Morgunblaðið - 08.07.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 45
DAGBÓK
Jökulsárhlaup verður haldið í annað sinnlaugardaginn 23. júlí í þjóðgarðinum íJökulsárgljúfrum. Katrín Eymundsdóttir,oddviti Kelduneshrepps, segir að fyrsta
hlaupið hafi farið fram í fyrra og tekist mjög vel.
Einni hlaupaleið hefur verið bætt við síðan þá og
verða þær nú þrjár.
Katrín segir að hlaupið verði eftir merktum
gönguleiðum innan þjóðgarðsins, yfir stórbrotið
land með útsýni yfir Jökulsárgljúfur. Eins og í
fyrra verður hlaupið frá Dettifossi í Ásbyrgi, 32,7
km leið, en nú gefst hlaupurum einnig kostur á að
spreyta sig við 21,7 km hlaup úr Hólmatungum í
Ásbyrgi. Loks verður hlaupið úr Vesturdal í Ás-
byrgi, 12,2 km leið. Hrjóstrugasti hluti leiðarinnar
er milli Dettifoss og Hólmatungna, þar sem hlaup-
ið er á sandi og klöppum, en svo taka við troðnar
slóðir í grónu landi. Katrín bendir á að ungir og
lítt reyndir hlauparar geti sett sér það markmið
að hlaupa í ár úr Vesturdal og þjálfað sig upp í að
hlaupa síðar frá Dettifossi.
„Við munum verðlauna þá sem sigra Dettifoss-
hlaupið,“ segir Katrín. „Í Ásbyrgi verður komið
upp átta tonna steini sem á verður festur skjöldur,
þar sem grafin verða nöfn sigurvegara úr flokki
kvenna og karla hvert ár. Steinninn mun standa
við gestastofuna í Ásbyrgi, en segja má að hann sé
sýnishorn um kraftinn í hlaupum í Jökulsá á Fjöll-
um, sem Jökulsárhlaupið dregur nafn sitt af. Í
slíkum hamfarahlaupum er hamurinn slíkur í ánni
að hana munar ekki um að bera með sér björg
sem vega tugi eða jafnvel hundruð tonna.“
Katrín segir að þátttakan í hlaupinu í fyrra hafi
farið fram úr öllum vonum, en þá hlupu 30 manns
frá Dettifossi og 58 úr Vesturdal. „Við gerum okk-
ur vonir um álíka þátttöku í ár eða jafnvel betri,
og nú hefur Íslandsbanki gengið til liðs við okkur
með mjög myndarlegum styrk. Fólk virðist hríf-
ast af þessum hlaupaleiðum, enda eru þær afar
skemmtilegar. Jökulsárgljúfrin eru svo sí-
breytileg, þau eru heill heimur út af fyrir sig,“
segir Katrín.
Sigurvegarar hlaupsins í fyrra voru Eymundur
Matthíasson, sem hljóp á tímanum 02:23:24, og
Áslaug Helgadóttir, sem hljóp á tímanum
03:12:03.
Fyrir þá sem fylgja hlaupurunum en taka ekki
sjálfir þátt verður boðið upp á göngu undir leið-
sögn frá Hljóðaklettum í Ásbyrgi. Rútuferðir
verða þangað, sem og á upphafsstaði hlaupsins.
Þegar hlauparar koma í mark stendur til að grilla
og eiga notalega stund við harmonikkuleik. Katrín
vekur athygli á því að skráning í hlaupið fari fram
á vefsíðunni hlaup.is og henni lýkur mánudaginn
18. júlí.
Líkamsrækt og náttúra | Sprett úr spori eftir gönguleiðum í þjóðgarði
Friðsamlegt Jökulsárhlaup
Katrín Eymundsdóttir
er fædd í Reykjavík árið
1942, en hefur verið bú-
sett í Þingeyjarsýslu frá
1966, lengst af á Húsa-
vík. Hún var um hríð for-
seti bæjarstjórnar á
Húsavík en hefur gegnt
embætti oddvita Keldu-
neshrepps frá árinu
2002. Katrín er gift
Gísla Auðunssyni lækni
og eiga þau þrjú börn og átta barnabörn.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. 9. júlí verðurfimmtugur Gísli Gíslason, bæj-
arstjóri á Akranesi. Í tilefni afmæl-
isins, og með aðstoð góðra granna,
verður gatan okkar Víðigrund á Akra-
nesi opin vinum, velunnurum og vanda-
mönnum í dag, föstudaginn 8. júlí, kl.
17–19. Gestir klæðist eftir veðri.
Ræðuhöld eru afþökkuð en þeim vel-
komið að stíga á svið sem leggja til tón-
list, dans eða önnur menningaratriði.
Gullbrúðkaup | 2. júlí sl. áttu 50 ára
hjúskaparafmæli hjónin Ásta Björg
Ólafsdóttir og Karl Jóhann Ormsson,
Starengi 26, Reykjavík.
