Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 24

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 24
24 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Klukkan er rúmlega sexað morgni þegar HelgiÞorgils Friðjónssonmyndlistarmaður vekurveiðifélagana heima á Kjallaksstöðum, neðst við Flekku- dalsá á Fellsströnd. Þau deila með honum stöng, eiginkonan Margrét Lísa Steingrímsdóttir og yngri sonurinn, Þorgils. Úti er glampandi sól og blæja- logn. „Það er alltaf gott veður í Dölunum,“ segir Helgi sem er bú- inn að hella upp á kaffi. Austur af húsinu rennur Flekku- dalsá til sjávar. Reyndar nefnist hún þar Kjallaksstaðaá, eftir að Flekkudalsá og þveráin Tunguá sameinast. Ekki er ofsagt að Flekkudalsá, eða Flekkan, sé með fallegustu ám landsins. Hún rennur um fjöl- breytilegt land, víða kjarri vaxið, og veiðistaðirnir eru margbreyti- legir. Yfir veiðimönnum hnita stundum ernir. Önnur vaktin í hollinu er að hefj- ast. Á þeirri fyrstu náðist aðeins einn lax á land, hann veiddi Þorgils í Brúarstreng á nýhnýtta Black Brahan númer 14. En neðstu svæði árinnar eru full af fiski – göng- urnar virðast óvenju stórar í sum- ar, eins og víðar. Rétt fyrir klukkan sjö eru veiði- félagarnir komnir að veiðihúsinu og hitta á hlaðinu félagana sem deila hinum stöngunum tveimur. Menn eru afslappaðir í blíðunni, finna til veiðistangir, flugur og nesti; svæðaskiptingin er þegar ákveðin. „Það er ekki oft sem mað- ur óskar sér þoku hér,“ segir Helgi og horfir í skafheiðan himininn. En náttúran skartar sínu fegursta og fuglasöngur ómar. Fiskur í Fornastreng Þorgils og foreldrar hans eiga neðri hluta Flekkudalsár þennan morgun; þar er svæðið kringum Torfunesfoss líklegast til að gefa laxa. „Það er líka skuggi á foss- inum til að byrja með,“ segir Þor- gils. Þorgils og Margrét Lísa ganga niður að Torfunesfossi en Helgi tyllir sér niður við yfirlætislausan streng hinum megin við fossinn, Fornastreng. „Það eru fiskar hérna,“ segir Þorgils og þau mæðgin taka upp flugurnar. „Það er alltaf svo vel raðað í boxin hjá mér,“ segir Margrét. Brosandi segist Þorgils sjá um að fylla á boxin hjá mömmu sinni. „Hann er svo góður við mömmu sína – en ég veit ekkert hvað allar þessar flugur heita,“ segir Mar- grét. „Ég vel bara eina sæta.“ Margrét, sem veiddi sinn fyrsta flugulax í Fáskrúð viku fyrr, byrj- ar að kasta flugunni Jazz. Þorgils segir henni til til að byrja með en sest síðan aftur á bakkann og velt- ir fyrir sér að byrja með flugu í dökkum tónum. „Útaf steininum þarna til hliðar liggja oft þrír, fjórir laxar,“ segir Þorgils. „Í pottinum er iðulega torfa. Í fyrsta sinn sem ég veiddi hér setti ég í svona 12-pundara – tók of fast á honum svo hann sleit.“ Sólin færist smám saman yfir hylinn. Helgi tekur nú við og kast- ar á Fornastreng Green Brahan, sem Þorgils hnýtti daginn áður. Allt í einu er stöngin í keng. Þor- gils sér það, stekkur á fætur, steytir hnefann og hrópar: „Yesss!