Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HNATTREISAN Ferðaklúbbur Ingólfs HEIMSKRINGLA Upplýsingar og pantanir í síma 861 5602 - Fax: 581 4610 Skógarhlíð 18, sími 595 1000, fax 595 1001 - www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Söluumboð: SKEMMTILEGASTA REYNSLA ÆVINNAR? einstök á heimsvísu fyrir 1/3 verðs 1.-30. okt. 2005 seldist upp 15. apríl NÚ 4 SÆTI LAUS - Gríptu tækifærið! Frægustu/fegurstu staðir norðan miðbaugs: INDLAND-THAILAND-KÍNA-JAPAN-HAWAAI-KALIFORNIA UMSÆKJENDUR um sérleyfi til Vegagerðarinnar áttu þess ekki kost að nýta lögbundna kæruheimild til samgönguráðuneytisins, vegna ákvæðis reglugerðar um fólksflutn- inga, að því er fram kemur í nýlegu áliti umboðsmanns Alþingis. Málið var tekið upp að frumkvæði umboðsmanns í kjölfar þess að kvörtun barst og í álitinu bendir hann á að í 3. mgr. 9. gr. laga 73/ 2001 um fólksflutninga, vöruflutn- inga og efnisflutninga hér á landi sé mælt fyrir um almenna heimild til að kæra ákvarðanir Vegagerðarinn- ar samkvæmt lögunum til sam- gönguráðuneytisins. Í 10. gr. reglu- gerðar nr. 528/2002 segi hins vegar að Vegagerðin skuli leggja fram til- lögu um gildandi sérleyfi hverju sinni til staðfestingar ráðherra. Umboðsmaður rakti þær breyt- ingar sem urðu á skipulagi leyfis- veitinga með lögum 13/1999 um skipulag á fólksflutningum með hóp- ferðabifreiðum og benti á að sam- kvæmt lögskýringargögnum hefði meginmarkmið með breytingunni verið að auka réttaröryggi og færa fyrirkomulag þessara mála til sam- ræmis við meginreglu stjórnsýslu- réttarins um rétt borgaranna til að skjóta ákvörðunum lægra setts stjórnvalds til endurskoðunar fyrir æðra stjórnvaldi. Getur takmarkað leyfi Samkvæmt lögunum hefur Vega- gerðin umsjón með skipulagi al- menningssamgangna með bifreiðum og getur ákveðið að takmarka fjölda aðila í reglubundnum fólksflutning- um á einstökum leiðum með því að veita sérleyfi. Ekki væri hins vegar kveðið á um aðkomu samgönguráðherra í lögun- um að öðru leyti en með setningu reglugerða, m.a. um skilyrði leyfa. Með því að staðfesta tillögu Vega- gerðarinnar um sérleyfi hverju sinni hefði samgönguráðherra haft slíka aðkomu að umræddri ákvörðun að girt væri fyrir að hann gæti fjallað um sömu ákvörðun á kærustigi. Þeir sem ættu aðild og hefðu tilefni til stjórnsýslukæru vegna ákvarðana Vegagerðarinnar um á hvaða leiðum skyldu vera sérleyfi ekki kost á að nýta sér kæruheimild sína. Niðurstaða umboðsmanns var því sú að 10. gr. reglugerðar 528/2002 væri ekki í samræmi við þann lög- gjafarvilja sem byggt var á við setn- ingu laga um flutning verkefna á þessu sviði frá Vegagerðinni til sam- gönguráðuneytisins og beindi hann þeim tilmælum til samgönguráð- herra að hann endurskoði fyrir- komulag þessara mála. Umboðsmaður Alþingis um ákvörðun Vegagerðarinnar Umsækjendur gátu ekki nýtt kæruheimild KONRÁÐ Eggertsson, skipstjóri á Halldóri Sigurðssyni ÍS, landaði fyrstu hrefnu sumarsins á Ísafirði í gærmorgun. Hrefnan var kvendýr og 7,5 metrar að lengd. Konráð segir að þeir hafi séð töluvert af hrefnu í veiðiferðinni en erfitt hafi verið að eiga við hana. „Þegar hún er hungr- uð og í ætisleit þá er hún oft svona stygg blessunin.“ Halldór fór aftur á veiðar í gær en Konráð segir að túrinn verði senni- lega stuttur í þetta skiptið. „Það er ekki hægt að stunda þennan veiði- skap nema í blíðu og það er vetraspá fyrir helgina.“ Fagnað á bryggjunni Þegar Halldór Sigurðsson ÍS kom að landi í gær tók Halldór Þorvalds- son á móti áhöfninni og bauð henni upp á hrefnu-djörkí í tilefni dagsins. Hrefnu-djörkí er nýjasta afurð Bæjarstjórabita á Ísafirði. Halldór, framleiðandi Bæjastjórabita, segir að djörkí sé marínerað, reykt og svo þurrkað kjöt. „Þessi vinnsluaðferð er þekkt er- lendis, sérstaklega í Suður-Afríku, Ástralíu og á Nýja Sjálandi, en að okkur vitandi er þetta í fyrsta sinn sem svona kjöt er framleitt hér á landi. Við erum búnir að vera að þróa þetta í nokkurn tíma og núna er fyrsta framleiðslan komin á mark- að.