Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 4

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 4
4 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÍÐAN mannanna sem slösuðust á föstudag í tveimur slysum er eftir atvikum góð, en betur fór en á horfðist í fyrstu hjá þeim báðum að sögn læknis í Fossvogi. Í öðru tilfellinu rann maður á fertugsaldri um 150 metra niður skriðu við Hvalvatnsfjörð á Norð- urlandi þar sem hann var á göngu ásamt hópi fólks. Þyrla Landhelg- isgæslunnar flutti hann til Ak- ureyrar og þaðan var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykavíkur og hlúð að honum á slysadeild í Foss- vogi. Hann fékk andlistáverka sem og skrámur en er ekki í lífshættu. Í hinu tilfellinu slasaðist maður á sextugsaldri er lítil grafa féll á hann þegar verið var að flytja hana af kerru í Skorradal í fyrra- völd. Hluti kerrunnar gaf sig með þeim afleiðingum að grafan féll á hliðina og á manninn. Maðurinn hlaut höfuðáverka og marðist nokkuð. Að sögn læknis slapp hann ótrúlega vel og er ekki í lífs- hættu. Reyndust ekki lífshættulega slasaðir Fáskrúðsfjörður | Fimm Fá- skrúðsfirðingar luku hjólreiðaferð sinni frá Reykjavík til Fáskrúðs- fjarðar fyrir helgina en franskir dagar standa nú yfir þar í bæ. Yngsti hjólareiðagarpurinn er að- eins ellefu ára gamall en hann hjólaði samtals fjögur hundruð kílómetra en fjórmenningarnir hjóluðu alla leið. Hópurinn hjólaði að meðaltali um níutíu kílómetra á dag en með þeim var níu manna fylgdarlið sem sá um að hafa til mat og slá upp tjöldum. Ferðin gekk vel þrátt fyrir rok og rign- ingu á Hvolsvelli. Þrír Frakkar slógust svo í för með hópnum í Breiðdalsvík svo og nokkrir hjól- reiðagarpar til viðbótar á Stöðv- arfirði. Franskir dagar hófust með brekkusöng og varðeldi. Eitt at- riðanna sem er fastur liður á dag- skrá er að Bergþór Pálsson söngv- ari haldi tónleika í Fáskrúðsfjarðarkirkju.ásamt fleir- um. Nú voru með honum Ragnar Bjarnason og Þorgeir Ástvalds- son. Á dagskrá voru perlur ís- lenskra og erlendra dægurlaga, flest sem Ragnar hefur súngið á sínum langa söngferli. Undirleik annaðist Þorgeir ásamt því að syngja með þeim. Kirkjan var þéttsetin á tvennum tónleikum þeirra og undirtektir gesta góðar. Urðu þeir að syngja nokkur auka- lög í lok tónleikanna. Fransk- ir dagar í há- marki Morgunblaðið/Albert Kemp Hjólagarparnir voru kátir þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit á þá. Söngvararnir Ragnar Bjarnason og Bergþór Pálsson sungu af mikilli inn- lifun á frönskum dögum sem nú standa sem hæst á Fáskrúðsfirði. HÚSGAGNAHÖLLIN opnaði í gær þriðju hæðina í verslun sinni og er þar með orðin stærsta hús- gagnaverslun á Íslandi. Verslunin er alls tæplega 6.000 m2 og eru hús- gögn á um 5.000 m2 og gjafavara á um 1.000 m2. Sígild amerísk húsgögn verða í fyrirrúmi á þriðju hæðinni, á ann- arri hæð verður áhersla lögð á stíl- hrein nútímaleg húsgögn, m.a. frá Danmörku, og gjafavara verður á fyrstu hæð verslunarinnar, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyr- irtækinu. Ýmis tilboð verða á hæðunum þremur í tilefni af stækkun versl- unarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Þriðja hæð Húsgagnahallarinnar var formlega opnuð í gær. F.v.: Birgir Friðjónsson rekstrarstjóri, Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri BYKO, Tom Zollar, framkvæmdastjóri sölusviðs La-Z-Boy, og Tom Broyhill, framkvæmdastjóri sölusviðs Broyhill. Stærri Húsgagnahöll NÝTT leiðakerfi Strætó bs. var tekið formlega í notkun í gær af borgarstjóra og bæjarstjórum að- ildarsveitarfélaga Strætó bs. Áður en lagt var í hann í gærmorgun hittust strætóbílstjórarnir og fóru yfir leiðirnar yfir rjúkandi heitu kaffi og nýbökuðum pönnukökum. Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó bs., fór dagurinn vel af stað. „Það hafa all- ir ekið allar leiðir og haldið áætlun. Ég veit ekki hvað maður getur far- ið fram á meira,“ segir Ásgeir og bætir því við að hann hafi fundið fyrir mikilli jákvæðni hjá strætó- bílstjórum. Hann segir þá hafa ákveðið að mæta þeim hnökrum sem á veginum séu með bros á vör. „Auðvitað hafa bílstjórarnir haft áhyggjur og efasemdir [varðandi leiðakerfið]. Það er eðlilegt og ég geri ekki lítið úr því,“ segir Ásgeir og bætir því við að allir hafi þó lagst á eitt til að láta allt ganga upp. Sömu sögu var að segja hjá trúnaðarmanni strætóbílstjóra en hann bætti því við að ekki færi að reyna á leiðakerfið fyrr en eftir helgi enda helgarnar með rólegra móti. Ásgeir segist hafa farið í gær- morgun einn hring með leið 6, sem er stofnleið sem fer frá Hlemmi upp í Grafarvog, og þar hafi hann mætt fjölda fólks sem hafi verið byrjað að kynna sér leiðakerfið. Við lok formlegrar dagskrár í gær var listaverkið „Klyfjahest- urinn“ eftir Sigurjón Ólafsson af- hjúpað á Hlemmtorgi, en verkið stóð áður við Sogamýri. Reynir á leiðakerfið eftir helgi Morgunblaðið/Golli Strætóbílstjórar fóru yfir nýja leiðakerfið í gærmorgun. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Lyfjastofnun af kröfu manns. Hann vildi fá viðurkennda bótaskyldu vegna fjártjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna ýmissa ákvarðana stofnunarinnar í tengslum við framleiðslu hans á vörum úr ís- lenskum jurtum. Dómurinn taldi að Lyfjastofnun hefði ekki haft laga- heimild til að banna manninum að selja tiltekna vöru eða breyta merk- ingum á umbúðum, en taldi manninn ekki hafa sýnt fram á fjártjón vegna bannsins þar sem hann hélt sölunni áfram og hunsaði tilmæli um breyt- ingar á umbúðum. Maðurinn taldi að stofnunin hefði brotið gegn honum með ýmsum hætti, svo sem að synja honum um sölu á burnirót, banni við sölu hylkja sem innihéldu túnfífil og ætihvönn, að leggja fyrir hann að breyta texta á túnfífilshylkiglösum þannig að þar stæði „Notist ekki á meðgöngu“ og með því að banna markaðssetningu og sölu hylkja með mjaðjurt. Í niðurstöðu sinni segir héraðs- dómur m.a. að Lyfjastofnun sé falið skv. lögum að skera úr um hvort ein- stök efni eða efnasambönd teljist vera lyf. Stofnunin hafi á þessum tíma talið burnirót vera lyf en skilgreiningunni var breytt árið 2004. Fór offari í viðbrögðum sínum Varðandi aðrar kröfur Lyfjastofn- unar á hendur manninum segir hér- aðsdómur að afskipti stofnunarinnar af sölu og kynningu á túnfífli og æti- hvönn geti ekki stuðst við aðrar heim- ildir en þær greinar laga um stofn- unina sem fjalla um lyf. Óumdeilt sé að efnin séu ekki lyf og því komi ákvæði laganna um lyf ekki til skoð- unar. Tilvísun Lyfjastofnunar til þess að efnin hafi verið til skoðunar þar og gætu síðar flokkast sem lyf dugi ekki. Hins vegar hafi komið fram fyrir dómi að maðurinn hætti ekki sölu um- ræddrar vöru þrátt fyrir bann Lyfja- stofnunar og selji enn túnfífil, æti- hvönn og mjaðjurt. Hann sagðist ekki hafa aukið útbreiðsluna heldur haft hana til sölu á sömu stöðum og áður. Segir dómurinn að ekki sé forsenda til að viðurkenna bótaskyldu vegna banns sem maðurinn hafi að verulegu leyti virt að vettugi. Þá sagðist maðurinn ekki hafa breytt áletrun á umbúðum. Segir hér- aðsdómur að vegna þessa geti mað- urinn ekki krafist viðurkenningar bótaskyldu vegna kröfu um breytingu á texta á glösum þar sem hann huns- aði kröfu Lyfjastofnunar. Þá geti hann ekki krafist viðurkenningar bótaskyldu vegna þess að Lyfjastofn- un krafðist þess að hann upplýsti um magn efna í ætihvönn því hann sinnti þeirri kröfu í engu. Maðurinn þarf ekki að greiða máls- kostnað því dómurinn taldi að Lyfja- stofnun hefði sumpart farið offari í viðbrögðum við því sem hún taldi að væri brot á lyfjalögum. Lyfjastofnun sýknuð af bótakröfu SLÖKKVILIÐ og lögregla á Sel-fossi voru kölluð út vegna elds ííbúðarhúsi í gærmorgun. Maður hafði eldað mat á eldavél en síðan sofnað út frá eldamennskunni. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með vott af reykeitrun. Sofnaði út frá eldamennskunni DAGUR Arngrímsson er nú með tvo og hálfan vinning eftir fjórðu um- ferð heimsmeistaramóts ungmenna sem haldið er í Belfort í Frakklandi. Degi gengur best íslensku keppend- anna en hann teflir í flokki átján ára og yngri. Elsa Þorfinnsdóttir gerði jafntefli í fjórðu umferðinni og er nú með einn vinning en Daði Ómarsson og Sverrir Þorgeirsson unnu sínar skákir. Sverrir er með tvo vinninga en Daði með einn og hálfan. Hinir íslensku keppendurnir töp- uðu skákum sínum í fjórðu umferð- inni. Dagur með 2½ vinning á heims- meistaramótinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.