Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.07.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2005 29 r lestargöngum Lundúna eftir tilræðin ir sprengingum kom sér út úr lestarvögnum ga talsverða vegalengd áður en þeir komu að lestarstöð og þaðan upp úr göngunum. Mikill reykur var víða vegna sprenginganna og dimmt. Þessi mynd er tekin á farsíma eins úr hópi þeirra, í göngum nálægt King’s Cross-stöðinni. AP Ég held að það verði mjög skrítið að fara aftur á sömu lestarstöðina. Ég fer reglulega á þessa stöð, nokkrum sinnum í hverri viku. Ég held að það verði frekar skrítið að labba þarna niður aftur og bíða eftir lestinni. Ég hreinlega get ekki ímyndað mér það. Ég er bara heppinn að þetta gerðist ekki nokkrum mínútum seinna, þá hefði ég verið í lestinni.“ grein fyrir ástandinu. „Ég hringdi í dóttur mína og þegar ég fór að tala um þetta við hana áttaði ég mig smám saman á því hvað hafði gerst.“ Erfitt var að ná sambandi við fólk í London í gær þar sem farsímakerfið hrundi. Fram eftir degi var því mikið óvissuástand að sögn Ágústs. Misvísandi fréttir af gangi mála hafi einnig haft sitt að segja og ýmsar kenningar voru á lofti um ástæður sprenginganna. Orðrómur hafi heyrst um að sprengingarnar gætu orðið fleiri. „Fyrri hluta dagsins var ég svolítið ringlaður en ég er svona allt í lagi núna,“ segir Ágúst spurður um líð- an sína í gærkvöldi. Allir áttu von á hryðjuverkum Ágúst, sem hefur verið búsettur í London í þrjú ár, segir að allir hafi í raun átt von á því að Lond- on yrði fyrir barðinu á hryðjuverkum. „Maður hefur því alltaf haft það bak við eyrað,“ segir Ágúst. „Ég hef hugsað um þetta áður, t.d. þegar ég hef verið að taka lestina í kringum jólin þegar mikill fjöldi er í lestunum, að nú fari eitthvað að gerast. Svo gleymir maður þessu. En svo gerist þetta þegar maður er ekki að hugsa um það.“ Í gær var atvinnulífið í London hálflamað og því kippti enginn sér upp við það þótt fólk mætti ekki til vinnu eða á fundi á tilsettum tíma. En í dag er nýr dagur og Ágúst þarf eins og aðrir að mæta til vinnu. „Það verður svolítið skrítið. Það verður mikið talað um þetta. Ég fer ekki með lest [í dag], ég ætla að taka leigubíl. ill troðningur varð við stiga þegar fólk reyndi að komast út. „Pallurinn var fullur af fólki því það var há- annatími,“ segir Ágúst. „Það heyrðust öskur og læti en það var niðamyrkur, alveg svart.“ Ágúst er með vasaljós á símanum sínum og kveikti strax á því til að reyna að sjá það sem fyrir augu bar. „Ég sá nú samt ekkert nema reyk. Ég mundi leiðina upp að lyftunni en þar er hringstigi sem fer upp. Við vorum bara svo mörg að það varð mikill troðningur og læti enda allir í geðs- hræringu. Ég datt í gólfið og skreið á fjórum fót- um í smá stund. Svo skreið ég meðfram veggjum. Svo komst ég upp í afgreiðsluna og út á götu.“ Hann segist hafa áttað sig á því þegar hann kom út að hann var sótsvartur frá toppi til táar. Hann segist ekki muna hvort erfitt hafi verið að anda vegna reyksins. „Ég hugsaði um það eitt að drífa mig út.“ Ágúst telur að það hafi tekið sig um tíu mínútur að komast út eftir að sprengingin heyrðist. Lög- regla og sjúkraliðar voru fljót á vettvang og fyrstu upplýsingar voru þær að rafmagnsbilun hefði orð- ið í lestarkerfinu. Öllum var beint inn í garð rétt hjá stöðinni og þar hlúðu sjúkraliðar að fólkinu. Stuttu síðar fór að koma upp frá lestarstöðinni alblóðugt fólk og illa á sig komið og þá var ljóst að ástandið var mun alvarlegra en talið var í fyrstu. Ágúst gekk heim eftir að hafa fengið aðhlynn- ingu hjá sjúkraliðunum. Þar