Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Á dögunum átti ég er-indi við starfsmann áBiskupsstofu íReykjavík og hringdiþví að norðan í
skiptiborð hússins, eins og lög
gera ráð fyrir. Þetta var upp úr
hádegi. Aldrei þessu vant fékk
ég í eyrað rödd af símsvara, hvar
mér var tjáð, að það væri lokað.
Hver skyldi nú vera dáinn,
hugsaði ég, enda það eina sem
mér kom í hug sem ástæða fyrir
þessu óvænta ástandi. Svo gaf
ég þetta frá mér, en ákvað að
reyna daginn eftir. Sem ég og
gerði.
Mér lék forvitni á að vita
hverju gærdagslokunin sætti,
hver nátengdur fólki þar hefði
verið jarðsunginn, en fékk þá
heldur betur óvæntar og gleði-
legar fréttir. Enginn hafði and-
ast. Biskup og skrifstofustjóri
höfðu einfaldlega ákveðið að
hleypa starfsfólkinu út í blíð-
viðrið og hitabylgjuna, sem þá
lék við og kyssti í öllu sínu veldi
höfuðstaðinn og nærliggjandi
svæði.
Ég komst að því í framhald-
inu, að þetta myndi hafa verið
arfur frá Sigurbirni Einarssyni,
biskupi Íslands 1959–1981, sem
einhvern tíma á þeim árum af
miklum vísdómi hafði gert þetta
sama, með þeim rökstuðningi, að
allt eins mætti eða öllu heldur
nær væri að gefa frí endrum og
sinnum vegna einhvers annars
en dauðans og útfara, sem þá
tíðkaðist og gerir enn, og þykir
sjálfsagt. Og sagt er, að á Bisk-
upsstofu hafi þá verið hengdur
upp miði, sem á var ritað:
LOKAÐ VEGNA LÍFSINS.
Þetta er auðvitað tær snilld og
ekkert annað, eins og ungdóm-
urinn myndi segja nú á tímum.
Að vísu þekkist að vinnustöðum
sé lokað í nokkrar klukkustundir
þegar óvenju gott er veður, en
þar hangir annað á spýtunni.
Viðbrögð biskups eiga hins veg-
ar að túlkast sem andsvar við
hinu, sem ég nefndi. Mér er til
efs, að sú hugsun leynist að baki
því sem aðrir gera í þessu efni.
Samhengið og meiningin gerir
þarna sumsé reginmuninn.
Aftur á móti tengist þetta
hvort tveggja, eins og ég gat um
í pistli mínum hér í vor, nánar
tiltekið 22. maí, sem bar yf-
irskriftina „Hátíð“. Þar sagði ég,
að í fyrra hefði verið uppi um-
ræða í þjóðfélaginu um að færa
til einhverja hátíðisdaga, eða
jafnvel fjarlægja alveg, aðallega
vegna kröfu atvinnurekenda,
sem töldu þá slíta vinnuvikuna í
sundur. Uppstigningardagur var
þar nefndur til sögunnar. Það er
einhver mesta og grófasta atlaga
að íslenskri kristni í langan tíma.
Hún var stöðvuð fyrir atbeina og
festu Karls Sigurbjörnssonar
biskups.
Sumardagurinn fyrsti var líka
í umræðunni. Karl benti á, að
hann væri leifar af fornu æva-
gömlu tímatali og verðmæti fólg-
in í slíkum hefðum einnig. Hér
skyldu menn því fara varlega.
Víða í heiminum er þetta ferli
lengra komið, því miður, og lík-
lega er Frakkland þar kræfast,
og því til sönnunar er eftirfar-
andi frétt á mbl.is þann 16. maí
síðastliðinn:
Milljónir Frakka héldu sig heima í
dag, annan í hvítasunnu, þrátt fyrir að
ríkisstjórn landsins hafi ákveðið að
dagurinn skyldi ekki lengur vera frí-
dagur og landsmenn ættu að mæta til
vinnu. Almenningssamgöngur fóru úr
skorðum í næstum því hundrað borg-
um og bæjum og margar skrifstofur
hins opinbera voru lokaðar, að því er
fram kemur í frétt BBC.