60 ÁRA afmæli. Guðrún MaríaGunnarsdóttir verður sextug
11. júlí nk. Hún og eiginmaður hennar,
Runólfur Alfreðsson, halda upp á
þennan merkisáfanga laugardaginn 9.
júlí og gleðjast með vinum og vanda-
mönnum í Kiwanishúsinu í Eyjum,
samkvæmið hefst kl. 20. Gera má ráð
fyrir góðum veitingum og söng.
Föstudagur 8. júlí
13:00 Safnaðarheimili
Siglufjarðarkirkju
Sagnadansar – sögur sagðar í tón-
list. Fyrirlesari: Vésteinn Ólason,
forstöðumaður Stofnunar Árna
Magnússonar á Íslandi.
17:00 Ráðhússalur
Myndlistarsýning Tolla opnuð.
Flístríóið leikur. Sýningin stendur
til 17. júlí.
20:00 Siglufjarðarkirkja
Ó mín dóttirin hin fríða Kammerkór
Norðurlands.
Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunn-
arsson. M.a. frumflutt verk eftir
Snorra Sigfús Birgisson.
21:30 Bátahúsið
Við skulum halda á Siglunes
Þjóðlagasveitin Islandica
M.a. leikin og sungin lög siglfirskra
kvæðamanna.
23:00 Kaffi Torg
Vottur. Til minningar um Hauk
Morthens. Djasstríóið Flís.
Útgáfutónleikar.
Þjóðlagahátíð
á Siglufirði
Sjá nánar á www.siglo.is/festival
Íþróttir á sunnudögum – svar
ÓLAFUR Þór Friðriksson hafði fyr-
ir skömmu orð á því í Velvakanda að
það vantaði íþróttasíðu í Morgun-
blaðið á sunnudögum. Þar sem
sunnudagsblað Morgunblaðsins fer í
prentun upp úr kl. 13.00 á laugar-
dögum er ekki hægt að birta í því
blaði fréttir um íþróttamót, sem
haldin eru eftir hádegi á laug-
ardögum. Hins vegar mun rit-
stjórnin taka til skoðunar hvort hægt
er að birta annars konar umfjöllun
um íþróttir þann dag.
Ritstj.
Byggingarnar hlaðast upp
ÉG fjárfesti í íbúð við Skúlagötu fyr-
ir u.þ.b. 15 árum, íbúð á 3. hæð í fjöl-
býlishúsi. Ég get ekki kvartað undan
íbúðinni sjálfri en það, sem okkur var
lofað, hefði mátt standa betur gagn-
vart þjónustu og öðru.
Og nú hefur verið þrengt að okkur
sem hér búum, byggingarnar hlaðast
upp allt í kringum okkur. Það hafa
margir misst allt útsýni og hafa þar
af leiðandi ekkert gagn af svölunum.
Ég hafði áður útsýni yfir sundin en
ríkislögregluembættið byggði þar
fyrir og missti ég þá útsýnið.
Íbúi við Skúlagötu.
Rás 1 á Akureyri
ÉG er yfir mig hneykslaður á Rík-
isútvarpinu núna. Það hefur mikið
borið á því undanfarna daga að Rás 1
hefur verið að detta út hér á Ak-
ureyri. Í dag, miðvikudag, var viðtal
við Jón Sigurbjörnsson, okkar ást-
sæla leikara, í þættinum Sumarstef,
sem ekki verður endurtekinn. Ég
hringdi í skiptiborð Ríkisútvarpsins
til að kvarta yfir þessu og vissi síma-
stúlkan ekkert af þessari bilun og gaf
mér samband við einhvern sem ekki
var við, því ég fékk samband við sím-
svara. Finnst mér að endurtaka eigi
þennan þátt því ég veit að það eru
margir sem vilja ekki missa af hon-
um.
Birgir.
Lið-aktín hjálpar við liðagigt
ÉG hef þjáðst af liðagigt í fjölmörg
ár og eru fingurnir orðnir skakkir og
kræklóttir. Þegar ég fann fyrst fyrir
þessu sagði læknirinn mér að því
miður væri ekki hægt að stöðva þró-
un þessa sjúkdóms. Ég hef sætt mig
við hvernig fingurnir líta út en ég var
hins vegar þjökuð af verkjum.
Einhvers staðar sá ég Lið-aktín
ráðlagt við liðagigt svo mér datt í
hug að prófa hvort það myndi slá á
verkina. Eftir að hafa notað Lið-
aktín í nokkurn tíma hurfu verkirnir,
svo ég fór að nota þetta bætiefni að
staðaldri og hefur það haldið mér
þrautalausri. Fyrir mig er þetta allt
annað líf. Ég reyndi að nota aðra teg-
und með svipuðu nafni, en ég þoldi
það ekki, svo ég held mig við Lið-
aktín.
Ég vildi láta vita af þessu því ég
veit að ég er ekki ein um að hafa
þjáðst af þessum sjúkdómi.
Lilja Guðmundsdóttir.
