Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 10

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 10
10 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ V ið opnun fjögurra nýrra þjónustumiðstöðva í Reykja- vík til viðbótar við eldri þjón- ustumiðstöðvar í Grafarvogi og Vesturbæ var Fé- lagsþjónustan í Reykjavík formlega lögð niður 1. júní sl. Þjónustumiðstöðvarnar tóku ekki aðeins við megninu af þjónustuverkefnum Félagsþjónustunnar heldur sérfræðiþjónustu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Leikskól- um Reykjavíkur og frístundaráðgjöf frá Íþrótta- og tómstundasviði. Eftir breytinguna geta Reykvíkingar sótt upplýsingar og skilað umsóknum um alla þjónustu borgarinnar í þjón- ustumiðstöðvunum. Þjónustumiðstöðvarnar opna upplýsingaskála og verða rækilega kynnt- ar meðal almennings í byrjun september nk. Þjónustan út í hverfin Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri þjónustu- og rekstrarsviðs Reykjavíkurborgar, rekur að- draganda breytingarinnar til laga um reynslu- sveitarfélög. „Reykjavíkurborg skipaði sér- staka framkvæmdanefnd á grundvelli laganna árið 1995. Nefndin lagði til að gerð yrði tilraun með þverfaglega fjölskylduþjónustu frá Fé- lagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð, Leikskólum Reykjavíkur og ÍTR í Grafar- vogshverfi. Fjölskylduþjón- ustunni Miðgarði í Grafarvogi var í framhaldi af því komið á fót árið 1997,“ segir hún og bætir við að með hliðsjón af því hversu vel íbúarnir hafi kunnað skipulaginu hafi verið ákveðið að opna aðra fjöl- skylduþjónustu, Vesturgarð, við Hjarðarhaga árið 2002. „Vesturgarði svipaði til Mið- garðs en var með annað stjórnunarfyrirkomulag og skipulag.“ Regína hefur séð um und- irbúning breytingarinnar. „Ég fékk tækifæri til að heim- sækja höfuðborgir hinna Norðurlandanna auk Björg- vinjar með stjórnkerfisnefnd síðsumars 2002,“ segir hún. „Borgirnar eiga allar sam- merkt að hafa lagt áherslu á að brjóta niður fagmúra og sníða þjónustu sína að þörfum notendanna. Aft- ur á móti er ákaflega mismunandi hversu langt hefur verið gengið í að færa þjónustuna út í hverfin, þ.e. allt frá því að aðeins hefur verið komið upp upplýsingaverum upp í nánast alla þjónustu og hverfisstjórnun. Ef á heildina var litið virtist reynslan af því að færa þjónustuna út í hverfin hafa verið góð. Stærra spurning- armerki hefur verið sett við reynsluna af svo- kölluðum hverfisstjórnum. Borgaryfirvöld veltu því í framhaldinu fyrir sér hversu langt ætti að ganga með breyting- unni og komust að því að stuðla bæri að því að færa þjónustuna út í hverfin. Áfram skyldu rek- in fagráð, Menntaráð (áður Fræðsluráð og stjórn Leikskóla Reykjavíkur), Velferðarráð (áður félagsmálaráð) og Íþrótta- og tómstunda- ráð. Í gegnum fagnefndir á vegum borgarinnar verður unnið að því markmiði að styðja nær- samfélagið, virkja íbúa og þróa þverfaglegt starf úti í hverfunum.“ Bætt aðgengi og betri þjónusta Eftir eins árs undirbúning gekk breytingin yfir, án þess að rof þyrfti að gera á þjónustu við borgarbúa, hinn 1. júní sl. Regína er spurð að því hvert sé markmið breytingarinnar. „Markmið breytinganna er í rauninni þrí- þætt,“ upplýsir hún. „Í fyrsta lagi að bæta að- gengi að þjónustunni. Með tilkomu þjónustu- miðstöðvanna á fólk að geta aflað sér upplýsinga um alla þjónustu borgarinnar á ein- um stað. Við leggjum áherslu á svokallað leið- beinandi hlutverk þjónustumiðstöðvanna, þ.e. starfsmönnunum störf með tilliti til niðurstöðu forgangsröðunarinnar og samsetningu faghópa í hverri þjónustumiðstöð og fengu um 90% starfsmannanna fyrstu valkosti uppfyllta. Á bilinu 600 til 700 starfsmenn til viðbótar tilheyra þjónustumiðstöðvunum en þeir þurftu ekki að breyta um starfsstöðvar þó þeir verði að sjálf- sögðu varir við breytingarnar.