Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 15

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 15 Skógarhlíð 18 - Sími 595 1000 - www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 16 86 6 Kanaríeyjar eru langvinsælasti áfangastaður Evrópubúa yfir vetrarmánuðina, enda er þar milt og gott veður með jöfnu hitastigi árið um kring. Á Gran Canaria er að jafnaði 20- 25 stiga hiti á daginn. Vinsælustu staðirnir eru Enska ströndin og Maspalomas en þar eru Heimsferðir með sína gististaði. Bestu hótelin og lægsta verðið frá 28.295 kr.** *15.000 kr. afsláttur af fyrstu 1.000 sætunum eða meðan íbúðir eru lausar. Aðeins takmarkaður öldi sæta í hverju !ugi með afslætti. Gildir ekki um !ugsæti eingöngu. Miðast við bókun og staðfestingu fyrir 1. ágúst 2005 eða meðan afsláttarsæti eru laus. Bókaðu straxog tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið. Kanarí **Flug, skattar og gisting, m.v. hjón með 2 börn á Paraiso Maspalomas. Vikuferð 3. eða 10. janúar. Netverð. MasterCard Mundu ferðaávísunina! 68.690 kr.* allt innifa lið! Flug, skatta r og gisting , m.v. 2 í sví tu á Suite Hotel Masp alomas Dun as **** – all t innifalið! Vikuferð 3. eða 10. jan úar. Netver ð. Öll herbe rgi eru rú mgóðar og glæsi legar sví tur 48.890 kr.* með hálfu fæði Flug, skatta r og gisting , m.v. 2 í he rbergi á Eugenia Vic toria **** – hál6 fæði. Vikuferð 3. eða 10. jan úar. Netver ð. Glæsileg gisting á ótrúlegu verði! Bókunarmet! Nú 750 viðbótarsæti með 15.000 kr. afslætti Það glampar á spegilsléttvatnið og lykt af fiski fyllirloftið. Í stóru rjóðri þurrkakonur fisk og heilsa glað-lega. Farið er að nálgast hádegi og sólin er brennandi heit. Út- lendingurinn er sveittur og langar mest í ískalt vatn en er reglulega boð- ið upp Coca Cola. Aðeins það besta fyrir gestinn. Drykkinn verður vitan- lega að klára og það þótt gesturinn sé löngu kominn með handskjálfta af sykrinum. Dietdrykkir eru ekki í um- ræðunni. Hér innihalda flöskurnar hálfan lítra og kosta 37 krónur. Símtöl og sápuframleiðsla „Við vinnum í hóp og skiptum síðan ágóðanum á milli okkar,“ segja kon- urnar og setjast með mér í skuggann. Við erum í vesturhluta Kenýa. Þar er mikil fátækt en sjálfshjálparhópar sömuleiðis algengir. Fólk vinnur í sameiningu að því að gera líf sitt betra og skapa sér atvinnutækifæri, sérstaklega konur. Af hverju ekki að búa til töskur, vefa mottur eða koma á fót hænsnabúi til að draga fram líf- ið? Selja gömul föt, framleiða sápur eða selja hafragraut? Já, eða safna hreinlega fyrir síma og selja síðan að- gang að honum til vegfarenda úti á götu? Hugmyndafluginu virðast eng- in takmörk sett. „Fæstir í Kenýa eru launamenn og ekki hjálpar ríkisstjórnin þér ef þú ert atvinnulaus. Fólk verður bara að redda sér og reyna að finna upp á ein- hverjum leiðum til að verða sér út um peninga,“ segir hressileg kona eins og til að útskýra hugmyndaauðgina. Maísmjöl er málið Til að byrja með eru fisksölukon- urnar feimnar en keppa á endanum um orðið. Fiskþurrkunin og salan gefur ekki nóg af sér því að á ákveðnum tímum árs er fiskveiði- bann. Samt er þetta betra en að rækta einungis korn, líkt og þær gerðu áður. „Við erum hins vegar með hugmynd að nýrri tekjuöflun,“ segir kona með hvítan skýluklút og fær blik í auga. Það fer kliður um hópinn og konurnar jánka brosandi. „Ég veit ekki hvað þið gerið á Ís- landi en hérna borða allir maísmjöl,“ segir ung kona með grænan klút um höfuðið. „Maísmjölið sem er ræktað hér á eynni dugir hins vegar ekki allt- af. Upp á síðkastið hefur til dæmis rignt alltof lítið og þá þarf fólk að huga að því kaupa maís til viðbótar við þann sem það ræktar sjálft. Og hvar ætti það að kaupa hann? Nú, hjá okkur!