Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 25
Fletti maður erlendum listtímaritumnokkra mánuði aftur í tímann máefast um að ábyrgir á útskerinufylgist eins vel með og þeir vilja veraláta þrátt fyrir samanlagða um-
ræðuna og fundarhöldin um alþjóðavæð-
inguna. Allt þetta tal um útrás íslenskrar list-
ar fær um leið nokkurn svip af því að troða
vindi í poka, í öllu falli á meðan útlendingum
er beinlínis meinað aðgengi að gagnsæju yf-
irliti á þróuninni hér á landi síðustu hundrað
árin. Ástæða til að minna á að yfir sumarmán-
uðina munu útlendir vera um 80% borgandi
gesta á söfnin í Reykjavík, svo ekki skortir
viljann til að kynna sér þennan mikilvæga
geira íslenskrar þjóðmenningar. Reynslan
segir einnig að þetta séu upplýstustu og verð-
mætustu ferðalangarnir sem hingað rata.
Einsleit markaðssetning að ofan gengur ein-
faldlega ekki upp, ber svip af hlutdrægni, of-
læti og minnimáttarkennd í bland.
Af listtímaritinu art das Kunstmagasin að
ráða, sem jafnan er með greinargott yfirlit
stórviðburða í myndlistarheiminum, er áhersl-
an lögð á gagnsæi yfir alla línuna. Mesta at-
hygli vekur ótvírætt viðgangur málverksins í
Evrópu, og að jafnvel á Saatchi galleríinu í
London, sem á að vera miðstöð núhræringa
dagsins er það engan veginn úti í kuldanum,
sem má vera nokkuð nýtt. Um þessar mundir
og fram til tíunda október stendur þannig yfir
annar hluti stórframkvæmdar sem nefnist
„Sigurganga málverksins“, en fyrri hlutanum
lauk fimmta maí. Um er að ræða að eigandinn
Charles Saatchi heldur á þann veg upp á tutt-
ugu ára afmæli galleríisins og mun val hans
efalaust koma mörgum hérlendum spánskt
fyrir sjónir, jafnvel sem blaut tuska framan í
andlitið. Nú er ekki verið að sýna dót á gólfi,
óuppbúið rúm, dýr í formaldehýði, innsetn-
ingar og myndbönd. Þvert á móti blasa hin
mörgu stig samtímamálverksins við gestum í
hinum rúmgóðu húsakynnum á Tems-
árbökkum. Um leið gefið til kynna að mál-
verkið er og verði mikilvægasti og magnaðasti
tjámiðill myndlistarmannsins, eins og Saatchi
mun hafa orðað það sjálfur! Auðvitað um að
ræða róttækar núhræringar í málverki, að
hluta til hræringar sem sumar eru orðnar sí-
gildar þótt ekki hafi þær endilega náð upp á
pallborðið lengst á norðurslóðum. Svo er auð-
vitað stóra spurningin hvað teljist til virkrar
og safaríkrar samtímalistar en því trauðla
miðstýrt eins og sagan er til vitnis um.
Hér er ekki verið að taka neina afstöðu,heldur einfaldlega miðla tiltækumupplýsingum, að sjálfsögðu nóg af að-
skiljanlegustu tegundum samtímalistar í
heimsborginni. Þannig nefnist aðalsýningin á
Tate Modern Bankside : „Opin kerfi, upp-
stokkun listarinnar um 1970“, með bógum
eins og Donald Judd, John Baldessari,
Martha Rossler, Gerhard Richter, Hans Ha-
ache o.fl. (til 18. september). Þá er gallerí Co-
urtauld stofnunarinnar í Somerset húsi með
sýninguna Gabriela Münter: „Í leit að tjá-
formi 1906–1917“ (til 11. september). Lista-
konan ótvírætt mikilvægasti fulltrúi sinna
kynsystra á vettvangi expressjónismans, með-
limur í Bláa riddaranum, lengi náin vinkona
og nemandi Kandinskys. Skrifari minnist
Gabrielu Münter (1877–1962), sem aldinnar
og vinalegrar konu sem á árunum 1958–60
varð oft á vegi hans í borgarlistasafninu, Len-
bach húsi í München, hvar hún var viðloðandi.
Leið vel innan um úrval verka Kandinskys og
fleiri meðlima „Der Blaue Reiter“ sem uppi
héngu og gera vafalaust enn.