“ Hleypur síðan af stað yfir ána til að aðstoða Helga. „Það er kraftur í honum,“ kalla ég yfir til feðganna. „Já, svona er Dalalaxinn,“ svarar Þorgils hlæjandi. Þetta er snörp viðureign sem endar með því að Þorgils sporðtek- ur bjartan fimm punda göngulax fyrir föður sinn. Hann ræður sér vart fyrir kæti eftir þessa frábæru byrjun á deginum. Helgi segir hon- um að kasta á strenginn, það sé stundum hægt að setja strax í ann- an. „Þetta er fyrsti laxinn sem ég næ í Fornastreng,“ segir hann. „Þorgils hefur náð nokkrum hér. Ég bjóst frekar við því að fyrsti laxinn kæmi úr fossinum.“ Spennist allur upp Sonurinn hættir fljótlega að kasta í Fornastreng, ákveðið er að hvíla hann fram að hádegi, og fær- ir hann sig þá niður á Breiðfoss- brot. Þar hefur hann aldrei fengið fisk en veiðir staðinn af mikilli þol- inmæði. „Þetta er mjög fjölbreytileg á,“ segir hann að því loknu. „Hún minnir kannski á Laxá í Kjós hvað það varðar. Menn þurfa að beita mjög mismunandi tækni við veið- arnar; þetta er andstreymisveiði, strengir, pyttir, djúpir hyljir og lygnar flugubreiður. Flekkan býð- ur uppá þetta allt.“ Hann á sér eftirlætis svæði í ánni. „Ég hef tengst Fossholtunum sterkum böndum; ef það er fiskur þar þá finn ég hann venjulega fljótt. Það er magnaður staður. Þá þykir mér mjög gaman að veiða Tunguána uppi í dal. Hún er svo lítil og nett, það þarf að fara mjög varlega og læðast að hylj- unum. En það eru svo margir hyljir hér sem gaman er að eyða tíma við.“ Þorgils tekur virkan þátt í veið- inni með veiðifélögum sínum. „Þeg- ar ég veiði sjálfur fæ ég kikkið sem allir veiðimenn þekkja, en þegar aðrir veiða spennist ég allur upp, æsist mjög.“ Hann segir hefðbundnar flugur gefa mest í Flekkudalsá, mest sé veitt á Frances. „Ég set þær alltaf undir síðast, mér finnst skemmti- legra að skrá fisk á annað. En svartur Frances með keiluhaus er gull hérna. Það er oft gott að kasta honum andstreymis. Mér finnst gaman að „hitsa“ víða hér en flugan sem ég vil nota í Fornastreng er Crossfield. Það eru hvítar skellur í botninum sem mér finnst flugan tóna svo vel við. Þarna koma kannski inn lista- mannsgenin frá pabba,“ segir hann og brosir aftur. Álög á þessari stöng Í Torfunesfossi hafa laxar verið að stökkva við nefið á Margréti en vilja ekki taka. Fjölskyldan færir sig upp með ánni. Þorgils er afar fiskinn veiðimað- ur; vökull og þolinmóður, og alltaf reiðubúinn að aðstoða aðra veiði- menn. Hann hefur náð mörgum löxum í Flekkunni en enga tveggja ára. „Ég hef náð einum níupundara, fjórum átta punda og marga á bilinu sex og átta. Ég hef stærst sett í svona 14 punda lax hér og í Torfunesfossi hef ég þrisvar sett í svona 10 til 12 punda laxa. En þeir hafa alltaf sloppið. Pabba hefur ekki gengið betur með þessa stóru – það eru einhver álög á þessari stöng.“ Þetta er fyrsta veiðiferð Þorgils í sumar, eftir að hafa verið við vinnu á Spáni í einn og hálfan mán- uð. „Ég reyndi að veiða eins mikinn silung í vor og ég gat. Það gekk ágætlega. En ég var orðinn mjög spenntur að koma heim og veiða. Á næstunni fer ég á silungasvæðið í Vatnsdal og í Brunná í Öxarfirði. Svo langar mig að finna eitthvað meira. Ég get ekki lifað við minna en tíu túra á sumri ...