“ Konráð skipstjóri lét vel af hrefnu-djörkíinu. „Þetta er meiri- háttar matur. Eftir því sem þú borð- ar fleiri bita kemur eftirbragðið bet- ur og betur í ljós og þetta hentar alveg heiftarlega vel með bjór. Þarna ertu að borða snakk sem er fullt af omega-3 fitusýrum, fullt af próteini og alveg laust við fitu. Það sem meira er, hundarnir eru vitlaus- ir í þetta líka,“ sagði Konráð sem var á útstíminu þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Fyrstu hrefnunni var fagnað með hrefnu-djörkíi á bryggjunni á Ísafirði Hrefnurnar eru hungraðar og styggar í ákafri leit að æti Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Halldór Þorvaldsson, framleiðandi hjá Bæjarstjórabitum, afhenti Gunnlaugi Konráðssyni og Konráð Eggertssyni fullunnið hrefnukjöt þegar þeir komu til Ísafjarðar í gærmorgun með fyrstu hrefnuna á þessari vertíð. Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is AÐSTANDENDUR þeirra sem lét- ust í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000 ætla að reisa minnisvarða um þá sex einstaklinga sem fórust, þegar fimm ár verða liðin frá slys- inu hinn 7. ágúst nk. Minnisvarð- inn verður staðsettur til móts við slysstaðinn, á syðsta enda Skelja- ness. Minnisvarðinn verður um tveggja metra há stuðlabergssúla með koparskildi, segir Friðrik Þ. Guðmundsson, faðir eins þeirra sem fórust í slysinu. Samþykkt var að heimila uppsetningu minnis- varðans í borgarráði í gær, og mun Reykjavíkurborg sjá um upp- setningu hans, en aðstandendur greiða sjálfir fyrir minnisvarðann. Minnisvarði um flugslys settur upp í Skerjafirði HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands eystra dæmdi í gær karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættu- lega árás á mann fyrir utan skemmtistað á Húsavík í júní 2004, en maðurinn sló hann með flösku í höfuð svo hún brotnaði. Dómurinn taldi sannað að ákærði hefði slegið manninn af ásetningi með þeim af- leiðingum að hann hlaut skurð á höfði. Árásin var talin ófyrirleitin og algerlega tilefnislaus. Var ákærði dæmdur til að greiða brota- þola 146 þúsund krónur í bætur auk 280 þúsund króna í málskostnað. Freyr Ófeigsson dómstjóri dæmdi málið. Verjandi var Gunnar Sólnes hrl. og sækjandi Svavar Pálsson sýslumannsfulltrúi. Braut flösku á höfði manns ALLIR fjallvegir landsins að frátal- inni Gæsavatnaleið eru nú greiðfær- ir fjórhjóladrifnum bílum. Að sögn Nicolai Jónassonar, deild- arstjóra hjá Vegagerðinni, er opnun fjallvega í ár um líkt leyti og í með- alári en almennt nokkuð seinna á ferðinni en undanfarin ár og er um að kenna kuldakastinu í vor. Að sögn Nicolai var klaki í jörðu á flestum fjallvegum lengur þetta árið en í fyrra. Gæsavatnaleið er sá fjall- vegur sem venjulega er opnaður síð- astur. Nicolai segir að enn sé fönn á slóðanum en reiknar með að leiðin verði opnuð í næstu eða þarnæstu viku. Allar upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerð- arinnar, www.vegagerdin.is, á texta- varpi RÚV og í símum 1777 og 1779. Nær allir fjallvegir orðnir færir Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðalangar á leið í Þórsmörk nýverið. Þó að fjallvegir séu flestir færir ber að fara að öllu með gát. FÓLKSBÍLL ók á tvö lömb á Siglu- fjarðarvegi við Hofsós í gærdag. Lömbin drápust strax og bíllinn er talsvert skemmdur. Ökumaður tilkynnti lögreglu um óhappið en hann var á löglegum hraða er það gerðist. Segir lög- reglan á Sauðárkróki að lömbin hafi fyrirvaralaust komið inn á veg- inn en þau liggja víða í vegköntum á þessari leið. Lögreglan segir að mjög algengt sé að fé sé við Siglufjarðarveg og óhöpp af þeim sökum verði í hverri viku. Beinir hún því til bænda að gæta þess að fé sé ekki laust á þess- um slóðum og til ökumanna að sýna fyllstu varúð enda getur stórtjón og jafnvel slys á fólki hlotist af við árekstur sem þennan. Enn ekið á lömb á Siglufjarðarvegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.