“ bætir hún sannfærandi við. Hérna megin á eynni er engin versl- un. Enginn Bónus, ekkert Nóatún, engin maísmjölsbúð. Hérna er heldur hvorki rafmagn né sími eða rennandi vatn. Sú skólagengna reiknar Konan með skýluklútinn teygir sig í blað og penna, brosir feimnislega og tekur til við að skrifa niður tölur. Hún er ekkja með mörg börn, ein af mörg- um á staðnum. Á eynni er mikið um alnæmi. Konan er grunnskólagengin og ein af fáum sem lært hafa að reikna. Hinar bíða rólegar meðan út- reikningarnir fæðast. Reikna þarf hvað einn maíssekkur kostar á meg- inlandinu og áætla bæði flutnings- gjald og endursöluverð. Konurnar ræða málin og ég sé að sumar skilja jafnlítið í tölunum og tungumálinu tengdum viðskiptunum og ég sjálf þegar þær tala saman á Luo-tungumálinu sínu. Þá skil ég ekki baun og líður eins og ég sé ólæs og óskrifandi. Þær 800 milljónir sem eru ólæsar í heiminum fá skyndilega aukna samúð mína. Björgólfur Thor í Kenýa „Stelpur mínar, ég er komin með þetta,“ segir sú sem reiknar skyndi- lega. „Ef við gerum þetta og byrjum með 80 kornsekki eins og við töluðum um, getum við grætt 3.000 shillinga á mánuði – hver og ein,“ segir hún og skellihlær. „3.000 shillinga?“ endurtaka hinar og kátína brýst út. „Við sögðum þér að þetta væri góð hugmynd.“ Útlendingurinn þurrkar af sér svitann og reiknar í huganum hvað 3.000 shillingar eru mikið. Hversu mikið fengju þær þá á mánuði? Svar- ið er 2.400 íslenskar krónur. Í Kenýa nema mánaðarlaun venjulega nokkur þúsund íslenskum krónum. Vestræn stúlka stígur fæti á kenýska grundu og verður skyndilega forrík. „Á Íslandi er ég Sigga Víðis en hér er ég beinlínis Björgólfur Thor,“ tauta ég og geng með konunum niður að sjó. Þær leggja mánaðarlega nokkra shillinga fyrir til að koma kornsölunni af stað. „Eða svona þegar við getum,“ seg- ir ein og sveiflar 20 lítra vatnsfötu upp á höfuðið: „Þetta hefst einhvern- tímann. Vonandi. Bíddu bara, við verðum á endanum maísmjölssölu- konur.“ Ég kinka kolli, kveð og geng til fundar við fiskimennina við strönd- ina. Nema hvað, á tréborði bíður mín hálfur lítri af kók. Kók og fiskur í Kenýa Fiskibátar og fagurblár himinn, kaktusar, skýluklútar og hópur af hænum var meðal þess sem Sigríður Víðis Jóns- dóttir rakst á í Kenýa. Þar voru sömuleiðis klárar en bláfá- tækar konur á eyju úti í Viktoríuvatni. Ljósmynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir Farangur í rútum fer ekki einungis í skottið heldur líka á þakið. Hænurnar eru vanar þessu og virða mennina sallarólegar fyrir sér. „Við vinnum í hóp og skiptum síðan ágóðanum á milli okkar,“ segja fisksölukonurnar á Viktoríuvatni. Þær þurrka smáfisk og selja en lenda í vandræðum þegar bannað er að veiða. Mannlíf í Vestur-Kenýa. Úti á götu er selt allt á milli himins og jarðar. sigridurv@mbl.is ’„Við erumhins vegar með hugmynd að nýrri tekju- öflun,“ segir kona með hvítan skýlu- klút og fær blik í auga. Það fer kliður um hóp- inn og kon- urnar jánka brosandi. ‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.