með breytingunni verið að auka réttaröryggi og færa fyrirkomulag þessara mála til sam- ræmis við meginreglu stjórnsýslu- réttarins um rétt borgaranna til að skjóta ákvörðunum lægra setts stjórnvalds til endurskoðunar fyrir æðra stjórnvaldi. Getur takmarkað leyfi Samkvæmt lögunum hefur Vega- gerðin umsjón með skipulagi al- menningssamgangna með bifreiðum og getur ákveðið að takmarka fjölda aðila í reglubundnum fólksflutning- um á einstökum leiðum með því að veita sérleyfi. Ekki væri hins vegar kveðið á um aðkomu samgönguráðherra í lögun- um að öðru leyti en með setningu reglugerða, m.a. um skilyrði leyfa. Með því að staðfesta tillögu Vega- gerðarinnar um sérleyfi hverju sinni hefði samgönguráðherra haft slíka aðkomu að umræddri ákvörðun að girt væri fyrir að hann gæti fjallað um sömu ákvörðun á kærustigi. Þeir sem ættu aðild og hefðu tilefni til stjórnsýslukæru vegna ákvarðana Vegagerðarinnar um á hvaða leiðum skyldu vera sérleyfi ekki kost á að nýta sér kæruheimild sína. Niðurstaða umboðsmanns var því sú að 10. gr. reglugerðar 528/2002 væri ekki í samræmi við þann lög- gjafarvilja sem byggt var á við setn- ingu laga um flutning verkefna á þessu sviði frá Vegagerðinni til sam- gönguráðuneytisins og beindi hann þeim tilmælum til samgönguráð- herra að hann endurskoði fyrir- komulag þessara mála. Umboðsmaður Alþingis um ákvörðun Vegagerðarinnar Umsækjendur gátu ekki nýtt kæruheimild KONRÁÐ Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, landaði fyrstu hrefnu sumarsins á Ísafirði í gærmorgun. Hrefnan var kvendýr og 7,5 metrar að lengd. Konráð segir að þeir hafi séð töluvert af hrefnu í veiðiferðinni en erfitt hafi verið að eiga við hana. „Þegar hún er hungr- uð og í ætisleit þá er hún oft svona stygg blessunin.“ Halldór fór aftur á veiðar í gær en Konráð segir að túrinn verði senni- lega stuttur í þetta skiptið. „Það er ekki hægt að stunda þennan veiði- skap nema í blíðu og það er vetraspá fyrir helgina.“ Fagnað á bryggjunni Þegar Halldór Sigurðsson ÍS kom að landi í gær tók Halldór Þorvalds- son á móti áhöfninni og bauð henni upp á hrefnu-djörkí í tilefni dagsins. Hrefnu-djörkí er nýjasta afurð Bæjarstjórabita á Ísafirði. Halldór, framleiðandi Bæjastjórabita, segir að djörkí sé marínerað, reykt og svo þurrkað kjöt. „Þessi vinnsluaðferð er þekkt er- lendis, sérstaklega í Suður-Afríku, Ástralíu og á Nýja Sjálandi, en að okkur vitandi er þetta í fyrsta sinn sem svona kjöt er framleitt hér á landi. Við erum búnir að vera að þróa þetta í nokkurn tíma og núna er fyrsta framleiðslan komin á mark- að.“ Konráð skipstjóri lét vel af hrefnu-djörkíinu. „Þetta er meiri- háttar matur. Eftir því sem þú borð- ar fleiri bita kemur eftirbragðið bet- ur og betur í ljós og þetta hentar alveg heiftarlega vel með bjór. Þarna ertu að borða snakk sem er fullt af omega-3 fitusýrum, fullt af próteini og alveg laust við fitu. Það sem meira er, hundarnir eru vitlaus- ir í þetta líka,“ sagði Konráð sem var á útstíminu þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Fyrstu hrefnunni var fagnað með hrefnu-djörkíi á bryggjunni á Ísafirði Hrefnurnar eru hungraðar og styggar í ákafri leit að æti Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Halldór Þorvaldsson, framleiðandi hjá Bæjarstjórabitum, afhenti Gunnlaugi Konráðssyni og Konráð Eggertssyni fullunnið hrefnukjöt þegar þeir komu til Ísafjarðar í gærmorgun með fyrstu hrefnuna á þessari vertíð. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is AÐSTANDENDUR þeirra sem lét- ust í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000 ætla að reisa minnisvarða um þá sex einstaklinga sem fórust, þegar fimm ár verða liðin frá slys- inu hinn 7. ágúst nk. Minnisvarð- inn verður staðsettur til móts við slysstaðinn, á syðsta enda Skelja- ness. Minnisvarðinn verður um tveggja metra há stuðlabergssúla með koparskildi, segir Friðrik Þ. Guðmundsson, faðir eins þeirra sem fórust í slysinu. Samþykkt var að heimila uppsetningu minnis- varðans í borgarráði í gær, og mun Reykjavíkurborg sjá um upp- setningu hans, en aðstandendur greiða sjálfir fyrir minnisvarðann. Minnisvarði um flugslys settur upp í Skerjafirði HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættu- lega árás á mann fyrir utan skemmtistað á Húsavík í júní 2004, en maðurinn sló hann með flösku í höfuð svo hún brotnaði. Dómurinn taldi sannað að ákærði hefði slegið manninn af ásetningi með þeim af- leiðingum að hann hlaut skurð á höfði. Árásin var talin ófyrirleitin og algerlega tilefnislaus. Var ákærði dæmdur til að greiða brota- þola 146 þúsund krónur í bætur auk 280 þúsund króna í málskostnað. Freyr Ófeigsson dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Gunnar Sólnes hrl. og sækjandi Svavar Pálsson sýslumannsfulltrúi. Braut flösku á höfði manns ALLIR fjallvegir landsins að frátal- inni Gæsavatnaleið eru nú greiðfær- ir fjórhjóladrifnum bílum. Að sögn Nicolai Jónassonar, deild- arstjóra hjá Vegagerðinni, er opnun fjallvega í ár um líkt leyti og í með- alári en almennt nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin ár og er um að kenna kuldakastinu í vor. Að sögn Nicolai var klaki í jörðu á flestum fjallvegum lengur þetta árið en í fyrra. Gæsavatnaleið er sá fjall- vegur sem venjulega er opnaður síð- astur. Nicolai segir að enn sé fönn á slóðanum en reiknar með að leiðin verði opnuð í næstu eða þarnæstu viku. Allar upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerð- arinnar, www.vegagerdin.is, á texta- varpi RÚV og í símum 1777 og 1779. Nær allir fjallvegir orðnir færir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðalangar á leið í Þórsmörk nýverið. Þó að fjallvegir séu flestir færir ber að fara að öllu með gát. FÓLKSBÍLL ók á tvö lömb á Siglu- fjarðarvegi við Hofsós í gærdag. Lömbin drápust strax og bíllinn er talsvert skemmdur. Ökumaður tilkynnti lögreglu um óhappið en hann var á löglegum hraða er það gerðist. Segir lög- reglan á Sauðárkróki að lömbin hafi fyrirvaralaust komið inn á veg- inn en þau liggja víða í vegköntum á þessari leið. Lögreglan segir að mjög algengt sé að fé sé við Siglufjarðarveg og óhöpp af þeim sökum verði í hverri viku. Beinir hún því til bænda að gæta þess að fé sé ekki laust á þess- um slóðum og til ökumanna að sýna fyllstu varúð enda getur stórtjón og jafnvel slys á fólki hlotist af við árekstur sem þennan. Enn ekið á lömb á Siglufjarðarvegi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.