Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 1
Sjúkt samfélag
Kabaretts
Söngleikur segir gamla sögu og nýja af
kynlífsvæðingu og siðferðisbresti | 16
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímarit Morgunblaðsins | Sólskoðun vaxandi tómstundaiðja
20.000 manns í hestamennsku Matarhöfuðborgin Madríd
Flugan sest á hundinn Atvinna | Unga fólkið og atvinnuástandið
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
STOFNAÐ 1913 . TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
London. AP, AFP. | Breska lögreglan greindi
frá því í gær að annar maður hefði verið
handtekinn í suðurhluta London, nálægt
Stockwell-neðanjarðarlestarstöðinni, þar
sem grunaður hryðjuverkamaður var skot-
inn til bana í fyrradag. Einn maður var í
haldi lögreglunnar fyrir.
Ekki hafði verið upplýst í gærmorgun
hvort mennirnir tveir, sem voru í haldi lög-
reglu, væru úr hópi fjórmenninganna sem á
fimmtudag gerðu tilraun til að fremja
hryðjuverk í almenningsfarartækjum í
London. Breska blaðið The Sun fullyrti hins
vegar að sá sem tekinn var á föstudag væri
einn mannanna fjögurra. „Búið að ná ein-
um, þrír eftir,“ sagði í fyrirsögn blaðsins.
Engin sprengja á manninum?
Breskir fjölmiðlar virtust hins vegar allir
hafa heimildir fyrir því að maðurinn sem
var skotinn til bana á föstudagsmorgun
hefði ekki verið einn mannanna fjögurra.
The Times segir í gær að svo virðist sem
hann hafi ekki verið með sprengju á sér
þegar hann var skotinn. Skv. frásögn blaðs-
ins kom maðurinn út úr húsi nálægt Stock-
well sem lögreglan taldi tengjast rannsókn
atburðanna á fimmtudag. Honum var lýst
sem „nánum samstarfsmanni sellunnar“.
Lögreglumenn munu hafa fylgt mannin-
um eftir mjög lengi og jukust áhyggjur
þeirra er hann gerði sig líklegan til að fara
ofan í neðanjarðarlestarstöðina. Reyndu
þeir að stöðva manninn en hann tók á rás.
Var þeim þá skipað að stöðva manninn hvað
sem það kostaði.
Lögreglan við Stockwell-lestarstöðina.
Annar
handtekinn
í London
TVÆR íslenskar fjölskyldur, alls sjö manns,
sakaði ekki þegar sprengjurnar sprungu í
Sharm el-Sheikh. „Við sátum úti á svölum
fjögur saman og heyrðum öfluga sprengingu
og hrukkum í kút. Við hringdum í gesta-
móttökuna og spurðum hvað væri að gerast.
Þar var engar upplýsingar að fá. Svo kom
seinni sprengingin og hún
var svo kröftug að það kom
líkt og gulur reyksveppur
yfir miðbæinn. Sprengingin
var gífurlega sterk og allt
húsið nötraði,“ sagði Jón
Diðrik Jónsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Íslands-
banka, í samtali við Morg-
unblaðið. Hann dvelur nú í
Sharm el-Sheikh ásamt
konu sinni Jónu Þorvalds-
dóttur og dætrum þeirra, 6
og 16 ára. Með í för eru hjónin Ragnar Odds-
son og Hanna Gunnarsdóttir og dóttir þeirra.
Fjölskyldurnar eru á ferðamannastað rétt
fyrir utan Naamaflóa þar sem sprengingarnar
urðu, mitt á milli gamla markaðarins þar sem
fyrsta sprengjan sprakk og nýja miðbæjarins
þar sem hinar tvær sprungu.
Tilviljun að þau fóru ekki í bæinn
„Við vorum niðri í bæ kvöldinu áður að
versla í þessari sömu litlu verslanamiðstöð og
stóra sprengingin varð,“ sagði Jón Diðrik.
„Það er sjokkerandi að hafa verið að ganga
milli þessara búða deginum áður og sjá svo
sprengingarnar yfir víkina. Við horfum hér yf-
ir, líkt og af Arnarnesi í Kópavoginn.“
Jón sagði að ekki færi illa um þau. Þau
dveldu nú á hótelsvæðinu og þar væri rólegt.
Búið var að raða steypuklumpum fyrir inn-
keyrsluna að hótelinu og öllum dagskrám og
starfsemi fyrir ferðamenn aflýst, nema því
sem gerðist innan hótelsins.
Jón Diðrik sagði aðspurður að skiljanlega
væru þau slegin óhug og þetta væri mikið áfall
fyrir börnin. „Fólk sér svona í fréttum en það
er annað að sjá reykskýið og vita að þetta var á
nákvæmlega sama stað og við vorum að rölta
kvöldinu áður og ætluðum að vera þarna aftur.