Stjórnin ætlaði að breyta deginum úr
frídegi í venjulegan vinnudag og nota
tekjurnar í heilbrigðisþjónustu við
aldraða. Ákvörðunin mæltist hins
vegar vægast sagt illa fyrir hjá vinn-
andi fólki og verkalýðsfélög boðuðu til
verkfalla um allt land […]
Skyldum við eiga eftir að upp-
lifa eitthvað svipað hér á landi í
framtíðinni? Vegna græðgi
ákveðinna afla í samfélaginu,
horfandi á fáeinar krónur, sem
e.t.v. myndu sparast, ef unnt
væri að gera eitthvað í þessum
dúr? Vonandi ekki.
Í raun og veru ætti að fjölga
þessum dögum ef eitthvað er,
því lífið á ekki bara að vera
endalaust strit. „Gjaldið keis-
aranum það sem keisarans er og
Guði það sem Guðs er,“ sagði
meistari okkar og Drottinn forð-
um. Við skulum því gera allt til
að halda í þá daga sem minna
okkur á hvar rætur okkar liggja,
hvaðan við komum, hver við er-
um. Í öllu slíku fellst mennskan.
Í byrjun hins nýja árþúsunds,
þar sem fjölmiðlar landsins eru
uppteknir og sneisafullir af boð-
skap um það, hver er að kaupa
þetta eða hitt fyrir milljarðatugi
eða hundruð, og verða ríkari en
einhver annar, er okkur nauð-
synlegt að muna, að þetta á ekki
að vera miðdepill tilverunnar,
þessi hörðu gildi. Annað er þar
líka, blasir við í allri sinni dýrð:
blómin, lækirnir, fjöllin og svo
ótalmargt fleira. Djásn landsins
okkar fagra.
Þetta er ekki ósvipað og með
svarta krossinn á minnismerkinu
við Suðurlandsveg, þetta merki
dauðans, fræðandi um og minn-
andi á tölu látinna í umferðinni
hverju sinni. Jafnframt, og raun-
ar fyrst og síðast – og það má
aldrei gleymast – er það reyndar
helgast allra tákna kristninnar,
bendir á mesta sigur í heims- og
mannkynssögunni, þegar lífið
braut afl myrkursins og kuldans
og ógnarinnar á bak aftur; hann
er vitni um samstöðu Guðs með
öllum þeim sem líða og þjást og
syrgja, vitni um miskunn hans
og fyrirgefningu, vitni um ljósið.
Þess vegna er hann þarna.
Ég tek því ofan fyrir biskupi,
hinum eldri jafnt sem yngri, og
áðurnefndum skrifstofustjóra.
Svona á fólk að vera.
Lokað –
vegna lífsins
Ljósmynd/Sigurður Ægisson
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
„Ekkert er nýtt undir sól-
inni“ er fullyrt í 1. kafla
Prédikarans, einni bóka
Gamla testamentisins, og
eflaust má það til sanns
vegar færa. En Sigurður
Ægisson heyrði þó í nýlið-
inni viku dálítið, sem fer
langt með að vefengja áð-
urnefnd orð Salómons
konungs.
Sturla Kristjánsson: Bráðger
börn í búrum eða á afgirtu
svæði munu naumast sýna
getu sína í verki; þeim er það
fyrirmunað og þau munu trú-
lega aldrei ná þeim greind-
arþroska sem líffræðileg hönn-
un þeirra gaf fyrirheit um.
Kristján Guðmundsson: Því
miður eru umræddar reglur
nr. 122/2004 sundurtættar af
óskýru orðalagi og í sumum
tilvikum óskiljanlegar.
