Morgunblaðið - 08.07.2005, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HRYÐJUVERK Í LONDON
Vitað var með vissu að 38 manns
týndu lífi og mörg hundruð særðust í
sprengjutilræðum í þrem jarðlestum
og strætisvagni í London í gær-
morgun. Strætisvagninn, sem var
tveggja hæða, sprakk í loft upp og
tættist þakið af honum. Árásirnar
voru allar gerðar á innan við klukku-
stund en ekki er vitað hvort í ein-
hverjum tilfellum var um sjálfs-
morðsárás að ræða. Miklar truflanir
urðu á samgöngum og urðu margir
að eyða nóttinni á hótelum í mið-
borginni.
Yfirlýsing um ábyrgð á tilræð-
unum frá hópi sem kennir sig við
„heilagt stríð al-Qaeda í Evrópu“ var
send út á Netinu og sérfræðingar
segja að tilræðin beri mörg einkenni
samtakanna. Leiðtogar um allan
heim fordæmdu tilræðin og sama
gerðu samtök múslíma í Bretlandi.
Neitar þátttöku í Fjárfari
Sigfús R. Sigfússon, fyrrv. for-
stjóri Heklu, neitar að hafa átt hlut í
Fjárfari ehf. þótt hann hafi verið
stjórnarformaður félagsins. Hann
segist aldrei hafa lagt fram peninga í
félagið og aldrei hafi verið haldnir
stjórnarfundir í því.
Stærstur í Finnlandi
Björgólfur Thor Björgólfsson
verður stærsti hluthafinn í 165 millj-
arða símafyrirtæki í Finnlandi.
Þetta gerðist þegar tilkynnt var í
gærkvöldi um samruna minnsta
finnska farsímafyrirtækisins og
næststærsta símafyrirtækis Finn-
lands.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 35/41
Viðskipti 15 Skák 45
Erlent 16/21 Brids 45
Minn staður 22 Dagbók 44/47
Höfuðborgin 23 Myndasögur 44
Akureyri 24 Víkverji 44
Suðurnes 24 Staður og stund 45
Daglegt líf 26/26 Af listum 47
Menning 27 Leikhús 48
Umræðan 27/34 Bíó 50/53
Bréf 34 Ljósvakamiðlar 54
Forystugrein 28 Veður 54
Viðhorf 30 Staksteinar 54
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
MUGGUR KE, handfærabátur frá
Keflavík, strandaði í gær undir
Króksbjargi, u.þ.b. 8 mílur norður af
Skagaströnd. Einn maður var um
borð og sakaði hann ekki.
Blíðskaparveður var þegar
strandið átti sér stað og kom Húna-
björgin, björgunarskip Skaga-
fjarðar, á staðinn skömmu eftir að
skipstjóri Muggs kallaði eftir aðstoð.
Góðar aðstæður voru á strandstað
og gat Húnabjörgin dregið Mugg úr
fjörunni og til hafnar á Skagaströnd.
Báturinn var síðan tekinn á land
til að athuga skemmdir og reyndust
þær ekki verulegar.
Skrúfan er ónýt og örlítill leki
kom að bátnum.
Morgunblaðið/ÓB
Húnabjörg dregur Mugg KE til hafnar á Skagaströnd í gær. Um borð í bátnum var tæpt tonn af fiski sem var land-
að strax eftir að Muggur kom að bryggju. Að því búnu var báturinn tekinn á land til að athuga skemmdir.
Muggur dreginn til hafnar
EKKI varð nein röskun á flugi til og
frá London að sögn forsvarsmanna
Icelandair og Iceland Express í gær
í kjölfar hryðjuverka í borginni.
Bæði félögin tóku þá ákvörðun að
fella niður breytingargjald fyrir þá
sem vildu fresta eða breyta flugáætl-
unum sínum vegna ástandsins í
London. Flug gekk þó sinn vana-
gang og ekki voru margir sem sóttu
eftir því að breyta flugmiðum sínum,
að sögn þeirra Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa Icelandair,
og Birgis Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Iceland Express.