“ Förinni er heitið í Þjófastreng og Fljótið. „Svo komum við aftur og reynum að tæla upp fleiri fiska í blíðunni. Markmiðið er að allir fái fisk.“ Þrettán ára leiðsögumaður Meðan Helgi kastar á Fljótið segir Þorgils mér söguna af fyrsta flugulaxinum, sem hann náði í Efstafljóti þegar hann var þrettán ára. „Við vorum áfram í bústaðnum og þá komu Svisslendingar að veiða í ánni. Það gekk illa hjá þeim og síðasta morguninn fór ég til þeirra með boxið mitt og lét einn fá rauða Frances tommutúpu. Sagði honum hvað hann ætti að gera – og hann fékk Maríulaxinn sinn. Eftir að fiskurinn var komin á land þakkaði hann mér, sagði þetta hafa verið frábært, dró svo upp veskið og sagði að venjulega greiddi hann leiðsögumönnum fyrir þjónustuna. Ég tók nú ekki borgun fyrir; ánægjan var nóg. Reyndar gaf hann mér svo nammipoka!“ bætir hann við hlæjandi. Enginn lax fellur fyrir flugum í Fljótinu og rólegt er í hinum veiði- lega Þjófastreng, þar til Þorgils strippar Sunray Shadow hratt yfir sólbjartan hylinn. Þá kemur lax þrisvar í túpuna en tekur hvorki hana né smærri flugur sem honum eru boðnar á eftir. Klukkan er að verða tólf á há- degi og aftur er stefnt að Torf- unesfossi. Á leiðinni bendir Þorgils á pall í flúðunum nokkru fyrir ofan fossinn. „Sjáðu klöppina þarna. Þetta er ómerktur staður en í miklu vatni getur legið þarna fiskur. Þarna tók ég einn á síðustu vaktinni í hitti- fyrra, þegar klukkuna vantaði tvær mínútur í eitt. Það var strax þungt tog í Snælduna – átta punda fisk- ur.“ Sagan segir sitt um tilfinninguna sem hann hefur fyrir ánni. Þorgils læðist nú að Forn- astreng, undir er sama Black Brahan og hann tók laxinn á dag- inn áður, og í öðru kasti verður allt fast. „Yesss!“ ómar yfir gilið í ann- að sinn þennan morgun, hann fagn- ar ógurlega en leiðir laxinn varlega niður úr hylnum. Segist ætla með hann niður fyrir svo mamma sín geti veitt staðinn á eftir. „Þetta er frábært!“ segir Þorgils þegar Helgi hefur aðstoðað soninn við löndunina og rétt honum fimm punda hænginn. „Yndislegt!“ STANGVEIÐI | VEITT MEÐ ÞORGILS HELGASYNI Í FLEKKUDALSÁ Svona er Dalalaxinn Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Veiðimaðurinn sem veitt er með að þessu sinni, Þorgils Helgason, er átján ára Kvennaskólanemi. Þorgils hefur um árabil leikið knattspyrnu með yngri flokkum KR en annað áhuga- mál hans er allt sem viðkemur veiði – hann segist án hvorugs geta verið. Fjölskylda Þor- gils á hús á bökk- um Flekkudalsár á Fellströnd og þar hefur hann öðlast þroska sem laxveiðimaður í fremstu röð. „Ég veiddi fyrst í Flekkunni með pabba þegar ég var þrettán ára, síðan hef ég ekki misst úr sumar. Við förum í tvo, þrjá túra í hana á sumri. Ég er allt- af að reyna að læra betur á ána. Það gengur eitthvað en samt á ég nóg eftir ólært. Hér ætla ég að veiða þangað til ég verð gamall, Þetta er frábær á.“ Á nóg eftir ólært Þorgils Helgason Morgunblaðið/Einar Falur Eftir að Helgi Þorgils hafði sporðtekið laxinn fyrir soninn, sannfærði Þorgils sig um að Black Brahan-flugan sæti vel í kjaftvikinu. Helgin öll á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.