kveikti hann á sjón- varpinu og smám saman segist hann hafa gert sér myndatökumaður beið eftir lest þegar sprenging varð skammt frá aði um það eitt að drífa mig út“ Ágúst Jakobsson sem starfar sem kvikmynda- tökumaður í lausamennsku í London. HELGI Hilmarsson var ásamt fjölskyldu sinni staddur á hóteli aðeins 20–30 metra frá Tavist- ock Square þar sem sprengjan í strætisvagn- inum sprakk. „Við vorum nývöknuð að fá okkur morgunmat í herberginu þegar sprengjan sprakk. Hvell- urinn var gífurlegur og hótelið titraði allt og skalf. Glugginn á herberginu okkar vísar út á Tavistock Square og strætisvagninn var aðeins 20–30 metrum frá. Ástandið var skelfilegt. Slasaðir og látnir lágu á götunni og fólk í angist hljóp um. Þetta var eins og úr einhverri bíómynd, algjör óreiða. Lög- reglan, slökkviliðið og sjúkrabílar komu á svæðið stuttu síðar og okkur var sagt að yfirgefa hót- elið.“ Í gærkvöldi var hótelið enn lokað og Helgi sat ásamt fjölskyldu sinni á veitingahúsi. „Við höf- um verið á rölti um borgina í allan dag og ástandið hér er mjög undarlegt. Lítil sem engin umferð er á götunum og flestar búðir og veit- ingastaðir eru lokuð. Nú sitjum við bara og bíð- um en okkur skilst að hótelið muni opna aftur seinna í kvöld.“ „Angist og óreiða“ „ÉG svaf yfir mig og var að- eins of seinn, og var að labba í King’s Cross lestarstöðina, sem er rétt hjá mér, þegar ég mætti fólki við stöðina sem var sótsvart í framan,“ segir Ísleifur Birgisson, nemi í hljóðupptökufræðum við SAE-háskólann í London. Hann var kominn heim til sín þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær- kvöldi. Þangað fór hann fótgangandi úr skól- anum, enda allar almenningssamgöngur lam- aðar. „Það var engin ofsahræðsla í gangi, sem kom mér mjög á óvart. Fólk labbaði bara rólega í burtu, virtist vera hálfdofið,“ segir hann um ástandið í miðbænum í gærmorgun. „Maður vissi ekkert strax að það hefði orðið sprenging, ég hélt í langan tíma að það hefði orðið lestarslys,“ segir Ísleifur sem ætlaði að taka strætisvagn en þá var búið að stöðva strætisvagnakerfið í borginni, svo hann gekk í skólann, sem er í um 40 mínútna göngufjarlægð frá heimili hans. Þar tóku öryggisverðir á móti fólki og því var sagt að sprenging hefði orðið. Aðeins fimm af tuttugu bekkjarfélögum Ís- leifs mættu í skólann í gær en þrátt fyrir það fór kennsla fram með eðlilegum hætti. Að henni lokinni gekk hann til síns heima. „Það er allt orðið rólegt, það er eins og þetta hafi aldrei gerst,“ segir Ísleifur aðspurður um hvernig andrúmsloftið hafi verið í borginni í gærkvöldi. Hann segir flesta halda sig innandyra eins og hvatt hafi verið til af lögreglu. Segist hann hafa frétt af því að skyndibitastöðum hafi verið lokað snemma í gærkvöldi, enda fáir á ferli. „Svaf yfir mig og var of seinn í lestina“ „FÓLK var frekar pirrað en í geðshræringu,“ segir Helgi Snær Sigurðsson, nemi í London, um það þegar lestin sem hann sat í á leið í bæinn í gærmorgun var stöðvuð og rödd í hátalarakerfinu bað alla farþega að yfirgefa lest- ina. Lestin var töluvert frá þeim stöðum þar sem sprengingarnar urðu. Slíkar tilkynningar eru ekki óalgengar í neðanjarðarlestakerfi London og segir Helgi að fólk hafi því ekki kippt sér upp við hana. Hann segir fólk alls staðar þar sem hann fór um í gær hafa haldið ró sinni. Lífið hafi að mörgu leyti gengið sinn vanagang, fólk hafi set- ið á kaffihúsum með ölglas og spjallað saman á götunum. „Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér af hverju fólk hefur verið svona rólegt,“ segir Helgi Snær. „Hugsanleg skýring er að fólk hef- ur átt von á þessu í tvö ár. Fjölmiðlarnir og lög- regla hafa minnt fólk á það reglulega. Fyrir ut- an það þá hefur írski lýðveldisherinn framið allmörg tilræði í borginni og Lundúnabúar því ekki óvanir hryðjuverkum þó þau hafi ekki áður verið af þessari stærðargráðu.