Það var tilviljun að við hættum við að fara nið-
ur í bæ.“
„Sprengingin
var gríðar-
lega sterk“
Jón Diðrik
Jónsson
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
UNDIRBÚNINGUR að nýstárlegri útrás
sem byggist á hugviti og þekkingu á sviði
menningartengdrar ferðaþjónustu er
kominn vel á veg. Í bígerð er að setja upp
Vesturfarasetur í norska bænum Stryn að
fyrirmynd íslenska setursins á Hofsósi. Til
að kynna sér starfsemina kom 50 manna
norsk sendinefnd til landsins fyrr í sumar.
Valgeir Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Vesturfarasetursins á Hofsósi, segir
forsvarsmenn bæjarfélagsins í Stryn hafa
frétt af íslensku starfseminni frá bróður
sínum, Sigurði Þorvaldssyni, sem býr í
Noregi.
Sama hugmyndafræðin liggur að baki í
báðum löndum. Íslendingar og Norðmenn
fóru meira og minna á sömu svæðin í Am-
eríku og Valgeir segir að í mörgum til-
fellum sé um afkomendur sama fólksins að
ræða, bæði Íslendinga og Norðmanna sem
stofnuðu fjölskyldu vestra.
Vesturfara-
setrið undir-
býr útrás
Vesturfarasetur í Stryn | 44
LIÐSMAÐUR egypsku öryggissveitanna geng-
ur framhjá blóðblettum eftir sprengjutilræðin í
Sharm el-Sheikh í fyrrinótt. Hryðjuverkin í
fyrrinótt eru þau verstu í Egyptalandi um ára-
bil en íslamskir öfgamenn drápu 58 erlenda
ferðamenn og fjóra Egypta nálægt Luxor árið
1997. „Þetta er ljótt hryðjuverk,“ sagði í yf-
irlýsingu Habib al-Adli innanríkisráðherra.
„Það hefur ekkert með íslam að gera, þessir
menn þykjast einungis gera svona hluti í nafni
íslam.“
Egypskir embættismenn óttast að þessir at-
burðir í Sharm el-Sheikh lami ferðaþjónustu í
landinu og fréttir í gær bentu til að ferðamenn
á svæðinu væru skelfingu lostnir eftir atburði
aðfaranætur laugardagsins.
Ferðamenn skelfingu lostnir
Reuters
SAMTÖK sem kenna sig við al-
Qaeda-hryðjuverkanetið lýstu í
gær yfir ábyrgð sinni á hryðjuverk-
um í Sharm el-Sheikh í Egypta-
landi í fyrrinótt en að minnsta kosti
83 biðu bana, einkum heimamenn
en einnig nokkur fjöldi evrópskra
ferðamanna. Umrædd samtök, Ab-
dullah Azzam-herdeildirnar, al-
Qaeda í Sýrlandi og Egyptalandi,
lýstu á sínum tíma yfir ábyrgð á
sprengjutilræðum á Sínaí-skaga í
Egyptalandi í fyrra sem felldu 34.
Hosni Mubarak, forseti Egypta-
lands, var kominn á vettvang
sprengjutilræðanna í gærmorgun
en Sharm el-Sheikh er afar vinsæll
ferðamannastaður við Rauðahafið.
Sprengjurnar þrjár virðast allar
hafa sprungið á svo til sama tíma en
þetta þykir benda til að hryðju-
verkin hafi verið rækilega skipu-
lögð fyrirfram.
Sprengjurnar sprungu um kl.
1.15 í fyrrinótt, 23.15 að ísl. tíma.
Bifreið var ekið hratt í gegnum ör-
yggishlið við Ghazala Gardens-hót-
elið í Sharm el-Sheikh og upp að
anddyri þess og hún sprengd þar.
Benti lýsing á tildrögunum til þess
að um sjálfsmorðsárás hefði verið
að ræða. Önnur bílsprengja sprakk
á bílastæði nálægt Möwenpick-hót-
elinu og þriðja sprengjan sprakk
nálægt útimarkaði, í um fjögurra
km fjarlægð frá hótelunum, en þar
búa margir Egyptar sem starfa á
ferðamannahótelum í Sharm el-
Sheikh.
Auk hinna látnu særðust meira
en 100 manns og vitað var að a.m.k.
8 erlendir ferðamenn væru meðal
hinna látnu. Ræðir þar m.a. um
ferðamenn frá Bretlandi, Ítalíu,
Úkraínu, Rússlandi og Hollandi.
Að minnsta kosti áttatíu og þrír biðu bana í hryðjuverkum í Egyptalandi
Samtök er tengjast al-
Qaeda lýsa sig ábyrg
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
♦♦♦