Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 9
HNLFÍ 50 ÁRA | 9 Kristjánsson að þegar hann vildi í burtu héðan úr héraði var safnað undirskriftum og voru þær svo al- mennar að Jónas hætti við brott- för. Það var ekki eingöngu lækn- irinn sem menn horfðu til. Maðurinn Jónas Kristjánsson naut mikilla vinsælda og trausts. Og þannig er nú það með ræðumann hér, að því meir sem hann kynnist Jónasi Kristjánssyni, þá víkur læknirinn Jónas til hliðar en mað- urinn sjálfur Jónas, lífsviðhorf hans og athöfn fyllir frekar út myndflötinn ef svo flatneskjulega má taka til orða. Þessi einstaki hæfileiki mannsins að hrífa menn til athafna og ganga sjálfur fremstur til verka í þeim hópi sem vildi verða samferða.“ Það er sama hvar borið er niður, augljóst er að virðing Jónasar hef- ur vaxið með árunum. Sú stefna sem hann barðist fyrir og þær að- ferðir sem hann kynnti hafi að mörgu leyti orðið ofan á. Jónas Kristjánsson læknir var einn af merkustu og þjóðkunnustu mönn- um þessa lands. Lokaorðin hefur Pétur Gunnarsson: „Kenning hans og náttúrulækningastefna er fyrst og fremst fólgin í því að brýna fyr- ir fólki að lifa sem mest á náttúru- legri lifandi jurtafæðu og á þann hátt koma í veg fyrir ýmsa þá svo- kölluðu menningarsjúkdóma, sem svo mjög þjá mannkynið nú til dags og orsakast að meira eða minna leyti af röngum lifnaðar- háttum.“ (Minningargrein, 1960).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.