Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 18

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 18
18 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ R afmagnsljósið yfir næturbjöllunni álitla hótelinu á horninu er kveikt;þar er hægt að leigja herbergiklukkutíma í senn. Og bráðum heyr- ist blístur. Ungu mennirnir kalla á stelp- urnar sínar. Þeir standa niðri á götunni í kuldanum, blístra upp í upplýsta glugga upp- hitaðra herbergja þar sem búið er að búa um rúmin fyrir nóttina. Þeir vilja láta hleypa sér inn fyrir. Hljóðmerkin þeirra bergmála um dimma og eyðilega götuna, eggjandi og dul og döpur. Ég vil ekki híma hér á kvöldin. Minnir mig á að ég er í ókunnugri borg, aleinn, fjarri heimahögum. Stundum ákveð ég að hlusta ekki, kíki í bók, reyni að lesa. En það er viðbúið að flaut hljómi brátt – svo nístandi, svo krefjandi, svo fullt mannlegrar örvæntingar – að ég stend loks á fætur og gægist gegnum rimlagluggatjöldin til að ganga úr skugga um hvort verið geti – þótt ég viti fullvel að það sé óhugsandi – að kallið sé ætlað mér.“ Með þessum orðum í bókinni Goodbye to Berlin leiddi breski rithöfundurinn Christopher Isherwood lesendur sína inn í borg á kraumandi suðupunkti, Berlín á mörkum þriðja og fjórða áratugarins. Borg- arpotturinn er fullur af ólíklegasta hráefni, kryddið er sterkt og óspart notað af því – hér getur allt gerst og það gerist akkúrat núna. Úr þessum jarðvegi sprettur Kabarett. Strákar með stórum staf Christopher Isherwood var 26 ára gamall þegar hann heimsótti Berlín í fyrsta skipti. Hann þótti efnilegur rithöfundur, var í vin- fengi við menn sem getið höfðu sér gott orð fyrir skáldskap, þeirra á meðal W.H. Auden, Edward Upward (er átti eftir að verða læri- meistari hans í mörgum efnum) og Stephen Spender, en sá síðastnefndi dvaldi líka í Berlín um svipað leyti. Isherwood var sam- kynhneigður og hann var kominn til höf- uðborgar Weimar-lýðveldisins því að, eins og hann sagði sjálfur, „Berlín þýddi Strákar. Með stórum staf.“ Þeir voru flestir allt að helmingi yngri en hann sjálfur, sumir voru falir, aðrir efniviður í mislöng – eða mis- skammlíf – ástarævintýri. Blístrið úti á dimmu götunni var trúlegast ætlað Isher- wood sjálfum. Berlín var tvímælalaust list- og menning- arleg miðja Evrópu á þessum tíma. Isher- wood hafði þó í raun ekki djúpstæðan áhuga á þýskri menningu, sögu eða stjórnmálum, það voru strákarnir sem lokkuðu hann til borgarinnar og hin kvika iða næturlífs og sterkra andstæðna. Hugsuðir og hórur, mis- heppnaðir listamenn (þeirra á meðal Hitler) og leitandi snillingar, örbirgð og allsnægtir, örvænting og mér-er-skítsama-um-allt-nema- að-skemmta-mér viðhorf fólks frá öllum heimshornum. Á meðan farþegarnir dönsuðu á dekkinu var skipið að sökkva. Hinir glötuðu rumska og hverfa Christopher William Bradshaw-Isherwood fæddist síðsumars fyrir rúmri öld, árið 1904, í smábænum Cheshire í Englandi. Hann var kominn af efnamiklu fólki, er tilheyrði lágaðli þess tíma: Faðir hans gegndi virðulegri stöðu innan hersins (fórst í fyrri heimsstyrjöld) og gekk að eiga dóttur auðugs vínkaupmanns. Christopher hóf nám í Cambridge í byrjun 3. áratugarins en hvarf frá námi og tók til við skriftir. Fyrsta skáldsaga hans, All the Conspirat- ors, var gefin út árið 1928 og hann var önn- um kafinn við að undirbúa næsta verk sitt þegar Auden kom heim eftir stutta heimsókn til Berlínar í ársbyrjun 1929. Ferðalýsingar hans af öfgafullri og