En líkast til mun yfirlitssýning á verkum
mexíkósku listakonunnar Fridu Kahlo á Tate
Modern Bankside draga lengsta stráið um at-
hygli og aðsókn og þar biðraðanna helst að
vænta. Um að ræða 70 olíumálverk og verk
unnum á pappír, og mun vafalítið umfangs-
mesta sýning sem sett hefur verið upp á verk-
um einnar þekktustu og áhrifamestu listakonu
tuttugustu aldar eins og það er orðað. Ein-
hvers staðar sá ég að hún hafi ekki látið eftir
sig nema rúmlega 80 myndverk svo þetta er
væn sneið af kökunni. Freistandi að velta fyr-
ir sér hvort harmræn örlagasaga hinnar
skammlífu listakonu og ástþrungna nátt-
úrubarns ásamt magnaðri ævisögu sem var
kvikmynduð með Selmu Hayek í aðal-
hlutverki, hafi orðið til þess að meðalgáfum
var lyft á stall. En þá er heimsókn á sýn-
inguna auðvitað besta svarið, og fullyrt að
framkvæmdin ryðji burt öllum vangaveltum
þar um, skipi henni ótvírætt í fremstu röð.
André Breton, æðstiprestur surrealistanna,
nefndi málverk hennar „sprengjur í gjafa-
pakkningum“, sem hittir í mark. Á ferð til-
finningahlaðnar sjálfsmyndir sem sverja sig í
ætt við surrealisma, birtingarmyndin yfirmáta
einlæg, sársaukafull, tjárík og skynræn. Og
sjálfur Picasso sagði eitt sinn við Diego Ri-
vera vin sinn og spúsa hennar: „Hvorki André
Derain né ég erum færir um að mála höfuð
líkt og Frida Kahlo.“ En auðvitað má svo á
hinn veginn til sanns vegar færa, að Frida
Kahlo hefði engan veginn verið fær um að
mála höfuð eins og Derain og Picasso! Frægð-
arsól Fridu Kahlo (1907–54) hefur risið hægt
og stígandi á undanförnum áratugum og loks
komin hátt á loft, nafn hennar ekki finnanlegt
í uppsláttarbókum fyrr en á síðustu áratug-
um, er til að mynda ekki í íslenzku al-
fræðabókinni frá 1990. Svo komið má segja að
stundum skyggi hún á sjálfan Diego Rivera,
en list þeirra gjörólík nema að gera má ráð
fyrir að einhverja nærtæka tækni hafi hún
tekið upp frá honum, tjámátinn allt annar þótt
hann hafi rammt mexíkóskt yfirbragð, um leið
alþjóðlegt. Loks má nefna að árlegt mynd-
skoðað sumarútboð breskrar listar stendur
yfir í sölum Royal Academi og væri að vanda
mikill lærdómur fyrir íslenska listamenn og
sýningar- og safnstjóra að sækja þá fjölþættu
uppákomu heim, skoða rækilega, jafnaðarlega
má einkum draga mikinn lærdóm af arkitekt-
úrdeildinni og frábærri uppsetningu hennar
ár frá ári. Og vafalaust er árleg sýning Port-
rettsafnsins á fullu, listgeirinn stórlega van-
ræktur á Íslandi. Þótt til sé eitthvað af fram-
úrskarandi málverkum og enn fleiri
ljósmyndum er máttleysislega haldið utan um
þann mikilvæga geira myndlistar hér á landi
Annað sem kemst ofarlega á blað á Eng-landi er sýningin „Ást er allt sem þúþarfnast“. Um að ræða að Tate í Liver-
pool kynnir list og hönnun hippakynslóð-
arinnar þá sálarhitinn var í forgrunni, ein-
kunnarorðið; sumar ástarinnar. Heimurinn
var rauður appelsínugulu hágulur.
Eins stendur skrifað: „Árið 2005 verður
hins vegar ekkert sumar ástarinnar, ást-
argangan í Berlín slegin af, pastellitir ríkjandi
í tískunni og hugsjónaríki hluti æskunnar
dýrkar enga megastjörnu, heldur 78 ára
gamlan bæverskan guðfræðing sem orðinn er
páfi. Hvernig heimurinn leit nú öðru vísi út
1967! Allt í rauðu appelsínugulu hágulu, þá
var morgunverðurinn LSD og frjálsar ástir
iðkaðar á flókateppum. Þannig hljóðar í öllu
falli helgisagan og í sundurleitum hippaflíkum
trölluðu bítlarnir möntrur sínar líkast engla-
kór; Love love love.“
Má vera borðleggjandi að einhverjir hér á
útskerinu eigi brýnt erindi á þessa sérstöku
framkvæmd sem felur í sér lífshita og fjölþætt
úrval listrænna gjörninga í anda hippa- og
bítlatímanna. Munu jafnvel fá ofbirtu í augun
frá ljósaperum minninganna; ást er ást er ást
er ást…
Úti í heimi
Gabriela Münter: Hugsandi, 1971, olia á léreft 66x99,5. München, Borgarlistasafnið í Lenbach-húsi.
Kennimark hippatímabilsins varð stafdrátturinn
„Ást“ eftir Robert Indiana. Upprunalega mál-
verk, yfirfært í skúlptúr 1966.
Frida Kahlo: Sjálfsmynd með apa, 1939, olía á
tréplötu 40,6x 30,5 sm. Buffalo. N.Y. Albright
Knox Art Gallery.
SJÓNSPEGILL
Bragi Ásgeirsson