„Langflestir þeirra sem áttu bók-
að flug mættu og flugu samkvæmt
áætlun,“ segir Guðjón og aðspurður
sagði hann að aðeins fjórir farþegar
hefðu ekki komist í flugið frá Heat-
hrow í gærkvöldi þrátt fyrir að al-
menningssamgöngur hafi legið að
mestu niðri. Hann sagði sárafáa hafa
ákveðið að snúa samdægurs við eftir
að hafa flogið til London í gær.
Birgir Jónsson, framkvæmda-
stjóri Iceland Express, sagði allt flug
hafa gengið eftir áætlun. „Ég myndi
segja að þetta hafi gengið eins og
ekkert hefði í skorist.“ Hann sagði
eitthvað hafa verið um færslu á far-
þegum, þ.e. að þeir sem hafi átt bók-
að far í gærkvöldi hafi fengið að flýta
för með vélinni sem fór í hádeginu í
gær. Aðspurður sagði hann að átta
manns hefðu ekki skilað sér í flug
eftir því sem hann komst næst. Hann
telur þó að inni í þeirri tölu séu jafn-
vel einhverjir einstaklingar sem hafi
verið færðir um flug þannig að talan
eigi eftir að lækka sem því nemi.
Birgir sagðist ekki hafa vitað til
þess að einhverjir flugfarþegar hafi
ákveðið að snúa við samdægurs.
Bæði flugfélögin segja að eitthvað
hafi orðið um frestanir hjá flugfar-
þegum til London en það hafi verið í
minna mæli, eða innan við 20 manns.
Birgir segir að það hafi fyrst og
fremst stafað af ótta fólksins við að
geta ekki komist inn í borgina og á
hótel.
Engin röskun
varð á flugi til
og frá London„GUÐ ætlaði manni greinilega ekkiað fara þarna,“ segir Bragi Magn-
ússon, sem starfar hjá ferðaskrif-
stofunni Markmönnum sem sérhæf-
ir sig í Lundúnaferðum. Litlu mátti
muna að hann ásamt Þór Bæring
hefðu verið staddir í neðanjarð-
arlest á leiðinni á Liverpool St. í
London skömmu áður en sprenging
varð þar í gærmorgun. Bragi segir
að hann og Þór hafi verið á leiðinni
að taka lest þegar hann hafi gleymt
símanúmeri á hótelinu sem þeir
gista á. Hann sneri því við til að ná í
símanúmerið en þegar þeir komu
til baka var búið að loka neðanjarð-
arlestakerfinu.
„Ef ég hefði ekki sótt símanúm-
erið hefðum við sennilega verið
komnir í „túbuna“ á leiðinni á Liv-
erpool Street,“ segir Bragi en þar
sprakk fyrsta sprengjan í gær.
Hann segist hafa verið á leiðinni að
sækja hóp ferðamanna á Stanstead-
flugvöll sem var að koma til London
til þess að fara á Queen-tónleika
sem halda átti í Hyde Park í kvöld,
en tónleikunum hefur nú verið af-
lýst.
Hann segir íslensku ferðalang-
ana hafa lent í talsverðum vand-
ræðum með að komast til borg-
arinnar. Þeir þurftu að fara
talsverða krókaleið til þess að kom-
ast á áfangastað þar sem sam-
göngur voru að mestu lamaðar.
Hann segir ferðalangana þó hafa
komist á leiðarenda áfallalaust.
„Allar samgöngur eru í rúst og
GSM-símakerfið var alveg ónýtt því
það var svo mikið álag á því,“ segir
Bragi spurður um ástandið í gær-
kvöldi. „Það er hálfgerður doði yfir
öllu. Veitingahús eru lokuð og það
eru margir ferðamenn hér sem eru
strand,“ segir Bragi.
Aðspurður segir hann fjóra hafa
hætt við af 16 manna hópi sem kem-
ur á vegum ferðaskrifstofunnar í
dag. Hann segist vonast til þess að
atburðirnir í London komi ekki til
með að hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir ferðaþjónustuna í London.