ólgandi borg, þar sem áhugaverð gáfumenni og kynþokkafullir strákar þrifust í sátt og samlyndi, hljómuðu eins og fegurstu sálmar í eyrum Christop- hers. Hann flutti til Berlínar og bjó þar meira eða minna næstu fjögur árin. Hann talaði ekki orð í þýsku í fyrstu og leiðir hans og ýmissa frægra þýskra höfunda lágu ekki saman á þessum tíma, t.d. kynntist hann hvorki Brecht né verkum hans fyrr en löngu eftir Berlínardvölina. Isherwood hélt nákvæmar dagbækur og tók að klæða innihald þeirra í búning skáld- skapar; þær áttu að vera hráefnið í metn- aðarfulla skáldsögu er hafði hið viðeigandi vinnuheiti The Lost eða Die Verlorenen, Hinir glötuðu. Þar sagði frá Breta að nafni Peter Wilkinson sem bjó í einsemd og óham- ingju í Berlín, taugaveiklaður og kvíðinn, en fékk allra meina bót í svallveislu í grennd við Wannsee, átti þar mök við strák og kynntist ýmsum kynlegum karakterum. Stritaði til að vera gála Isherwood kynntist í Berlín fyrirmyndum þeirra persóna sem ganga ljósum logum um Berlínarbækur hans, þeirra á meðal leigusal- anum Fraulein Thurau, er fékk nafnið Frau- lein Schroeder, kviklyndri konu að nafni Jean Ross, er endurfæddist síðar í líki Sally Bowles, og svikahrappnum Gerald Hamilton, er varð kveikjan að titilpersónu bókarinnar Mr Norris Changes Trains, er út kom árið 1935. Sally Bowles er í raun miklu ógeðfelld- ari persóna í bókum Isherwoods en í leikgerð þeirra og síðar kvikmyndaútgáfum. Illa gef- in, bresk miðstéttarstúlka sem vann að því hörðum höndum að verða gála, og náði hreint ágætum árangri! – að sögn Isherwoods sjálfs. Hann lagði handritið Die Verlorenen loks á hilluna og sagði löngu síðar að verkið hefði verið „lausriðið, draslaralegt og illa sniðið,“ og í raun óþarft. En þegar hann hafði tætt það í sundur í þeirri trú að hann hefði fargað því fyrir fullt og allt rann upp fyrir honum að hægt væri að nýta persónur og atburði í nýtt verk, án þess að hann væri nauðbeygður til að lúta strangri og þéttofinni formgerð í anda Balzac. Skemmtanasjúkir í sjálfskipaðri útlegð Persónur og atvik úr The Lost skutu því upp kollinum í fyrstu bókinni hans um Berl- ín, grátbroslegri frásögn um áðurnefndan herra Norris og kynni hans af öfgum þýskra stjórnmála þessa tíma. Christopher birtist í bókinni í dulargervi persónunnar William Bradshaw, er síðar meir þróaðist í að verða persóna sem bar að fullu nafn rithöfundarins, Christopher Isherwood. Þannig tókst honum að dansa á línunni á milli skáldskapar og sjálfævisögu, bókmenntagreinar sem Guð- bergur Bergsson gaf nafnið skáldævisaga. Kynfræðslustofnun Hirschfield kemur við sögu, klámfengnar bækur, kommúnismi, nas- ismi, franska leyniþjónustan og skrautlegar aukapersónur. Isherwood lýsti félögum sínum og sjálfum sér með kaldhæðnum og klókindalegum hætti og bætti í drjúgri samúð og hæfilegum ýkjum; í Berlín voru staddir sjálfskipaðir út- lagar er höfðu það að meginmarkmiði að skemmta sér og öðrum á eins áhyggjulausan hátt og nokkur var kostur. Berlín og ríkjandi ástand í Þýskalandi er fremur bakgrunnur, leiktjald, en raunverulegt viðfangsefni þess- arar hnyttnu persónustúdíu, en hafði þó veigamikil áhrif á gerðir og afdrif persón- anna. Í viðtali við rithöfundinn David Lam- bourne kvaðst Isherwood, þá aldurhniginn, hafa skemmt sér við að horfa á mótmæla- göngur og fjöldafundi en ekki tekið sjálfur þátt. Hann studdi hins vegar kommúnista heilshugar og Upward hafði fullvissað hann um að Lenín hefði ekkert á móti