Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 23

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 23 Skráning og upplýsingar: Sími: 575 1512 & 897 7922 E-mail: aria@islandia.is Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 580 1111 María Björk Skólastjóri/Kennari Regína Ósk Yfirkennari/Kennari Birgitta Haukdal Söngkona/Kennari Hera Björk Söngkona/Kennari Jónsi Söngvari/Kennari Þóra Söngkona/Kennari Ragnheiður Söngkona/Kennari Friðrik Ómar Söngvari/Kennari Eivör Pálsdóttir Söngkona/Kennari Alma Rut Söngkona/Kennari Björgvin Franz Leikari/Kennari Yesmine Dansari/Kennari Gudrun Holck Skólinn mun á þessari önn auka samstarf sitt við sérhæfðan söngskóla erlendis. Boðið verður upp á námkeið sem byggir á þjálfun í söng og raddtækni fyrir atvinnusöngvara og þá sem eru lengra komnir í námi. Gudrun Holck, sem er með mastersgráðu frá þessum skóla mun koma og stýra námskeiðinu. SÖNGNÁMSKEIÐ HAUSTÖNNIN ER AÐ HEFJAST Á haustönn verður boðið uppá: 5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á nám- skeiðinu og nemendur fá upptöku með söng sínum á geisladisk í lok námskeiðs. Nýtt: Námskeið fyrir lengra komna með Gudrun Holck. Einstakt tækifæri fyrir góða söngvara (ekki bara atvinnufólk) 13 ára og eldri. Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemdur í túlkun, raddbeitingu, sjálfstyrkingu og framkomu. Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri á að koma fram opinberlega svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið sem eru atvinnu- menn hver á sínu sviði. Við erum að velja börn og unglinga í nokkur verkefni sem unnið er að á þessu ári og á því næsta, þ.á.m. Geisladiska, myndbönd, sjónvarpsútsendingar ofl. SÖNGSKÓLINN ER Í LEIT AÐ HÆFILEIKAFÓLKI! MARÍU BJARKAR SEM frístandandi rithöfundur er maður ekki jafnbundinn og flestir aðrir af föstum vinnutíma. En á móti kemur að maður á heldur ekkert ákveðið tímabil sem sjálfkrafa heitir sumarfrí. Það fer bara eftir fjárhag og stöðu verkefna hvenær lausar stundir gefast og á seinni árum hef- ur manni lærst að það megi nota þær til annars en að vinna að öðrum verk- efnum. Til dæm- is til að gera það sem venjulegt fólk gerir. Og fara í sumarfrí. Ég er sem sé nýkominn úr sólar- og slökunarferð til Króatíu, rétt eins og alvöru maður með fasta vinnu. Og það var bara alveg virkilega ágætt. Að vísu tókst mér að kvefast illilega af að glænepjast fáklæddur niðri í fjöru og svo gekk á ýmsu í veð- urfarinu, en þetta var samt ágætt. Það er alveg hægt að vera í sólar- og slökunarferð þótt það sé mestanpart skýjað og þrumuveður í aðsigi. Í ferðinni gerði ég ýmislegt nýtt og sá markverða og einstaka staði sem verða mér ógleymanlegir. Fyrst er að telja dýrðlega heimsókn til Feneyja, þar sem götur eru ýmist á láði eða legi, en allar eiga það sam- eiginlegt að líta út eins og leikmynd í bíómynd eftir Shakespeare-leikriti. Torg og turnar, kirkjur og brýr, skuggahlerar fyrir gluggum. Vantar bara menn í skikkjum og sokkabux- um til að staðfesta að maður sé ekki lengur staddur í raunveruleikanum. Auðvitað er Markúsartorgið kunnuglegt áður en maður kemur þangað í eigin persónu, af myndum og af lýsingum í sögum. En engu að síður er það óviðjafnanleg upplifun að standa þarna og rifja upp brot af sögum, nöfn úr skólabókum og hendingar úr tónverkum, meðan ótal dúfur úða í sig korni úr lófum hug- fanginna ferðamanna. Einnig æv- intýralegt á sinn hátt að sitja á fín- um hótelbar og horfa á klyfjaða gesti renna upp að anddyrinu á leigubát- um í stað bíla, þar á meðal bæði Thomas Mann og Donald Suther- land. Á meðan heyrist í Albert Finney innan úr lobbíinu: „She’s somewhere in town, she wanted to explore, – but I’m no Doctor Livingstone. I’ll stay here and chat with my campari and soda“ [hún er einhversstaðar í borg- inni, sem hana langaði að skoða, - en ég er enginn doktor Livingstone. Ég verð hér og rabba við campari og sódablönduna mína]. Annar merkisatburður í fríinu var þegar ég settist undir stýrið á go- kart-bíl og uppgötvaði að ég hefði getað orðið kappaksturshetja með örlítilli hliðrun örlaganna. Ég tók al- gert æði á brautinni og linnti ekki látum fyrr en ég var kominn fram úr hverjum einasta bleikum Þjóðverja og meira að segja syni hans á tán- ingsaldri líka. Ég sem hélt alltaf að í öðru lífi hefði mér verið áskapað að vera sendibílsstjóri á meðalstórum bíl með lyftu. Rúsínan í pylsuendanum var þó kannski að koma til Pulu. Að vísu reyndist það því miður ekki vera draumveru-útgáfa af Pulu í Holtum, þar sem ég dvaldi nokkrum sinnum sem strákpjakkur og sá margt í fyrsta skipti. Nei, hér var enginn Gilli á gráum Dodge Weapon og enginn dádýrskálfur í fjósinu. Hér var um að ræða 70 þúsund manna borg syðst á Istríuskaganum þar sem meðal annars gat að líta vel varðveitt rómverskt hringleikahús, sem enn er nýtt til skemmtanahalds. Skylmingaþrælar berjast þar þó ekki lengur fyrir lífi sínu við jafn- ingja sína, eða ljón líkt og þau sem fúlsuðu við píslarvottinum Heilagri Eufemíu, sem hvílir í steinkistu sinni í bænum Rovinj, skammt frá. Þeir eru löngu búnir að fá vinnu í skipa- smíðastöðinni. Að lokum eru ótaldar þær góðu bækur sem þetta algjöra frí og þessi vel heppnaða suðurlandadvöl gaf mér færi á að lesa. Mér auðnaðist meira að segja að stytta örlítið listann yfir albestu bækur sem ég hef aldrei lesið. Og það algerlega án þess að nokkur héldi því fram að ég væri að vinna. Frábært. Ég mæli með þessu. Ég er þegar farinn að spá í vetrarfrí. Það sem ég gerði í sumarfríinu HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.