Sigurjón Bjarnason gerir
grein fyrir og metur stöðu og
áhrif þeirra opinberu stofnana,
sem heyra undir samkeppn-
islög, hvern vanda þær eigi við
að glíma og leitar lausna á
honum.
Þorsteinn H. Gunnarsson:
Nauðsynlegt er að ræða þessi
mál með heildaryfirsýn, dýpka
umræðuna og ná um þessi
málefni sátt og með hagsmuni
allra að leiðarljósi, bæði nú-
verandi bænda og fyrrverandi.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
BRÉF TIL
BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1
103 Reykjavík Bréf til
blaðsins | mbl.is
Í MORGUNBLAÐINU 21. júlí sl.
er bréf til blaðsins frá Bergþóru
Sigurðardóttur lækni sem nefnist
„álglýja og skyrið græna“.
Þar segist hún hafa séð að Afr-
íkuríkið Kongó sé heppilegasta
landið í heiminum fyrir álvinnslu
og að í Afríku séu aðeins 6% af
virkjanlegri vatnsorku í álfunni
nýtt. Ennfremur hefur hún eftir
Júlíusi Sólnes prófessor að það sé
„hægt að byggja öll heimsins álver
í löndum Suður-Ameríku og víða í
Asíu og Afríku“.
Það er rétt að meginhlutinn af
óvirkjaðri efnahagslega nýtanlegri
vatnsorku í heiminum er í þróun-
arlöndunum, Suður-Ameríku, Afr-
íku og Asíu. En í heiminum eru
sem stendur 1,6 milljarðar manna
sem ekki hafa einu sinni rafmagn
til heimilisnota, hvað þá til annarra
almennra nota. Nær allir þessir 1,6
milljarðar eru einmitt í þessum
heimshlutum. Í þeim er fólksfjölg-
unin líka örust, þannig að þessi tala
fer hækkandi. Öll óvirkjuð efna-
hagsleg vatnsorka í þessum löndum
dugar hvergi nærri til að sjá íbúum
þeirra fyrir svipaðri raforku á
mann til almennra nota og í Vest-
ur-Evrópu. Það sést best í Kína
þessi árin, þar sem fjöldi kolaorku-
vera og kjarnorkuvera er í bygg-
ingu samtímis stærsta vatns-
orkuveri í heimi.
Raforka til almennra þarfa geng-
ur hvarvetna í heiminum fyrir raf-
orku til orkufreks iðnaðar eins og
álvinnslu. Það er því óvíst hve mikil
raforka úr vatnsafli verður afgangs
til álvinnslu í vatnsorkuríkum þró-
unarlöndum þegar þeim vex fiskur
um hrygg efnahagslega. Það er lík-
legt að áliðnaður verði er fram líða
stundir fyrst og fremst í fámennum
en orkuauðugum löndum sem ráða
yfir orkulindum sem eru umfram
almennar þarfir íbúanna. Langt
umfram þær í sumum löndum. Ís-
land er dæmigert slíkt land, með
100 sinnum meiri efnahagslega
vatnsorku á hvern íbúa en heim-
urinn í heild og ríkulegan jarðhita
að auki.
Það er því engin furða að áliðn-
aðurinn horfi til Íslands.
JAKOB BJÖRNSSON,
fyrrv. orkumálastjóri.
Athuga-
semd um
„álglýju“
Frá Jakobi Björnssyni:
BREKKUHVARF 20
FYRIR ÁHUGASAMA KAUPENDUR
OPIÐ HÚS VERÐUR Í DAG MILLI KL. 16.00 OG 18.00
Um er að ræða einbýlishús, sem
stendur á stórri lóð er gefur mikla
möguleika, t.d. byggingu hesthúss.
Áhugaverð eign á frábærum stað
stutt frá Elliðavatni.