“ Annar liður í breytingunni fólst í fræðslu til starfsmannanna. Við notfærðum okkur þekk- ingu lykilstarfsmanna innan stofnananna til að undirbúa jarðveginn fyrir breytinguna og þver- faglega starfið. Efnt var til sérstaks fræðslu- átaks með áherslu á markmiðin þrjú að ofan. Umfjöllunarefnið var mismunandi eftir því hvaða starfshópar áttu í hlut. Á námskeiði sem haldið var fyrir alla framlínustarfsmenn var fjallað um þjónustuhugtakið, viðmót og upplýs- ingaleit og áfram mætti telja,“ segir Regína og tekur fram að sérstök áhersla hafi verið á að- gengi að þjónustunni. „Annað markmið fræðslu- átaksins var svo að kynna fólk enda voru tengsl- in kannski ekki eins mikil og búast hefði mátt við milli stofnananna.“ þjónustu vill eðlilega tryggja að þjónustan verði jafngóð í nýju skipulagi. Fagfélögin eru líka á vaktinni, að fylgjast með framgangi sinna fé- lagsmanna. Allt er þetta eðlilegt og við vitum líka að mörgum finnst erfitt að skipta um vinnu- félaga og umhverfi. Við gerðum okkur far um að undirbúa breytinguna eins vel og okkur framast var unnt og tel ég að vel hafi tekist til. Það skipti það mjög miklu máli að félagsmálastjórinn í Reykjavík, Lára Björnsdóttir, nú sviðsstjóri velferðarsviðs, undirbjó sitt fólk og hvatti til að taka breytingunum með opnum huga.“ Einn liður í breytingunni fólst í því að bjóða um 180 sérfræðingum af Félagsþjónustunni, Fræðslumiðstöð, Leikskólum Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasviði störf á þjónustumið- stöðvunum. „Við byrjuðum á því að halda kynn- ingarfundi. Síðan sendum við hverjum og einum starfsmanni upplýsingar um þjónustumiðstöðv- arnar, hverjir yrðu framkvæmdastjórar og deildarstjórar og hvaða þekkingarstöðvar yrðu í hvaða þjónustumiðstöð, og báðum þá um að raða upp í forgangsröð, 1 til 5, hvar þeir vildu helst vinna. Eftir að því var lokið buðum við að leiðbeina fólki áfram innan borgarkerfisins. Ekki má heldur gleyma því að tekið er á móti umsóknum og gögnum fyrir alla þjónustu borg- arinnar á þjónustumiðstöðvunum. Fólk getur skilað þessum gögnum inn á allar þjónustumið- stöðvar óháð sinni eigin búsetu. Starfsmennirn- ir sjá svo um að koma þeim á réttan áfangastað innan stofnana borgarinnar. Við stefnum að því að verða fyrsta flokks þjónustufyrirtæki. Annað helsta markmið breytingarinnar er að stuðla að þverfaglegu samstarfi sérfræðinga. Það gerist oft að margir ólíkir sérfræðingar eru að vinna með málefni sömu fjölskyldunnar hvert á sinni stofnuninni. Með þjónustumiðstöðvunum vinnur þverfaglegur hópur sérfræðinga heild- stætt að málefnum sömu fjölskyldu. Með því móti vonumst við til að starfið verði markviss- ara og úrræðin dugi betur en áður,“ segir Reg- ína. „Ef ein fagstétt er í meirihluta í ákveðnum hóp skapast hætta á að aðeins sé tekið mið af einu sjónarhorni. Ef fleiri fagstéttir vinna sam- an komast fleiri sjónarhorn að. Með því aukast líkurnar á því að hægt sé að finna betri lausn. Starfsmenn eiga að sjá til þess að viðskipta- vinir viti hverjir sjái um