„En þetta á pottþétt eftir að hafa
áhrif. Það tekur smá tíma fyrir fólk
að treysta aftur borginni. Það kem-
ur eflaust smá dýfa í þetta en svo
vonandi jafnar þetta sig.“
Símanúmer varð
þeim til happs
SVERRIR Haukur Gunnlaugsson,
sendiherra í London, sagði marga
hafa sett sig í samband við utan-
ríkisráðuneytið á Íslandi og sendi-
ráðið í London til þess að spyrjast
fyrir um Íslendinga í borginni í gær.
Hann bendir á að reynt hafi verið að
vísa sem flestum á utanríkisráðu-
neytið hér heima til að leita upplýs-
inga enda hafi símasamband í Lond-
on verið afar erfitt.
Í gærkvöldi hafði ekki spurst til
þriggja Íslendinga sem eiga að vera
staddir í London, að sögn Illuga
Gunnarssonar, aðstoðarmanns utan-
ríkisráðherra.
„Nú virðist ljóst að þessum fyrir-
spurnum fækkar mjög og fækkaði
mjög síðdegis í dag [gær]. Fólk með
nútímatækni og farsíma hefur sjálf-
sagt náð saman,“ segir Sverrir
Haukur og bætir því við að allt hafi
gengið meira og minna upp. „Það
eru alltaf einhverjir sem eru að
spyrja um aðila sem þeir eru ekki
vissir um að séu í London og þess
háttar. Væntanlega greiðist úr því á
morgun [í dag],“ segir Sverrir og
bætir því við að engar fréttir hafi
borist um Íslendinga á sjúkrahúsum
í London.
Hann segir stóru spurninguna nú
snúast um það hvernig borgin fari í
gang á nýjan leik. „London byggir
svo mikið á því að fólk noti almenn-
ingssamgöngur. Neðanjarðarjárn-
brautin tekur milljónir manna inn í
borgina á hverjum degi og sömu-
leiðis strætisvagnarnir. Við eigum
eftir að sjá hvernig það gengur
upp,“ sagði Sverrir og bætti því við
að honum sýndist sem Bretar væru
almennt mjög rólegir þrátt fyrir
mikið óvissuástand.
Sigurður Arnarsson, sendiráðs-
prestur í London, sagði gærdaginn
að mestu hafa farið í það að fylgjast
með og afla upplýsinga um þá sem
spurt var um. Hann sagði fólk hafa
haldið ró sinni þrátt fyrir erfiðar að-
stæður. Sigurður sagði líkt og
Sverrir að símasambandið hefði ver-
ið mjög erfitt í borginni en hefði
verið að lagast með kvöldinu.
Rúmlega 2.000 Íslendingar búa í
London.
Engar fréttir af Íslendingum
á sjúkrahúsum í London
Margir leituðu upplýsinga um afdrif Íslendinga hjá sendiráði Íslands í London
YFIRTÖKUNEFND mun
skoða hvort stofnast hefur yfir-
tökuskylda í FL Group í kjölfar
viðskipta með hlutabréf í félag-
inu. Viðar Már Matthíasson, for-
maður nefndarinnar, segir að
yfirtökuskylda skapist hafi einn
hluthafi, eða hann í samráði við
aðra hluthafa, náð yfirráðum í
félagi. Yfirtökunefnd hyggist
því kanna hvort aðilar málsins
eigi með sér samstarf eða sam-
ráð um yfirráð í FL Group.
Yfirtökuskylda skapast við
yfirráð yfir 40% atkvæðisrétti í
félagi. Þrír aðilar ráða nú nærri
66% hlut í FL Group, þ.e. Katla
Investments SA, Baugur Group
og Hannes Smárason, stjórnar-
formaður FL Group. Umtals-
verð viðskiptatengsl eru á milli
þessara aðila, m.a. í gegnum
Húsasmiðjuna, Og Vodafone og
Mosaic Fashions. | 15
Skoða
eigna-
tengsl í
FL Group