Kristín tekur vel á móti áhuga-
sömum kaupendum.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Ingólfsstræti
Glæsileg eign í hjarta miðbæjarins með mikla
tekjumöguleika. Eignin er parhús, tvær hæðir
auk stúdíóíbúðar í kjallara sem er nýstandsett.
Húsið var allt endurgert að utan árið 1995, þ.e.
gler og gluggar og bárujárn. Rafmagns- og
vatnslagnir endurbættar. 11 bílastæði sem eru
öll í útleigu. Eignarlóð. Verð 39,0 millj.
Vesturgata
Fallegt og vel skipulagt 151 fm einbýlishús á
þremur hæðum. Húsið var endurbyggt árið
1998 og var m.a. skipt um allan við utan á hús-
inu, þak, gler og glugga og lagnir. Á aðalhæð
er forstofa, eldhús, borðstofa með útgangi á
lóð, setustofa og eitt herbergi. Í risi eru rúmgott
sjónvarpshol, tvö herbergi og baðherbergi og í
kjallara eru forst., eldhús með nýrri innrétt.,
stórt opið rými (hægt að nýta sem stofu/herb.)
auk geymslu og þvottaherb. Falleg gróin lóð.
Sérbílastæði á baklóð. Verð 37,9 millj.
Dragavegur
Glæsilegt 249 fm einbýlishús á fjórum pöllum
m. innb. bílskúr á þessum fallega og gróna
stað í Laugarásnum. Eignin skiptist m.a. í
rúmgóða borðstofu, eldhús með góðum inn-
rétt. og góðri borðaðstöðu, stóra stofu m. út-
gangi á skjólgóðar flísalagðar suðursvalir, sex
herbergi, þar af eitt nýtt sem sjónvarpsherb.,
fataherb., flísalagt baðherb. auk gestaw.c. og
þvottherb. með sturtu. Aukin lofthæð á tveim-
ur efstu pöllum hússins. Ræktuð glæsileg lóð
með skjólveggjum og veröndum. Hiti í inn-
keyrslu og stéttum framan við hús.
Skólavörðustígur - glæsileg útsýnisíbúð
Glæsileg um 135 fm 3ja herb. útsýnisíbúð á
tveimur efstu hæðunum í nýlegu húsi í mið-
borginni. Íbúðin er innréttuð á afar vandaðan
og smekklegan hátt. Vandaðar viðarinnrétt-
ingar í eldhúsi, með granítborðpl. og vönduð-
um tækjum. Stórar samliggj. bjartar stofur
með mikilli lofthæð, vandað flísal. baðherb.,
og eitt herb. með miklum skápum. Skáli á efri
hæð með útgengi á suðursvalir. Flísar á gólf-
um. Mikils útsýnis nýtur. Óskað er eftir til-
boðum í íbúðina.
Naustabryggja - 3ja herb. vönduð íbúð
Mjög góð 93 fm ibúð á 3. hæð í lyftuhúsi ásamt
sérgeymslu í kj. og sérstæðis í lokaðri bíla-
geymslu. Eldhús með vönduðum eikarinnrétt-
ingum, rúmgott flísalagt baðherbergi, björt og
rúmgóð stofa með gólfsíðum gluggum og stór-
um svölum til vesturs og tvö herb., bæði með
skápum. Náttúrugrjót og parket á gólfum. Hús
álklætt og viðhaldslítið. Sérinngangur af svöl-
um. Verð 22,9 millj.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Í dag sunnudaginn 24. júlí er opið hús milli kl. 15 og 17 í þessari fallegu íbúð. Íbúðin er
þriggja herbergja 82. fm endaíbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli við Rekagranda, ásamt góðu
stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í forstofu, tvö herbergi, stofu, eldhús og baðherbergi.
Sérgeymsla og hjólageymsla eru á jarðhæð. Tvennar svalir eru á íbúðinni. V. 17,9 m. 4742
REKAGRANDI 7 - OPIÐ HÚS