“ Helgi ákvað að ganga heim, óvenjumargt fólk var á gangi og ekki var leyfilegt að ganga ákveðnar götur, t.d. fjölfarnar verslunargötur, sem var lokað. „Þetta er afskaplega óraunveruleg upplifun,“ segir Helgi. „Fólk er hérna gangandi um alla borg. Það tekur suma marga tíma að ganga heim. Þó að einhverjir strætisvagnar séu komn- ir í gang er maður ekkert rosalega spenntur fyrir því að nota þá. Ég sá nokkra strætisvagna á ferð í [gær] en ég var ekki beint í því ástandi að vilja nota þá.“ „Óraunveruleg upplifun“ LÁRUS Páll Birgisson gistir í norðurhluta Lundúnaborgar en hann er þar á ferðalagi. Blaðamaður náði tali af honum í gær þar sem hann var á leið í miðbæinn á tveimur jafnfljótum. Hann sagði að svo virtist sem lífið gengi sinn vanagang í borginni og Lundúnabúar höguðu sér margir líkt og ekkert hefði gerst. „Fólk situr á kaffihúsum og spjallar, sumir þrífa gluggana í rólegheitum,“ segir hann. Reyndar segir hann að margar verslanir hafi verið lokaðar í borginni og um tíma hafi allar al- menningssamgöngur legið niðri. Það hafi þó ekki hindrað fólk í því að sækja vinnu eða ferðamenn frá því að ganga milli sögufrægra staða. „Það eru allar götur troðfullar af fólki, en þetta er enginn 11. september,“ segir Lárus Páll. „Það virkar allt eðlilegt. Þeir sem sitja heima og horfa á fréttir af þessu í sjónvarpinu upplifa allt annan raunveruleika en þeir sem eru á gangi um götur borgarinnar. Það virðist bara vera skelfing í miðbænum. Restin af London er róleg.“ Lífið gengur sinn vanagang „FÓLK er alveg ótrúlega yfirvegað. Það er ekki að sjá neinn ótta á fólki eða neitt slíkt,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, sem er stödd í London. Aðspurð segist hún hafa verið að hlaupa í Regents Park þegar hún varð vör við mikil læti og sírenur um klukkan 9.30 í gær- morgun, skömmu eftir að fyrstu sprengjurnar sprungu. Ingibjörg býr skammt frá King’s Cross-stöðinni í miðborg London og segir hún mikið hafa gengið á og að götum hafi víða verið lokað í miðborginni. „Þetta er búið að vera mjög sérstakt í dag [gær]. Við ákváðum að fara í bæinn og ganga í City [fjármálahverfi London] og sjá hvernig þar væri. Þar var búið að loka flestum bönk- um og verslunum. Það eru nánast engir bílar á götunum. Það eru bara auðar götur því fólk hefur verið beð- ið um að halda kyrru fyrir,“ sagði Ingibjörg og bætti því við að það hafi verið sér- kennilega hljótt í City þar sem jafnan sé mik- il mannmergð og skarkali. Hún sagði að Mil- lennium-brúin, sem liggur yfir Thames-fljót til Tate Modern-safnsins, hefði verið sneisa- full af jakkafataklæddu fólki sem hefði verið að ganga heim á leið. Venjulega sæjust aðeins ferðamenn á brúnni. „Það var svo skrítið að sjá þetta um miðjan dag. Það voru allir að leggja í hann heim því margir bjuggust við því að vera mjög lengi á leiðinni,“ sagði Ingi- björg. Aðspurð sagði hún einhverjar stræt- isvagnasamgöngur hafa hafist síðla í gær til þess að koma fólki sem býr í úthverfunum til síns heima. Varðandi aðgerðir yfirvalda í London segir Ingibjörg þau hafa brugðist nokkuð hratt við og allt hafi virst virka mjög vel. Fólk hafi auk þess brugðist vel við öllum skilaboðum yf- irvalda um að halda kyrru fyrir. Fólk er ótrúlega yfirvegað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.