Velvakandi
Svarað í síma 569 1100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is Bókaútgáfan
Hólar gaf nýverið
út bókina Á spre-
kamó – afmæl-
isrit tileinkað
Helga Hallgríms-
syni náttúrufræð-
ingi sjötugum. Í
ritinu leggja um
sjötíu ein-
staklingar hönd á plóg með greinum
um margvísleg efni sem snerta þau
fræðasvið sem afmælisbarnið hefur
komið að eða fengist við. Þar má finna
m.a. greinar tengdar bókmenntafræði,
dulfræðum, fornleifafræði, guðfræði,
jarðfræði, líffræði, mannfræði, sagn-
fræði og þjóðfræði.
Bókin er 479 bls. Leiðbeinandi verð
kr. 6.000.
Afmælisrit
Bókaútgáfan
Hólar hefur
gefið út bók-
ina Úr Dýrarík-
inu eftir
Bjarna E. Guð-
leifsson, nátt-
úrufræðing á
Möðruvöllum í
Hörgárdal.
Þetta er fyrsta
bókin af fjór-
um í ritröð
sem hann hefur tekið saman og ber
yfirheitið Náttúruskoðarinn. Þar er
fjallað í einföldum og auðskildum
texta um ýmis fyrirbæri úr nátt-
úrunni.
Bókin er 126 blaðsíður að lengd
og leiðbeinandi verð er kr. 1.980.
Fræðslurit
FRUMFLUTNINGUR á Íslenskri
þýðingu Guðmundar Hansen og
Gunnsteins Ólafssonar á Malarast-
úlkunni fögru, í flutningi Hlöðvers
Sigurðssonar tenórs og Antoníu He-
vesi, fer fram í Siglufjarðarkirkju á
morgun kl. 17.00. Tónleikarnir eru
hluti af dagskrá Þjóðlagahátíðar á
Siglufirði.
„Lagaflokkurinn Malarastúlkan
fagra eftir Franz Schubert er meðal
fegurstu verka rómantíska tímabils-
ins í tónlist. Ljóðin orti Peter Müller.
Þar greinir frá malarastrák sem fellir
hug til heimasætunnar, malarastúlk-
unnar fögru. Hann gerir hosur sínar
grænar fyrir henni en stúlkan vill
heldur njóta samvista við veiðimann-
inn sem lítur við og við í heimsókn.
Malarastrákurinn heitir stúlkunni ei-
lífri tryggð í ljóðum sínum en svo fer
að hann kýs að leggjast til svefns
undir spegli myllulækjarins,“ segir í
fréttatilkynningu um verkið. Guð-
mundur Hansen, fyrrv. skólastjóri í
Kópavogi, þýddi ljóðin á íslensku í
samvinnu við Gunnstein Ólafsson og
verður þýðingin frumflutt á þjóð-
lagahátíðinni á Siglufirði.
Hlöðver Sigurðsson tenór er einn
efnilegasti lýríski tenór sem við Ís-
lendingar eigum um þessar mundir.
Hann er fæddur og alinn upp á Siglu-
firði og stundaði söngnám hjá Anton-
íu Hevesi. Að loknu námi hjá henni lá
leiðin til Guildhall School of Music
and Drama í London og síðan í tón-
listarháskólann Mozarteum í Salz-
burg í Austurríki þar sem hann
stundar nú nám. Hlöðver hefur tekið
þátt í margvíslegum óperuupp-
færslum í skólanum, svo sem í Brúð-
kaupi Fígarós eftir Mozart.
Antonía Hevesi er fædd og uppalin
í Ungverjalandi. Hún var áratug org-
anisti og tónlistarkennari á Siglufirði
en gerðist síðan organisti við Hafn-
arfjarðarkirkju. Antonía er undirleik-
ari við LHÍ og stjórnar fjölbreyttri
hádegistónleikaröð í Hafnarborg.
Malarastúlkan fagra í
Siglufjarðarkirkju
Vinningar í sumahappdrætti
Sjálfsbjargar 2005
Dregið var 30. júní 2005
Ferðavinningur, leiguflug
með Úrval-Útsýn kr. 160.000
Vöruúttekt frá Kringlunni kr. 50.000
Bifreið að eigin vali frá P. Samúelssyni
kr. 2.000.000
2
716
774
3077
6006
6603
6843
8114
8322
9851
11325
18121
18415
21466
23718
24505
27955
30624
38435
40825
44036
45757
45993
6130
7690
9319
16435
21184
22338
23651
24600
28284
28845
28969
29694
35026
35551
36930
39675
44606
1010
1811
2888
3234
3455
4749
5555
6838
8613
8812
10622
11145
11434
12224
12854
13019
13447
14904
16182
16552
18751
19335
21328
22027
22682
23044
23749
24137
26959
27550
28490
29022
29029
29582
29632
29987
30702
31518
32988
33279
33729
35967
36256
36917
37785
37917
38357
38761
38850
39308
39593
39684
39840
40795
40814
41799
44028
44145
44949
46902
48819
49603
Þökkum veittan stuðning
Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra,
Hátúni 12, 105 Reykjavík, s. 550 0300.
Birt án ábyrgðar
Vöruúttekt frá Húsasmiðjunni
kr. 100.000