þeirra mál innan þjón- ustumiðstöðvanna og tryggt sé að öðrum sé ekki heimilt að sjá persónuleg gögn án leyfis. Við mótun þessa ramma var leitað til Persónu- verndar og tekið mið af Lög- um um persónuvernd. Þriðja markmið þjónustu- miðstöðvanna er að vera bak- land fyrir grasrót hverfanna – efla félagsauð. Þjónustumið- stöðvunum er ætlað að tengja saman ólíka hópa innan hverf- isins og virkja íbúana, t.d. til foreldrarölts, hverfahátíða og áfram mætti telja upp ýmiss konar starf og uppákomur. Ég vil taka fram að þjónustumið- stöðvunum er ekki ætlað að taka frumkvæðið af íbúunum heldur styðja við verkefni og vera farvegur fyrir góðar hug- myndir eins og dæmi er um í samstarfi Miðgarðs og skáld- anna í Grafarvogi og Bíla- stjörnunnar með undirbúning árlegrar Stjörnumessu.“ Þróun sérþekkingar Þjónustumiðstöðvarnar bera allar skilgreinda ábyrgð á sérverkefnum – svokölluðum þekkingarstöðvarverkefnum, hver á sínu sviði. Regína segir að markmiðið með þessum verkefnum sé að viðhalda og þróa sér- þekkingu í ákveðnu verkefni/málaflokki og miðla til annarra þjónustumiðstöðva. „Þekking- arstöðvarverkefnin voru valin annars vegar með tilliti til lýðfræði og hins vegar aðstæðna í hverfunum. Ég get nefnt sem dæmi að þekking- arstöðvarverkefni þjónustumiðstöðvar Mið- borgar og Hlíða undir yfirskriftinni Fjölmenn- ing og fjölbreytileiki er valið með tilliti til óvenjumikils fjölbreytileika meðal íbúa í hverf- unum. Þekkingarstöðvarverkefni þjónustumið- stöðvar Grafarvogs og Kjalarness undir heitinu Félagsauður og forvarnir var valið með tilliti til reynslu þjónustumiðstöðvarinnar Miðgarðs á áðurnefndu sviði og áfram mætti telja,“ segir Regína og bendir á að almennir borgarar verði ekki svo mikið varir við skiptinguna. „Af þeirri einföldu ástæðu að beinni þjónustu við borg- arbúa á þeim sviðum sem skilgreind hafa verið sem þekkingarstöðvarverkefni verður sinnt á öllum þjónustumiðstöðvunum.“ 180 manns á nýja vinnustaði Regína er fljót að játa því að jafn umfangs- mikil breyting og raun ber vitni hafi kallað á markvissa undirbúningsvinnu. „Hver kannast ekki við síendurtekin ummæli fagfólks um mik- ilvægi samstarfs og þverfaglegrar vinnu? Hins vegar er ekki þar með sagt að auðvelt sé að koma slíkri breytingu í framkvæmd í raunveru- leikanum. Fagfólk sem hefur verið að veita góða Þjónustusímanúmer borgarinnar opið allan sólarhringinn Grasrót hverfanna Eftir að fjórar, nýjar þjónustumiðstöðvar voru opnaðar geta Reykvíkingar skilað inn umsóknum og gengið að upplýsingum um alla þjónustu borg- arinnar á sex þjónustumiðstöðvum. Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri þjón- ustu- og rekstrarsviðs, og Aðalbjörg Traustadóttir, framkvæmdastjóri þjón- ustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, sögðu Önnu G. Ólafsdóttur frá breyttu og bættu fyrirkomulagi, sem verður rækilega kynnt meðal almenn- ings í byrjun september nk.       !"                            Regína Ásvaldsdóttir: „Þjónustu- miðstöðvarnar eru í raun einn liður í endurbótum á allri þjón- ustu og viðmóti borgarinnar gagnvart borgarbúum.“ ’Fjórar stofnanir í einni; þjónustumiðstöðvarnar hafa tek-ið við þjónustuverkefnum Félagsþjónustunnar, sérfræði- þjónustu frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Leikskólum Reykjavíkur og frístundaráðgjöf frá Íþrótta- og tóm- stundasviði.‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.