hommum. Hann kvaðst harma að hafa ekki reynt að ná viðtali við Hitler eða Göbbels, en sjónir hans beindust að öðrum mönnum á þessum Blístrað á dimmri götu í Berlín tíma. Kannski örlar á gyðingahatri í verkum hans frá fjórða áratugnum, en það á ekkert skylt við hið botnlausa hatur nasista á þjóð Zions. Honum ofbauð viðhorf nasistana í þeirra garð, ofbeldið og heiftin, fann kannski til einhverra samkenndar, vitandi um for- dómafullt viðhorf forkólfa nasista til samkyn- hneigðra, jafnvel þótt ýmsir þeirra, þar á meðal hægri hönd Hitlers á þessum tíma, Ernst Röhm, skemmtu sér best í rúminu með eigin kyni. Enginn sá þó fyrir hvaða ör- lög biðu samkynhneigðra í Þriðja ríkinu. Á flandri um Evrópu Isherwood var 28 ára gamall þegar hann tók upp ástarsamband við 16 ára gamlan Berlínarbúa, Heinz Neddermeyer að nafni. Árið sem nasistar náðu völdum yfirgáfu þeir Þýskaland. Hommum var ekki vært í ríki nasista en Heinz óttaðist líka að þurfa að gegna herþjónustu, því þótt almenn her- skylda hefði ekki verið tekin upp í landinu fyrr en nokkrum árum síðar vissi enginn fyr- ir víst hvenær Hitler þóknaðist að undirbúa þýska æsku fyrir stríðið sem hann þráði. Þeir flökkuðu um Evrópu næstu misserin. Bókin um Albert Norris leit síðan dagsins ljós árið 1935, svo sem áður er getið. Tveimur árum síðar sneri Heinz aftur til Þýskalands en Christopher hélt flandrinu áfram, oft á tíðum í för með Auden, en í sam- einingu rituðu þeir nokkur leikrit og ferðafrásagnir. Árið 1939 kom síðan út bókin Goodbye to Berlin, sama ár og Isherwood og Auden fluttu búferlum til Bandaríkjanna, er áttu eftir að fóstra þá báða til langframa. Þeir gagnrýndu báðir með opinskáum hætti stéttaskiptinguna í Englandi á þessum tíma og hræsnisfullt viðhorf þjóðfélagsins til kynlífs og kynhneigðar. Brottflutningur þeirra til Bandaríkjanna dró athygli fjölmiðla óspart að þeim, enda þótti dirfska þeirra aðdáunarverð í röðum yngri gáfumanna á þessu tímabili, en eldri og íhaldssamari mönnum þóttu þeir hafa svikið bæði föð- urlandið og stétt sína. Þeir hreiðruðu um sig í New York í fyrstu. Í Bandaríkjunum naut Auden hylli og virð- ingar og Isherwood stóð í skugga hans, í raun öndvert við það sem tíðkast hafði í Evr- ópu þar sem Isherwood stóð feti framar. Hinum síðarnefnda mislíkaði hlutverkaskipt- in og leitaði huggunar í sólbaðaðri Kaliforníu. Þar sökkti Isherwood sér ofan í hindúisma og stundaði andlega naflaskoðun um hríð. Árið 1953 hófst samband hans og efnilegs, ungs listamanns, Don Bachardy, er var þrjá- tíu árum yngri en Isherwood, eða 18 ára gamall. Þrátt fyrir þennan mikla aldursmun lá þó fyrir þeim að búa saman þar til Is- herwood lést í Kaliforníu árið 1986. Þá hafði hann gefið út 33 verk og skrifað gríðarlega margt annað; ritgerðir, greinar, leikrit og handrit, margt afar misjafnt að gæðum. Is- herwood telst þó til tekna að hann var einna fyrstur þeirra höfunda, er voru opinskáir um samkynhneigð sína, til að ná almannahylli, og stóð sem slíkur framarlega í réttindabaráttu samkynhneigðra á sjötta og sjöunda áratugi síðustu aldar. Christopher Isherwood: Nafn hans verður órjúfanlega tengt Berlín um 1930. Bækur Isherwoods um lífsreynslu sínaí Berlín urðu leikskáldinu John vanDruten innblástur að leikriti er settvar upp í Bandaríkjunum árið 1952,og nefnt var I am a Camera. Ish- erwood var honum til halds og trausts við ritun leikgerðarinnar. Leikkonan Julie Harris lék hlutverk Sally Bowles, og þegar verkið var kvikmyndað þremur árum síðar hreppti hún það að nýju, en í kvikmyndinni voru í helstu hlutverkum öðrum Laurence Harvey og Shell- ey Winters. Leikritið og myndin sóttu nafn sitt til upphafs Goodbye to Berlin, þar sem sögu- maður kveðst vera „opin myndavél sem er mjög hlédræg, athugul, án hugsunar.“ Þótti Sally óáhugaverð Leikskáldið Joe Masteroff barði I am a Camera augum og fékk þá flugu í höfuðið að verkið væri góður efniviður í söngleik. Hann ræddi þessa hugmynd við leikstjórann Harold Prince, er beið ekki boðanna heldur tryggði sér réttinn á sögunni og réð lagahöfundana John Kander og Fred Ebb til að semja tónlist við verkið. Kander kvaðst hafa hlustað mán- uðum saman á plötur með þýskri djasstónlist frá 3. áratugnum og reynt síðan að gleyma henni, þannig að hún sytraði inn í undirmeðvit- undina og kveikti þar nýja tónlist. Prince brýndi síðan fyrir höfundum leiktextans að verkið væri ekki um Sally Bowles, hún væri að hans mati minnst áhugaverða persóna verks- ins. Árið 1966 varð Cabaret, eða Kabarett sam- kvæmt íslenskum rithætti, að veruleika og sló rækilega í gegn. Verkið var frumýnt á Broadway haustið 1966. Söngkonan Liza Minelli lék hlutverk Sally Bowles á frumsýningu en tveimur vik- um síðar var leikkonan Jill Haywarth látin taka við. Þess má geta að ekkja Bertolt Brecht, Lotte Lenya, lék Fraulein Schroder í þessari uppfærslu. Söngleikurinn gekk fyrir fullu húsi í tæp þrjú ár og hlaut m.a. hin virtu Tony-leiklistarverðlaun og var kosinn söng- leikur ársins 1967. Joel Grey hreppti einnig Tony-verðlaun fyrir glæsileg tilþrif í hlut- verki siðameistarans/skemmtanastjórans, sem er nokkurs konar mefistófelísk nætur- vera, er stýrir skemmtikröftum Kit Kat- klúbbsins, með stálhnefa í hvítum kjólfata- hönskum. Framferði hins fjölþjóðlega gesta- hóps kallar iðulega fram díabólískt glott á vörum hans og hann hvetur þá óspart til að feta sig lengra fram á brún hengiflugsins. Hann ávarpar þá strax í upphafi sýningar: Willkommen! Bienvenue! Welcome! Fremder, étranger, stranger Glücklich zu sehen, Je suis enchanté, Happy to see you, Bleibe, reste, stay. Willkommen! Bienvenue! Welcome! Im Cabaret, Au Cabaret, To Cabaret! Meine Damen und Herren- Mes dames et Messieurs- Ladies and Gentlemen, Guten Abend! Bon Soir! Good Evening! Wie geht’s? Comment ça va? Do you feel good? Ich bin euer confrecier! Je suis votre compère, I am you host! Und sagen. Willkommen! Bienvenue! Welcome! Leave your troubles outside. Velgengni verksins hlaut að vekja athygli Hollywood-verksmiðjunnar og ákveðið var að ráðast í kvikmyndagerð þess í leikstjórn Bob Fosse. Kabarett var önnur kvikmynd Fosse, er var mikilvirkur danshöfundur og alræmdur fyrir ótal ástarævintýri sín og hömlulausan lífsstíl. Hann lést árið 1987, sextugur að aldri. Fosse á að hafa sagt: „Lifðu líkt og þú munir drepast á morgun, stritaðu eins og þú þarfnist ekki launaseðilsins og dansaðu eins og enginn horfi á þig.“ Maður með þessi kjörorð í lífinu var tilvalinn til að leikstýra Kabarett. Vildi ekki ráða Grey Jay Presson Allen var fenginn til að skrifa handritið og hann sótti sér ekki síður innblást- ur í leikrit van Druten og bækur Isherwoods heldur en sjálfan söngleikinn, skar sum atriði niður og bætti öðrum við áður en að kvikmynd- un kom. Fosse skipaði Lizu Minelli í hlutverk Sally á nýjan leik og trúlegast mun það halda nafni hennar hæst á lofti, enda æði brokkgeng Willkom

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.